Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 29
I>ACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUK 6. AFKlL 1977.
1
AUSTURBÆJARBÍÓ
I
HÁSKÓLABÍÓ
I
ÍSLKNZKUK TEXTI
„Allir menn forsetans“
(„All Tho President’s Men“)
Stórkostlega vel gerð og leikin,
ný, bandarísk stórmynd í litum.
Aðalhlutverk:
Robert Redford,
Dustin Hoffman.
Sýnd kl. 5 og 9.
Hækkað verð.
Miðvikudagur 6. apríl
Iláskólabíó
sýnir
King Kong
Eina stórkostlegustu mynd, sem
gerð hefur verið. Allar lýsingar
eru óþarfar, enda sjón sögu
ríkari.
ísl. texti.
Sýnd kl. 5 og 9.
i
IAUGARÁSBÍÓ
I
Sinn 32075
Orrustan um Midway
AUNIVERSAL PICTURE
TECHNICOLOR ® PANAVISION®
Ný bandarisk stórmynd u"m mestu
sjóorrustu sögunnar, orrustan um
valdajafnvægi á Kyrrahafi í
síðustu heimsstyrjöld. Isl. texti.
Aðalhlutverk: Charlton
Heston.Henry Fonda, James
Coburn, Glenn Ford o.fl.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
GAMLA BÍÓ
Simi 1 1475.
Páskamyndin
Gullrœningjarnir
Nýjasta gamanmyndin frá
Disneyfélaginu — bráðskemmti-
leg mynd fyrir alla fjölskylduna.
Islenzkur texti
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
I
BÆJARBÍO
I
Jónatan móvur
Allra síðasta sinn.
Skirdagur og annar í páskum.
Borgarljós
Eitt mesta snilldarverk Chaplins.
Aðalhlutverk: Charlie Chaplin.
Sýnd kl. 5 og 9.
Tízkudrósin Millie
Hin bráðskemmtilega mynd með
Juiie Andrews.
Sýnd kl. 3.
ÞJÓÐLEIKHÚSIfl
Ys og pys út af engu.
Listdanssýning. Dans-
hönnuður Natalja Konjus.
Tónlist Tikhon Khrennikov.
Dansarar: Maris Liepa frá
Bolshoi leikhúsinu, Þórar-
inn Baldvinsson og ísl. dans-
flokkurinn.
F’rumsýning, skírdag kl. 20.
Önnur sýning, annan páska-
dag kl. 20.
Þriðja sýning, þriðjudag kl.
20.
Handhafar frumsýningar-
korta og aðgangskorta. Ath.
að þetta er íistdanssýningin
sem kort yðar gilda að.
Dýrin i Háisaskógi,
annan páskadag kl. 15.
Litla sviðið
Kndatafl,
miðvikudag kl. 21.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala kl. 13. 15—20.00 í
sima 11200.
Skírdagur
King Kong
Sýnd kl. 9.
2. i páskum
King Kong
Sýnd kl. 5 og 9.
Kl. 3.
Björgunarsveitin
Glæný litmynd sérstaklega gerð
fyrir börn og unglinga.
Myndin er skýrð á íslenzku.
Aukamynd: Draugahúsið.
1
HAFNARBÍO
I
Sinu 1 G444
„Monsieur Verdeoux“
Frábær, spennandi og bráð-
skemmtileg. Höfundur, Ieikstjóri
og aðalleikari
Charles Chaplin
Islenzkur texti.
Sýnd k-1. 6.45, 9 og 11.15.
Bensi
Sýnd kl. 1. 3 og 5.
TÓNABÍÓ
I
Sinn 31182
Lifið og látið
aðra deyja
JAMES B0ND 007“
'LIVE .
AND LETDIE"
(Live and let die)
Ný. skemmtileg og spennandi
Bond-mynd með Koger Moore í
aðalhlut verki.
Leikstjóri: (iuy Hamilton.
