Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAI 1977. 15 Hvers vegna erum við háðari taugalyf jum en aðrar þjóðir? Vantar aukna fræðslu um breytingarskeiðið „Pilluát hjá okkur eykst jafnt og þétt á meéan það minnkar hjá öðrum þjððum. Við berum okkur gjarnan samanvið hinar Norðurlandaþjóðirnar og þá kemur í ljós að bæði I Noregi og Svíþjóð hefur pilluát minnkað til muna á undanförnum árum en 1 Danmörku er það ekki ósvipað og hér hjá okkur. Það fer vaxandi." Þetta sagði Andrea Þórðar- dóttir er DB hitti hana að máli að heimili hennar að Lang- eyrarvegi í Hafnarfirði. Andrea er þekkt fyrir ýmislegt I okkar þjöðfélagi. Hún hefur veitt sumardvalarheimili Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellssveit for- stöðu frá árinu 1970. Hún er einnig þekkt fyrir hina frábæru útvarpsþætti sem hún hefúr unnið að ásamt Gísla Helgasyni, en þættir þeirra hafa vakið verðskuldaða þjóðarathygli. Hvert var upphafið á þessum útvarpsþáttum? „Það var fyrir fjórum árum að Gísli Helgason kom í heim- sókn í Reykjadal til þess að spila fyrir börnin. Við tókum tal saman og Gísla langaði til þess að spjalla við mig inn á band. Við gerðum það, en svo hafði hann víst ekki kjark í sér til þess að útvarpa viðtalinu. Honum fannst ég voðalega grimm — og kannski einum of opinská. En þetta varð til þess að við kynntumst og fórum að ræða um þessi sameiginlegu áhuga- mál okkar, — að hjálpa þeim sem lítils eða einskis mega sín í þjöðfélagimi.-Upp úr þessu uxu útvarpsþættir okkar, sá fyrsti var um Kópavogshælið og síðan hefur hver þátturinn komið á eftir öðrum. Það er miklu meiri vinna í sambandi við þessa útvarps- þætti heldur en fólk getur Imyndað sér í fljótu bragði. Og í sambandi við efnisöflun í þætt- ina, hefur maður kynnzt ýms- um, málum og er orðinn sam- ofinn þeim á ýmsa vegu,“ sagði Andrea. En þetta var alls ekki það sem við ætluðum að ræða um, heldur ætluðum við að reyna að komast að raun um hvers vegna Islendingar, eða öllu heldur ákveðinn hópur, væri eins háður pillum, bæði róandi og örvandi, eins og raun ber vitni. Pillunotkun eykst eftir fertugt „Það er alveg greinilegt að eftir að konur verða fjörutíu ára gamlar eða um það bil eykst pillunotkun þeirra til mikilla muna. Mig langaði til þess að freista þess að komast að raun um af hverju þetta stafaði og tók þvi tali ellefu konur sem allar voru komnar yfir fertugt, nánar tiltekið á aldrinum 43—49 ára gamlar. Tíu þeirra eru giftar, ein fráskilin. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera í góðum efnum eins og kallað er þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegri af- komu sinni. Fjórar þessara kvenna stunda vinnu utan heimilisins, en hinar eru ,,bara“ húsmæður. . Allar þessar ellefu konur voru á róandi lyfjum, tóku diazepam 10 mg samkvæmt læknisráði. í ljós kom að þær höfðu kvartað við lækni um óeðlilega þreytu og yfir því að þær væru „illa upplagðar“. Tíu höfðu kvartað við heimilislækn- inn, ein við kvensjúkdóma- lækni. Þessir læknar gáfu þeim þessi lyf, 10 mg diazepam, en alveg án skýringa af hverju þær fengju lyfið. Þær ræddu síðan ekki meir við lækninn, — bara hringdu þegar þær voru búnar með skammtinn og fengu nýjan skammt í gegnum símann. Vissu ekki kvort þeim líður betur! Þessar konur höfðu notað þetta lyf frá þremur upp í fimm ár og þegar ég spurði þær hvort þeim liði betur þegar þær tækju lyfið, gáfu þær alveg stórfurðulegt svar. Þær sögðust ekki vita það! Og þegar ég spurði hvers vegna þær væru að taka lyf, ef þær vissu ekki einu sinni hvort þeim liði betur eða ekki við töku þess, svöruðu þær að þeim fyndist þægilegt að taka lyfið. Þeim fyndist það öryggi. Ég er ekki að halda því fram að þessar konur geti flokkast undir þann hóp sem „misnotar" vanabindandi lyf. En mér