Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977. 5 Skreiðin bíður enn í Lagarfossi Staðfesting hefur ekki enn fengizt á því að afferm- ing skreiðarfarms Lagarfoss sé hafin í Port Harcourt í Nígeríu, þar sem skipið hef- ur beðið undanfarna daga. Tilskildir tollpappírar áttu að komast á áfangastað í gær og átti þá ekkert að vera því til fyrirstöðu að af- ferming gæti hafizt. Hvorki Eimskipafélag íslands, eig- endur skipsins, né eigendur farmsins höfðu í morgun fengið staðfestingu á því að afferming væri hafin enda er miklum erfiðleikum bundið að ná símasambandi við Nígeríu, eins og mörg önnur Afríkuríki. -ÓV. Fjórir dóm- kirkjuprestar á kirkjukvöldi Kjórir dómkirkjuprestar, nú- verandi og fyrrverandi, taka þátt í árlegu kirkjukvöldi Bræðrafé- lags Dómkirkjunnar sem efnt verður til í kirkjunni á skirdags- kvöld kl. 8.30. Sr. Hjalti Guðmundsson annast kveðjustund. Sr. Óskar .1. Þor- láksson flytur erindi sem hann nefnir í einrúmi á skírdagskvöld. Sr. Jón Auðuns flytur erindi sem hann nefnir Ofbeldi og sr Þórir Stephensen ræðir um hið nána samfélag innan frumkristn- ínnar. Ragnar Björnsson dómorganisti leikur á orgel kirkjunnar og Dðm- kirkjukórinn syngur. Kirkjan er þetta kvöld opin öll- um sem koma vilja. -ASt. Athugasemd vegna Mánafossmálsins Vegna fréttar af réttarhöldum í Mánafossmálinu svokallaða í borgardómi Reykjavíkur 24. síð- asta mánaðar skal tekið fram að við réttarhöld í málinu hefur Markús Þorgeirsson aldrei haldið því fram að Mánafoss hafi farið á hliðina þegar átti að henda út spira við bauju. í gögnum málsins er ekkert þessu að lútandi. Viðkomandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum misskilningi. -ÓV. LEIGUMIÐLUNIN húsaskjol VESTURGOTU 4 S 1 2850 Höfum opnai leigumiðlun, þar sem við sjámrn um að leigja ibiíðir yðar að kostnaðarlausu # Sjáum umað ganga frá samningum og innheimta húsaleiguna. # Reynið viðskiptin — Viö erum ávallt reiðubúnir að liðsinna yður. # Viö höfum opið frá kl. 2-10 alla daga nema laugardaga kl. 1-6. ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓflU/Tfl //allteitthvaó gott í matinn STIGAHLÍÐ 45-47 SÍMI 35645 Heimamenn vilja halda í Sighvat —ágreiningur við forystu Alþýðuf lokksins um bræðslu við Samtökin Sighvatur Björgvinsson. Alþýðuflokkurinn og Samtökin á Vestfjörðum eru hvergi nærri komin í eina sæng. Undir niðri Suðri situr enn fastur Fyrir hádegið áttu umboðs- menn útgerðarfélags Suðra, sem kyrrsettur hefur verið í Rotter- dam undanfarnar fimm vikur, von á því að afgerandi svar feng- ist frá enska bankanum sem gjaldfelldi um 170 milljón króna lán útgerðarinnar og kyrrsetti skipið, þannig að það fengi að fara úr höfn þar ytra. Flóknar samningaumleitanir hafa verið í gangi að undanförnu en enski bankinn hefur til þessa ekki geta fallizt á tilboð útgerðar- félags Siiðra. . -ÓV. kraumar í Alþýðuflokknum ágreiningur milli æðstu stjórnar flokksins og heimamanna. Stjórnendur Alþýðuflokksins hafa mikinn hug á bræðslu á Vestfjörðum og þá helzt undir merki Alþýðuflokksins, eins og fram kom í samþykkt flokks- stjórnar nýlega. Stjórnendurnir vilja mikið til vinna til að reyna að fá kjördæmiskjörinn þing- Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra efnir til kab- arettskemmtunar og bingós á skirdagskvöld. Skemmtunin verð- ur í Sigtúni og hefst kl. 20. Svavar Gests stjórnar skemmtuninni en skemmtikraftar verða Ómar Ragnarsson og sönglagatríóið Bónus. mann á Vestfjörðum. Þeim mundi ekki óa við, að Karvel Pálmason yrði þar efstur á lista. Alþýðu- flokksmenn á Vestfjörðum eru hins vegar lítið fýsandi þess, að Karvel fái efsta sætið. Þeir vilja heldur hafa Sighvat Björgvinsson áfram, en hann er nú uppbótar- þingmaður. Heimamenn vilja því yfirleitt fremur hafna bræðslu- hugmyndum en láta Kanvel fá Kabarettskemmtun þessi er ár- legur viðburður hjá kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra. Konurnar bjóða vinninga í bingóinu sem eru að verðmæti urn 800 þúsund krónur. Meðal þeirra eru þrjár utanlandsferðir, mál- verk, dvöl í Skíðaskólanum í Kerl- ingafjöllum, vöruúttektir, raf- sætið. Það gerir Alþýðuflokksmönn- um þar í byggð auðveldara að koma sínu fram, að í lögum Al- þýðuflokksins eru nú ákvæði um, að framboði skuli ráðstafað með prófkosningum í hverju kjör- dæmi. Formlega ákveður kjör- dæmisráðið framboðið, en flokks- stjórn þarf síðan að samþykkja það. -HH magnsvörur og fleira. Konurnar afla með skemmtun þessari fjár til starfsemi sinnar, sem öll beinist að því að styrkja lamaða og fatlaða. Oftast hefur verið húsfyllir á skemmtunum fé- lagsins enda ekkerl til þeirra sparað. -ASt. Vinningur fyrir 800 þúsund á kabarett-bingói Yízkufatnaöur frá m»Jsr Hagstætt verð—Póstsendum um land allt URÐUR Opið til kl. 10 í kvöld TÍZKUVERZLUNIN Hamraborg 1, sími 43711

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.