Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 13
12
DAdBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUIR 22. JUNÍ 197
DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACiUR 22. JUNÍ 1977.
Ingunn sigraði í tveimur
hlaupum í Kaupmannahöfn
—en Liíja Guðmundsdóttir getur ekki tekið þátt í Evrópukeppninni
ífrjálsum íþróttum vegna meiðsla
Ingunn Einarsdóttir, ÍR, gerði
sér lítið fyrir og sigraði i báðum
þeim hlaupum, sem hún tók þátt í
á frjálsíþróttamóti í Kaupmanna-
höfn í gær. Arangur var þó ekkert
sérstakur — talsverður vindur —
en það, sem meira var um vert.
Ingunn sigraði spretthörðustu
hlaupakonu Dana í 100 m.
hiaupinu.
Tími hennar þar var 12.1
sekúnda — eða aðeins lakara er
nýsett Islandsmet hennar.
Margarethe Hansen, sem er
spretthörðust danskra kvenna
varð önnur á 12.3 sekúndum. Þá
keppti Ingunn í 400 m. hlaupi
síðar í gærkvöld og þá var farið að
blása enn meira. Ingunni tókst
því ekki að hnekkja Islandsmeti
sínu þar eins og búizt hafði verið
við. Hún hljóp á 56.0 sekúndum
og. sigraði í hlaupinu. I öðru sæti
varð dönsk stúlka á 57.2 sek., sem
bezt á 56.3 sek. Islandsmet Ing-
unnar í 400 m. hlaupi er 55.9
sekúndur.
Jón Sævar Þórðarson, ÍR,
keppti í 400 m. hlaupi og varð
þriðji í hlaupinu. Ekki vitum við
Ingunn Einarsdóttir og Jón-Sævar Þórðarson.
Leikið í Eyjum, Kópa-
vogi og Laugardalnum
— í 1. deild fslandsmótsins í knattspyrnu íkvöld
Tíunda umferðin i 1. deild
íslandsmótsins i knattspyrnu
hefst i kvöld. Þá verða leiknir
þrír leikir — í Vestmannaeyjum,
Kópavogi og á Laugardalsvelli.
Með þessum leikjum hefst síðari
umferð mótsins. Öllum ieikjum
fyrri umferðarinnar iokið nema
leik Víkings við Vestmanna-
eyinga, scm fresta varð 28. maí.
Sá leikur verður háður nk. laug-
ardag á Laugardalsvelli — og
eftir hann hafa öll liðin ieikið
einn ieik innbyrðis.
I kviild leika Vestmannaeying-
ar og FH i Eyjum og hefst
leikurinn ki. sjö. I fyrri leik
liðanna — í Kaplakrika —sigraði
FH með 2-0. Þetta ætti að geta
orðið baráttuleikur. Vest-
mannaoyingar hafa sigrað í
tveimur síðustu leikjum sínum.
KR í Kaplakrika og Þór á Akur-
eyri.
I Kópavogi fá Blikarnir Akur-
nesinga í heimsókn og það ætti að
geta orðið skemmtilegur leikur.
Hann hefst kl. átta. I fyrri leik
liðanna unnu Akurnesingar
öruggan sigur 2-0 á Akranesi. A
Laugardalsvelli leika KR og
Víkingur. Sá leikur er færður
fram um einn dag — átti að vera
23. júní samkvæmt leikjaskránni.
I fyrri umferðinni varð jafntefli
hjá félögunum 0-0. Leikurinn
hefst kl. átta.
Tíundu umferðinni lýkur á
morgun, fimmtudag. Þá verða
tveir leikir. Valur-Keflavík á
Laugardalsvelli og Þór-Fram á
Akureyri. I fyrri umferðinni
sigraði Valur Keflavík 2-1 á
grasvellinum i Kefiavík, og Fram
vann Þór 3-1 á Melavelli.