Aðalhlutverk: Roger Moore,
Yaphet Motbo, Jane Seymour.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
STJÖRNUBÍÓ
Simi 11 544
Kapphlaupið um gullið
(Take A Hard Ride)
Hörkuspennandi og viðburða-
ríkur nýr vestri. Mynd þessi er að
öllu leyti tekin á Kanaríeyjum.
Aðalhluiverk: Jim Brown. Lee
Van Cleef.Jiin Kelly og fl.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Munið alþjóðlagt
hjalparstarf
Rauöa krossina.
RAUÐIKROSSÍSLANDS
33
Sjónvarp
1
Útvarp
Útvarp íkvöld kl. 19,35: Erindi um skólamál
Framhaldsskólastigið hjá
okkur er orðinn hreinn
óskapnaður, segir
Guðmundur Sveinsson,
skólameistari Fjölbrauta-
skólans íBreiðholti
„Ég ætla að sýna fram á að
vitund okkar er framhalds-
skólahugtakið ákaflega óljóst,
því á framhaldsskólastiginu
eru svo margir og sundurleitir
skólar,“ sagði séra Guðmundur
Sveinsson skðlameistari F’jöl-
brautaskölans í Breiðholti i
samtali við DB.
Hann flytur fyrsta erindið af
þremur sem hann nefnir Fram-
haldsskólinn, sundraður eða
samræmdur, í kvöld kl. 19.35,
nefnir hann það sundraður
framhaldsskóli.
„Ég mun sýna fram á hvernig
skðlarnir hafa þróazt hver fyrir
sig og er það raunar ekki nema
eðlilegt vegna þess að það gilda
mismunandi, eða sér lög nánast
fyrir hvern skóla, nema fyrir
menntaskólana og iðnskóla.
Þetta þýóir að samgangur milli
skólanna er ákaflega tak-
markaður og nánast enginn.
f annan stað er það ljóst að
margir af skólunum á fram-
haldsstigi fela í sér blindgötur
og nemendur komast ekki
áfram og hyggi nemendur á
háskólanám verða þeir að byrja
aftur á byrjuninni og fara inn í
aðra skólagerð.
I þriðja lagi hefur þetta í för
með sér að skólarnir á fram-
haldsskólastiginu eru að berj-
ast innbyrðis, eða forystumenn
þeirra, og reynir hver að lyfta
sínum skóla. Þannig er ekki
reynt að gera grein fyrir
hvaða menntun er eðlilegt að
veita á framhaldsskólastiginu
og hvaða á háskólastigi.
Ef þessu heldur áfram, sýnist
mér margt benda til þess að við
séurn að færa allt réttindanám
upp á háskólastig og verðum þá
líklega einir allra þjóða
Evrópu, sem telja sig hafa ráð á
slíku.
Framhaldsskólastigið hjá
okkur er orðinn hreinn óskapn-
aður og ef bera á saman náms-
efni framhaldsskólanna þar
sem það er hægt, kemur í ljós
að það er ekkert samræmi í
Séra Guðmundur Sveinsson
skólameistari Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti.
DB-mynd pjarnleifur.
því,“ sagði séra Guðmundur
Sveinsson.
Guðmundur var settur skóla-
meistari við Fjölbrautarskól-
ann í Breiðholti árið 1973 en
skðlinn tók ekki til starfa fyrr
en 1975. Hann var áður skóla-
stjóri Samvinnuskólans í
Bifröst í nítján ár.
Næsta erindi séra
Guðmundar verður á dagskrá
útvarpsins eftir hálfan mánuð.
A.Bj.
Sjónvarp á páskadag kl. 21,35:
Keisarinn á klettaeynni —
með augum Napoleons sjálfs
„Þessi mynd lýsir í rauninni
síðustu árum Napóleons keis-
ara, eftir að hann tapar orrust-
unni við Waterloo og er fluttur
á eyjuna St. Helenu,“ sagði Jón
O. Edwald, þýðandi heimildar-
kvikmyndar brezka sjónvarps-
ins, sem sýnd verður kl. 21.35 á
þáskadagskvöld. Myndin ber
heitið „Keisarinn á kletta-
eynni“.
