Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 24
Hassmálið í Frakklandi: Vonir standa til að máliö falli niður —hef ur íslenzka sendiráðið í París eftir f rönskum lögf ræðingi íslenzku ungmennanna þriggja Mál íslendinganna þriggja, sem handteknir voru í Suóur- Frakklandi 21. maí sl., grunaðir um hasssm.vgl frá Alsír, verður tekið fyrir dóm síðar i þessari viku. Verður þá gert út um málið, aó sögn Helga Gíslasonar, sendiráðsritara við islenzka sendiráðið í París, sem frétta-. maður DB ræddi viö i gær. Sagði Helgi Gíslason að franskur lögfræðingur þre- menninganna — pilts og tveggja stúlkna — gerði sér vonir um að ntál þeirra yrði látið niður falla; i mesta lagi að þau yrðu dæmd í sekt. ,,Án þess að mér sé fyllilega kunnugt um það, þá munu sektir í málum af þessu tagi vera nokkuð líáar,“ sagði Helgi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sendiráðinu í París hafa borizt um mál þre- menninganna, voru þau hand- tekin við tollskoðun á ferjustað skammt frá bænum Mont- pellier, sem er um 150 km vestur af Marseilles. Fannst hass í farangri sem þau höfðu meðferðis — nær fjögur kíló, skv. upplýsingum, sem DB hafa borizt. Báru íslendingarnir við yfirheyrslur þá þegar og síðar í samtölum við lögfræðinginn, sem frönsk yfirvöld útveguðu þeim, að hassið og farangurinn sem það var í, væri í eigu ókunns fransmanns, er hefði verið þeim samferða á ferjunni frá Alsír og hefði ætlað að verða þeim samferða áfram landleiðina til Parísar. Hann hafi þau hins vegar ekki séð eftir að ferjan kom að landi. Hefur ekkert til hans spurzt siðan, að sögn Helga Gísla- sonar, en hann taldi staðfest að farangurinn, sem hassið fannst í, hefði ekki verið hluti af eigin farangri íslendinganna. Dagblaðið sneri sér til Péturs Eggerz, sendiherra við utan- ríkisráðuneytið, og sagði hann að um aðgerðir af hálfu íslenzkra stjórnvalda yrði ekkert hægt að segja fyrr en málið hefði verið tekið fyrir ytra. DV LÍTIL ÚTGÁFA AF JÁRNBRAUTARSTÖÐ smáverzlanir og aðstaða til listsýninga í biðskýli á Hlemmi Þeir sem leið hafa átt um Hlemmtorg síðustu daga hafa án efa rekið augun í mikið mannvirki úr tré sem þar er byrjað að rísa. Þarna er á ferðinni bráðabirgðaskýli fyrir farþega Strætisvagna Reykjavíkur. Það kemur til með að vera eins og verndar- hringur utan um sjálfan Hlemminn og innan hans verða reist endanleg mánnvirki. Að sögn forstjóra tæknideildar SVR verður byrjað á því að rífa öll gömlu mannvirkin . á Hlemmi en síðan verði reist á honum það sem hann kallaði lítil útgáfa af járnbrautarstöð. Þar verða á ferðinni smá- verzlanir og ýmis fyrirtæki og jafnvel aðstaða til listsýninga. Víða erlendis tíðkast slík starf- semi á járnbrautarstöðvunum, en þó oftast í stærri stíl. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir var á síðasta vetri áætlaður um það bil 50 milljónir. Á þessu ári mun borgin leggja um það bil 17 milljónir í þær. Afganginn hyggjast menn svo taka að láni og fá sem fyrirframgreidda húsaleigu. -DS. DB-mynd Hörður. Lengstur sólargangur í dag í dag er lengstur sólargangur á Islandi. I Reykjavík kom sólin upp kl. 02:54 í morgun og sezt ekki aftur fyrr en fjórar mín. yfir miðnætti. Hádegi er kl. 13.29. Þessar tölur eru miðaðar við láréttan sjóndeildarhring,' skv. uppiýsingum Páls Bergþórssonar, veðurfræðings, í morgun. Vegna Esjunnar var