Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 11
IMC.BLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAC'.UH 21. JUNÍ 1977. <>}i áhrif innan hins pólitíska samtryggingakerfis, sem í raun stjórnar þjóðarskútunni. For- ysta ASÍ er uppbyggð eftir sama lögmáli og afl þeirra sam- taka er sterkur aðili i stjórn- unarmálum. Fólkið og öll þjóðin þekkir orðið þessa hlið stjórnunarmála. Það er orðið æði langt síðan þetta varð ljóst. Ríkisstjórnir koma og fara — og allt situr við það sama. Að- gerðir og úrræði þau sömu, hvernig sem stjórnmálaflokk- arnir kýta og skammast frammi f.vrir alþjóð en sannast sagna eru þetta að stærstum hluta látalæti, — allt i þykjustunni. Völdum og aðstöðu er skipt í réttum hlutföllum eftir vissri prósentu í almennum kosning- um og í sjálfum stjórnmála- flokkunum. Lýðræðið er afl, ekki hugsjón, — peningalýð- ræði hefur tekið við og það stjórnar. Samningafundir oða lótalœti Ég hef áður í kjallaragrein- um mínum rætt um þær samn- ingaviðræður sem fram fóru á Loftleiðahóteli milli Alþýðu- sambands Islands og Vinnu- veitendasambands íslands, — röska tvo mánuði. Ég get vart varizt þeirri hugsun að alvara og heilindi sitji ekki í fyrirrúmi — þegar horft er til þess hvað tíminn er orðinn langur siðan samningar hófust, — tíminn og allur sá skari fólks sem við borð þar hafa setið. Hvað kostar allt þetta þjóðarbúið og hver borgar þann brúsa? Já, sú þjóð sem þetta leyfir sér er varla efnahagslega illa sett, — hvað finnst ykkur sem hér ráðið og stjórnið — getur þjóðarbúið þetta? Ég og við spyrjum. Það hefði, hér áður fyrr, talizt til stórtíðinda, á fyrri tímum verkalýðshreyfingarinnar, ef kjarasamningar einstakra verkalýðsfélaga hefðu staðið svo mánuðum skipti — en nú er allt hægt. Þjóðin sjálf þolir eitt og annað. Kannski er velmegun — allir ríkir — gott er það. En hitt er rétt og verður að muna að þá voru samningagerðir ekki orðnar eins flóknar og nú virðist vera. Þeir voru þá ekki orðnir að sérfræðingasamning- um, sem svo enginn skilur, eins og nú og þá voru ekki eins margar tröppur í launastigan- um sem nú — en þá vissi þó fólkið um hvað það var að semja, það vissi hver hlutur þess var — buddan var þess mælistika — en nú, vísitala og rauð strik. nýlegri könnun í sama bæ kom fram, að % hlutar ellilífeyris- þega höfðu litlar eða engar tekjur umfram ellilífeyri ásamt tekjutryggingu. Það sparifé, sem þetta fólk hefur eignast er auðvitað að engu orðið í verð- bólgunni. Þær krónur, sem kostað hafa vikustrit fyrir ára- tug eða tveimur, nægja nú með vöxtum og vaxtavöxtum fyrir aðeins einni eða fáeinum máltíðum. Lífeyrissjóðakerfið kemur heldur ekki öldruðum nema að mjög óverulegu gagni. Verðbólgan eyðileggur það eins og spariféð. Lífeyrissjóðakerfið er greinilega ekki fyrir hina öldruðu, heldur hina ungu, sem vilja fá lánin úr því. Lífeyrismál aldraðra eru þjóðinni til vansæmdar og íbúðamál margra þeirra eru f verra ástandi en flestir gera sér ljóst. Úrbætur á þessum sviðum þola því enga bið. En það er greinilega fleira, sem lika þarf að hyggja vel að: Verkefni við hæfi hinna öldruðu, félags- skapur, möguleiki til ferða og tilbreytingar. 