Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 22
22 DACKKAÐIÐ. MIUVIKUDAGUR 22. JUNl 1977. GAMIA BIO l Pat Garrett og Billy tlie Kid JAMES COBURM BOBDYLAN Hinn frægi „vestri'1, gerður af Sam Peckinpah. Endursýnd kl. 9. Börn fá ekki aðgang. Sterkasti maður heimsins íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 7. 1 HAFNARBÍO I ' Sin)| 1 6444 JFuture world“ Spennandi ný bandarísk ævintýramynd í litum með Peter Fonda, Bl.vthe Danner og Yul Brynner. Islenzkur texti. Sýnd kl. 1,3. 5, 7, 9 og 11.15. STJÖRNUBÍÓ j Sími 18936 Svarta gullið GULD (gþUNOMACaUOf ] t* NNMMN^nnil 'nsrsssa MOtUCtllT 01UCIIKSAT If S1INUT MAMtl IMJ íslenzkur texti Endursýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð innan 12 ára. BÆJARBÍO D „Höldum lífi“ Simn 50184 Ný mexíkönsk mynd er segir frá flugslysi er varð í Andesfjöllun- um árið 1972. Hvað þeir er komust af gerðu til þess að halda lífi — er ótrúlegt, en satt engu að síður. Islenzkur texti. Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum innan 16 ára. TÓNABÍÓ S Sini' 11182. Hnefafylli af dollurum (Fistful of dollars) Víðfræg og óvenju spennandi itölsk-amerísk mynd í litum. Myndin hefur verið sýnd við met- aðsókn um allan heim. Leikstjóri: Sergio Leone. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Marianne Koch. Bönnuð börnum innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. IAUGARÁSBÍÓ Stnn 3,7075 Sýnd kl. 5 og 7. Ókindin Hin frábæra stórmynd endursýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Lausbeizlaðir eiginmenn Ný gamansöm, djörf, brezk kvik- mynd um „veiðimenn" i stórborg- inni. Aðalhlutverk: Robin Bailey ,Iane Cardew o.fl. tslenzkur texti. Sýnd kl. 11.15. Biinnuð biirnum innan 16 ára. 1 NYJA BIO I Hryllingsóperan Brezk-bandarísk rokk-mynd, ger, eftir samnefndu leikriti, sem frumsýnt var í London í júní 1973, og er sýnt ennþá. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðustu sýningar. I AUSTURBÆJARBÍÓ íslenzkur texti Símí"h 1384 D Frjálsar ástir (Les Bijoux de Famille) Sérstaklega djörf og gamansöm ný, frönsk kvikmynd í litum. Aðalhlutverk: Franqoise Brion, Corinne O. Brian. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nafnskírteini. (1 HÁSKÓLABÍÓ . Simi 22140 Bandaríska stórmyndin Kassöndru-brúin (Cassandra-crossing) Þessi mynd er hlaðin spennu frá upphafi til enda og hefur alls staðar hlotið gífurlega aðsókn. Aðalhlutverk: Sophia Loren, Richard Ilarris. Sýnd kl. 5. Hækkað verð — sama verð á öll- um sýningum. Örfáar sýningar eftir. Tónleikar kl. 9. Akranes Vegna sumarleyfa sér Amalía Pálsdóttir Presthusabraut 35 fyrst um sinn um afgreiðslu blaðsins. Sími2261 á daginn og 2290 á kvöldin. BIADID Sjónvarp Utvarp Þarna er Guðmundur að syngja, við undirleik Sigfúsar, fyrir sjúkiinga á Landspítalanum i vetur. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Útvarp íkvöld kl. 20.00: „Ertu frá þér maður, lagið er ekki einu sinni til á nótunT — sagði söngvarinn við tónskáldið Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigfús „Ætli þeir séu ekki með ein- hverjar gamlar upptökur með okkur Sigfúsi, því af nógu er aö taka," sagði Guðmundur Guðjóns- son, en hann syngur lög eftir Sig- fús Halldórsson við undirleik Sig- fúsar i útvarpinu í kvöld kl. 20.00. „Jú, aðstandendur plötunnar sem við gerðum í vetur eru mjög ánægðir með þær viðtökur sem hún fékk. Þetta eru vinsæl lög og sennilega hafa fáir sungið eins mörg lög eftir Sigfús og ég,“ sagði Guðmundur. — Hvert af lögum Sigfúsar er eftiriætislagið þitt? „Þau eru nokkuð mörg sem eru ofarlega á vinsældalistanum hjá mér. Einna fallegast finnst mér „Afadrengur". Ég er bara ekki alveg nógu ánægður með hvernig upptakan á þvi lagi tókst á plöt- unni. Eins þykir mér lagið I græn- um mó ákaflega fallegt og Þau eiga draum um háa höll sem er við texta eftir Guðjón, bróður Sig- fúsar. Það er nú kannski svolítið sér- stakt með það lag. Eitt sinn er við Sigfús áttum að fara í upptöku niður i útvarp kom ég heim til hans i hádeginu og við ætluðum svona rétt að renna í gegnum lög- in. Þá var hann að semja lagið, — það var ekki einu sinni komið á nótur. „Þú syngur þetta, Guð- mundur," sagði Sigfús. „Ertu alveg frá þér, — lagið er ekki einu sinni til á nótum," svaraði ég. En það fór nú samt svo að ég söng lagið í útvarpsupptökunni eftir hádegið. l'extarnir sem Sigfús notar eru svo stórkostlegir og ég held að lögin hans njóti enn meiri vin- sælda vegna þess hve þeir eru góðir. Eg hef stundum sagt við Sigfús að ef hann hefði verið fæddur hjá einhverri stórþjóðinni væri hann frægur á borð við Gershwin og hans líka, því lögin hans eru svo melódísk. Mér hefur alltaf fundizt alveg sérstaklega gaman að syngja með Sigfúsi, — það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri í sam- bandi við tónlist. Það fer um mig einhver sérstök vellíðan. Ég hef einnig orðið var við að fólk hefur gaman af þvi. Mér finnst ekkert viðkvæmt að tala um þetta í dag eins og mér þótti f.vrir svona tiu árum, enda er ég líka að mestu hættur að s.vngja. Eg hef sungið á nokkrum skemmtunum i vetur. Við Sigfús förum lika stundum í heimsókn á sjúkrahúsin og syngjum fyrir sjúklingana. Við Sigfús höfum þekkzt frá þvi í gamla daga. Þegar við b.vrj- uðum að troða upp saman sungum við stundum báðir, bæði saman og sinn i hvoru lagi," sagði Guð- mundur Guðjönsson að lokunt. - A.Bj. Blaðburðarbörn vantar í INNRINIARÐVÍK Upplýsingar í síma 2249. BIADID ’j* 'j:' Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Sími 15105 iBIABIÐ í SANDGERÐI vantar BLAÐBURÐARBÖRN Upplýsingargefur Guðrún Guðnadóttir Sandgerði — Sími 7662

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.