Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDASUB 22.JUN1 1977. 5 Fasteignasalar spá allt að 50% hækkun fasteignaverðs — í kjölfar kjarasamninganna og til hausts Fasteignasalar á höfuð- borgarsvæðinu reikna með að verð á fasteignum hækki mikið í sumar og fram eftir hausti. Sumir telja að hækkunin geti orðið allt að 50%. Frá ára- mótum hefur nær engin hækk-, on orðið á fasteignaverði og :ítil hreyfing verið á fasteigna- markaðinum. DB ræddi i gær við nokkra fasteignasala um horfur á fast- eignamarkaðnum og bar þeim saman um að þar væri nú lítil hreyfing og hefði verið um nokkurra mánaða skeið. Einn þeirra, Ragnar Tómasson hrl., tók svo djúpt í árinni að segja að nánast engin hreyfing hefði orðið í heilt ár. „Vissulega hafa komið örstuttir fjörlegir kaflar," sagði Ragnar, ,,en þeir hafa ekki haft áhrif á heildina. Við töldum að hækkanir yrðu nokkrar sl. haust en af þvf varð ekki. Þá reiknuðum við með að þær kæmu á annatímanum, sem venjulegast hefur verið á tímabilinu frá janúar til maí, en á þeim hækkunum hefur heldur ekkert bólað. Það má því segja að allar fasteignir séu á gamla verðinu og því hægt að gera góð kaup núna.“ Ragnar Tómasson sagði það mat sitt og sinna starfsmanna að skýringarinnar væri að leita i þeirri staðreynd að þegar fé skorti til heimilishalds legði fólk ekki í fasteignakaup. „Það er ekki aðeins í fasteignavið- skiptum að lítil hreyfing er,“ sagði hann, „allt viðskiptalíf landsins er í doða. Allt tal um fjörug viðskipti er annaðhvort skakkt mat á einhverjum augnablikum eða hrein lygi.“ Fasteignasölunum, sem DB ræddi við, bar einnig saman um að með gerð nýrra kjarasamn- inga og verulegra launabóta mætti búast við umtalsverðum hækkunum á fasteignaverði. Færu þær hækkanir væntan- lega stígandi til haustsins er þær næðu hámarki. Einn fasteignasalanna sagði að sl. ár hefði hækkun á verði fasteigna orðið hin minnsta sem um gæti á milli ára. Hann kvaðst aftur á móti ætla að til hausts gæti hækkunin orðið- jafnmikll og var frá því um haustið 1973 til vors 1974, eða 40—50%. Annar taldi það of mikla hækkun og sagðist ekki sjá ástæðu til að ætla að hækk- unin yrði meiri en 15—20% með haustinu. -ÓV V horlákshöfn: Fyrsta sorpbrennslu þróin sunnanlands — sorpinu hefur verid ekið til Reykjavíkur í mörg ár Nú er i byggingu sorpbrennslu- þró í Þorlákshöfn og kemst hún væntanlega í gagnið nú í haust. Þró þessi er byggð í grjótnáminu, þaðan sem grjót var tekið í hafnarframkvæmdirnar undan- farin ár. Er þróin þannig staðsett í grjótnáminu að lágmarks upp- fyllingu þarf að henni ofanverðri og neðanverðri. Að sögn Þorsteins Garðars- sonar sveitarstjóra er áætlaður kostnaður við þróna um fjórar milljónir og er stærð hennar miðuð við verulega þenslu þorpsins og aukið sorp í kjölfar þess. Þróin er mjög einföld, rusli verður steypt ofan í hana og siðan kveikt í, líkt og fólk brennir stundum rusli í ruslatunnum. Síðan er gjallinu mokað út úr henni neðanverðri og komið fyrir annars staðar í grjótnáminu. Að sögn Þorsteins hefur þessi aðferð gefið góða raun i Borgarnesi. Sorpi frá Þorlákshöfn tíefur verið ékið á sorphauga Re.vkja- vikurborgar síðan 1972. - G.S. Þorsteinn Garðarsson sveitar- stjóri við uppsláttinn að hinni nýju sorpbrennsluþró. DB-mynd G.S. Legudagar a Landakotsspítala: Fækkar stórlega frá ári tilárs Legudagar sjukhnga á Landa- kotsspítala urðu á sl. ári samtals 64.495 og var tala sjúklinga á spít- alanum 4.530. Meðallegutimi hvers sjúklings var því 14,2 dagar. Hefur meðallegutimi sjúkl- inga stytzt verulega á sl. tíu árum. Árið 1966 voru sjúklingar í Landakotsspítala 2.853 með 62.984 legudaga, meðallegutími var þá 22,1 dagur. Frá þessu segir í nýútkominni ársskýrslu Landa- kotsspítala fyrir árið 1976. 1 Landakotsspítala eru 175 sjúkrarúm sem skiptast á milli handlæknisdeildar, lyflæknis- deildar, augndeildar og barna- deildar. Langflestir sjúklingar lágu á handlæknisdeildinni eða 1795. A lyfjadeild lágu 1404 sjúklingar, 389 á augndeildinni og 1085 á barnadeild. A árinu dóu 102 sjuklingar. Af þeim voru 60 krufnir. Landakots- spítalinn er eini spítalinn í höfuð- borginni sem hefur aðstöðu fyrir krufningu innan sinna húsa- kynna. Læknar Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði hafa gert krufningar í spitalanum siðan 1972. Læknar spítalans eru 23 og 10 aðstoðarlæknar en samtals er starfsfólk spítalans 396. - A.Bj. 12 sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar A þjóðhátíðardaginn 17. júni sæmdi forseti íslands tólf ís- lendinga heiðursmerkjum hinnar islenzku fálkaorðu. Þeir er sæmdina hlutu eru þessir: Agúst Þorvaldsson bóndi, fv. alþm., Brúnastöðum. Riddara- kross fyrir félagsmálastörf. Arntíeiður Jónsdóttir, fv. námsstjóri. Riddarakross fyrir störf að heimilisiðnaðar- og félagsmálum. Einar Guðfinnsson útgerðar- inaður, Bolungarvík. Stjarna stórriddara fyrir störf að sjávarúl vegsináluin. Dr. mea. FnoriK Etnarsson yfirlæknir. Stórriddarakross fyrir störf á sviði heilbrigðis- mála. Guðmundur Löwe, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabanda- lagsins. Riddarakross fyrir störf að félags-og liknarmálum. Halldóra Eggertsdóttir náms- sljóri. Riddarakross fyrir störf að fræðslumálum. Jón Arnason alþm. Akra- nesi. Riddarakross fyrir stiirf á sviði félagsmála og sjávarút- vegsmála. Jón Krist jánsson. I'orm. Fegrunarfélags Akureyrar. Riddarakross fyrir félagsmála- og ræktúnarstörf. Páll Gíslason, yfirlæknir og skátahöfðingi. Riddarakross fyrir heknis- og félagsmála- störf. Trausti Einarsson prófessor. Stórriddarakross fyrir visinda- og kennslustörf. Sigurður 11. Egilsson fram- kvæmdastjóri. Riddarakross lyrir stiirf að sjávarútvegsmál- um. Svavar Guðnason listmálari. Riddarakross l'vrir myndlistar- sliirf. Húsbyggjendur— Byggingamenn Kalkið er komið aftur FÍNPÚSSNING SF. Dugguvogi 6 — sími 32500 Iðnaðarhúsnæði Iðnaðarhúsnœði óskast til leigu íHafnarfirðieða Garðabce. Stœrðfrá 150fermetrum. Uppl. ísíma 52144frákl. 10-12 og 14-16.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.