Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 36
,Karl Schirlz bjargaði
Éslenzkum stjómvöldum
—-segir ístórfrétt íþýzka blaðinu Abendpost Zum Sonntag um Geirfinnsmálið
Stórfrétt um Geirfinnsmálið
var að finna 13. marz sl. í
Frankfurtblaðinu Abendpost
Zum Sonntag. Er í fréttinni
vikið að fleiri íslenzkum saka-
málum. Er þar gefió í skyn að
Carl Schutz hafi bjargað ís-
lenzkum stjórnvöldum með
starfi sínu að uppljóstrun saka-
mála. Er hann nefndur
„kriminaljáger“ í áðurgreindri
frétt.
Af fréttinni er helzt að skilja
að allt í kring um ísland séu
fljótandi spíratrossur. Er talið
að verulegur hluti landsmanna
sé á sjó að veiðum til að ,,fiska“
upp þennan varning.
Þá er einnig gefið i skyn, að í
hrauni klæddu landslagi um-
hverfis höfuðborgina séu lík
fórnarlamba afbrotamanna á
víð og dreif. Er sagt, að sakamál
séu svo vaxin yfirvöldum yfir
höfuð, að nauðsyn hafi borið til
að leita aðstoðar erlendra saka-
málasérfræðinga, meðal annars
Karls Schiitz, sem hafi með
starfi sínu reynzt íslenzkum
stjórnvöldum hinn mesti bjarg-
vættur.
BS
frfálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977.
Torre tekur
forystuna í
Genf
— en alltgeturennþá
skeð
Bessi í
miklum
ham
Rússneski ballettinn Ys og þys
út af engu verður frumsýndur í
Þjóðleikhúsinu annað kvöld.
Höfundur er Natali Konjus, ball-
ettmeistari leikhússins og tónlist-
in er eftir Khrennikov. — Ballett-
inn er byggður á samnefndum
gamanleik eftir Shakespeare.
Milli 20 og 30 dansarar og leikar-
ar taka þátt í sýningunni. Tveir
gestadansarar koma fram, Þórar-
inn Baldvinsson, sem dansar í
Bretlandi og ein aðalsólóstjarna
Bolshoi-leikhússins í Moskvu,
Maris Liepa. — Myndin sýnir
Bessa Bjarnason í hlutverki sínu,
en hann bæði dansar, leikur og
skylmist af lífi og sál. DB-mynd
Bjarnleifur.
- A.Bj.
LIKUR TIL AÐ PASKAVEÐRIÐ VERÐIMILT
— nií dregur til suðvestlægrar áttar
„Það verður stillt og bjart
veður um alt land í dag, en
sennilegt að á morgun dragi
frekar til suðvestlægrar áttar
og þykkni upp vestanlands,"
sagði Páll Bergþórsson veður-
fræðingur þegar DB reyndi að
fá upplýsingar hjá honum um
hvernig veðrið yrði á landinu
um páskana.
„Það verður sennilega bjart
áfram á Austurlandi. Svo verður
fólk bara að ráða sjálft í fram-
haldið. Það veróur kannske
einhver sunnanátt úr þessu
veðri, líkur til þess að það verði
mildara næstu daga,“ sagði
Páll.
— En hvað með tölvuspárnar
ykkar frá Washington?
Treystið þið ekkert á þær?
„Nei, — en við höfum þær til
hliðsjónar og þær eru ákaflega
mikilvæg hjálp en það er með
þær eins og önnur mannanna
verk, tölvurnar gera ekki annað
en það sem þeim er sagt og það
er mjög öfullkomið. Mennirnir
vita nefnilega ekki nógu mikið
um hvernig veðrið er í dag en á
því byggist veðrið á morgun,“
sagði Páll Bergþórsson.
