Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 28
32 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977. Hvað segja stjörnurnar? Stjörnuspá páskadaganna Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 7. apríl. Spáin gildir fyrir föstudaginn 8. apríl. Spáin gildir fyrir laugardaginn 9. apríl. Spáin gildir fyrir sunnudaginn 10. april. Spáin gildir fyrir mánudaginn 11. apríl Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 12. apríl. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Stjörnurnar eru þér ekki að öllu leyti hliðhollar og þú átt erfitt með að umgangast ókunnuga. Þú færð bréf sem mún létta af þér miklum áhyggjum. Láttu ekki blekkjast af fagurgala. Vatnsberinn (21. jan. —19. feb.): Þú færð bréf sem þú hefur iengi beðið eftir. Fertu viðbúin(n) því að þurfa að taka á móti mörgum gestum í dag. Reikningur sem þú þarft að borga reynist lægri en þú bjðst við. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Þetta verður góður dagur til að ráðgera ferð með fjölskylduna. Sköpunargleði þín á sér iítil tak- mörk. Flestar hugmyndir þínar munu fá góðan hljómgrunn. Vertu ákveðin(n) við þreytandi persónu. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Þú þarft að yfirstiga einhverja erfiðleika áður en þú getur komið við breytingum á högum þínum. Þú ert mjög metnaðar- Kjarn (gjörn) og aðrir eiga í erfiðleikum með að fylgja þér eftir. Vatnsberinn (21. jan. —19. feb.): Allar líkur eru á að ósk þín rætist og þú þurfir að þakka 4einhverjum vini þínum fyrir hjálpina. Þú mátt búast við ein- hverjum e» fiðleikum í kvöld. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Miðhluti dagsins mun verða þinn bezti tími í dag. Þá mun létta af spennu sem verið hefur lengi. Fjármálin valda þér ein- hverjum heilabrotum. Fiskarnir (20. feb.—20. mar?-): Þú ferð að öllum líkindum í smáferðalag annað hvort seinni partinn eða í kvöld. Það gæti verið heimsókn til veikrar manneskju. Vingjarnleiki þinn verður mikils metinn. Fiskarnir (20. feb.—20. marr); Hafðu taumhald á tungu þinni. Það er hætta á að fólk taki orð þín á annan veg én þú ætlaðir. Vertu varkár þegar þú lætur í ljósi skoðanir þínar á kunningja þínum. Fiskamir (20. feb.—20. marr): Stormasamt mun verða hjá giftu fólki í dag og þú þarft að beita maka þinn miklum for- tölum til að fá hann ofan af einhverri ráðagerð. Fiskarnir (20. feb.—20. mar?): Það lítur allt út fyrir að þú skuldir vini þinum bréf og þú hafir alveg gleymt að svara. Félagsllfið er mjög fjörugt. Þú sinnir áhugamálum þínum i kvöld. Fiskamir (20. feb.—20. marr): Ef þú þarft að leysa úr vandamáli heima við gerðu það með lagni og vertu ekki með neina frekju. Þú færð heimboð sem mun í senn gleðja þig og kitla hégóma- girni þina. Fiskarnir (20. feb.—20. mar?): Gerðu ráðstafanir til að eiga sem rólegast kvöld. Það er fjöld- inn allur af störfum sem þú þarft að ljúka við áður. Taktu ekki of mikið tillit til þess sem aðrirsegja. Hrúturínn (21. marr—20. apríl): Seztu niður og ljúktu við áríðandi bréfaskriftir og komdu bókhaldinu á réttan kjöl. Þú hittir einhvern ókunnugan sem mun koma talsverðu róti á huga þinn. Hrúturínn (21. marr—20. apríl); Þú færð frábæra hugmynd um hvernig eyða má kvöldinu. en félagi þinn er ekki allt of hrifin(n). Reyndu aó sættast á málamiðlun. Sparaðu ekki neitt við þig í dag. Hrúturinn (21. marr—20. apríl): Áhyggjur þínar hverfa og bjart- ari tími er framundan. Með jafnaðargeði þínu og snarræði muntu koma í veg fyrir slys. Þú nærð góðum árangri i dag. Hrúturínn (21. mar?