Eins og áður segir verður hinn
frestaði leikur Víkings og Vest-
mannaeyinga á Laugardalsvelli á
laugardag og hefst kl. tvö. Aðrir
leíkir í 1. deild verða ekki um
helgina, en landsleikurinn við
Norðmenn verður á Laugardals-
velli fimmtudaginn 30. júní.
Ellefta umferð Islandsmótsins í 1.
deild verður háð 2. og 3. júlí.
Fjórir leikir laugardaginn 2. júlí,
Víkingur-Þór, ÍBK-KR, tA-Valur
og UBK-ÍBV, en einn á sunnudag
Fram-FH.
nöfn þeirra eða árangur, sem á
undan honum voru. Jón Sævar
hljóp á 51.5 sekúndum eða var
rétt við sinn bezta tíma, sem er
51.3 sekúndur. Friðrik Þór
Óskarsson, ÍR, sem einnig er
staddur í Kaupmannahöfn, keppti
ekki á mótinu. Langstökk var þar
ekki á dagskrá.
— Það er nú útséð um það, að
Lilja Guðmundsdóttir geti
tekið þátt í Evrópukeppninni í
Kaupmannahöfn um næstu helgi,
sagði Örn Eiðsson, formaður
Frjálsíþróttasambands tslands í
gærkvöld, þegar blaðið ræddi við
hann. örn var þá nýbúinn að tala
við Lilju, sem á við meiðsli að
stríða. Þarf að skera burt brjósk í
fæti og Lilja verður því frá
keppni um tíma. Þó gerir hún sér
vonir um, að það verði aðeins
nokkrar vikur.
— Þetta veikir talsvert mögu-
leika okkar í kvennariðlinum í
Kaupmannahöfn og ekki víst að
okkur takizt að sigra Luxemborg
þar eins og við höfðum gert okkur
vonir um, sagði Örn ennfremur.
Lilja átti að keppa í þremur
greinum. 800 og 1500 m. hlaupum
og 4x400 metra boðhlaupi. I
hennar stað hefur Aðalbjörg Haf-
steinsdóttir, HSK, verið valin —
en hún gengur Lilja tvímælalaust
næst í 800 og 1500 m. Aðalbjörg er
í mikilli framför, en á þó talsvert í
að ná árangri Lilju.
Þrírleikirá
Austurlandi
í 3. deildinni
Þrír leikir voru háðir í Austur-
landsriðiinum (F) í 3. deild á
sunnudag. Leikið á Vopnafirði,
Hornafirði og á Egilsstöðum.
Einherji, Vopnafirði og
Hrafnkell Freysgoði, Breiðdals-
vík, léku á Vopnafirði. Úrslit
urðu þau, að Hrafnkell Freysgoði
sigraði með 2-0 í frekar jöfnum
leik. Þeir Sigurður Elísson og
Pétur Pétursson skoruðu mörkin.
Sindri og Huginn, Seyðisfirði,
léku í Höfn í Hornafirði. Jafntefli
varð 2-2, en Huginn átti mun
meira i leiknum. Mörk Sindra
skoruðu Eimir Ingólfsson og
Halldór Hilmarsson, en Pétur
Böðvarsson og Aðalsteinn Val-
geirsson tnörk Hugsins.
A Egilsstöðum léku Höttur og
Austri. Eskifirði. Austri sigraði
með marki Péturs tsleifssonar,
sem skorað var frá miðju.
A fimmtudag áttu Leiknir,
Fáskrúðsfirði, og Einherji að
leika í Bikarkeppni KSI. Ekki
varð af leiknum — og hann í
fyrstu dæmdur unninn fyrir
Leikni, þar sem Einherji mætti
ekki til leiks. Hins vegar hafa
forráðamenn Einherja mótmælt
þeim úrskurði. Hver niðurstaða
af því máli verður er ekki vitað —
en í næstu. umferð bikar-
keppninnar á sigurliðið úr þess-
um leik að leika við Þrótt á Nes-
kaupstað.
-STG.