-A.Bj,
Hitaveita Suðurnesja:
Frestuðu rannsóknum þegar
kostnaðaráætlun lá fyrir
leitað álits utanaðkomandi á áætlun Orkustof nunar
Rannsóknum á möguleikum
til vatnsöflunar á Suðurnesjum
hefur verið frestað á meðan
stjórn Hitaveitu Suðurnesja
bíður eftir áliti Sveinbjörns
Björnssonar, eðlisfræðings, á
rannsóknaráætlun Orkustofn-
unar.
Ingólfur Aðalsteinsson,
framkvæmdastjóri Hitaveitu
Suðurnesja, sagði í samtali við
fréttamann DB í gærkvöld að
ástæöan fyrir frestuninni væri
sú, að áætlaður kostnaður
rannsóknanna i ár hefði þótt of
mikill, eða 28.7 milljónir.
„Stjórn Hitaveitu Suður-
nesja þótti rétt að láta kanna
málið betur af manni sem við
þekkjum og treystum," sagði
Ingólfur „og nú bíðum við álits
Sveinbjörns. Rannsóknir hafa
verið þarna í gangi og átti að
halda áfram samkvæmt tillög-
um Orkustofnunar og Frey-
steins Sigurðssonar jarð-
fræðings. Þetta þýðir þó ekki
að við séum alveg hættir við
þessa áætlun, henni hefur
aðeins verið frestað. Fram-
haldiö veltur á áliti Svein-
björns."
Dagblaðið sneri sér í gær til
Freysteins Sigurðssonar,
jarðfræðings, sem haft hefur
yfirumsjón með rannsóknunum
á Suðurnesjum, en hann kvaðst
ekki hafa heimild stjórnar
Hitaveitu Suðurnesja til að
g#fa nokkrar upplýsingar.
Ingólfur Aðalsteinsson sagði
um þetta að stjórn Hitaveitu
Suðurnesja þætti óeðlilegt að
starfsmenn. væru að ræða um
verkefni sín „við Pétur og Pál“
áður en stjórnin hefði fengið
fulla vitneskju um hvað væri að
gerast. -ÖV
Friðrik Olafsson tapaði fyrir
Anderson á stórmeistaramótinu í
Genf í gær. Guðmundur Sigur-
jónsson gerði jafntefli við Dzind-
zinchasvili. Aðrar skákir fóru
þannig:
Torre — Larsen: BiAskák
Hug — Pachman: Vz-Vi
Sosonko — Liberron: BiAskák
Westerinen — Timman: 1-0
Ivkov — Byme: V2-V2
Staðan eftir 9 umferðir er
þannig að Torre, Larsen, Dzind-
zinchasvili og Anderson hafa 5
vinninga. Torre er talinn eiga
unna biðskákina við Larsen.
Liberzon og Pachman eru með 4Vi
vinning og biðskák. Timman og
Byrne hafa fengið 4Vt vinning.
Sosonko er með 4 vinninga og
biðskák við Liberzon. Friðrik og
Guðmundur eru jafnir með 4
vinninga. Eru þeir í 10.—11. sæti.
Ef Torre vinnur biðskákina við
Larsen er hann því búinn að taka
forystu í mótinu með 6 vinninga.
BS
Vestmannaeyjar:
Fannst látinn
Sjómaðurinn, sem saknað hafði
verið i Vestmannaeyjum síðan
seint á laugardagskvöld, fannst í
gærmorgun, látinn. Allt bendir til
þess að hann hafi fallið milli skips
og bryggju strax á laugardags-
kvöld. Hann hét Kjartan Hreinn
Pálsson og var 39 ára gamall.
Kjartan lætur eft,ir sig eiginkonu
og tvö börn.
-ÁT-
Snarræði bjargaði Harðbak
Með snarræði tókst skipsmönnum
á skuttogaranum Harðbak að
komast hjá að skipið sykki eftir
árekstur við ís á Halamiðum.
Tókst að ná slagsíðu á skipið móti
rifunni sem á það kom. Gert var
við skipið til bráðabirgða á Isa-
firði í gær og hélt það síðan til
Akureyrar þar sem það fer í slipp.
DB-mynd Katrín Pálsdóttir.