1 áðurnefndri könnun kom i Ijós, að skorturinn á verkefnum eða vinnu við hæfi var mörgum iildruðum raun. Daginn fyrir sjötugt höfðu menn talist hæfir til allra verka, jafnvel hinna vandasömustu. Daginn eftir þetta merkisafmæli teljast menn til einskis nýtir, og þá er hvergi neina vinnu að fá. Þá þarf þjóðfélagið ekki lengur á Kjallarinn Garðar Viborg Mér segir þó svo hugur að stw- hluti þess fólks sem setið hefur við samningaborðið á Loftleiðahöteli skilji að stórum hluta ekki þá samninga sem þar hafa verið ræddir og gerðir. Forseti ASÍ hefur haft við orð: ,,Við getum vart rætt um þessa eða hina hliðina. Okkar sér- fræðingar eru ekki búnir að gera sína útreikninga. Við bíðum þess.“ Þannig eru mál verka- og launafólks í dag. Það sem gildir og ræður eru út- réikningar sérfræðinga og tölv- ur sem gefa línurnar og ráða því sem koma skal og ráða kjör- um einstaklinga og þjóðar. En þá má hugleiða — til hvers allt þetta fólk, allur þessi herskari sem hefur beðið og látið sér leiðast á Loftleiðahóteli dag eftir dag? Kerfið, — stjórn- málaflokkarnir í landinu — eru með sína akitora þar og skipa til sætis þeim „brúðum" sem þeir treysta bezt til að gæta hags- ntuna sinna og gæta réttar hvers flokks í réttum og lögleg- um hlutföllum. Þeir ráða sínum málum í hliðarherbergjum, og þau eru mörg á Loftleiðahóteli. Allir hinir sem nauðsynlegir eru til meiri breiddar í anda lýðræðis, — þess lýðræðis sem stafur og andi stjórnarskrár lands vors mælir á um. Þeir sitja fundina í stóra salnum, — i;n hinir hverfa á braut að mestu — eða sitja og aðeins hlusta af einlægum áhuga fyrir velferð fólksins. En allt það sem hér hefur verið dregið fram og skilgreint, frá þeim löngu fundarsetum á Loftleiða- hóteli og öðrum þeim stöðum sem fundir hafa verið haldnir við samningagerðina, má rekja til þess að kerfisflokkunum hefur tekizt að gera Alþýðu- samhand Islands að, — eða öllu heldur tekizt að þynna ASl út í fjöldasamtök — samtiik sem rúmuðu allar starfsstéttir þjóð- félagsins, hversu ólíkar sem þær eru, — hagsmunir þeirra i öllu andstæðir, — allt sett undir eina sæng — samtrygg- ingin er söm og jöfn utan sem innan Alþingis. Kjarasamningar og forysta ASÍ Hér áður fyrr, þegar ASÍ var forystuaflið fyrir verkafólkið í landinu, var baráttan einlæg og samstæð, — án beinna áhrifa frá stjónunálaflokkunum eins og nú er orðið. Þá sömdu félögin sjálf, hvert í sínu byggðarlagi með tilstyrk heildarsamtak- anna þegar þess þurfti, — en nú eru þessar stéttir, þ.e. verka- og launafólk þær sem seinast er samið fyrir í kjarasamningum þegar forysta ASÍ ræður ferð- inni. Verka- og launafólk, sem eru fjölmennstu starfsstéttir innan heildarsamtakanna, eru nú notaðar sem dráttarafl fyrir kröfuvagn annarra starfsstétta og þrýstihópa, sem i raun eiga enga samleið með verkafólki eða öðru launafólki. Forystan styður fyrst þrýstihópana. Hér er rétt að minna á að fyrsti sáttafundurinn sem haldinn var með sáttasemjara var 31. marz — en þá lýstu aðilar Vinnuveitendasambandsins því yfir að aðalkaupkröfur ASl yrðu ekki ræddar fyrr en sér- kröfur einstakra starfshópa