Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 4
4 DA(JBLAÐIi). ÞKIÐJUDAGUH 21. jUNl 1977 Bezta skyr á landinu — Spjallað viðskyrgerðarmann Mjólkursamlagsins íBorgarnesi í Mjólkursamlaginu í Borgar- nesi er sagt að búið sé til bezta skyr á landinu og á leið okkar um Borgarnes ákváðum við því að hafa tal af skyrgerðarmanni þeirra Borgnesinga, Geir Jóns- syni, og forvitnast um skyrgerðina. Geir hefur sinnt skyrgerðinni samfleytt frá 1941 og við spurðum hann hvort það væri rétt að hann byggi til bezta skyr á landinu. „Það held ég að sé eitthvert kjaft- æði,“ svaraði Geir, enda maður lítillátur. „Ef ég hef einhver leyndarmál við skyrgerðina þá' læt ég þau ekki uppi,“ sagði hann og glotti við okkur. „Ég bý til u.þ.b. 1 tonn af skyri á dag og fer mestur hluti þess til Reykjavíkur. Einnig fer mikið af skyri til Borgarness, Akraness og Snæfellsness og í hvert veiðihús hér á svæðinu. Skyrgerðina lærði ég mest af sjálfum mér og er mest einn við þetta. Að vísu fæ ég aðstoð tveggja manna frá klukkan 7 til 8.30 á morgnana. Ég skal nú ekki segja hvort ég kann vel við mig innan um skyrið, ég er orðinn svo gamall, nær sjötíu og fimm ára. En ég kann því illa að vera iðjulaus. Að vísu ætlaði ég að vera löngu hættur en það hefur æxlazt þannig að þeir DB-myndir Hörður. Geir býður blaðamanni DB að smakka skyrið gðða. Geir Jðnsson skyrgerðarmaður. hafa alltaf beðið mig um að koma aftur. Ekki veit ég hvort það er af hreinni hjartagæzku. Það kemur aldrei neitt skemmtilegt fyrir í skyrinu. Ef eitthvað gerist er það leiðinlegt, skyrið eyðileggst eða eitthvað. Ég veit ekki hvort maður endist vel innan um skyrið. Það er nú ekki til að gera mann sérstaklega langlífan aðvera alltaf inni. En ég held að sú kynslóð sem nú er að hverfa hafi verið sterkari en sú sem er að alast upp núna. Veikburða börn dóu í gamla daga og kjarninn komst upp. Þetta voru að vísu harkalegar kyn- bætur, en svona var það samt. Skólamenn fá ekki sterkan líkama að mínum dómi, en það má vera að þetta sé allt rangt hjá mér, — hver veit,“ sagði Geir Jónsson skyrgerðarmaður. -JH, Á landamærum lifs og dauða, gæti þessi myndasería heitið, en hún var tekin í Hveragerði í síðustu viku. Á fyrstu myndinni koma tveir hundar trítlandi eftir veginum að Varmá og enn i landi ölfushrepps, þar sem ekkert hundabann er. Óhindraðir hiaupa þeir svo út á brúna, sem tengir Ölfushrepp og Hveragerðishrepp, og ramba nú á barmi iaganna. Og loks heldur ferðin áfram inn í Hveragerði og þeir Skuggasveinn og Ketill skrækur, eins og þeir geta allt eins heitið, eru orðnir lögbrjótar og réttdræpir. DB-myndir G.S. Ensk kven- stígvél úr leðrí Stærðir: 37-41 Litur: Drapp Verð kr. 8500.- Póstsendum SKOBUÐIN SNORRABRAUT38 Sími 14190 Hveragerði: Hundarnir pissa á hundabannið Þrátt fyrir að lausir hundar séu lögbrjótar og réttdræpir f Hvera- gerði var fáar aðrar lifverur að sjá þar á götum úti er blaða- maður DB átti leið um í þoku og rigningu í síðustu viku. Er blaðið leitaði upplýsinga hjá Sigurði Pálssyni sveitarstjóra um þessi mál kom fram að i Hvera- gerði má fólk halda hunda ef það gætir þess að þeir gangi ekki lausir, séu einnig merktir og tryggðir. Gjald fyrir hundaleyfi í Hveragerði er tíu þúsund á ári og auk þess þurfa eigendur að greiða árlega hreinsun þeirra. Að sögn Sigurðar hefur orðið misbrestur á að fólk taki þetta alvarlega, þótt um 20 leyfi hafi verið gefin út. Þá slæðast einnig — hundaeftirlitsmaður ráðinn tilaðtaka ftaumana lausir hundar úr aðliggjandi sveitum inn í þorpið, t.d. á eftir skólabörnum úr sveitunum og fólki þaðan í verzlunarerindum. Nýlega var ráðinn hundaeftir- litsmaður fyrir Hveragerði og er hann að taka til starfa um þessar mundir. Stendur þá til að herða allt eftirlit og koma reglu á þessi mál. G.S. 1354 kvartanir um rottu- og músagang í og við Reykjavík Hreinsunardeild lógaði 820 dúfum, 656 köttum og um 1600 veiðibjöllum Fjórir menn með bíla unnu að rottueyðingu í Reykjavík allt árið 1976. Tvær skólastúlkur komu til liðs við þá fjóra mánuði yfir sumarið. Rottueyðing náði nú einnig til Seltjarnarness og var eitrað kerfisbundið i holræsi borgarinnar og voiu sum hverfi yfirfarin tvisvar. Til reynslu voru framleiddir 1000 staukar af rottu- eitri, steyptir í paraffínfeiti. Hefur þetta reynzt vel og verður gert meira framvegis, að því er segir í skýrslu frá gatnamála- stjóra. Alls bárust 1354 kvartanir uni rottu- og músagang í Reykjr. , ik og á Seltjarnarnesi. Slíkar kvartanir voru 1854 árið áður. A árinu 1976 voru farnar 22000 ferðir til eftir- lits og skoðunar vegna rottugangs en slíkar ferðir voru 19800 til eftirlits og skoðunar 1975. Skýrslan hermir að rottum og músum hafi verið útrýmt á 4560 stöðum á árinu 1976 og 67 skip skoðuð. Hliðstæðar tölur frá fyrra ári voru 4950 hús og 58 skip skoðuð. Alls var dreift 294 þúsund eilurskömiiinim. þar af 18000 á sorphaugunuin i Gufunesi. 83 biluð holræsi fundust sem hús- eigendurnir löguðu á sinn kostnað. 345 staðir fundust þar sem rottur voru og 260 staðir þar sem mús var. 287 rökstuddar kvartanir unt óþægindi af dúfum og köttum bárust og skoðaðir voru 2900 staðir vegna þessara kvartana. Lógað var 820 dúfum. 590 villiköttum og 66 heimilisköttum. Skotnar voru um 1600 veiðibjöllur á sorphaugunum. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.