Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 14
Allar gerðir rafsuðuvéla frá „HOBART“ í USA og Hollandi. Með „HOBART" hefst að vinna verkin. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Armúla 32. Sími 37700. \'i .1 \H mss. CÁTU& 8 FAST I ÖLLUM BÓKA- VERZLUNUM OG KVÖLD- SÖLUSTÖÐUM UM ALLT LAND DACBLAOIÐ. MIÐVIKUDACUR 22. JÚNÍ 1977. Skyldi einhver luma á rúsínu? i WBIAÐIÐ frjálst, úháð dagblað ALTERNATORAR 6/ 12/ 24 VOLT VERÐ FRÁ KR. 10.800.- Amerísk úrvalsvara, viðgerða- þjónusta. BÍLARAF HF. BORGARTÚNI 19, SÍMI 24700 MAFIAN Ýmis efni frá Glasurit verk- smiöjunum í V- Þýskalandi voru hér á markaöinum fyrir nokkrum árum og áttu þaö flest sameiginlegt aö vera viöurkennd fyrir frábær gæöi. Núna býöur Glasurit nýtt og endingarbetra bilalakk - GLASSODUR 21 sem er t.d. notaö á V.W., AUDI. B.M.W. o.fls bifreiöar. Viö getum blandaö flesta liti á nánast allar tegundir bifreiöa. Remoco hf. ------------•-------- Skcljabrckku 4. Kópavogi, simi 44200. Bílasalan .... . . SPYRNANs!mar29330 ogSSS IHESMII STJÖRNUGRÓF 18 SlMI 84550 ViÓ bjóðum: Lmandi Birki skiautrunna . og Hmgeióispiöntur Skyndihjálp efspringur Puncture Pilot Sprautað í hjólið og ekið strax áfram með fullum loftþrýstingi. Uppl. á islenzku fáan- legar með hverjum brúsa. Smyrill Armúla 7 — Simi 84450. Kynnið ykkur skrif borðs- stólana vinsælu frá Stáliðjunni ZSHZt vinnustöðum sem heimilum. 11 mismunandi tegundir. 1 árs ábyrgð Krömhúsgögn Smiðjuvegi 5 Kóp. Sími43211 Psoriasis og Exem PHYRIS snyrtivörur fyrir viökvæma og ofnæmíshuö. — A/uleno sápa — A/ulene Croam — A/ulene Lotion — Kollagon Cream — Body Lotion — Cream Bath (FurunálabaÖ + Shampoo) PHYRIS er húösnyrting og hörundsfegrun meö hjálp blóma og jurtaseyöa. PHYRIS fyrir allar huögeröir Fœst i hel/tu snyrt.. •'ttvc>/iun.im oq apótekum. Góða veðrið undanfarið hefur dregið talsvert úr sjón- varpsglápi mínu og er líklega ekki nema gott um það að segja. Það var ekki fyrr en á miðviku- dagskvöldið að ég var orðin svo mett af frísku lofti að ég hallaði mér framan við blessað tækið. Myndin um kuldann og lífs- hættuna af honum var mjög greinargðð og fróðleg. Hana mætti vel endursýna. Onedin og fjölskylda .eru heldur betur að lifna við og loksins fékk maður að sjá aftur barnið, sem fæddist undir lok fyrri þátta, og varð þá ljóst að liðið höfðu níu ár síðan siðast. En Elisabeth hin fagra virðist ekki hafa elzt um eina mínútu á þeim tíma. Þátturinn um stjórnmálin frá stríðslokum var einn sá allra besti af þessum þáttum hingað til og er þá talsvert sagt því allir hafa þeir verið afbragð. Þarna fékk maður að sjá Berlínarmúrinn reistan og að- draganda þess að Bandarikja- menn fóru að skipta sér af málum í Víetnam, svo eitthvað sé nefnt, en þessi þáttur var heill hafsjór af fróðleik. Þá var það þjóðhátíðardagur- inn með tilheyrandi ræðum, ávörpum og blómsveigum, svo og lýsingum á veðrinu á helstu stöðum. Stundum finnst mér að veðurathugunarstöðvar á land- inu séu í keppni þennan dag um hver nái hæsta hitastiginu. svo mikið er um það talað. Heimsóknin til Hafnar var mun liflegri en sumir þessara heim- sóknaþátta hafa verið og nægir þar að nefna Akureyrarheim- sóknina á sínum tíma. Leikritið Maður og kona svíkur engan og það var notalegt að geta verið viss um það fyrirfram að verða gengur alltaf jafnilla að sætta mig við þurra fræðsluþætti á laugardagskvöldum, finnst þau eiga að vera fyrir afþreyingar- og skemmtiefni eingöngu. Þess vegna setti ég notalega plötu á fóninn, skrúfaði