lægju fyrir og væru að fullu frágengnar, en þó breyttist sú afstaða að nokkru af hendi VSÍ. Krafa VSl var í raun ekki óeðlileg ef horft er til kjara- samninganna frá 1974, þegar fag- og þrýstihópar sömdu á eftir heildarsamningum ASÍ og náðu þá mun betri árangri en verka- og launafólk. En full- ljóst ér að krafa VSl er bein afleiðing þeirra, ég vil segja svikasamninga sem forysta ASÍ gerði þá, sem frægt er orðið. En 14. júní er fyrst í alvöru farið að ræða þær kröfur sem verkafólk gerði á þingi ASÍ á síðastliðnu hausti. 1 , alvöru talað — hvernig má það vera að þessar aðalkröfur verka- og launafólks hafa svo lengi staðið umræðulaust innan alls þess hóps sem daglega, sumt langt að komið, hefur dvalizt í sölum Loftleiðahótelsins aðgerða- laust og það í hart nær tvo mánuði. Það má segja að þolin- mæði þessa fólks sé aðdáunar- verð — er ekki svo? Yfirvinnu- bönn og verkföll hafa til þess iíma verið notuð vissum stétt- um og starfshópum til fram- dráttar og kjörnir fulltrúar látið það svo til átölulaust, eða svo er að sjá á yfirhorðinu, — hvað sem undir býr. Vinnu- stöðvanir koma hart niður á öllu launafólki, það ættu að minnsta kosti þeir að vita sem sitja við samningaborðið úr hópum láglaunafólksins. Flestir þeir sem fylgzt hafa með samningum undrast þann seinagang og ábyrgðarleysi sem einkennt hefur störf þeirra aðila sem á Loftleðahóteli hafa setið og stjórnað hafa viðræð- um í undirbúningi nýrra kjara- samninga. Ljóst er þó og talar sínu máli, að þegar fréttist hér syðra að Alþýðusamband Vest- fjarða væri þegar búið að semja um sín kjaramál var eins og stlfla brysti og þá hófust strax linnulausir fundir hér syðra og þá um þau mál sem til þess tima höfðu ekki fengizt rædd, — að sögn forystumanna ASl. Þá fyrst þótti ljóst að hætta væri á ferðum, sér í lagi ef fleiri aðildarfélög fylgdu á eftir með gerð sérsamninga utan við stjórn ASl. Þá var engin fyrir- staða til samninga um kaup og kjör verka- og launafólks — þá næsta dag var að mestu búið að ná nýjum kjarasamningum þessu fólki til handa. Hér er fullljóst að samningar þeir sem tókust fyrir vestan höfðu stórtæk áhrif á samn- ingamálin hér syðra og réðu stóru um framvindu mála hér syðra eða á Loftleiðahóteli,— eins og komið hefur í ljós. Þjóð- viljinn, sem út kom næsta dag eða þann 14. júní, gladdist lítt yfir því samkomulagi sem var að takast þar vestra, eins og meðfylgjandi forsíðufrétt ber með sér. Hún var ekki feitletr- uð eða mikið úr henni gert, nánast falin í smá ramma. Sérviðræður á ísafirði 1 útvarpsfréttum I g*r- kvöld var frá þvt greint aö sérstökum kjarasamningum væri um þaö bil aö ljtlka fynr Vestfiröi. Þjóöviljanum er kunnugt um aö á lsafiröi bafa átt sér staö siöustu daga sérstakar viöræöur milli atvinnurekenda og fulltrúa verkalýösfélaga á Vest- fjöröum, og i sjónvarps- fréttum 1 gærkvöldi var haft eftir Pétri Sigurössyni, for- manni Alþýöusambands Vestfjaröa aö sérstakir samningar fyrir Vestfiröi yröu væntanlega undir- ritaöir i dag. Kjallarinn Kjartan Jöhannsson þeim að halda og telur sig greinilega ekki hafa sérlega miklum skyldum að gegna gagnvart þeim. Með því