Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977. Irfálst, úháð dagblað Utgefandi DagblaAiA hf. Framkvæmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas krístjansson. Fréttastjóri: Jón Birgir Potursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. BlaAamonn: Anna Bjarnason, Ásgoir Tómasson, Bragi SigurAsson, Ema V. Ingólfsdottir, Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttír, Krístín LýAs- tjpttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, iHörAur Vilhjálmsson, Svoinn ÞormóAsson. Skrifstofustjóri: Óíafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn ■>orleif**on. Dreifingarstjórí: Már E. M. HaMdórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuAi innanlands. i lausasölu 60 kr. eintakiA. Ritstjóm SíAumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskríftir og afgreiAsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerA: Hilmir hff., SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Ræningjaflokkamir Áður fyrr létu þingmenn sér nægja að útvega kjósendum sín- um víxla og varahluti. Sú minni háttar spilling er auðvitað enn í fullum gangi, en hefur getið af sér stórkarlalegri afkvæmi á síðustu árum. Stjórnmálamennirnir hafa smám saman byggt upp fjármálakerfi, sem ekki á sinn líka á Vesturlöndum. Þetta kerfi miðar að því, að peningarnir streymi ekki í þá staði, þar sem þeir skila mestum arði, heldur streymi þeir til atkvæðakaupa þingmanna og þingmannsefna. Flokkarnir hafa sjálfrátt og ósjálfrátt gert með sér samsæri gegn þjóðinni. Þeir hegða sér eins og ræningjaflokkar, sem arðræna þjóðina og skipta með sér ránsfengnum í hlutfalli við aðstöðu sína hverju sinni. Þess vegna býr hér láglaunaþjóð í hátekjuríki. Sum bein útgjöld fjárlaga eru hluti þessa ránsfengs, svo sem níu milljarðar landbúnaðar- ins. En mikilvægasti þáttur hans eru lánveit- ingar á verðbólgutíma. Þegar verðbólgan er 30—50% á ári eins og hún hefur verið og verður enn um sinn, jafngilda lánin gjöfum. Fulltrúar flokkanna sitja í bankaráðum og bankastjórnum og misnota þar nokkurn hluta útlánanna. Þar eru þingmannavíxlarnir af- greiddir á færibandi. En þetta er löngu hætt að nægja ræningjaflokkunum. Fyrst var tekin upp svokölluð „frysting“ sparifjár. í rauninni er þar um að ræða nýja tegund lánveitinga á vegum Seðlabankans, sumpart í formi sjálfvirkra og eyrnamerktra lána eins og afurðalána. Mörg hver hafa þessi lán neikvætt þjóðhagsgildi. Ennfremur hefur Seðlabankinn tekið að sér að hella brennivíni upp í þann ofdrykkjusjúkl- ing, sem ríkissjóður er orðinn. Bankinn hleypur alltaf undir bagga, þegar ríkissukkið keyrir um þverbak. Hápunkturinn á f jársvikum stjórnmálaflokk- anna er Framkvæmdastofnunin og f jármögnun hennar. Með verðtryggðum ríkisskuldabréfum er krækt í hreyfanlegt sparifé, sem annars færi í banka og atvinnurekstur. Þessar tekjur eru svo notaðar til að kosta ýmsa lánasjóði, sem eru innan og utan Framkvæmdastofnunarinnar. í Framkvæmdastofnun sitja svo fulltrúar stjórnmálaflokkanna og skipta ránsfengnum eftir flokkum og kjördæmum. Þegar spurt er um arðsemi þeirra fyrirtækja, sem peninga- gjafirnar eiga að fá, er óskhyggjan og bjartsýn- in látin ráða. Enn hrikalegri verða dæmin, þegar um sér- stök vildarverkefni er að ræða á borð við Þörungavinnsluna hf. Þá er fyrirgreiðslan því- lík, að hún jafnast á við fyrirgreiðslu við stór- iðju erlendra aðila. Tollar og skattar eru lagaðir til, lagðir vegir og byggðar hafnir, borað eftir heitu vatni og lagðir rafstrengir. Ef fyrirfram er sýnt fram á, að fyrirtækið geti ekki borið sig, er augunum bara lokað. Efasemdamennirnir eru reknir burt og sóað heilum milljarði af almannafé til einskis, eins og gert hefur veriö 1 Þörungavinnslunni. Það er einokun stjórnmálamanna á fjár- magni þjóðarinnar, sem veldur því, að hér býr láglaunaþjóð í hátekjuríki. /* Vatns- og matarskortur í mörgum héruðum í Kína: Miklir þurrkar valda uppskeru- bresti í Kína Kínverjar í stórum hluta fyrra. Og nú er allt útlit fyrir að frá Peking og blaðamaður við Kína hafa nú orðið að sætta sig uppskeran í ár kunni að hljóta dagblað í Hong Kong, sem við æ minni kornskammt eftir sömu örlög. hefur náin sambönd við ráða- hina misheppnuðu uppskeru í Ferðamenn, sem komið hafa menn i Peking, segja að þeir Prófessorinn og rafhitunin v r Inngangur Þann 31. fyrra mánaðar gerði prófessor Gísli Jónsson athuga- semdir við grein mína um stefnu þá sem tekin hefur verið I notkun raforku við upphitun húsa. Ekki er hægt að segja að viðbrögð hans komi á óvart. Hins vegar kemur á óvart hversu ómálefnaleg og sundurlaus skrif hans eru. Hefði verið hægt að ætlast til að prófessor i raforkuverkfræði hefði getað gert betur. Einkum þar sem verið var að