—20. apríl): Einhver af kunningjum þínum bíður færis til að tala einslega við þig um ákveðiðmálefni. Með meiri skipulagningu á tíma þín- um ættir þú að geta komið meiru í verk. Hrúturínn (21. mar7—20. apríl): Þú ert ekki á sama máli o'g eldri manneskja og hagsmunir ykkar rekast á. Þetta gæti leitt til rifrildis. Láttu heilbrigða skyn- semi segja þér hvað gera skuli. Hrúturínn (21. mar?—20. apríl): Forðastu að flækja þig I vanda- málum annarra. Þau eru smá- vægilegri en þú hyggur og þarf þess vegna ekki að hafa áhyggjur af þeim. Þú færð tæki- færi til að afla þér meiri mennt- unar. Nautiö (21. apríl—21. maí): Þetta verður annasamur dagur. Þú verður á ferðinni allan dag- inn fyrir utan smáhlé sem fæst. Reyndu að eyða kvöldinu í ró og næði með fjölskyldu þinni. Nautiö (21. apríl—21. maí): Láttu ekki hugfallast þótt þú mætir vanþakklæti i dag. Gjörðir þínar munu síðar njóta almennra vinsælda og þakk- lætið kemur i kjölfar þess. Kvöldið ætti að geta orðið skemmtilegt. NautiÖ (21. apríl—21. maí): Hlæðu ekki þótt vinur þinn komi til þín með vandamál, sem þér finnst heimskulegt. Það hafa ekki allir þitt viðhorf til lífsins. Gamla vini þiná langar til að endurnýja vinskapinn. Nautið (21. apríl—21. maí): Láttu það ekki hafa nein áhrif á þig og fáðu ekki minnimáttar- kennd þótt kunningi þinn sýni af sér mikla færni. Þú ert mjög hógvær og litt gefin(n) fyrir að láta á þér bera. Nautið (21. apríl—21. maí): Ein- hver spenna er í loftinu heima fyrir. Sennilega er það vegna óvænts gests. Þú færð óvæntar fréttir seinni part dagsins. Láttu þær ekki koma þér að óvörum. Nautið (21. apríl—21. maí): Hagkvæmni þín við að fram- kvæma hlutina sparar heilmikla vinnu og rugling. Margir í þessu merki munu verða leiðandi menn í einhverju verki vegna hæfileika sinna. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Notaðu daginn til að ráðgera og skipuleggja veizlu sem þú lengi hefur haft í hyggju að halda. Eldri persóna hefur mikið til málanna að leggja og er með ferskar hugmyndir því viðvíkj- andi. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Fyrri partur dagsins er beztur til áð framkvæma erfið verk- efni. Þú piunt þreytast þegar liður á daginn og þess vegna ekki vera eins hæfur í starfi. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Þetta mun verða leiðinlegur dagur en með kvöldinu fer að íétta til. Vinur þinn leitar ráða hjá þér viðvíkjandi vandamáli á heimili sínu. Reyndu að flækja þig í því eins lítið og hægt er. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Það er möguleiki á að þú farir í ferðalag í dag og mun það veröa þér til mikillar skemmtunar. Þú tekur þá ákvörðun að slíta kunningsskap við ákveðna per- sónu. Tvíburarnir (22. mai—21. júní): Það virðist sem þú sért farin(n) að sýna umhverfi þínu meiri áhuga. Allt gengur eftir áætlun í dag. Nýtt ástarævintýri er í, uppsiglingu fyrr flest ykkar. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Þú færð bréf sem mun hafa truflandi áhrif á þig. Gerðu þér grein fyrir því að bréfritari gæti verið að ýkja. Vertu viss um að fá aðra til samstarfs með þér áður en þú hefur ákveðið verk. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Þú skalt búast við því að margir af vinum þínum heimsæki þig ó- vænt í dag. Einhver hefur mik- inn áhuga á að hitta þig og þú kemur til með að hafa mikinn ágóða af þoim samskiptum. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Láttu stoltið ekki koma í veg fyrir að játa að þú hafir rangt fyrir þér. Þér reynist erfitt að umgangast aðra i dag. Þú færð upplýsingar sem munu reynast þér til framdráttar. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Smá afturkippur hefur verið í peningamálunum en nú fara batnandi tímar í hönd. og nú muntu geta veitt þér smámun að. Þú færð heimboð frá ein- hverjum. sem nýtur þess að vera i návist þinni. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Eldri manneskja er í slæmu skapi og það bitnar mjög á þér. Reyndu aó sýna tillitssemi og slepptu því að angra hana Taugar þínar eru spenntar. Leitaðu því félagsskapar rólegr- ar manneskju. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Það er möguleiki á að þú komir á óvenjulegan stað í dag og hittir þar manneskju sem á eftir að reynast þér góður vinur. Láttu ekki flækja þig í vandamálum annarra. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Þú lendir á óvenjulegum stað en félagsskapurinn verður skemmtilegur. Þú færð góðar ráðleggingar frá eldri mann- eskju. Taktu tillit til þeirra. Ljóniö (24. júlí—23. águst): Þér hættir til að eyða meiru en þú aflar. Vertu ákveðin(n) við sjálfa(n) þig. Þú breytir skoðun þinni viðvíkjandi ákveðinni per- sónu er hún sýnir mikla færni. Ljóniö ( (24. júli—23. ágúst): Þú færð bréf sem veldur þér mikl- um vonbrigðum og fær þig til að óska að þú hafir ekki treyst bréfritara fyrir svo mörgum af leyndarmálum þínum. Láttu þér þetta að kenningu verða. Ljóniö (24. júlí—23. ágúst): Þú þarft að gæta betur að heilsu þinni og meira af fersku lofti ætti ekki að skaða. Vinir þínir og ættingjar vilja sjá meira af þér. Vinsældir þinar eru þess valdandi að þú hefur lítinn tíma fyrir sjálfa(n) þig. Ljóniö (24. júlí—23. ágúst): Allt bendir til að þú lendir í góðum félagsskap í kvöld og þú munt njóta þín vel þar. Þú ert að reyna að skilgreina stöóu þína i lífinu og það tekst svona og svona. Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Þér finnst ákaflega skemmtilegt að skiptast á skoðunum við ein- hvern aðila af gagnstæða kyn- inu. Þú munt ávinna þér þakk- læti eldri manneskju fyrir eitt- hvað sem þú gerir. Ljóniö (24. júlí—23. ágúst): Einhver reynir að fá þig til að taka upp hanzkann fyrir sig. Reyndu að komast hjá öllu slíku, annars lendir þú í leiðin- legri aðstöðu. Þú munt vinna bug á erfiðleikum. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Gættu vel að hvar þú leggur frá þér hlutina i dag. annars ey hætta á að þú tynir einhverjum hlut sem þér er mjög annt um. Lærðu af mistökunum en þú skalt ekki fárast yfir því sem búið er og gert. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Þú skalt hlita ráðum annarra i dag áður en þú lætur fjármuni þína í einhverja fjárfestingu. Yngri manneskja reynir að fá þig til að samþykkja eitthvaó sem þér likar ekki. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Það er einhver spenna í loftinu meðal vina þinna, og það gæti verið vegna sögusagna. Hæfileiki þinn til að koma auga á skemmtilegu hliðar lífsins mun auðvelda þér lífið. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Þú ættir að nota daginn til að leysa úr þínum. persónulegu vandamálum en þau hafa hlaðizt upp að undanförnu. Eitt- hvað sem þú týndir finnst á mjög ólíklegum stað. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Þér finnst þú vera skilin(n) út undan og ert í leiðu skapi þess vegna. Spurðu vin þinn hvers vegna svo sé hvort einhver ástæða sé fyrir því. Allt rólegt í ástamálunum. