Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1977. 3 4955—4792 hrlngdi: Svar til Ingibjargar Jónas- dóttur Súgandafirði. Þar sem greinarkorn mitt virðist hafa komið svo miklu róti á huga Ingibjargar að hún sezt niður í hálfgerðu rænu- leysi og fer að skrifa þessa endemis þvælu, verð ég að leiðrétta hana í nokkrum atriðum sem máli skipta. Ingibjörg reynir að afsaka þessa konu með því að hún hafi verið svo flughrædd að hún hefði þurft að drekka sig fulla til að komast til Reykjavíkur. Það vill svo illa til að þessi frú var komin á undan hópnum til Reykjavíkur og verður Ingi- björg að finna aðra afsökun fyrir framkomu hennar. Ingi- björg segir ennfremur að Hnífsdælingar hefðu æst konuna upp með hlátri sínum en þetta er álíka mikill sann- leikur og hitt, því að eina konan sem hló og gat hlegið að þessari svivirðingu var einmitt úr hópi Ingibjargar. Það var hún sem æsti konugreyið upp, enda var hún lfka búin að fá sinn skerf af flughræðslumeðali Ingi- bjargar. Allt annað, sem fram kemur í bréfi Ingibjargar er tómur uppspuni, nema að hún var fararstjóri fyrir þessum hóp og hefði ég nú þagað um það í hennar sporum, þar sem hún gat ekki haft betri stjórn á þessu. Að lokum vil ég benda Ingi- björgu á það, að hún er búin aC gera konunum, sem með henni voru, skömm með þessum skrif- um sínum og hefði farið betur á því að hún hefði ekki svarað ^þessu greinarkorni mfnu. Því að fólk með jafn brenglaða dómgreind og Ingibjörg virðist hafa, á ekki að skrifa i blöð nema með hjálp annarra. Ég vil taka það fram að ég er ekki Hnffsdælingur, en var með þeim f hópi þannig að óþarft er að ásaka þá fyrir skrifin. Sú nafngift var mis- skilningur blaðamanns. VIÐURLÖG VIÐ SPRENGJUTILRÆÐI Sprengjumenn skrifa: Vér sprengjumenn biðjum Dagblaðið að grennslast fyrir um hvað gert yrði við þá sem settu sprengjuna við rússneska sendiráðið f janúar 1977. Hver er sektin viðsvonalöguðu? Það skal tekið fram að við höfum ekki f hyggju að gefa okkur fram. DB hafði samband við hæsta- réttarritara og mundi hann , ekki eftir dómum f slfku máli og treysti sér ekki til að segja til um viðurlög við slíkum gerðum. Sprengjan við rússneska sendiráðið. Við athugun kom i ljós að hun var ovirk.j^r Án endumýjunar áttu möguleika á vinningi. Við drögum næst þann 10. maí. Gleymdu ekki að end HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Tvö Þúsund milljónir í boói Gleymdu 1 ekki endurnýjun Spurning dagsins Borðar þúfísk? Starfsfólk fiskiðjuvers BÚR svaroði. Margrét Björnsdóttir: Já, en ekki mjög mikinn. Vsan er bezt, en þorsk borða ég aldrei. Annars borða ég meira af kjöti. Sofffa Jóhannsdóttir: Já, tölu- vert, svona tvisvar — þrisvar f viku. Bezt er ýsa og lúða. Ég vil sfður þorsk af þvf ég tfni svo mikið af beinum úr honum. Auður Fr. Halldórsdóttir: Já, fiskur er það bezta sem ég fæ. Ég borða hann þrisvar I viku. Ýsuna vil ég helzt og öllu fremur en þorskinn. Halldór Gunnlaugsson: Já, ég geri það. Ég borða allar tegundir enda er ég ekki matvandur. Vllborg Torfadóttir: Já, það geri ég. Yfirleitt er allur fiskur mikið borðaður á mfnu heimili. Elfa Björnsdóttir: Já, ég borða allan fisk. Fisk borða ég annan hvern dag og drekk lfka lýsi, enda er eg hraust

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.