Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 1
3. ÁBG. — FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1977—ÍOI.TBL. RITSTlÓRN SÍÐUMÚLA ‘12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI 27022 FIKNIEFNAPAKKA RAK A LAND VIÐ GELDINGANES —söluverðmætið talið allt að milljón Pakki af maríjuana fannst í fjörunni vió Geldinganes seint i gærkvöldi. Maður sem var á göngu þar rak augun í tor- kennilegan [takka nokkuð stóran og lét hann lögregluna vita af honum. Það kom i ljós þegar tekið var utan af pakkanum að hér var um talsvert rnagn, um það bil eitt kíló, af fíkmefninu maríjuana að ræða. Hann var vel útbúinn til að þola volk i sjó. vatnsvarinn nteð plasti. Þetta magn af fíkniefninu mun kosta um 250 þúsund krónur, ef það er keypt í Bandaríkjunum. Söluverðið hér á landi á einu kílói af marí- juana er um 1 milljón króna. -KP ígöngugötunni Sól, sól, skín á mig, — segir í skemmtiiegu dægurlagi. Sólin skein svo sannarlega á höfuð- borgarbúa í gær og hitinn komst upp í 9 stig í borginni. Þessir kátu krakkar eru að hvíla iúin bein eftir veturinn á tröppum í Austurstræti með suðræna hatta á höfðinu. Unglingarnir sjá nú fyrir endann á skólanum og prófin standa fyrir dyrum. Gert er ráð fyrir góðu veðri og sólskini í höfuðborginni í dag. DB-Bjarnleifur. „Konan mín skilur mig ekki........” er algengt að karlar hvísli í eyru kvenna sem þeir hitta á börum borgarinnar. Eiginkonur þessara manna, sem flestar ,eru komnar á „breytingar- aldurinn" eiga við mörg vandamál að stríða, bæði ótimabært pilluát og kyndeyfð. Sjó viðtal við Andreu Þórðardóttur bls. 15. • Sláttur hafinn suður íKópavogi — baksíða Fulltrúi frændþjóðar íheimsókn: Dr. Fitzgerald, utanríkisráðherra írlands TUTTUGU MÍNÚTUR MEÐ GEIR í MORGUN — og síðan stíf dagskrá fram á laugardag Dr. Garrett Fitzgerald, utan- ríkisráðherra trlands, situr í hádeginu boð Reykjavíkurborgar í Höfða. Hann hitti forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og for- seta íslands í morgun. ljósmyndara áður en formlegur tuttugu mínútna fundur þeirra hófst. Umræðuefnið þau andar- tökin var ferðasaga írska utan- ríkisráðherrans frá heimalandi sínu til íslands. manna í anddyri stjórnarráðs- hússins og hvarf inn á skrifstofu sína um leið og hann sagði: „Maður er heppinn að sleppa á undan." Ráðherrann gaf sér ekki tíma til þess að ræða við blaðamenn í morgun þegar hann kom á fund Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra. Stóðu þeir Geir og dr. Fitz- gerald saman stutta stund fyrir Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra var aðeins örfáum bíllengd- um á undan dr. Fitzgerald og fylgdarmönnum hans til stjórnar- ráðsins i morgun. Smeygði Geir sér fimlega inn á milli frétta- Eftir hádegi heimsækir írski utanríkisráðherrann Arnasafn, Þjóðminjasafnið og Listasafn Islands en í kvöld situr gestur þjóðarinnar kvöldverðarboð utan- ríkisráðherra að Hótel Sögu. -f)V Dr. Garrett Fitzgerald, utanríkisráðherra trlands, segir Geir Hall- grímssyni forsætisráðherra ferðasöguna i stjórnarráðinu i morgun. DB-mynd: Hörður. Guðmundur Gígja lögreglumaður við Fíkniefnadeild lögreglunnar með pakkann af marijuana sem fannst i fjörunni vlð Geldinganes. DB-mynd Sveinn Þorm. Þrettán brosandi þingmenn: HYGGJA Á FJALLAFERÐIR - 0G FARA Á VIT HULDUMEYJA — sjá létt viðtöl við þingmenn, sem halda mí til sumarleyfa — bls. 5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.