Frábær spyrna. Staða Spörtu versnar,
0-2. Vonlaust
'Og hið áður ----------L Þú getur ekki \
sterka félag, Sparta, ) unnið alla leiki, 1
tapar enn. j------ r'Þjálfi. Við byrjunv
J V að vinna á ný. . >
einkum þegar Bommj byrjar
_ Ekki satt, Bommi ' j---7 ‘
{ '^\
uA
L
Allir leikirnir i íslandsmótinu i Reykjavík verða háðir á efri grasvellinum í Laugardalnum í sumar — nema síðasti leikurinn í 1. deild. Hins vegar verða landsleikir og
Evrópuleikir á aðalvellinum í Laugardalnum.
ÞURFUIM FRIÐ 0G TÍMA
SVO VðLLURINN NÁISÉR
— sagði Baldur Jónsson vallarst jóri Laugardalsvallarins en ákveðið hef ur verið að hafa
alla 1. deildarleiki utan síðasta leiks á efri vellinum
— Allir leikir í 1. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu verða
leiknir á efri vellinum í Laugar-
dal, nema síðasti leikurinn í 1.
deild þann 25. ágúst, sagði Baldur
Jónnson vallarstjóri Laugardals-
vallarsins er DB spurðist fyrir
um hvort fyrirhugað væri að leika1
á Laugardalsleikvanginum í
sumar í 1. deild.
Baldur Jónsson vallarstjóri.
— Landsleikir fara að sjálf-
sögðu fram á neðri vellinum svo
og Evröpuleikir og úrslit bikars-
ins, hélt Baldur áfram. Við erum
nú að ná neðri vellinum upp — til
þess þurfum við frið og tíma svo
völlurinn nái sér. Það er ákaflega
erfitt að eiga við vellina eins og
tíðin er. Aðeins 9 stiga hiti og
rigning — grasspretta er því litil.
— Efri völlurinn er ágætur
knattspyrnuvöllur. Hins vegar
vantar þar enn aðstöðu og hún
verður markvisst unnin upp. Það
tekur tíma. Þar verður að koma
aðstaða fyrir leikmenn og stjórn-
ertdur liða, svo og blaðamenn. Við
biðum í 15 ár eftir þakinu yfir
stúkuna — þessi mál taka tíma.
Nú er verið að vinna við um 40
milljóna króna framkvæmd á
austursvæðinu fyrir frjálsíþrótta-
menn.
Haustið ’75 var gert mikið við
leikvanginn — og síðastliðið
sumar fórum við því miður of
snemma aftur á völlinn. Slíkt má
ekki henda aftur.
Draumur okkar er að koma upp
góðri aðstöðu á efri vellinum fyrir
venjulega leiki í deildinni. Það er
aðstöðu fyrir leikmenn, stjórn-
endur og blaðamenn og stárfs-
menn, einnig stúku fyrir áhorf-
endur. Eðlilega tekur þetta upp-
byggingarstarf sinn tíma — eins
og ég sagði áðan tók það 15 ár að
koma þakinu yfir stúkuna. Eg
DRENGJASPJOTIÐ
FLAUG 56.69 M
Á SNÆFELLSNESI
Vormót Iléraðssambands
Snæfells- og Ilnappadalssýslu var
haldió þriðjudaginn 14. júní aó
Breiðabliki. Veður var fremur
óhagstætt — vindur og úrkoma,
en þrátt f.vrir það náðist allgóður
árangur i nokkrum greinum.
N/Vi
34,81
23,90
5.85*
5.69
Ilelztu úrsiit urðu þessi:
Spjólkast konur.
1. María Guðnad., Snæfell,
2. Sigurl. Friðþjófsd.. Snæf.
Langslökk karla
Sig. Hjörleifss., Snæf.,
2. Jónas Kristóferss., Vík.
Spjótkasl drengja
1. Þorgrímur Þráinsson,
Vík., 56.69
2. Jónas Kristöferss., Vík. 35.52
Arangur Þorgríms er athyglis-
verður og nýtt héraðsmet IISII i
drengjaflokki.
