Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1977. d íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Jóhann og Sigurð- ur báðir úr leik 7 Báðir íslenzku keppendurnir töpuðu leikjum sínum í 2. umferð heimsmeistarakeppn- innar í badminton, sem nú fer fram í Málmey í Svíþjóð. Sigurður Ilaraldsson tapaði fyrir Diaz Gonzales frá Mexíkó í tveimur lotum — 6-15, 2-15. Jóhann Kjartansson tapaði fyrir Hollendingnum Rob Kidder 1-15 — 4-15. Sigurður Haratdsson Þar með eru báðir íslenzku keppendurnir úr leik — þeir höfðu báðir komizt í gegn um 1. umferð í einliðaleiknum en töpuðu í tvíliðaleiknum í 1. um- ferð. All-England meistarinn Fleming Delfs lenti í kröppum dansi gegn Englendingnum Ray Stevens. Englendingurinn sigraði í fyrstu lotunni 15-11. Síðan sigraði Delfs örugglega í annarri lotu 15-10. Þá átti að verða 5 mínútna hlé þar til úrslitalotan hæfist — en Delfs mætti þremur mínútum of seint og dómari leiksins dæmdi Dananum leikinn tapaðan. Þá greip hins vegar Englendingur- inn fram í og bað dómarann um að leikurinn færi fram. Á'það var fallizt og Delfs náði sér vel á strik og sigraði 15-6. Sannar- lega skall hurð nærri hælum þar hjá Dananum. Helzti keppi- nautur Delfs — Indónesíubú- inn Liem Swie King — sigraði öruggiega í 2. umferð. Sigraði Peter Cooper frá Ástraliu 15-8, 15-7. Sama gilti um fleiri kunna kappa, Svend Pri, Svíinn Sture Johansson og Indverjarnir Lie Sumirat og Prakast Padukoen sigruðu öruggléga, Elo Hansen sigraði Bandid Jaiyen frá Thailandi 15- 7, 15-9, en Thailendingurinn var fyrirfram álítinn meðal beztu. Nú þarf Liverpool aðeins þrjú stig — úr f jórum leikjum svo meistaratitillinn sé íhöfn. Manchester City náði aðeins jafntefli á Villa Park Möguleikar Manchester City á meistaratign á Englandi minnk- uðu veruiega er City lék á Villa Park í Birmingham í gærkvöld. Þar mætti City Aston Villa og tók með sér eitt stig til Manchester — aðeins eitt stig þegar City bók- staflega varð að fá tvö. 3. deild: Chesterfield-Oxford 2-0 Peterbro-Port Vale 1-1 4. deild: Aldershot-Halifax 0-0 Bradford-Scunthorpe 4-0 Torquay-Hartlepool 1-0 Workington-Stockport 2-2 Stœrð 42 X58 cm. Naumur sigur hjá Juventus — ífyrri úrslitaleik UEFA-keppninnar 1-0 gegn Atletico Bilbao á Ítalíu Tékkarunnu Sovétmenn West Ham vann dýrmætan sigur í gærkvöld á Upton Park í Lundúnum gegn Coventry. Leikur þessara liða í fallbarátt- unni var ákaflega harður. Bryan ,,Pop“ Robson kom West Ham á bragðið í fyrri hálfleik er hann skoraði sitt 10. mark í 13 leikjum. t síðari hálfleik innsiglaði Geoff Pike sigur West Ham úr víti eftir að fyrirliði Coventry — welski landsliðsmaðurinn Terry Yorath hafði handleikið knöttinn. En stjarna West Ham í gærkvöld var tvímælalaust enski landsliðs- maðurinn Trevor Brooking — heilinn á bak við sóknarlotur West Ham. Sunderland hlýtur nú að iðrast þess að hafa selt „Pop“ Robson til West Ham. — Ef mörk Robson verða til þess að bjarga West Ham — þá er það að öllum líkindum Sunderland sem fellur í staðinn. Newcastle tapaði öðrum leik sínum í röð — eftir.mikla vel- gengni þar á undan. Steve Earle skoraði mark Leicester eftir að venjulegum leiktíma var lokið en Leicester misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Brian Little jafnaði gegn Clty. Derby 39 8 17 14 46-53 33 Coventry 38 10 12 16 45-55 32 W. Ham 39 10 12 17 40-61 32 Stoke 38 10 12 16 24-44 32 QPR 36 11 9 16 41-46 31 Sunderl. 