Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNl 1977.
2
r
Öll aukagjöldin
vegna uppboða
verði rannsökuð
—opið bréf til dómsmálaráðherra
Gamall og nýr viðskiptavinur
borgarfógetaembættisins vill
spyrja eftirfarandi spurninga:
1. Hvað fær yfirborgarfógeti í
uppboðslaun ef fasteign er seld
á nauðungaruppboði? En hver
eru uppboðslaunin ef mál er
fellt niður?
2. Göngum út frá því að yfir-
borgarfógeti fari að lögum í
sambandi við fasteignauppboð
og greiði skatta af þessum
aukatekjum, þá virðist það
sama ekki verða sagt um lausa-
fjáruppboðin. Þar er eins og
uppboðsbeiðandi sé kominn i
ræningjahendur. Kostnaður er
settur á kostnað ofan, að
ógleymdum „ómakslaunum".
Astæða er til að ætla að hluti af
þessum kostnaði renni til upp-
boðshaldara og aðstoðarmanna
hans. Þetta mál óskast sérstak-
lega upplýst.
3. Við skiptameðferð er ávallt
innheimtur ríflegur skipta-
kostnaður. Grunur leikur á að
kostnaður þessi renni til skipta-
ráðenda.
4. Hvernig er farið með votta-
gjöld vegna afsagna víxla? Fær
nótaríus hluta af gjöldunum,
eða e.t.v. öll?
5. Rennur hluti af vottagjöld-
um í fógetarétti, t.d. við fjár-
nám. til fógeta eða fulltrúa
hans?
Ef eitthvað af þessum auka-
tekjum eru löglegar, hvernig er
þá farið með skattaframtölin?
Lagt er til að dómsmálaráðu-
neytið skipi sérstakan rann-
sóknarmann til að rannsaka
rækilega mál þessi ofan í kjöl-
inn.
Peningar streyma i kassann á uppboði hjá tollstjóraembættinu.
Því á að ausa fé f að
færa Hringbrautina?
— undirgöng undir hana leystu vandann á margfalt
ódýrari hátt
G.A.G. skrirar:
Byrjað hefur verið á miklum
framkvæmdum við Hringbraut-
ina sunnan við Landspítalann.
Þarna eiga að risa byggingar í
tengslum við Iláskólann og spít-
alann. í ráði mun vera að færa
Hringbrautina suður fyrir
þessar nýbyggingar til þess að
tengja þær við spítalalóðina.
Hringbrautin er breið og fögur
gata og öllum er ljóst að slík
tilfærsla á götunni kostar stór-
fé en tslendingum er margt
betur gefið en að fara sparlega
með fjármuni. Væri ekki hægt
að leysa þetta mál á ódýrari
hátt, t.d. með því að gera undir-
göng undir götuna og á þann
hátt að tengja þessar nýbygg-
ingar við Landspítalann. Væri
ekki hægt að spara tugi millj-
óna króna með þessari tilhög-
un.
Annað mál vil ég minnast á.
Það er ekki mjög langt síðan ný
símaskrá var gefin út. Mig
minnir að ég hafi lesið að út-
gáfa þessi hafi kostað nokkra
tugi milljóna króna og til henn-
ar fóru nokkur tonn af pappír
en stækkun hennar var nokkur
blöð. Spurningin er: Er ekki
hér verið að bruðla með fé al-
mennings? Er ekki hægt að
gefa út kálf með breytingum á
skránni svona annað hvert ár í
stað heillar útgáfu og á þann
hátt spara tugi milljóna króna.
Þetta væri kannski ekki jafn
fullkomin þjónusta við símnot-
endur en gæti þess í stað sparað
þeim stórfé og gert sama gagn.
Þetta hefir áður verið gert af
símanum og virtist fullnægja
þörfinni.
Hringiðísíma
83322
kl. 13-15
REYKJAVIK
Sakamannamyndir hafa eiginlega
ekki verið birtar fyrr en mynd-
irnar af Barbar Smith birtust
viða eftir að hann strauk úr fang-
elsinu á Keflavíkurfiugvelli.
Islenzkar auglýsingar í íslenzku sjónvarpi
Eg man ekki betur en sjón-
varpið hefði þá yfirlýstu stefnu
að birta ekki auglýsingar með
erlendu tali, þ.e. að setja þyrfti
islenzkt tal og texta í erlendar
auglýsingar sem menn vildu fá
birtar á skjánum. Þessum regl-
um he.'ur verið haldið að mestu
leyti, þótl áhöld megi teljast
hvort kókauglýsingarnar hafi
verið „íslen/.kaðar" með þvi að
birta textann „Drekkið Goca
cola“ á eftir auglýsingarmynd,
óbreyttri, beint að vestan. Þar
sem áróðurinn með myndinni
er sunginn en ekki sagður fram
er þetta vist taiið tónlist og er-
lend auglýsing birtist því á
skerminum. Eg viðurkenni, að
hér er oft crfitt að fylgja sett-
um reglum, og finnst mér sjón-
varpinu hafa tekizt vel að fara
þann meðalveg sem hér verður
auðsjáanlega að þræða af ýms-
um ástæðum. Þó finnst mér að
erlenda hráabragðið af aug-
lýsingum í sjónvarpinu sé að
færast í aukana Hér um daginn
sá ég auglýsingarmynd, þar
sem verið vat að auglýsa viss
gólfteppi. Brúða í lambslíki
þvælir lengi á ensku við
snoppufríðan kvenmann um
ágæti vörunnar. Siðan kemur
yiðbætt tal á islenzku — tvær
til þrjár setningar — eða mun
styttra en enska talið. Engin
tónlist er með auglýsingunni.
Þessi auglýsing þverbrýtur þær
reglur sem ég hélt að giltu
hjá sjónvarpinu um auglýsingar
(erlendar auglýsingar) og það
að ástæðulausu. Engin tönlist
eða sunginn texti gerir það
nauðsynlegt að sleppa þessari
auglýsingu svona i gegn. Þar
sem mér hefur fúndizt ;e sl;e-
legar staðið að því að „hreinsa"
sjónvarpsauglýsingarnar og nú
ke.vrir um þverbak krefst ég
þess að forráðamenn sjónvarps-
ins gefi skýringu á þessu. Er
áðurnefnd regiugerð eða regla
ekki lengur við lýði i sjónvarp-
inu eða hefur verið rýmkað um
hana? Ef svo er. hver hefur
tekið þá ákvörðun?
Sjónvarpsrýnir.
V