Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 3
1>ACBLAtm). MIÐVIKUDACUU 22. JUNI 1977 3 Veljum íslenzkt — en svo er það ekki til — Þeir sem nota yf irstærðir af fötum eiga í vandræðum með að f á fötásig Pétur Vndrésson, Bjarnarstíg 7. hringdi: Hvimleitt er að heyra sífellt auglýst veljið íslenzkt en síðan geta vissir hópar alls ekki valið íslenzkt því það er ekki til. Hér á ég við fatnað á stóra og þrekna tnenn og einnig skófatn- að. Eg er hár vexti, 1,98 m á hæð, og þrekinn og nota skó nr. 47. Sl. 15 ár hef ég engin föt fengið á tnig nema sérsaumuð. Eg vildi gjarnan komast i samband við þá sem hafa föt á stóra menn, þ.e. yfirstærðir af skyrtum, bolum, buxum og skóm. Eg hef leitað víða en ekki fundið föt við mitt hæfi. Stöku sinnum hefi ég fengið erlend föt sem passa mér en það er þó sjaldgæft og skór. ef þeir fást, eru mjög dýrir. OFÆRÐ OG SJÓNVARPS- TRUFLANIR ÁSÚGANDA- FIRÐI Rúnar Hallsson, Hjallavegi 17 Suðureyri, hringdi: Er Súgandafjörður ekki til á :landakorti Vegagerðarinnar og Sjónvarpsins? Hvernig stendur á þvi að við fáum ekki nema lélega mynd á sjónvarpstækin vikum saman? Sé hringt í 26000 (skiptiborð) fær maður þau svör að viðgerð standi yfir'en ekki batnar ntyndin. Sama á við sé hringt í viðgerðarmanninn á ísafirði. Er ekki kominn tími til að skipta um þá aðila sem eiga að sjá um þetta? Eg trúi því ekki að ekki sé hægt að laga þetta. Og þá eru það vegamálin. Um daginn þurfti ég að fara til tsa- fjarðar nokkra daga í röð og sá ég þá veghefil við vinnu á veg- inum, enda var vegurinn eins og hefluð fjöl. En þessi heflaða fjöl kom að litlu gagni því á einni viku fóru tveir demparar í spað á Botnsheiðinni. Hvers eiga Súgfirðingar að gjalda í samskiptum við Vegagerðina? Af hverju má ekki hefla heið- ina frá vegamótum á Botns- heiði út á Suðureyri nema í úrhellisrigningu? Er þetta lög- möl s**m Súgfirðingar verða að Þelr sem nota yflrstærðir af fötum þurfa gjarnan að láta sersauma á sig föt þar sem þau eru ófáanleg i verzlunum. sætta sig við eða er þetta ein- göngu ákvörðun yfirmanns Vegagerðarinnar á ísafirði? Mér finnst satt að segja tími til kominn að sá mæti herra fari að segja af sér. Við sem búum hér á Suðureyri förum fram á það við Vegagerðina og Sjón- varpið að við séum ekki alger- lega sett út í kuldann. Við sætt- um okkur ekki lengur við slíkt ófremdarástand. Ég óska þess vegna éftir svör- um frá vegamálastjóra við eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða maður ræður heflun á vegum til Suðureyrar? 2. Hvað kostar einn veghefill í vinnu í einn dag hjá Vega- gerðinni? 3. Hvað kostaði vegarspottinn frá vegamótum Botnsheiðar til Suðureyrar í viðhaldi og snjómokstri sl. ár? Eftirfarandi spurningum vildi ég fá svarað frá Pósti og sima: 1. Hefur Póstur og sími ekki nægilega góða tæknimenn í viðgerðum á endurvarps- stöðvum sínum úti á landi og er þá sérstaklega átt við Stykkishólm og Bæ? 2. Er verra að finna bilanir i endurvarpsstöð að sumri til en að vetrinum þegar allt er á kafi i ófærð? Suðure.vri við Súgandaf jörð. Spurnirsg Hvernig er að verzla í kaupfélaginu? — viðskiptavinir Kaupfélags Borgnesinga teknir tali. Jenný Halldórsdóttir húsmóðir: Það er ágætt. Það er allt á sama stað, matvörur og annað. Afgreiðslan er yfirleitt góð. Það vantar þó stundum ýmislegt og þá verður að fá það frá Reykjavik. Ragnar Hallsson bóndi, Hallkels- ' staðahlið Kolbeinsstaðahreppi: Mér finnst það ágætt. Verzla helzt ekki annars staðar. Ég hef haft mín aðalviðskipti við kaup- félagið, enda er ég bóndi. Ég kann vel við að kaupa allt á sama stað. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsmóðir: Mér finnst það ágætt. Það sem er helzt að er að stundum er litið og ekki nógu gott vöru- úrval. Elísabet Jónsdóttir húsmóðir: Alveg prýðilegt. Hér er gott vöru- úrval og alls ekki síðra en í Reykjavík. Sigurþór Helgason. verkstjóri hjá Borgarneshreppi: Mér finnst ágætt að verzla í kaupfélaginu. Það fæst yfirleitt alltaf það sem beðið er um. Gislina Agústsdóttir nemi: Mjög gott. Góð afgreiðsla. Það mætti þó vera meira af fötum. Það er ekki nóg úrval af tízkufatnaði. Þó kaupi ég yfirleitt þau föt sein fást

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.