39 10 11 18 43-50 31 Tottenh. 40 11 9 20 46-67 31 Bristol C. 37 9 10 18 32-44 28 ítalska liðið Juventus sigraði Atletico Bilbao frá Spáni i fyrri leik liðanna i úrslitum UEFA-. keppninnar. Aðeins eitt mark skildi liðin í gærkvöld — 1-0 Juventus í vii en leikið var í Torino, leikvelli Juventus. Leikur liðanna í gærkvöld var ákaflega harður — jafnvel grófur. Italski landsliðsmaðurinn Roberto Boninsegna, varð að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik eftir slæma tæklingu eins leik- manna Atleticoliðsins. Eina mark leiksins kom á 14. niínútu — Marco Tardelli skallaði i netið' eftir góðan undirbúning Gatano Scirea. Eftir markið komu leik- menn spánska liðsins nokkuð út úr skel sinni — áttu leiftursóknir en Dino Zoff stóð sem klettur i rnarki Juventus — og á hinum enda vallarins átti spánski iands- liðsmarkvörðurinn Iribar stór- leik. Leikurinn datt alveg niður í síðari hálfleik — leikmenn Juventus komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Atletico Bilbao. Síðari leikurinn fer fram í Bilbao á Spáni — og þá kann ferskot Juventus að reynast litið. Heimsmeistarar Tékkóslóvakíu sigruðu Sovétmenn 4-3 í Heims- meistarakeppninni í ishokkey. sem nú fer fram í Vínarborg. Leikurinn var ákaflega hraður — og að sama skapi harður en Tékk- ar komust í 1-0. Þrjú mörk á 5 mínútum í siðustu lotunni komu Sovétmönnum i leikinn — en þá var allt um seinan. Tékkar náðu að halda stöðunni — og sigrinum. Sovétmenn töpuðu einnig síðasta leik sínum — þá 1-5 gegn Svium. Því var ekki búizt við að Svíar ættu í erfiðieikum með Kanadamenn — en annað reynd- ist upp á teningnum. — Kanada- menn rótburstuðu Svíana, sem spiluðu langt undir getu. Stór- sigur 7-0 og nú eiga öll fjögur liðin möguieika á sigri í keppn- inni. Tékkóslóvakia 8 6 1 1 50-23 13 Svíþjóð 8 6 0 2 39-16 12 Sovétrikin 8 6 0 2 68-20 12 Kanada 8 5 1 2 38-25 11 Þar með jukust enn möguleikar Liverpool á meistaratign — liðið þarf nú aðeins 3 stig úr síðustu fjórum leikjum sínum og fáir reikna með því að meisturum Liverpool takist það ekki. Leik- menn City börðust vel á Villa Park og höfðu lengst af undir- tökin í leiknum. Denis Tueart, sem á laugardag gat ekki leikið gegn Derby, náði forustu fyrir City snemma í síðari hálfleik. Brian Little jafnaði fyrir Villa um miðjan síðari hálfleik eftir að John Robson hafði átt skot í slá. Lítum á úrslitin á Englandi í gærkvöld: Aston Villa-Man. City 1-1 Leeds-Everton 0-0 Leicester-Newcastle 1-0 West Ham-Coventry 2-0 2. deild Hereford-Carlisle 0-0 Staða efstu og neðstu liða er nú: Liverpool 38 23 8 7 60-29 54 Man. City 39 19 13 7 53-52 51 Ipswich 39 21 7 11 63-38 49 Newcastle 39 17 13 9 61-43 47 A. Villa 36 19 £ 11 65-43 45 Fást h já Dagblaðinu Þverholti 2 Og 11 Sínii 27022 ■ Postsendum um landallt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.