„I myndinni er greint frá
ýmsu sem ekki hefur komið
fram í sögubókum um þessi ár,“
sagði Jón ennfremur. „Þar
koma meðal annars fram við-
skipti keisarans og yfirmanna
brezka herliðsins sem gætti
hans á St. Helenu. Margir vita
það eflaust ekki að Bretar
höfðu þar tvö herskip á vakt
um eyna og á henni var mikið
lið, sem gæta átti gamla manns-
ins. Hann hélt hins vegar alltaf
virðingu sinni og taldi sjálfan
sig vera gest breta, en ekki
fanga."
Bretar höfðu látið í veðri
vaka að Napoleon gæti fengið
hæli í Endlandi, er hann gerói
ráðstafanir til þess að flýja til
Bandaríkjanna frá hafnarborg-
inni Rochefort. Þar var hins
vegar fyrir óvígur floti Breta og
tóku þeir hann um borð í eitt
herskipa sinna, sigldu með
hann til Plymouth. Þar var
hann hins vegar fluttur um
borð í annað skip og siglt með
Aðalleikari heimildarkvik-
myndarinnar i kvöld, Kenneth
Griffith, segir söguna af Napo-
leon keisara og siðustu árum
hans á St. Helenu.
hann til St. Helenu, þar sem
hann lézt.
HP.
Útvarpið á annan páskadag kl. 14,15:
100 ár f rá byrjun hljóðritunar
1903 var fyrsta platan seld ímilljón eintökum
„Ég gerði þetta í tilefni þess
að 100 ár eru síðan Edison fann
upp hljóðritann, og dreg fram
og ræði um ýmsar merkar
hljóðritanir, bæði innlenldar og
erlendar,” sagði Svavar Gests
um þátt sinn um hljóðritanir.
Til dæmis fáum við að heyra
fyrstu hljómplötuna sem seldist
í milljón eintökum. Vitanlega
var þetta í Bandaríkjunum og
þetta var árið 1903. Það er eng-
inn annar en hinn heimsfrægi
söngvari, Caruso, sem fyrsta
metið sló og syngur hann aríu
úr óperu. Síðan spilar Svavar
fyrstu íslenzku hljóðritunina,
en inn á plötu söng Pétur Á.
Jónsson árið 1907 í Kaup-
mannahöfn. Þannig heldur
Svavar áfram að taka ýmsar
sérstæðar plötur, og gefur
okkur tækifæri til að hlusta,
allt til ársins 1955.
F’yrsta íslenzka dansplatan
kom út 1933. Á henni leikur
Bernburg hljómsveitin sem lék
Enrico Caruso er einhver
dáðasti og frægasti óperusöngv-
ari sem uppi hefur verið.
Svavar Gests mun spiia eina
plötu með honum. Fyrstu piöt-
una sem seldist í milljón
eintökum.
við góðan orðstír á Hótel Is-
landi. Hljóðfærin voru fiðla,
harmðníkur og djass. Já,
djass, en undir því nafni gengu
trommur á þeim gömlu og góðu
dögum.
Þá heyrunt við í fyrsta
íslenzka dægurlagasöngvaran-
um sem söng inn á plötu 1936.
Hann hefur sennilega verið svo
hræddur við þessa tilraun sína
að hann notaði dulnefni.
Svavar vildi ekki segja okkur
hver sá frægi maður væri, en
kunnur borgari er hann og við
komumst að því í þætti hans
hvað hann heitir.
Svavar ræðir við Ivar Helga-
son sem safnað hefur íslenzk-
um plötum, fyrst og fremst með
sönglögum, og Harald Ólafsson
fyrrverandi forstjóra F’álkans
sem staðið hefur i að gefa út
gífurlegan fjölda hljómplatna.
Loks talar Svavar við Hauk
Morthens um fyrstu metsölu-
plötu hans sem seldist i svini-
andi háu upplagi fyrir 25 árunt.
Og hvaða plata skyldi það vera?
Jú, engin önnur plata en unt
hann Bjössa kvennagull. KVI