finnst einungis að það eigi ekki að gefa fólki lyf nema það sé algjör nauðsyn og allt annað hafi verið reynt til þrautar fyrst. Þessar konur geta slðar meir leiðzt út í að misnota lyf, — og eftir það er ekki nokkur leið að segja til um út í hvað þær geta leiðzt. Konunum leiðist! Ég held að mörgum konum, sem komnar eru á þetta fræga breytingarskeið hreinlega leiðist. Þær eru búnar að vera uppteknar af heimilisstörfum og barnauppeldi í mörg ár. Þær eru vanar að „vera upp á eigin- manninn komnar". Við þekkj- um það þegar konuna langar til þess að fara að vinna utan heimilis þá eru fjöldamargir karlmenn sem segja, ,,NB“ þegar konan „biður þá um leyfi", til þess að vinna úti: „Já, væna mín, alveg sjálfsagt að þú farir að vinna úti, ef þú treystir þér til þess að hafa það fyrir utan heimilisstörfin!" Margar konur fá sér vinnu utan heimilisins, — vinna svó öll heimilisstörfin þegar þær koma heim úr vinnunni. Það þarf að elda matinn, vaska upp, ræsta, þvo þvotta og ganga frá, og ótal margt annað sem verður að gera inni á einu heimili. Svo þegar loksins er komið að því að konan getur farið að hátta, — er hún útkeyrð, ekki bara likamlega heldur lika and- lega, vegna þess að hún hefur nagandi samvizkubit yfir því að hún hafi brugðizt einhverju eða einhverjum á einhvern hátt. Þá leitar eiginmaðurinn eftir ástum hennar í rúminu, — en hún vfsar honum frá. — Hún er hreinlega svo þreytt að hún getur ekki meir! Hún missir kynhvötina við það að vera svona þreytt á sál og líkama. Eiginkonon skilur ekki karlinn sinn Eiginmennirnir leiðast þá gjarnan út í drykkjuskap og alls kyns útsláttasemi. Þegar þeir hitta annað kvenfólk á börum eru þeir mjög fúsir að segja þeim frá hve eiginkonur þeirra eru skilningslausar og heimskar! Það er kannski ekki svo undarlegt að konur leiðist út í hamslaust pilluát eða jafnvel drykkjuskap þegar svona er komið fyrir þeim. Eða þá jafn- vel að þær eru aðeins hræddar um að svona fari fyrir þeim, ef þær reyna að fá sér vinnu utan heimilisins. Þetta þarf ekki að vera svona. Þótt þetta hafi verið svona er mæður okkar voru og hétu, er engin ástæða til þess að þetta sé svona I dag. Við vitum bara svo óendan- lega lítið um breytingartimabil hjá konum. Það eina sem við vitum með vissu er að við miss- um hæfileikann til þess að eignast börn. En erum við ekki búnar að taka pillur í mörg ár einmitt til Rætt við Andreu Þórðar- dóttur þess að koma I veg fyrir að við eignumst börn? Mér finnst að við ættum þá bara að gleðjast yfir því að vera lausar við slikt. Margt til að gleðjast yfir Það er svo óendanlega margt sem konur geta glaðzt yfir þegar þær eru komnar á „breytingaraldurinn". Þá fyrst fá þær tima til þess að geta gert eitthvaðfyrirsjálfar sig. Ef þær þurfa cndilega að vera að hamast I börnum geta þær fengið barnabörnin „lánuð". Þótt mæður okkar hafi fengið svitakóf á breytingar- aldrinum, er ekki þar með sagt að við þurfum endilega að gera það. Ég held að konur ættu að byrja að undirbúa sig undir þetta aldursskeið nokkru áður en það gengur I garð. Þær eiga að gera sér grein fyrir því að við breytingaraldurinn er meira en helmingur af lffinu eftir, — sá helmingur sem ætti að geta veitt þeim meiri lífsfyll- ingu heldur en sá sem þegar er liðinn. Þá eru konur búnar að öðlast mikilvæga reynslu. — Þær eru yfirleitt búnar að ganga 1 gegnum eríiðleika fyrstu hjónabandsáranna, ef þær hafa tekið þá stefnu að gifta sig. Börnin eru þá komin á legg, — sem sagt, það ætti að geta verið ánægjulegur tími, sem engin ástæða er til þess að eyða I óþarfa pilluát. Konurnar þurfa að ótta sig á hlutunum Fjöldinn allur af konum hefur farið út á þá braut að vinna að alls kyns lfknarmálum í sjálfboðavinnu. Reynslan hefur verið sú að margar þeirra eru komnar f launaðar stöður