klukkan orðin nærri fjögur í morgun þegar sólar fór að gæta í höfuðborginni. í Grímsey, nyrztu byggð landsins, skín sólin nú allan sólar- hringinn. I ár er það svo þar nyrðra frá 11. júní til 2. júlí. ÓV Keiluspil sett upp I notaóaraf Keflavil Kópavogi í haust fyrst til Eiiglands ,,Já við erum að kaupa notaðar ,,bowling"-brautir af Keflavíkurflugvelli til að setja upp í Reykjavík eða nágrenni," sagði Birgir Þórisson (Jóns- sonar bílainnflytjanda) í viðtali við DB, en hann og Jón Hjalta- son (Oðal) hyggjast setja á stofn keiluspilssal i Kópavogi í haust. Eru brautirnar keyptar af fyrirtækinu AMF í Bretlandi sem sér Vellinum fyrir keilu- spilsbrautum. Er Kaninn nú að endurnýja sínar brautir og losar sig við þær gömlu. Tekur AMF við notuðu hrautunum og selur þær siðan íslendingun- um. Slik verzlun með eignir Varnarliðsins er óvenjuleg, ef ekki einsdæmi. Mlar vörur af Keflavíkur- flugvelli, sem flytjast eiga inn í landið, þurfa að fara gegnum Sölu varnarliðseigna, til að tryggja að fyrir vöruna fáist a.m.k. svipuð upphæð til ríkisins og kæmi inn í tollum og aðflutningsgjöldum ef flutt er inn beint frá útlöndum. Ætlunin er að „bowling"- brautirnar verði fyrst fluttar út til Bretlands og þaðan sendi fyrirtækið AMF brautirnar síðan aftur til Islands. Munu brautirnar þá flytjast inn i landið sent hver annar inn- flutningur og er tollur á braut- um sem slikum 90% af kaup- verði. Brautir þessar eru tals- vert ódýrari notaðar heldur en nýjar. BH fijálst, úháð rlaghlað ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNÍ 1977. Rangæingar vildu allir þurrka dansmeynni Komst loks undan ífylgd lögreglunnar Önnur nektardansmærin, sem stödd er hérlendis nú og sýnir nekt sína víða um land, komst i hann krappan austur á Hellu á laugardags- kvöldið. Er áliðið var kvölds kom hún á dansleik þar í atvinnuskyni og hóf að afklæða sig og baða sig, sem hún mun þó hafa verið búin að gera nokkrum sinnum um kvöldið. Sökum þess hve áliðið var kvölds voru austanmenn orðnir vel hýrir og þegar daman steig upp úr baðkar- inu og ætlaðist til að ein- hverjir áhorfenda þurrkuðu sér, vildu fleiri koma henni til hjálpar en góðu hófi gegndi. Er hún sá að hverju stefndi greip hún til þess ráðs að kalla á hjálp lögregl- unnar, sem brá við skjótt og bjargaði henni svo til nak- inni úr höndum hjálpfúsra Rangæinga. G.S. Innbrots- þjdfur í Austur- stræti Brotizt var inn ií' skrif- stofu Hressingarskálans í Austurstræti 20 í nótt. Þjóf- urinn virðist hafa komizt inn í skrifstofuna án þess að brjóta upp hurðir eða glugga og rótað síðan mikið i skjöl- um og skúffum i peninga- leit. Var leit hans árangurs- laus að því er eigandi Hress- ingarskálans sagði lögregl- unni og engra peninga var saknað. Einnig hefur þjófurinn sennilega brotizt inn í skrif- stofu H.A. Tuliníus á sömu hæð í Austurstræti 20, en ekki var enn vitað hvort hann hefði náð að komast yfir einhverja fjármuni þar. BH Vestmannaeyjar: Maðurinn sem lézt Ranghermt var i fréttum að ungi ntaðurinn sem féll fram af Ofanleitishamri á Heimaey s.l. laugardags- kvöld væri ókvæntur. Hann var tvíkvæntur og átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi og þrjú börn i núverandi hjónabandi. Maðurinn hét Oddur Guðlaugsson, 32ja ára og a-ttaður frá Lvngfelli. BH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.