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Haltu þig við gamalkunnar slóðir um morguninn. Stjörn- urnar eru ekki hliðhollar þeim sem eru í ævintýraleit. Þú tekur ákvörðun i kvöld sem mun hafa ánægjulegar breytingar á lifi þínu í för með sér. Vogin (24. sept.—23. okt.): Það líður að því að þú verðir búin(n) að koma málunum svo fyrir að þú getir verið sjálfum þér nógur hvað viðkemur peningamálum. Arfgengur hæfileiki mun koma þér i góðar þarfir í dag. Vogin (24. sept.—23. okt.): Hugsaðu áður en þú fram- kvæmir. Þú ert afskaplega næm(ur) fyrir umhverfi þínu í dag og þú skalt nota daginn til að láta gott af þér leiða. Þér hættir við tapi. Vogin (24. sept.—23. okt.): Allar breytingar sem gerðar verða eru þér til hagsböta. Þú ættir að reyna að komast hjá því að lenda í deilum. Einhver af gagnstæða kyninu hefur sterk ahrif á þig. Vogin (24. sept.—23. okt.): Ástfangið fólk mun eiga mjög skemmtilegan dag og mun fá fréttir sem leysa öll þeirra pen- ingavandamál. Fyrir hina verður þetta ósköp venjulegur og góður dagur. Vogin (24. sept.—23. okt.): Láttu eftir sjálfum(ri) þér ein- hvern munað. Reyndu nýja aðferð í að umgangast erfióa manneskju. Vertu glaðlynd(ur) en haltu fólki frá þér svo það reyni ekki að notfæra sér þig. Vogin (24. sept.—23. okt.): Vertu vandur (vönd) að vali vina þinna. Heimilislífið mun verða ánægjulegt og þú reynir að vera eins mikið heima og þú getur. Þú þarft að sinna skyld- um þínum við ættingja þinn. SporÖdrokinn (24. okt.—22. nóv.): Ef þér sýnist þú vera að lenda I einhverjum vandræðum, leggstu þá undir feld og hugs- aðu málið áður en þú heldur áfram. Búðu þig vel undir mikil- vægan atburð. SporÖdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Þetta er ekki rétti tíminn til að treysta á samvinnuna. Þú færð upphringingu eða bréf seinni partinn sem mun létta miklum áhyggjum af huga þín- Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Gættu þin að eyða ekki um of. Þú mátt gera ráð fyrir að þurfa að gripa til varasjóðs- ins mjög bráðlega. Félagslífið er mjög fjörugt um þessar mundir. SporÖdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Kunningi þinn sem þú kannt ekki allt of vel við gerir eitthvað sem mun breyta áliti þinu á honum. Eiphver er að stinga nefinu niður í eitthvað sem honum kemur ekki við. Sporödrekinn (24. okt.—22. nóv.): Það eru allir æstir í að gefa þér ráðleggingar í vanda þínum. Þær eru eins og gengur misjafnar. Þú færð fjarstæðu- kennda hugmynd sem mun verða nokkuð erfið í fram- kvæmd. Sporödrokinn (24. okt.—22. nóv.): Þú hjálpar einhverjum I erfiðleikum hans. Veldu orð þín vandlega þegar þú svarar bréfi og samþykktu ekki.neitt sem þú hefur eitthvað á móti. Bogmaöurinn (23. nóv.—20. des.): Heilsufar þitt er mjög gott þessa dagana. Þú hefur alveg losnað við smákvilla sem hrjáð hefur þig undanfarið. Ásta- málin eru í flóknara lagi. Bogmaöurínn (23. nóv.—20. des.): Kunningi þinn sem er mjög rólyndur að eðlisfari mun koma þér á óvart með æsingi sínum út af engu. Bjóddu fram hjálp þína en neyddu hana ekki upp á aðra. Bogmaöurinn (23. nóv.—20. des.): Þú hefur alveg nóg að gera og meir en þaó. Hikaðu ekki við að. biðja um hjálp. Skoðun þin á ákveðnu máli er að breytast með r.ýjum upplýsing- úm. Vinur þinn þráir að hitla Þi«. Bogmaöurinn (23. nóv.