I Laugagerðisskóla standa nú
yfir ungmennabúðir á vegum
HSH og eru þáttlakendur um 60.
Fjölmörg mót eru framundan á
vegum sambandsins — og einnig
verður keppt við Skarphéðin og
UMSB í frjálsum íþróttuin. Það
veldur miklum erfiðleikum á
Snæfellsnesi, að allir íþróttaveliir
á sambandssvæðinu eru einungis
hæfir til knattspyrnukeppni og
æfinga. Aðstöðu til frjálsíþrólta
vantar algerlega.
íþróttir
HALLUR
SlMONARSON
vona þó að ekki taki svo langan
tíma með efri völlinn.
I framtíðinni vonumst við til að
leika segjum 12 leiki í 1. deild á
leikvanginum og þá yrði þeitn að
sjálfsögðu skipt niður á félögin,
Annað er svo, að ég bókstaflega
veit ekki hvað við gerum ef Mela-
völlurinn hverfur — slíkt yrði
synd, sagði Baldur Jónsson vallar-
stjóri Laugardalsvallarins að
lokum.
h.halls.
Juantorena
vann í Prag
Ol.vmpíumeistarinn Alberto Juantorena
sigraði í 400 m hlaupi á frjálsíþróttamóti í
Prag i gær. Hljóp vegalengdina á 47.00
sekúndum. í 100 m hlaupinu sigraði landi
hans Silvio Leonard á 10.22 sekúndum rétt á
undan Osvaldo Lana, einnig Kúbu. sem hljóp
á 10.42 sek.
Isabel Ta.vlor, Kúbu, kom á övart i 100 m
hlaupi kvenna og sigraði á 11.56 sek. Sigraði
löndu sína Silvia Chivas, sem hljöp á 11.61
sek. Taylor sigraði einnig í 200 m hlaupinu á
23.88 sek. í langstökki kvenna sigraði Ildiko
Szabo, Ungverjalandi. Stökk 6.56 m, en í
sömu grein karla sigraði David Giralt, Kúbu.
Stökk 8.11 m. I hástökki karla sigraði Edgar
Kirst, Austur-Þýzkalandi. Stökk 2.24 metra,
og Monika Schoe setti nýtt, tékkneskt met i
100 m grindahlaupi. Hljóp á 13.82 sek. í 800
m hlaupi karla sigraði Josef Planchy,
Tékkóslóvakíu, á 1:48.0 mín.
Reykjavík á
Adidas-skdm
— Ég tel þetta viðurkenningu fyrir islenzkar
iþróttir — fyrir þá athygli, sem landslið
okkar í knattspyrnu og handknattleik og
Hreinn Halldórsson hafa vakið erlendis,
sagði Arni Arnason, forstjóri Austurbakka,
þegar hann afhenti borgarstjóranum í
Reykjavík, Birgi ísleifi Gunnarssyni, fyrstu
Adidas-skóna, þar sem REYKJAVÍK er með
gylltum stöfum. Það var á hófi að Hótel Sögu.
Adidas-f.vrirtækið hefur nokkur undan-
farin ár skráð nöfn höfuðborga á íþróttaskó
sína, — einkum evrópskra — og er nú nafn
Reykjavíkur þar einnig komið. Austurbakki
hefur söluumboð hér á landi fyrir Adidas-
vörur og eftir að Arni hafði afhent borgar-
stjóranum fyrstu skóna, fékk borgarstjóra-
frúin, Sonja Backmann, einnig par, svo og
Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, Úlfar Þórðar-
son, formaður ÍBR, og Sveinn Björnsson,
formaður íþróttaráðs Reykjavíklur.
A myndinni að neðan sést Þórhildur Arna-
dóttir, sölustjóri hjá Austurbakka og borgar-
stjórahjónin með skó sína.
DB-mynd Sv. Þ.