svara skrifum byggingaverkfræðings, sem að mati prófessorsins hafði ekkert vit á raforkumálum. Almennt verður ekki séð, að Gísli leggi fram nein haldbær rök gegn þeirri niðurstöðu minni, að þilofnahitun með raf- orku sé afskaplega óhagkvæm leið til upphitunar húsa í hin- um dreifðu þéttbýlisstöðum landsbyggðarinnar. Athygli Gísla beinist öll að einstökum atriðum og er það í samræmi við þá skoðun mína, að i þessu máli hafi þeir sem ráku áróður fyrir þilofnahitun húsa með raforku, aldrei séð skóginn fyrir trjánum. En rétt er að víkja að einstök- um atriðum í skrifum Gísla. Forsendur útreikninga Gísli prófessor gagnrýnir að ég skuli leyfa mér i útreikning- um mínum að miða. við 3500 klst. nýtingartíma á ári. Sá nýtingartími þýðir, með öðrum orðum, að rafhitunarmarkaður- inn nýtir ekki nema um 40% af orkuframleiðslugetu orkuvers- ins, ef það hefði næga miðlun. Raunar er vafasamt að hægt sé að nýta vatnsorkuver þannig. Til þess að svo megi verða, þyrftu þau meiri miðlun en þau hafa nú. Við þetta bætast rennslistrauflanir, svo sem i Laxárvirkjun, og jafnvel Búr- fellsvirkjun. Þannig að aflið er- í lágmarki þegar þörfin er mest og er þá ekki hægt að búast við hagkvæmri nýtingu orkuvers- ins. 1 könnun Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen á upp- hitun húsa hér á landi, sem unnin var fyrir nokkrum árum fyrir fyrrverandi iðnaðarráð- herra, var miðað við 4000 klst. Ég tel að þetta sé of hagstætt, og er ég ekki einn um þá skoðun. Til samanburðar má nefna að nýtingartími Hitaveitu Reykjavíkur er 3850 klst. Vestanlands og austan er veður rysjóttara, og þegar litið er til rekstrarerfiðleika orkuver- anna, er ekki óeðlilegt að miða við 3500 klst. Gislí prófessor telur að líta verði á rafhitunina sem viðbót við almenna notkun. Kostnaðurinn sé því einungis vegna viðbótarmarkaðarins sem þurfi ekki að greiða hlut sinn í orkuverum og dreifi- kerfi. Greinilegt er, að heildar- þróun raforkumála hefur farið fram hjá prófessornum. Gagnrýni mín beindist að þeirri þróun mála að farið er nú að byggja vatnsorkuver og orkudreifikerfi til að bjarga ástandi, sem skapast hefur vegna þess að leyfð hefur verið þilofnahitun með raforku án tillits til hvort slikt sé rétt- lætanlegt. Með slíkri hitun margfaldast aflþörf raforku- markaðarins og nýtingartími orkuvera stefnir á nýtingar- tíma hitunarinnar, þar sem hún verður aðalmarkaður rafork- unnar. Meðan þilofnahitunin er lítill hluti raforkumarkaðarins má leyfa sér að flytja kostnað milli liða án þess að miklu skipti fyrir notendur. Setja dæmið upp þannig, að rafhitun greiði ekki sinn hluta í dreifikerfi og orkuverum, miðað við aflþörf og orkuþörf. Benda má á, að slíkt er i algjöru ósamræmi vió þær skoðanir sem prófess- orinn hafði í skrifum sínum um raforkuverð til stóriðju. Svo er það hækkun nýtingar- tímans með því að rjúfa raf- straum á álagstímum. Hér á landi er árstíðabundið topp- álag, og til að lækka það verður að lækka innihitastig húsa í kuldum. Illt er við slíkt að búa og ekki vænti ég að allir not- endur rafhitunar í Hafnarfirði hafi verið ánægðir þegar Gísli var að gera tilraunir til að hækka nýtingartíma Rafveitu Hafnarfjarðar og komast með því framhjá heildsölutöxtum til lækkunar. Rafmagnsveitur ríkisins hafa sett upp klukkur sem rjúfa rafmagn til hitunar á viss- um tímum. Þetta er vafasöm aðferð. Þessar klukkur rjúfa hitunina allan ársins hring, íbú- um húsanna til óþæginda, án þess að þess sé þörf. 1 kuldatíð þegar lækkun álags væri helst þörf, verður þetta til þess að hitakerfi húsa fer í fullt álag fyrst eftir að straumi er hleypt á. Einnig i þeim hlutum húsa þar sem ofnar eru tiltölulega lágt stilltir. Hitatap húsanna breytist lítið við þetta yfir sólarhnnginn. Hið eina sem þarna skeður er að orkuþörfin færist til á deginum. Eins og ég benti á í fyrri grein minni verður varaaflið að vera fyrir hendi. Nú vitum við að hagkvæmasti rekstur raf- orkukerfis er með einhverri dísilkeyrslu á toppnum. Svo þarna skeður einungis það, að kílóvattstundir færast til að deginum. Þeirri fjárfestingu sem veitt hefur verið í klukk- urnar hefði betur verið varið til uppsetningar dísilafls. Mögulegt er að fá miklu hag- kvæmari nýtingu raforku, ef hitunarkerfi húsa eru vatns- ofnar og olíuketill með inn- byggðri rafmagnstúpu. Þá er hægt að nýta raforkuna jafnt allt árið og komast hjá hinum óhagkvæma nýtingartíma afls- ins. Slíkar aðferðir hafa ,,dýr- kendur" rafmagnsþilofna ekki mátt hlusta á og afleiðingin er sú, að ný hús eru víða miðuð við þilofnunina eina. Norska dœmið Gisli prófessor tekur máli sínu til sönnunar dæmi úr fyrirlesri norsks prófessors, sem hér var á ferð fyrir nokkr- V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.