fyrir hijððið í sjónvarpinu og lét mér nægja að horfa á dáfallegar skepnur taka sprettinn um gráar grundir. Svo kom Peyton Place sem ég hafði beðið með eftir- væntingu alla vikuna. Eg varð ekki fyrir vonbrigðum. Það má teljast furðulegt hve vel hefur tekist að koma allri þeirri firn atburða, sem bókin hefur að geyma, fyrir í hálfrar þriðju stundar kvikmynd. Að sjálf- sögðu greip ég svo bókina niður úr hillu á eftir og gluggaði í ha#a, hún er alltaf jafngóð og getur lesist aftur og aftur að skaðlausu. A sunnudaginn var síðasti þáttur knattspyrnukapp- ans a dagskrá og þótti mér leitt að ekki skyldi vera meira um hann að sjá. Rokkveitan birtist reyndar og ætlaði ég að lofa henni að fara þvert i gegnum hausinn á mér eins og I flest skipti undanfarið því mér hafa fundist þessir þættir bókstaf- lega allir eins. En viti menn! Nú bar svo við að ég lagði frá mér lesmálið og fór að hlusta. Þessi Cobra-hljómsveit er bara alveg stórgóð. Lögin þeirra Rafns Sigurbjörnssonar og Björns Thoroddsen eru lög, reglulega melódísk, en ekki bara eintómur hávaði. Sumir textarnir voru bara sæmilegir en ég er samt á móti því að íslenzkir popparar kveði á ensku. Liklega er það þó vegna þess að þeir treysta sér ekki til að yrkja á móðurmálinu, sem kvað víst vera nokkuð erfitt poppmál, auk þess sem nota þarf rím, stuðla og þess háttar fínirí ef vel á að vera. Jæja, nóg um popp, en eftir fréttir kom Engström-ferðalagið til Heklu. Að vísu mun það vera nokkuð úr leið til Heklu að fara til Isafjarðar en hvað um það, salt- fiskur er saltfiskur. Einhvers staðar las ég víst í vikunni að Gunnar okkar Þórðarson ætti heiðurinn af tónlistinni í þess- um þáttum en lítið heyrðist af henni. Ég lagði mig alla fram við að heyra en ekki heyrðist nokkur einasti tónn. Hvernig má þetta vera? Er tónlistin beinlinis þurrkuð út til að koma íslensku tali inn á myndina? Ef sænskt tal hefur verið fyrir, ásamt tónlist, hefði þá ekki verið nægilegt að láta islensku þulina tala jafnlengi 3 MAFIl söyur Svaru kóngúlóhi Kókain \ Bcirut Eíturiyl að austan AiB »p#nn*rxii trá**gní» *t *pim»"lyQli. ftilUfiyfjCm. maniKÍrápiim. töUunum. vnp'i**mypli. vtumii oij uiúsnum kommuuiíta \ á Vftkturlúmiiun. tryggir gæðin ekki fyrir vonbrigðum pegar maður var að hreiðra um sig fyrir hálfa aðra klukkustund. Leikur Brynjðlfs Jóhannes- sonar i hlutverki séra Sigvalda er hreinasta snilld og að öllum hinum ólöstuðum hafði ég mest gaman af Kjartani Ragnarssyni eða öllu heldur leik hans. Von- andi fáum við að sjá þetta verk öðru hverju á komandi árum. Þátturinn um læknana á laugardeginum fannst mér með þeim betri, ekki alveg eins yfir- þyrmandi vitlaus og oft undan- farið, en þó vel hægt að hlæja talsvert. Ég þðttist taka eftir því að víða var sleppt að þýða eina og eina setningu en það getur svo sem verið af tækni- legum ástæðum því tæpast er hægt að koma fyrir mörgum linum af texta í einu. Mér og þá sænsku og en halda í staðinn tónlistinni? En það er svo margt sem maður skilur ekki. Nú er aðeins eftir hálf önnur vika af sjónvarpi fyrir sumar- frí, þegar þetta er skrifað, og ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað okkur er boðið upp á, því allur þessi ruglingur vegna verkfalla og yfirvinnubanna hefur sennilega komið í veg fyrir að sjónvarpsdagskrá næstu viku kæmist inn í þau dagblöð, sem ég les, svo þá er bara að bíða spennt ef rúsína skyldi leynast í pylsuenda sjón- varpsins. Sn jólaug Bragadöttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.