Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 10
1U DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977. Fatahreinsun Fatahreinsun á góöum staö til sölu. Upplýsingar ísíma 34129 eöa 86170. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa eftirfarandi störf laus til umsóknar: 1. Staða forstöðumanns tœknideildar Umsækjendur þurfa aó hafa starfsreynslu og verkfræði- menntun. Laun skv. 26.1aunaflokki ríkisins. 2. Staða forstöðumanns fjármáladeildar. Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu og hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun eða samsvarandi. Laun skv. 26. launaflokki ríkisins. 3. Staða forstöðumanns rekstrardeildar Mikil áherzla' er lögð á að umsækjendur hafi starfs- reynslu í rekstri raforkuvirkja og raforkuvera. Laun skv. 26 launaflokki ríkisins. Umsóknarfrestur er til 14. apríl 1977. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir rafmagns- veitustjóri ríkisins. Castro umgagnrýni Vesturve/danna á mannréttindamálum íSovétríkjunum: „Hræsni” Fidel Castro, forseti Kúbu, sem nú er í heimsókn i Moskvu hefur ásakað Vesturveldin um hræsni í afstöðu sinni til mann- réttinda og segir að með gagn- rýni sinni á mannréttinda- stefnu í kommúnistaríkjunum sé ekki allt unnið, enda vilji Vesturveldin ekki gagnrýna stefnu margra Afríkuríkja í mannréttindamálum. „Við, sem höfum heimsótt Afríku, höfum greinilega orðið varir við leifarnar af nýlendu- stefnu, kapitalisma, heims- valdastefnu og kynþáttamis- rétti og við skiljum vel hvers konar mannréttindi Vesturveldin eru að reyna að verja,“ sagði forsetinn í kvöld- verðarboði með formanni sovézka kommúnistaflokksins, Leonid Brezhnev, í gærkvöldi. Brezhnev sagði í svarræðu að afstaða Kúbumanna í málefn- um Afríku væri skiljanleg og hann neitaði því enn einu sinni að Sovétmenn ættu í einhvers konar kapphlaupi um völd í Af- riku. SUÐUR-AFRÍKA: SENDIHERRAR VIUA MNGA MEÐ VORSTER Erlendar fréttir REUTER Sendiherrar Bandaríkjanna, Frakklands, Bretlands, Vestur- Þýzkalands og Kanada í Suður- Afríku hafa farið fram á fund með John Vorster, forsætisráð- herra landsins, á morgun, að þvl er segir í heimildum frá Sameinuðu þjóðunum. Ekki er vitað hvað sendiherr- arnir ætla að ræða við forsætis- ráðherrann. Þó er talið að málefni geti orðið stjórn Suður-Afríku á Namibíu, sem Suður- Afríkumenn hafa stjórnað 1 trássi við öll lög og þrátt fyrir þrýsting utan að til þess að landið fái sjálfstjórn. A A A A A A aapaqjjfi ijijuij'1 j | I_________________________________ rj _ i_________________________________ LJ Jón Lóftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Yður er boðið að skoða 2 DAS-hús, sem bæði eru vinningar á næsta happdrættisári. Hæðabyggð 28, Garðabæ - aðalvinningur ársins. Verðmæti 30 milljónir. Dregiö út i 12. flokki. Sýnt með öllum húsbúnaði. Furulundur 9, Garöabæ - dregið út strax i júli. Verðmæti 25 milljónir. Húsin verða til sýnis alla virka daga kl. 18.00-22.00 en um helgar og á helgidögum kl. 14.00-22.00. Lokað föstudaginn langa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.