Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAl 1977. BÓKAGJÖF FRÁ ÞÝZKALANDI ÍS Smidjuvegi 17-Sími43631 -kópavogi Akiðsjálf CarRental Service Sími(tel.)43631 NýirVW 1200L Opið frá kl. 8-22 og um helgar Utboð Olíumöl hf. Hamraborg 7 Kópavogi óskar eftir tilboði í flutning á 10—20 þúsund tonnum af steinefni úr námu í Rauóamel við Grindavíkurveg að blöndunarstöð Olíumalar hf. Smára- hvammslandi í Kópavogi. Tilboðum skal skilað fyrir 12. maí ’77 á skrif- stofu félagsins. Olíumöl hf. Nýlega barst Borgarbókasafni Reykjavíkur bókagjöf frá Sam- bandslýðveldinu Þýzkalandi. Sendiherrann, Raimund Herzt, afhenti borgarstjóra gjöfina. Þetta eru alls tvö hundruð og fimmtíu bækur og er um það bil helmingur þeirra skáldsögur eftir Thomas Mann, Bertholt Brecht, Max Frisch, Gunter Grass og Her- mann Hasse. Einnig eru bækur um bókmenntir, listir og sagn- fræði, ævisögur og ferðabækur í bókargjöfinni. -A.Bj. Birgir ísleifur Gunnarsson borg- arstjóri skoðar bókagjöfina frá Vestur-Þýzkalandi ásamt sendi- herranum, Raimund Herzt. Vetrardekkin mega hverfa: URÐU AÐ HELDUR LITLU GAGNI í VETUR ER LEIÐ Vetrarhjólbarðarnir, vonandi þeir síðustu, eru að hverfa af bílum. a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu og iíkast til um land allt. Óvenjulítil not urðu af þessari dýru fjárfestingu ökumanna nýliðinn vetur. Veturinn reyndist óvenjumildur og góður og það sjaldgæfa gerðist að á slíkan útbúnað reyndi nánast aldrei. — DB-mynd Hörður. Hvergerðingar gefa ylræktina líklegast ekki upp á bátinn —nýjar aðferðir gefa nýjar vonir Eftir nokkra daga verður haldinn fundur í undirbúnings- félagi að stofnun ylræktarvers í Hveragerði og á þar að taka ákvörðun um hvort félagið verður lagt niður eða því haldið áfram. Fyrir rúmu hálfu ári var slíkt félag lagt niður í Reykjavík, m.a. vegna of margra óvissu- þátta i rekstrinum þá. Var talið að Hvergerðingar mundu feta í fótspor þeirra, eða a.m.k. fyrst um sinn. Eftir því sem blaðið kemst næst nú verður félagið ekki lagt niður þar sem græðlinga- tilraunir eru farnar að bera góðan árangur. Þykir nú full ástæða til að halda þeim áfram' og hefja arðsemisútreikninga að nýju á grundvelli nýrra aðferða. Þær aðferðir eru fólgnar í meira ljósmagni sem virðist ætla að gefa af sér hlutfallslega meiri vöxt en kostnaðaraukan- um nemur. -G.S. Lagarfoss loks lagð- ur af stað heim — væntanlegur til Kanaríeyja á föstudag Síðla dags i gær bárust þær fréttir frá I.as Palmas 'á Kanarieyjum að Lagarfoss væri væntanlegur þangað á föstu- daginn á leið sinni frá Nígeríu til Islands. Er þá þessari miklu óvissuför skipsins loks að ljúka. Þrír mánuðir eru nú síðan skipið var ferðbúið í Keykjavíkurhöfn með skreiðarfarm sinn. I skipafréttum útvarpsins að undanförnu hafa ferðir skipa verið tíundaðar nákvæmlega nema Lagarfoss, um hann er sagt að hann hafi væntanlega lagt af stað frá Nigeriu þann 28. apríl sl. Að sögn blaðafulltrúa E.t. vildi félagið ekki taka sterkara til orða þar sem skeytið með þessum upplýsingum kom frá aðilum, sem sendu áður vill- andi skeyti um brottför og los- un skipsins. -G.G. Lögreglan í Keflavík íhúsnæðisvandræðum: Enginn staður lengur fyrir fangana — og lögregluvarðstofan senn á götunni ef ekki verða gerðar lagf æringar Eins og frá var skýrt I Dag- blaðinu fyrir nokkru setti Heilbrigðiseftirlit ríkisins lög- reglunni í Keflavík þau skilyrði að fangageymslum hennar yrði komið í lag fyrir 1. apríl síðast- liðinn ellegar yrði þeim ein- faldlega lokað. Ekkert var gert í málinu og hefur því Heilbrigðiseftirlitið fram- kvæmt þessa hótun. Eins og er hefur lögreglan í Keflavík eng- an stað fyrir fanga og hefur því neyðzt til að flytja þá til nágrannastaðanna i gæzlu. 1. júní verður svo lögreglu- stöðinni sjálfri lokað, verði hún ekki endurbætt stórlega. Dagblaðið hafði af þessu tilefni samband við lögregluna í Keflavík. Viðar Pétursson varðstjóri sagði okkur að ástandið væri þegar orðið mjög slæmt. Flytja verður alla fanga á aðra staði og setja þar yfir þá sérstaka gæzlu. Eru af þessu mikil fjárútgjöld fyrir utan önnur óþægindi. Borga þarf gæzlumönnum kaup aukalega I stað þess að áður gat varðstjóri litið eftir föngum á sinni vakt, þar sem fangageymslan er i sama húsi og lögreglustöðin. Viðar sagði okkur að sá sex mán. frestur, er gefinn var til að koma fangaggymslunni I lag, hefði ekkert verið nýttur. Hús- ið sem hún er i er enda svo slæmt að efamál er hvort hægt er að lagfæra það svo gagn sé að. Raki er mikill í húsinu og loftræsting engin. Engar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að útvega nýtt húsnæði á tímanum enda væri nær því ómögulegt að fá leiguhús í Keflavík. Lögregluþjónarnir hefðu þó margoft óskað eftir því við yfirvöld en ekkert hefði verið gert. Viðar taldi að ekkert mundi verða gert í þessum málum fyrir 1. júní. Lögreglan færi þá að öllum líkindum á götuna og væri það lítið verra ástand en það ástand sem hún nú býr við. Viðar taldi þó Iágmark að krefjast þess að þeir fengju tjald til afnota og að fyrir vet- urinn yrði þeim útvegaður ein- hver kofi. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.