að taka frá mönnum alla vinnu svo skyridilega og fiona þeim engin verkefni, er grundvellinum kippt undan lífi og lífsinnihaldi margra. Þess eru dæmi, að þá fyrst fari menn virkilega að eldast, heilsunni að hraka og menn eiginlega veslist þá upp á skömmum tíma. Hjá grannþjóðum okkar á Norðurlöndum sá ég fyrir nokkrum árum vinnu- og föndurstofur, sem settar höfðu verið á fót með þarfir aldraðra í huga. Þær voru opnar obbann úr deginum og menn gátu gengið þar út og inn eins og þá lysti. Sumir dvöldust lengi, en aðrir skemur. Þarna voru hefil- bekkir og trésmíðaáhöld, vef- stólar og ýmis önnur áhöld til frjálsra afnota. Greinilegt var að margir notfærðu sér þessa aðstöðu og þarna mátti sjá margan fallegan grip. Vinnu- stofur af þessu tagi geta veitt mörgum hagnýt verkefni við þeirra hæfi. Þar geta menn fundið verk að vinna, þegar vinnumarkaðurinn telur sig ekki lengur hafa not fyrir þá. A þessu sviði er áreiðanlega átaks þörf hér á landi. Það kæmi mér meira að segja ekki á óvart þótt það myndi bæta heilsufarið hjá mörgum öldruðum, að eiga aðgang að svona vinnustofu og þannig yrði jafnvel létt á þeirri heilbrigðisþjónustu, sem nú er svo mjög til umræðu að æði dýr sé orðin í rekstri. — Hitt er svo annað mál, að breytilegur eftir- launaaldur og stigminnkandi vinnutími með aldrinum er vafalaust betra kerf' f.vrir manninn, heldur en það kerfi, sem nú tíðkast með fullri vinnu til ákveðins dags, en síðan engri. Verndaðir vinnustaðir með léttri vinnu og stuttum vinnudegi eru áreiðanlega lika ákjösanlegir, þótt viðurkennt skuli, að erfitt kunni að vera að finna þann atvinnurekstur, sem þá hentaði. En það væri verðugt verkefni fyrir ábyrga atvinnurekendur og félags- málahreyfingar að leita uppi slikan atvinnurekstur og koma á fót vinnustöðum af þessu tagi. Einsemd og fjötrar eru líka stundum lífseinkenni hjá öldr- uðu fólki. Ekki er bílaeign fyrir að fara nema í undantekningar- tilvikum. Aldraðir eru því upp á aðra komnir um ferðalög, lengri eða skemmri. Kunn- ingjahópurinn fer smækkandi ár frá ári, því að jafnaldrar og félagar falla frá. Það er vafsturssamt í þessu flókna og stressaða þjóðfélagi að koma sér af stað þó ekki sé nema í smáferðalag. Peningaráðin leyfa það kannski tæpast heldur. Fáum þjóðfélagshópum er þó félagsskapur og tilbreyt- ing meira virði en öldruðum. Vinnan styttir ekki stundirnar, vinnustaðurinn er ekki lengur vettvangur umræðna, um- gengni og félagsskapar. CVlof húsmæðra þótti á sín- um tíma merk nýjung og ótaldar munu þær húsmæður, sem þess hafa notið. Um viku- tima eða eitthvað lengur er dvalist á fögrum stað á hóteli eða i heimavist skóla fjarri hversdagsleikanum. Allir aldraðir ættu að eiga kost á sams konar orlofi. Þetta er ágæt tilbreyting og hvild frá hinu vanahundna, sem fáir aldraðir veita sér að öðruin í sama blaði mátti lesa í leiðara eftirfarandi ummæli: „Vikum saman töfðu atvinnu- rekendur kjaradeiluna með því að kjósa fremur að ræða um sérkröfur en um aðalmál samn- inganna, vísitölutryggingu og kauphækkunina sjálfa. Vikum saman lögðu þeir sig fram um að tína til alls konar smærri atriði áður en kæmi að kjarna málsins. Loks kom að vísitöl- unni og nú hefur samkomulag náðst um fyrirkomulag verð- tryggingar launanna, sem er á margan hátt betri en sú sem áður hefur verið tíðkuð, einkum að þvi leyti að launa- menn verða ekki eins ber- skjaldaðir fyrir verðhækkun- um, strax eftir að verðbætur hafa verið greiddar, og áður hefur verið.