Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 13
DAC.BLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAl 1977. 13 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Ingvar Viktorsson, formaður Handknattleiksdeildar FH, Auðunn Óskarsson, Janus Guðlaugsson, Viðar Símonarson, Geir Bikarmeistarar FH í þriðja sinn: Talið frá vinstri: Ingvar Viktorsson, formaður Handknattleiksdeildar FH, Auðunn Oskarsson, Janus Guðlaugsson, Viðar Símonarson, Geir Hallsteinsson, Sæmundur Stefánsson, Jón Gestur, Arni Guðjónsson, Þórarinn Ragnarsson og Júlíus Pálsson. Neðri röð: Reynir Óiafsson, þjálfari, Guðmundur Arni Stefánsson, Birgir Björnsson, Muggur, Guðmundur Ólafsson, Guðmundur Magnússon, Olgeir Sigmarsson og Ragnar Jónsson, liðsstjóri. DB-mynd Bjarnleifur. f|JS| I; Mmmk V'&W'M M i : * #éeik .1 w Leikreynsla FH f ærði þeim þriðja bikarsigurinn í röð FH tryggði sér sigur í bikar- keppni HSÍ er Hafnarfjarðarliðið sigraði Þrótt 24-17 suður í Hafnarfirði í úrslitum í gær- kvöld. Sigur FH var sanngjarn — ekki fór á milli mála hvort liðið var sterkara þó jafnræði hafi verið með iiðunum í byrjun — og Þróttur raunar komizt tvö mörk yfir. Já, Þróttur byrjaði leikinn af krafti. — Barátta var góð í liðinu — vörnin mjög þétt og mark- varzla Kristjáns Sigmundssonar mjög góð. Hann lokaði beinlínis markinu í byrjun. Þróttur náði forustu 3-1 en sóknarleikurinn var ákaflega máttlaus hjá liðinu. Hinir leikreyndu leikmenn FH fundu sig bókstaflega ekki til að byrja með og eftir 13 mínútna leik hafði Þróttur yfir 3-1. Þá fóru FH-ingar hins vegar að finna leiðina i netmöskva Þróttar. Eftir 20 mínútna leik hafði FH náð forustu 4-3 — en Þróttur náði að jafna 4-4 eftir 25 mínútna leik. Fram að þessu hafði leikurinn verið skemmtilegur á að horfa — barátta mikil þó ef til vill hafi handknattleikurinn ekki verið ákaflega góður. En þær mín- útur sem voru til leikhlés misstu Þróttarar leikinn alveg úr höndum sér — ekki var heil brú í leik liðsins. Þar kom ýmislegt til — leikmenn Þróttar voru of bráðir á sér í sókninni. — Ótímabær skot, lánlausir og síðast en ekki sízt — engu líkara var en Hannes Þ. Sigurðsson væri orðinn áttundi maðurinn í liði FH. Dóm- gæzla hans á þessum tíma var ákaflega slök — og kom bikar- meisturunum greinilega til góða. Við þetta mótlæti var engu lík- ara en lið Þróttar brotnaði. FH náði góðri forustu í leikléi 8-4 — og fjögur fyrstu mörk síðari hálf- leiks voru FH — 12-4 og stefndi í öruggan sigur FH. Þróttur náði sér aðeins á strik eftir þennan slæma kafla og náði að minnka muninn í 15-19 þegar um 10 mín- útur voru til leiksloka en allt var um seinan. Leikreynsla FH og góður leikur tryggðu öruggan sigur, 24-17. Það fór ekkert á milli mála hvort liðið var sterkara í gær- kvöld — FH. Leikmenn voru hik- andi í sóknaraðgerðum sínum í byrjun enda Kristján mjög góður í marki Þróttar. Þá virtist stefna í óvænt úrslit — að minnsta kosti hafði maður það á tilfinningunni. En slæmur kafli í lok hálfleiksins varð Þrótti að falli. Að öðrum ólöstuðum kom Auðunn Óskarsson bezt út í liði FH — og áttisinn bezta leik eftir að hann sneri aftur nú í lok keppnistímabilsins. Góður varnarmaður — en í gærkvöld var hann ekki síður drjúgur sóknar- maður. Hann skoraði 5 mörk — þar af þrjú sem fleyttu bikar- meisturunum yfir erfiðan kafla í byrjun leiksins. — Hann beinlinis hélt þeim á 'floti. Eftir að fór að ganga vel hjá FH náði Geir Hall- steinsson sér vel á strik — og 6 mörk hans í síðari hálfleik tryggðu örugga forustu FH. FH vann sinn þriðja bikarsigur í gærkvöld — sannarlega góður árangur. Sigurinn í gærkvöld var hinn þriðji í röð í bikarnum — en aðeins eitt lið hefur utan FH sigrað í bikarkeppni HSÍ — íslandsmeistarar Vals. Mörk FH skoruðu: Geir Hall- steinsson 7, Auðunn Öskarsson 5, Janus Guðlaugsson og Viðar Símonarson 3. Jón Gestur og Guðmundur Magnússon 2, Olgeir Sigmarsson og Sæmundur Stefánsson 1 mark hvor. Kristján Sigmundsson mark- vörður Þróttar var bezti maður liðs síns — en einnig var Konráð Jónsson drjúgur þó hann gengi alls ekki heill til skógar. Sveinn Sveinsson skoraði mjög skemmti- leg mörk með góðum skotum — en í heild náði 2. deildarlið Þróttar sér ekki á strik. Mörk Þróttar skoruðu: Konráð Jónsson 7, Halldór Bragason 4, Sveinn Sveinsson 3, Sveinlaugur Kristinsson 2 og Jóhann Frí- mannsson 1 mark. Leikinn dæmdu þeir Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðs- son og fórst þeim hlutverk sitt illa úr hendi — ónákvæmir en frammistaða Hannesar í leiknum var kapítuli út af fyrir sig. h halls. VAÐ- STÍGVÉL Verð 1495.- Stærðir: 27-34 BREIÐHOLT BREIÐHOLT Strigaskór Verð frá513.- Leikföng hestamenn Æfingagallar Verð frá 3995.- Veiðivörur Fótboltar frá kr. 440.- Viðleguiítbiínaður t.d. svefnpokar frá kr. 4.800.- Fótboltaskór Sportvöruverzlun Póstsendum Ingólfs Oskarssonar Lóuhóium 2-6 - sími 75020

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.