—20. des.): Allt bendir til að þú fáir fréttir af vini þínum sem fluttur er af landinu. Einhver gerir þér góðan greiða en ætlast til að þú endurgjaldir hann. Þér finnst þú vera of skuldbundin (n) þess vegna. Bogmaöurinn (23. nóv.—20. des.): Annasamur timi er fram- undan. og nóg verður að gera á öllum vígstöðvum. Einmana fólk í þessu merki mun finna ráð til að afla vina og þetta mun jafnvel leiða til ástarsambands. Bogmaöurínn (23. nóv.—20. des.): Þú ættir að setjast niður og athuga hvar þú stendur og hverjir séu möguleikar þínir. Þú kemur lagi á samskipti þín við ákveðna persónu. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Með smáþolinmæði ættir þú að geta komið miklu I verk i dag. Láttu ekki glepjast. Þú hefur áhyggjur af framferði einhvers í fjölskyldu þinni. Stoingeitin (21. des.—20. jan.): Láttu ekki bera á óþolinmæði þinni, annars mun einhver manneskja sem þér er mikið I mun um að halda sambandi við forðast þig. Þú hefur ofreynt þig og ættir þess vegna að hvílast. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Treystu á sjálfa(n) þig til aó framkvæma ákveðið. ei'fitt verk. Skoðanir þær sem þú lætur í ljós munu vekja mikla athygli. Þú færð ekki þann stuðning sem þú gerðir ráð fyrir. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Þetta er rétti tíminn til að fram- kvæma það sem krefst ná- kvæmrar hugsunar og dugn- aðar. Þú ert mjög dugleg(ur) og þér hættir til að vera óþolinmóö- (ur) við hæglátt fólk. Stoingeitin (21. des.—20. jan.): Þú hevrir eitthvað sem mun fá þig til að missa traustið á æsk- unni. Reyndu aðyfirvinna þessa tilfinningu því sagan er ekki á rökum reist. Leitaðu uppi skemmtilegan félagsskap í kvöld. Steingoitin (21. des.—20. jan.): Óvænt atvik mun lífga upp á daginn. Góður smekkur þinn er virðingar verður en þú mátt aðeins slaka á kröfum þínum. Hugsaðu meira um framtíðina. Afmœlisbarn dagsins: Þetta verð- ur gott ár nema að um mitt tímabilið lendir þú í smáfjár- hagsvandræðum. Félagslifið er með liflegra móti og þú þarft að gæta þin að eyða ekki of miklum tíma í skemmtanir. Ástamálin taka athyglisverðum breyting- um. Afmœlisbarn dagsins: Farðu mjög gætilega i öllum fjár- málum fyrri hluta ársins. p:in- hverjar líkur eru á að þú veröir þá fyrir fjárhagslegu tjóni. Erfiðleikar munu minnka og þú munt njóta þín á flestum sviðum. Ástin er lífleg um mitt tímabilið. Afmaelisbarn dagsins: Þeir einhleypu lenda í ástarsam- bandi í sumarfrii sínu. Þetta ætti að geta orðið hin eina sanna ást. Gift fólk mun leysa vanda- mál sín og hjónabandið hefur aldrei verið betra. Einhver fjár- skortur er fyrirsjáanlegur um mitt tímabiliö. barn dagsins' And byrjar mjög vel og allt mun ganga þér i haginn. Eftir fáeinar vikur mun þetta breytast og smáerfiðleikatíma- bil koma. Þegar þú hefur leyst úr þeim vanda sem þá kemur upp mun allt verða gott á ný. Þú lendir líklega í meira en einu ástarsambandi á árinu en áður en árið er á cnda mun það verða varanlegt ástand hjá þeim ein- hleypu. Afmœlisbarn dagsins: Þetta verður gott ár fyrir þá (þær) sem ætla að byrja á einhverju nýju. Náinn vinur þinn mun fara til annarra landa og þú munt sakna hans (hennar) rnjög. Þú ferð að öllum likindum í margar smáferðir, flestar við- víkjandi nýju áhugamáli þinu. Afmælisbarn dagsins: Þú kemur pesónulegum iöngunum þinum i framkvæmd. Þú munt ná langt og metnaði þinum verður full- nægt. Stormasamt tímabil er framundan hjá ástföngnu fólki. Þessu ástandi mun létta þegar liður á mitt árið. Fjármálin þarfnast athugunar við.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.