“ Mig minnir þó að álfka fullyrðingar hafi áður hcyrzt þegar forystumenn ASl hafa verið að lýsa afrekum sín- um eftir gerð kjarasamninjga og sum blöð hafa heldur ekki legið á liði sínu um lofsöng til „trygg- ingar stöðugleika kaupmáttar launafólks". Þegar kjarasamningar voru gerðir 1976 mátti lesa í blöðum ummæli formanns Dagsbrúnar um þá samninga. „Þetta eru viðnámssamningar, þegar á heildina er litið. Hins vegar eiga þessir samningar, að svo miklu leyti sem nokkrir samn- ingar geta það, að tryggja kaup- mátt sem samsvarar meðal- kaupmætti á siðastliðnu ári.“ Forseti ASl sagði eftir gerð sömu samninga, þ.e. 1976: „Einn af ljósu punktunum í samkomulaginu er að það á að tryggja að kjörin haldi ekki áfram að versna. Það er mikill ávinningur að fá rauðu strikin eða kaupmáttarleiðréttinguna, sem þýðir að vísitalan er nú komin aftur að þýðingarmiklu leyti inn í myndina.“ Það er eftirtektarvert að við hverja gerð nýrra kjarasamn- inga finnast alltaf nýjar leiðir eða uppgötvast haldgóð ráð til tryggingar kaupmáttar launa- fólks. En því miður — ráðin hafa oftast brugðizt einhverra hluta vegna, að minnsta kosti hefur budda fólksins mælt þann veg, hjá launafólki, — en það er ekki einhlítt. Vonandi er umsögn og góðvilji leiðarahöf- undar Þjóðviljans nú ný og haldgóð frambúðarlausn — örugg og pottþétt, — það skulum við öll vona. En ljóst er þó að í framtíðinni verðum við að finna aðrar haldbetri og fljótvirkari leiðir í gerð kjara- samninga, leiðir sem valda sem minnstri röskun í rekstri þjóðarbúsins. Garðar Viborg fulltrúi. kosti. Nú er reyndar hafin svo- lítil tilraunastarfsemi af þessu tagi. A sl. sumri átti ég þess kost að fylgjast með svona sumarorlofi, sem Styrktarfélag aldraðra í Hafnarfirði gekkst fyrir, og var þá dvalizt í Bifröst í Borgarfirði í vikutíma. Þetta var mjög ánægjuleg dvöl og þátttakendurnir nutu hennar greinilega mjög. Nokkur þeirra hjóna, sem þarna dvöldust, sögðu mér, að þau hefðu aldrei búið svona saman á hóteli áður og þau voru mjög hamingjusöm með dvölina. Mér finnst að or- lof eins og þessi fyrir aldraða ættu að verða almenn og lög- gjafinn ætti að ihuga að styrkja þau ekkert síður en orlof hús- mæðra var st.vrkt með almanna- fé. Þótt lífeyrismál og ibúðamál aldraðra séu brýn úrlausnar- efni, er líka mikilvægt að hugað sé að öðrum atriðum, sem veita lífsfyllingu, svo sem verkefn- um við hæfi og skipulegu sumarorlofi. Þetta eru verðug verkefni f.vrir atvinnurek- endur, félagsmálahreyfingar og áhugamannafélög ekkert síður en sveitarfélög og riki. Hinir öldruðu hafa hörðum hönduin byggt upp það þjóðfélag, sem við nú lifum i. Skuld okkar við þá er svo rík, að allir lettu að leggja sainan til þess að greiða hana. Kjartan Jóhannsson verkfra«ðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.