Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAI 1977.
r
Sagaúrfjölteflinu:
Tækifærið
griptu greitt
Kóngurinn drepinn á endanum
eftir jafntef lisboð Horts
Stefán Ólafsson Hjarðarhaga
28 skrifar:
Ég var einn þeirra heppnu,
sem fengu að taka þátt í mara-
þonfjölteflinu við Hort. Tefldi
ég við hann mjög eftirminni-
lega skák og vil ég gjarnan
koma henni á framfæri við les-
endur, ásamt með hinum
skemmtilega húmor, sem Hort
geymir undir niðri og brýzt út á
ótrúlegustu augnablikum.
Hort hóf skákina með því að
leika drottningarpeðinu fram
um tvo reiti 1. D4 og ég svara
D5. 2. C4 — BE6, 3 RC3 — RF6,
4. RF3 — RC6, 5. BG5 — RG4 6.
Hort kemur á harðahlaupum
með vínber í annarri hendi og
appelsínu í hinni. Rétt staldrar
við á meðan hann setur upp í
sig bita af appelsínu og teygir
sig eftir glasi af tropicana og
drepur síðan af mér peð PxP —
BxP, 7. E4 — BE6, 8. enn
kemur kappinn á spretti og var
nú enn fljótari en fyrr og leikur
D5 og ég fæ það á tilfinningung:
að ég færist frá borðinu, svo
fast sækir hann. Ég leik H6. 9.
BH4 —Rc6x E5,10. PxB — PxP.
Hér spurði sessunautur minn
hvort ég ætlaði að halda áfram.
Auðvitað, ég er beztur í miðtafl-
inu hrökk upp úr mér. Hér
hefst mikil slátrun.ll. DxD —
HxD, 12. RxR, 13. BG3 — RG4,
þarna kom yfir einhver undar-
leg tilfinning og mikið stríð
hófst. 14. BE2 — RF6 15. HDl
— C6, 16. HxH — KxH, 17. 0-0
— H5 18. HD1+ — KC8, 19.
BC4 — B6, 20. BxE6+ — KB7,
21. E5 — RE8, 22. BD7 — RC7,
23. E6 — RA6, 24. B4 og ég skil
hvorki upp né miður. Hvað á nú
að fara að hrekkja mann? Ég
hleypi í mig kjarki og drep peð-
ið RxP, 25. RE4 og hugsaði,
hver andsk. er þetta eitrað
hjá honum? Hann kóm alltaf
æðandi að borðinu með vínber-
in, appelsínu eða-djús og var
eldsnöggur að leika, ég lék H4.
26. BE6 — HH5, 27 A3 og ég
næstum lyftist úr stólnum og
hjartað fór að slá hraðar.
Ótrúlegt en satt. Eg beið
spenntureftiraðkappinn kæmi
hringinn. Hann kom að vörmu
spori (þá var töluvert farið að
heltast úr lestinni) , hress og
kátur að vanda með enn eitt
vínberið upp í sér. Hann
stoppaði fyrir framan borðið
hjá mér og segir með mjög
skemmtilegum hreimi „What
have I done here?“ og ég drap
þá biskupinn, sem ég hafði sett
á, HxB og hann leikur 28. leik
F3 um leið og hann segir:
„What a bad draw“ og ég leik
Rc2 og set á peðið á A3. 29.
Kappinn fer að stoppa lengur
og lengur, valdar peð á A3 og
leikur HD3 — G5. 30. KF2 —
HA5, 31. BxC3+ — KxB, 32.
HC3+ — KD5 set peðið á E6,
33. HxR — KxP og er ég nú allt
í einu peði yfir og orðinn
iskyggilega spenntur á taugum.
34. HC3 valdar peðið enn á A3
— KF5 35. Hort kemur enn
einn hring, orðinn sveittur vel
og leikur G4+ Ég notaði nú
tlmann á meðan hann hljóp
hringinn, en hann varð alltaf
fljótari og fljötari. Ég lék um
leið og hann kom G3, drep
peðið á G4 og nú kom kannski
hápunkturinn í skákinni, þegar
hann drepur aftur peðið og
segir á góðri íslenzku: Viltu
jafntefli? Síðan hélt hann
áfram hringinn. Við þetta boð
fór allt í kerfi, taugin, hjart-
að, hnén og sviti spratt út.
