Dagblaðið - 05.05.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAl 1977.
Voriðerkomið:
Astalffl er
fjörugt
þessa dagana
—Álftin verpir ífyrsta sinn
ítjarnarhólmanum
Flosi Jónsson var að byrja að
tina saman rusl i Hljömskála-
garðlnum. Hann er orðinn 79
ára gamall og var áður fyrr
bsði bóndi og kennari. DB-
mynd Bjarnleifur.
Hvert sem augum er litið
þessa dagana má sjá fólk sem er
að huga að gróðri. í hlýjunni og
góða veðrinu í gær hittum við
Flosa Jónsson, sem var að byrja
að hreinsa til í Hljómskálagarð-
inum.
„Jú, trén eru aðeins byrjuð
að springa út og ef þessi góða tíð
helzt áfram fer gróðrinum
fljótt fram,“ sagði Flosi.
Astalífið I garðinum er lfka
fjörugt þessa dagana, aðallega
þó úti á tjörninni og í hólmun-
um. Fuglarnir eru búnir að
para sig fyrir löngu og eru sem
óðast að búa sig undir fjöl-
skylduaukningu. Það er meira
að segja fjölgað hjá einni fjöl-
skyldunni f garðinum. Álftin er
búin að verpa f litla hólmanum
í suðurenda stóru tjarnarinnar.
„Þetta er f fyrsta sinn sem
álftin verpir hér,“ sagði Flosi.
„Hún er vön að halda til fjalla
og verpa nálægt fjallavötnun-
um. Það er gaman að fylgjast
með því hve karlinn passar vel
upp á „frúna“ og gætir þess að
enginn geri henni mein,“ sagði
Flosi Jónsson.
A.Bj.
*
Álftarfrúin og steggur hennar hafa komið sér upp miklu „hreiður-
mannvirki" f litla hólmanum. Það stendur tii að fjölgi hjá þeim á
næstunni. — DB-mynd Hörður.
Erfitt nám í þrjá
mánuði — hvað svo?
Þessir hressu strákar voru í gær í einu prófi námskeiðsins. Hverjir verða hinir heppnu '
Af um það bil tuttugu mönn-
um sem núna eru að ljúka nám-
skeiði fyrir flugumferðarstjóra-
starf eru átta öruggir með að fá
við það vinnu. Hinir sem lokið
hafa þriggja mánaða stffum
skóla verða að öllum lfkindum
sendir heim án nokkurra rétt-
inda. Það mikil vinna liggur i
námskeiðinu að nemendur
hafa allir neyðzt til að hætta að
vinna og helga sig náminu ein-
göngu. Flestir hafa þó unnið
fram á sfðasta mánuðinn en þó
hafa nokkrir hætt fyrr.
Að sögn eins af nemendum
skólans eru þeir ekki nemend-
ur I venjulegum skilningi þess
orðs. Til dæmis njóta þeir
engrar lánafyrirgreiðslu né
styrkja. Barnaheimili stúdenta
eru þeim einnig lokuð. Á móti
kemur þó það að allur bðka-
kostur er lagður til af stjórn
skólans og nemendum að
kostnaðarlausu.
Hjá flugmálastjóra fengum
við þær upplýsingar að þetta
námskeið væri fyrst og fremst
byrjunin. Þeir menn sem ráðn-
ir væru yrðu fleiri mánuði eða
jafnvel ár i nokkurs konar
nemastarfi úti f flugturni.
Fuil starfsréttindi fengju
menn ekki fyrr en eftir nokkur
ár. Þeir sem sækja um þátttöku
f svona námskeiði hafa lokið
námi í ólfklegustu greinum.
Góður árangur f fyrra námi
þarf ekki nauðsynlega að þýða
að menn nái einnig góðum
árangri f flugumferðarstjórn.
Þvf þótti rétt að leyfa þeim
mönnum sem helzt komu til
greina vegna fyrri menntunar
og starfsreynslu (f þetta sinn
27 af 40) að reyna sig f nám-
skeiðinu. Þeir sem bezt standa
sig fá svo að halda áfram.
Enginn er skyldugur til að fara
á þetta námskeið og allir hafa
jöfn tækifæri til að halda
áfram, sögðu þeir hjá flugmála-
stjórn. DS.
Korchnoi
Hollands-
meistari
Victor Korchnoi varð Hollands-
meistari í skák í gær. Hlaut hann
11 vinninga af 12 mögulegum.
Hann sigraði Fred van der VÍiet f
lokaumferðinni f gær.
Korchnoi baðst hælis I Hollandi
f fyrra, sem kunnugt er, þegar
hann tefldi þar á frægu skákmóti
fyrir Sovétrfkin, þar sem hann
fæddist og átti heima.
Korchnoi teflir við landa sinn
Polugajevski f undanúrslitum
áskorendakeppninnar um heims-
meistaratign í skák. Spassky
keppir aftur við Ungverjann
Portisch um réttinn til að skora á
Karpov.
Korchnoi
Samkvæmt reglum á þessum
undanúrslitum að vera lokið fyrir
1. ágúst næstkomandi. Sýnt þykir
að einhver frestun verði á þeim.
FIDE hefur enn ekki tilkynnt
breytta tilhögun.
BS
Lögmenn stof na ábyrgðarsjóð
Guðjón Steingrfmsson hrl. f
Hafnarfirði var endurkjörinn
formaður Lögmannafélags
Islands á aðaifundi félagsins
hinn 1. apríl sl. Aðrir i stjórn
eru: Gylfi Thorlacius hrl.,
Hjalti Steinþórsson hdi., Hákon
Árnason hrl. og Jón E. Ragnars-
son hrl.
Félagar f Lögmannafélaginu
eru nú 207, þar af 141 sem
rekur lögmannsskrifstofu eða
hefur lögmannsstörf að aðal-
starfi.
Um sl. áramót var stofnaður
Ábyrgðarsjóður lögmanna.
Markmið sjóðsins er að gera 1,1
fært að bæta að öllu leyti það
tjón sem skjólstæðingur lög-
manns kann að verða fyrir
vegna fjárþrots lögmanns.
Féð verður þó að hafa komizt
i hendur lögmanns vegna stöðu
hans og honum að hafa borið
skylda til að varðveita það
vegna trúnaðarskyldu sinnar
sem lögmaður.
Tekjur sjóðsins eru hluti af
svokölluðu málagjaldi sem lög-
menn. greiða sjálfir við þing-
festingu mála. Sjóðseignin er
nú rúmar 5 milljónir króna.
BS.