Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1977. 15 Small Faces taka upp þráðinn aðnýju Hver man ekki eftir lögum eins og Sha La La La Lee, All Or N'othing eða Lazy Sunday sem urðu geysilega vinsæl um og eftir miðjan sjöunda áratug- inn? Öll áttu þessi lög það sam- merkt að vera flutt af hljóm- sveit sem kallaði sig Small Faces. Sú hljðmsveit hætti störfum árið 1969 en hefur nú verið endurreist. Small Faces eru nú sem óðast að búa sig í hljómleika- ferð um Bretland og í næsta ntánuði kemur úl plata með þeim. Tveir af stofnendum Small Faces eru í nýju hljóm- sveitinni, þeir Steve Marriott og Kenny Jones. Einnig er þar Ian McLagan orgelleikari sem lék með gömlu Small Faces um tíma og loks bassaleikarinn Rick Willis, sem hefur unnið sér það til frægðar að leika með Roxy Muzic og Peter Frampton. Þrír þeirra, þeir Kenny, Steve og Ian, komu saman á síðasta ári og ákváðu þá að halda eina hljómleika í nafni Small Faces sem skyldu. vera kvikmyndaðir og hljóðritaðir. Þeir skemmtu sér hins vegar svo vel á æfingum fyrir þessa hljómleika að þeir ákváðu að endurreisa hljómsveitina um- svifalaust er þeir hefðu allir tækifæri til þess. Sú stund er nú runnin upp. Kveikjan að þessu öllu var þó sú að eitt af gömlu lögun- um, Itchycoo Park, var endur- útgefið í fyrra og hlaut mjög góðar viðtökur, — svo góðar að það rauk hátt upp á brezka vinsældalistann. Poker kemur fram ífyrsta skipti íkvöld: Trúlega hefur engin íslenzk hljómsveit lofað jafngóðu og Poker síðan Trúbrot var að fæðast fyrir nærri átta árum. Verður sannarlega fróðlegt að fylgjast með framgangi og þró- un hljómveitarinnar á næstu vikum og mánuðum, á meðan liðsmenn hennar „spila sig sam- an“, eins og sagt er. Poker kemur fram í fyrsta skipti í Sigtúni í kvöld — ef frá er talið sl. föstudagskvöld, þegar hljómsveitin lék fyrir bandaríska hermenn á Kefla- víkurflugvelli við fádæma undirtektir. Poppsíða DB fylgdist með á Keflavíkurflugvelli á föstu- dagskvöldið og telur sig geta fullyrt, að þar var á ferðinni einstaklega frískleg hljómsveit. Vissulega vantaði nokkuð upp á að allt væri eins og bezt verður á kosið, en alla galla má rekja til þeirrar staðreyndar, að um var að ræða fyrsta skipti, sem hljómsveitin " lék utan skúr- byggingarinnar í Þingholtun- um, sem þjónar sem æfinga- salur hennar. Framlínan, þ.e. söngvararnir Pétur Kristjánsson, Pálmi Gunnarsson og Jóhann Helga- son, er hreinasta dynamít. Þar eru samankomnir mögnuðustu rokksöngvarar okkar, hver á sínu sviði, sem saman mynda skemmtilega og óvenjulega heild. Líklega hefur Pétur Kristjánsson aldrei notið betri meðsöngvara. Um getu þeirra hvers um sig þarf ekki að fjöl- yrða. Ekkert þarf að efast um, að engin íslenzk hljómsveit kemst með tærnar þar sem Poker CIRKUS skiptir um hljómborðsleikara Guðbrandur Einarsson, annar hljómborðsleikara hljómsveitarinnar Cirkus er hættur. Á meðan hinir fimm bíða eftir að fá nýjan mann í hans stað, hyggjast þeir halda áfram að leika einum færri. „Við vorum farnir að slaka of mikið á við æfingar og það var algjör einhugur hjá okkur öllum sex að Guðbrandur hætti," sagði Sævar Sverrisson söngvari Cirkus, er hann ræddi við Dagblaðið í vikunni. „Guðbrandur býr í Keflavík og það er talsvert erfitt fyrir hann að þeytast stöðugt á milli. Þar við bættist," hélt Sævar áfram, ,.að við erum nú farnir að æfa af krafti frumsamin lög og því cr enn meiri þörf á en áður að allir seu með.“ Bjartasta vonin síðan Tníbmt leið hefur hælana. Skýringin er náttúrlega fyrst og fremst sú, að í hljómsveitinni leiða saman hesta sína hljóðfæraleikarar, sem allir hafa miklu meiri reynslu en aðrir rokkarar sem nú standa í eldlínu íslenzku öldurhúsamenningarinnar. Þeir eru þar með elztir — þeir Pétur og Kristján Guðmunds- son, sem eru yngstir í hljóm- POKER: Frá vinstri eru Björgvin Gíslason, Jó- hann Helgason.Pi W. Kristjánsson, Kristján Guð- mundsson. Sævar vildi ekkert tjá sig um hver maðurinn væri sem hefði verið boðið í Cirkus í stað Guðbrands, en kvað það vera ágætis náunga. Það kemur von- andi í ljós á næstunni hver sá ágæti maður er. Fyrir nokkru var tekinn upp sjónvarpsþáttur með Cirkus og þar flytur hljömsveitin tvö af frumsömdu lögunum. Einnig hefur furðuhljómsveitin Árblik og sjálfsagt einhverjar fleiri verið festar á filmu í sjónvarps- sal að undanförnu. -ÁT- sveitinni, verða báðir tuttugu og fimm ára á þessu ári. Aldur hinna hefur ekki fengizt stað- festur, en fullvíst er þó að eng- inn er orðinn þrítugur. Ennþá. Hljómsveitin Poker var stofnuð að verulegu leyti með hliðsjón af hugsanlegri hljóm- leikaferð um Danmörku og Þýzkaland, sem áður hafði verið rætt um að Paradís tækist á h ndur. Þeir sex hljóðfæra- leil arar, sem skipa Poker, hafa allir lengi lagt mikið á sig til að koma sér og sinni tónlist á framfæri erlendis, þar sem meiri breidd ríkir í smekk rokkara. Vonandi verður nú af því, því eins og einn hermaður- inn á Vellinum sagði við DB á föstudagskvöldið: Þetta er sko almennilegt! - ÓV Pálmi Gunnars- son og Sig- urður Karls- son. DB-mynd: Árni Páll. CIRKUS í æfingabúðum sínum. Guðbrandur Einarsson er þriðji frá hægrí ó myndinni. iBIAÐIÐ vantar umboðsmann íVogum Upplýsingar hjá Svanhildi Ragnars- dóttur Heiðargerði 6 — sími 92-6515 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík — sími 22078. HREYFILL Sími 8-55-22 Byggingarlími: 14 dagar Byggingartími er aðeins hálfur mánuður og verðið mjög hagstætt, en áratuga reynsla sannar endingu og gæði. Þessi einbylishús hafa verið byggð í bæjum og sveitum lands- ins í hundraðatali. Þau falla á látlausan hátt inn í ólíkasta umhverfi, hlý og traust. Súðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365. HÚSASMIÐJAN HF

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.