Eg held ég hafi aldrei hugs-
að jafn mikið á jafn skömm-
um tíma, svo voðalega
fékk það á mig, að svo fræg-
ur skákkappi sem Hort
byði mér drengskussanum
jafntefli. Þrátt fyrir áskoranir
frá áhorfendum um að taka
jafnteflinu var ég nú gjörsam-
lega umturnaður og var ákveð-
inn í að vinna. Þegar hann kom
til baka leit hann á mig kíminn
og ég kímdi á móti og lék BG7,
og þóttist ekki svolítill kall.
Þegar hér var komið sögu var
ég orðinn einn á móti Hort.
Hinir 49 úr hópnum höfðu lokið
sínum skákum, svo ég varð enn
taugaóstyrkari. Vinurinn var
sallarólegur og húmorinn kom
virkilega í ljós. Hann segir við
mig: „Now I’ll break you" og
varð nú heldur óhægara um
vik, þar sem aðeins var maður
gegn manni, en því hafði ég alls
ekki reiknað með. Nú varð eng-
inn tlmi til þess að skrifa niður
leiki, enda eins gott fyrir mig
a.m.k., því þeir hafa varla verið
til þess að hrópa húrra fyrir. Og
það eina, sem ég raunverulega
man frá allra síðustu leikjun-
um var að Hort skákaði með
h,róknum og í öllu 'írafárinu og
látunum lék ég kónginum
mlnum á móti hróknum hans.
sin cos
sin-1 cos-1
sinh cosh
sinh-1 cosh-1
log In
10X Xy
Aðeins 1 rafhlaða. Þyngd 93 g. B.67 mm L. 128 mm Þ. 14 mm
VERÐ KR. 12.900.-
ATH. Bili talva innan árs fáið þér nýja tölvu í staðinn.
GASIO einkaumboðið á íslandi.
STÁLTÆKI, Vesturveri, S. 27510.
tan 0“‘ 0“‘ V
tan-1 X. <—
tanh 1/ X 7T EXP
tanh-1 ex 2*2 on on-1 %
X1/y X + /-*- a c
KAD DEG GRAD
Brosti þá stórmeistarinn breitt
og drap kóhginn og rétti mér
hann og sagði: „Þú getur gert
betur, reyndu aftur," Ég gerði
það að sjálfsögðu, en það skipti
engu máli, ég hafði ekki roð við
honum I þessu stríði og var
gjörsamlega yfirbugaður.
Maður er oft gáfaður eftir á
og gaman hefði verið að gera
jafntefli við slíkan snilling sem
Hort, en þetta fór ekki eins og
tii stóð, því er nú verr.
Umsjón:
Jónas Haraldsson
Mannsæmandi laun fyrir
Þetta geri ég aldrei aftur. 500 Frðnbúar I einu, púff.
N
Hærri laun? og þú sem borgar helmingi hærri skatta en ég.
8 stunda vinnu
Verkamaður skrifar: góma er gjarnan talað um há
Þegar launaleysi okkar ber á laun í öðrum löndum, en það
TÖLVAN FRÁ CASI0
or VÍSINDALEGUM
MEÐ OÖ MÖGULEIKUM
AUK VENJULEGS REIKNINGS
kemur aldrei fram að þau háu
laun byggjast á því að verk-
smiðjurnar ganga dag og nótt.
Fólkið stendur sinar 8 tíma
vaktir og vinnur vel og hvert
handtak nýtist til hagsbóta
fyrir báða aðila. Mér er ekki
kunnugt um að erlendar verk-
smiðjur greiði næturvinnu-
kaup, þótt unnið sé á nóttunni.
Hér aftur á móti stöðvast allar
taðkvarnir islenzkra iðnrek-
enda kl. 17.
íslenzkur fiskiðnaður og
annar iðnaður á að taka upp
vaktafyrirkomulag og láta
hjólin snúast. Þá fyrst er mögu-
leiki að borga mannsæmandi
laun fyrir 8 stunda vinnu.
Ég vona að í yfirstandandi
kjarasamningum takist að
finna þau ráð sem duga.
Raddir
lesenda