Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.05.1977, Qupperneq 5

Dagblaðið - 05.05.1977, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAI 1977. 5 Hvert fara þingmenn í sumarleyfi sínu? Alþingismenn okkar eru ekki aldeilis komnir í frí þött þingslit hafi farið fram í gær. Það kom m.a. fram þegar DB brá sér í Alþingi og tók nokkra þeirra tali á göngum þinghússins. Þrátt fyrir að þeir séu störfum hlaðnir allt árið um kring hafa þeir yfir- leitt sumarpart til að taka sér smásumarfrí. Þá þingmenn sem við hittum spurðum við: Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu? Benedikt Gröndal — ætlar hring- veginn: „Ég á alltaf eftir að fara hring- veginn og það getur vel verið að ég hafi tíma til þess í sumar. Mér finnst bezt að fara eitthvað út á landsbyggðina, þar hvilist ég bezt. Oftast endar það þannig að friið fer i ferð um kjördæmið en það væri ánægjulegt ef ég kæmist hringveginn." Sigurður Magnússon — til Árósa: „Sumarfríið mitt ætla ég að nota í ferð til Árósa. Ég hef aldrei komið þangað áður og ætla að vera þar í tvær vikur. Annars slappa ég bezt af hér í þinginu, það geri'r andrúmsloftið." Pétur Sigurðsson — á skak: „Það væri ánægjulegt að kom- asl á skak hér út á buglina og veiða að minnsla kosli i soðið. Annars kemsl ég ekki í fri rnargar vikur. Minn timi i sumar fer að Halda á vit náttúrunnar og jafnvel huldumeyja! byggja yfir gamla fólkið á vegum DAS í Hafnarfirði. Einnig mun fara nokkur tími hjá mér með börnunum, sem eru í sumar- búðunum í Grímsnesinu. Þar eru börn sem hafa misst foreldra sína, annað eða báða.“ til að lesa upp úr verkum mínum. Síðan efni ég svo auðvitað til fjöldasöngs með kjósendum. Sum- arfríið mitt fer samt ekki allt í þessa ferð, ég ætla að vera nokkurn tíma við Lambeyrarkvísl við Hvítá, en það er I Gilsbakka- landi. Þar er fallegasti staður á jörðinni. Þar ætla ég að skrifa með hjálp kvenna sem þar eru. — Eru það álfkonur? Nei, þær eru yfirstétt, það er huldukonur. Ég skrifaði Skjaldhamra þar. Svo er bara vonandi að það verði gott veður svo ég geti skrifað undir berum himni.“ farið svo að ekkert yrði úr neinu ferðalagi, þó það væri ákveðið með fyrirvara." Matthías Bjarnason — í sumar- húsið í Trostansfirði: „Ef ég fæ eitthvert frí þá fer ég til Vestfjarða og dvel þar í sumar- húsi mfnu sem er i Trostansfirði. Þangað fer ég hvenær sem tækifæri gefst. Svo hef ég einnig mjög gaman af því að renna fyrir lax, hver veit nema ég komist til þess i sumar.“ Svava Jakobsdóttir — ætlar að taka til heima hjá sér: „Ég ætla að reyna að hafa það rólegt en ætii ég byrji ekki á því að skrifa dálítið. Síðan er förinni heitið í Jökuldalinn fyrir austan. Við hjónin dveljumst þar í húsi fjölskyldu mannsins míns um tíma. Það get- ur vel verið að ég bregði mér með honum á hreindýraveiðar þegar tími gefst til. Annars verður það mitt fyrsta verk að taka til heima hjá mér.“ Halldór Sigurðsson — hefur aðeins einu sinni tekið sumarfrí. „Ég hef starfað fyrir aðra í rúm 20 ár og á þeim tíma hef ég aldrei tekið mér sumarfrí. Svo brá þó við í fyrra að ég fór í fyrsta sumarfríið mitt til Ibiza og löng- unin hefur óneitanlega vax- ið til að taka sumarfrí á hverju ári eftir það fri.“ Olafur Jóhannesson — ekkert frí. „Ég tek mér ekkert fri í sumar, það er nóg að gera hjá mér í Stjórnarráðinu." Jón Sólnes — óskaferðin um Sprengisand: „Ég hef alltaf haft ferð um Sprengisand á óskalistanum hjá mér en það hefur aldrei orðið úr þeirri ferð. Það má vera að úr henni verði i sumar, ég ætla að vona það.“ Ellert Schram — á skíði i Keriingarfjöll: „Ég á eiginlega ekkert frí en mig langar til að bregða mér í Kerlingarfjöll á skiði í nokkra daga. Mestallt sumarið fer í störf að íþróttamálum innan KSÍ. Þar verður aldrei verkefnaskortur. Einnig hef ég sinnt lögfræði- störfum og þau verða víst ekkert útundan hjá mér i sumar.“ Eðvarð Sigurðsson — helzt upp í óbyggðir: „Það væri vonandi að ég kæmist eitthvað út á land, helzt upp í óbyggðir. Ég hef samt ekki afráðið neitt sérstakt, það gæti Ragnar Arnalds — vinnur í garðinum sínum: „Eg hef hugsað mér.að fara norður um Kjöl og koma við í Kerlingarfjöllum um leiðog bregða mér á skíði. Það getur verið að ég verði hjá Valdimar og félögum í nokkra daga. Þegar norður kemur ætla ég mér að vinna í garðinum við húsið mjtt í Varmahlíð. Það gefst yfirleitt ekki mikill tími til þess og ég nota sumarfríið til þess.“ Sighvatur Björgvinsson — ferð um kjördæmið: „Sumarfríðið mitt fer í að fara um kjördæmið. Það er alltaf gaman að ferðast um Vestfirðina og ég geri mig ánægðan með það. — Ertu sprunginn á reykinga- bindindinu? Nei, nei, alls ekki.“ -KP. FLUGLEIÐIRINNANLANDSFLUG NÝTT SÍMANÚMER FRÁ 0G MEÐ l.MAÍ 1977 VERÐUR SÍMANÚMER OKKAR: Jónas Arnason — verður hjá huldukonum: „Leikfélagið í (íarðinum, eða Suðurnesjum, ætla að kynna verk mín að Lyngbrekku á Myrum á fiistudag, Saurbæ á laugardag og í Slykkishólmi á sunnudag. Það fyrsta sem ég geri eftir þingslitin er að fara lil þessara slaða, m.a. 66 FLUGLEIÐIRINNANLANDSFLUG

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.