eftir tvö til þrjú ár. Þær þurfa aðeins smátíma til þess að átta sig á hlutunum — að komast út á meðal fólks og læra á nýjan leik að umgangast það. Það er svo ótalmargt sem konur geta gert, og þá um leið haft gagn af því sjálfar. Vil ég nefna t.d. að heimsækja ein- stæðings gamalmenni, sem fáa eða enga á að. Að tala við sjúkl- inga sem lagðir eru inn á deild 10 á Kleppi. Að heimsækja vist- menn á vistheimilinu á Vífils- stöðum. Að heimsækja fangana á Litla Hrauni o.s.frv. o.s.frv. Við þurfum aukna frœðslu En það sem við þurfum fyrst og fremst á að halda er aukin fræðsla um það hvað gerist bæði f líkama okkar og eins innra með okkur þegar við komumst á þetta margumtalaða „breytingartfmabil“. Það er talað um að það þurfi að fræða unglingana sem vissu- lega er rétt. En það heyrist aldrei talað um að það þurfi fullorðinsfræðslu um mál eins og t.d. „breytingartlmabilið“. En það er bara svo margt sem við þurfum að fá fræðslu um. Hvað finnst ykkur t.d. um hvernig ástandið er I geðheil- brigðismálum okkar? Eða áfengismálum? Eða f málum sem varða fanga og meðferó þeirra? Þetta eru allt saman mál sem við vitum sáralítið um og vegna þess hve lltið við vitum, förum við rangt að og gerum oft á tfðum meiri skaða heldur en gagn,“ sagði Andrea Þórðar- dóttir þegar við kvöddum hana. -A.Bj. Blómin hafa ákveðna merkingu — áður fyrr þurfti ekki einu sinni bréf með blómasendingunni, allir vissu hvað hvert blóm þýddi Ef kærastinn sendir þér tólf rauðar rósir er líklegt að hann sé afbrýðisamur, segir f banda- rfsku blaði f grein um dulda merkingu blóma. Þú getur sannfært hann um að afbrýði hans sé ástæðulaus með þvf að gefa honum vönd af fjólum sem þýðir að þú sért ekki ótrú. Þrjár algengustu blómateg- undirnar eru rósir, nellikkur og krysantemur: Ef senda á blóm milli landa getur komið sér vel að kynna sér hvort ákveðin blóm hafa einhverjar óþekktar merkingar f viðkomandi landi. í bók um merkingu blóma, sem komin er á markaðinn f Bandaríkjunum, segir að ekki sé vitað hvaðan þessar kenn- ingar séu komnar en þær séu aldagamlar. Á 18. öld settist einhver náungi niður og fór f gegnum öll blómanöfn og skrifaði niður hvað hvert blóm merkti. Eftir það var farið að tfðka að senda blómin án þess að nokkur skila- boð fylgdu með. Ætlazt var til að fólk skyldi merkingu blóm- anna. Þetía er ekki algengt lengur en samt sem áður merkja bæði blómin sjálf og kannski ekki sízt litir þeirra eitthvað ákveðið f f hugum fólks. I sumum löndum eru lfka ákveðin hindurvitni í sambandi vií blóm. Sums slaoar í heiminurr þykir það boða ógæfu að sendí blómvönd með ójafnri tölu blóma. I Japan er algjör óhæfa að senda pottaplöntu til sjúklings sem er rúmliggjandi. Það boðar að veikindin nái að skjóta rótum og lítil von verði um bata. Rauðar rósir merkja ást - og djúprauðar rósir merkja feimni eða skömm, gular rósir afbrýðisemi, rauðar nellikkur merkja að því miður elskir þú viðkomandi ekki lengur," sömuleiðis marglitar nell- ikkur, gular nellikkur merkja lítilsvirðingu, hvftar krysan- temur merkja hreinleika, blár fjólur trúnað, hvftar kamelíur fegurð og gulir túlípanar merkja vonlausa ást. Hægt er að senda blóm á milli landa f gegnum Interflora og eru það þrjár blómaverzl- anir hér sem annast slikt, Blóm og ávextir, Dögg og Flóra. 1 Blómum og ávöxtum fengum við þær upplýsingar að minnsta gjald fyrir blóma- sendingu til útlanda sé 2400 kr. Ef nægur tími er til stefnu er hægt að senda kort með, en annars er málið afgreitt f sfm- skeyti. Verðlag á blómum er fvið hærra hér á landi heldur en víða erlendis þannig að sá blómvöndur sem við ætluðum að senda vinum og kunningjum erlendis yrði þá aðeins veglegri en sá sem við fengjum f hendur erlendis frá. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.