Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNt 1977.
Sigtúni 3
Borgarnes:
Ýmsar nýjungar í
hótelrekstrinum
TH sölu Opel Rekord árg.
’72.
Mercedes Benz 220 árg. ’69.
Chevrolet Vega árg. 1973.
Sunbeam 1500 árg. 1972.
Ford Escort ’68-’69.
Pontiac Firebird Formula
350 árg. 1971.
Toyota Carina 1974.
Hofum kaupanda að VW
1200 ’74.
Til sölu Opel Rekord árg.
’72.
Mercedes Benz 220 árg. ’69.
VW Passat árg. ’74.
Óskutn eftir bílum
til sölu og sýnis.
í Borgarnesi
— Rætt við Ólaf Reynisson hótelst jóra
Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4
KJÖRBÍLLINN
Sigtúni 3 — Sími 14411
&
'BIAÐIÐ
er smáauglýsingablaðið
N.vr ungur hótelstjóri hefur
tekið vió Hótel Borgarnesi og
hefur hann þegar sett mikinn
kraft í reksturinn og breytt
ýmsum þáttum hótelrekstursins,
m.a. sett upp grill og rétt dagsins
og þannig náð að Uekka verð á
'réttum um 30—40%. Hann
hyggur og á frekari nýjungar, svo
sem diskótek fyrir unglinga og
sýninfiaraðstöðu fyrir listamenn á
þriðju hæð hótelsins.
Hótelstjórinn nýi, Olafur
Reynisson, hóf störf í Borgarnesi
1. mai sl., en áður hafði hann
starfað við Tjarnarbúð í Reykja-
vik. Hann er aðeins 25 ára gamall
og er þvi með yngstu starfandi
hótelstjórum á landinu.
DB ræddi við Olaf í Borgarnesi
nýverið um hótelreksturinn.
Hann sagði að hann hefði hugsað
sér að koma upp prósentukerfi
meðal starfsfólks, líkt og tíðkast á
Kdduhótelunum. Þar eiga allir
hlut að góðu gengi og öll vingjarn-
iegheit koma sér vel. Kn fólkið
var hrætt og þetta kerfi misskilið,
þannig að ég kom upp svipuðu
kerfi og er á Loftleiðahótelinu.
þar sem unnir eru fjórir dagar og
frí í fjóra með tólf tíma vöktum.
Nú vinna átta manns við hótelið.
„Við reynum að gera eins vel
við viðskiptavini og hægt er. Áður
voru krakkarnir t.d. taldir vera
fyrir þegar þeir söfnuðust saman
hér við hótelið á kvöldin en ég
reyni að gera eitthvað fyrir þá og
ætla að koma upp diskóteki í
haust og vetur i matsalnum þegar
sumarönnum lýkur.
Ég ætla að.reyna að koma upp
sýningaraðstöðu fyrir listamenn
og bjóða þeim þriðju hæðina til
afnota en það eru kannski fáir
sem koma til með að meta það.
Það er svo merkilegt að allt fyllist
ef haldið er bingó og von er á
ávaxt^dós i vinning. Fólk veit að
vísu hvað er i ávaxtadósinni. En
ég held samt að það sé mikils virði
fyrir héraðið að fá aðstöðu til
listasýninga.
Eg hef strangar reglur hvað
barinn snertir. Hann er aðeins
opinn fyrir þá sem eru tuttugu
ára og eldri, ekki 18 ára eins og
áður var. Það skapar mikið minni
vandræði og vonandi bætta vín-
menningu. Þetta verður likara
„pub“.
Hér á svona litlum stað vita
allir allt um alla. Hér þarf engar
auglýsingar. Maður segir bara
2—3 frá þvi sem þarf og þá er það
komið út um allan bæ. Það sama á
við ef einhver á í vandræðum, þá
berst það eins fljótt.
Við stefnum einnig að því að
gefa húsmæðrum frí, gefa fólki
kost á því að fá keyptan mat á
fötum. Það er þægilegt að geta
hringt og beðið um allt tilbúið og
.losna við allt umstang, t.d. á
sunnudögum.
Ég er nú svo bjartsýnn að ég
ætti að ganga með dökk gleraugu.
En ég legg mig fram við að þjóna
Borgarnesi á allan hátt. Svo sem
maður sáir mun maður upp-
SKera.
JH.
BÍLDEKK
Sóluðdekk
Heilsóluð dekk
Ný dekk
T0Y0-DEKK
fyrir
fólksbíla, vörubíla
ogjeppa
GBÍLDEKK
BORGARTÚNI 24 — SlMI 16240
ölafur Reynisson hótelstjóri í „helgidómi Borgnesinga”, barnum á þriðju hæðinnh DB-mynd Hörður.
íslenzkir námsmenn erlendis
huga að námslánum sínum
Vilji namsmenn fá haustlán úr
Lánasjóði íslenzkra námsmanna
er þeim bent á að frestur. til að
skila umsóknum er til 15. júli
næstkomandi. Þeir sem «ekki
sækja um fyrir þann tíma munu
engin námslán fá fyrr en eftir
nýár.
Svo segir m.a. í frétt frá stjórn
SlNE — Sambands islenzkra
námsmanna erlendis. Er þar
minnt á að flestir skólar erlendis
VITRETEX plastmálning myndar óvenju sterka húö
Hún hefur því framúrskarandi veörunarþol.
) S/ippfélagið íReykjavíkhf
Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi
Símar 33433og 33414
séu nú byrjaðir að auglýsa eftir
umsóknum um skólavist næsta
vetur. Hjá sumum þessara skóla
sé stutt eftir af frestinum, hjá
nokkrum sé hann liðinn. Hið
sama gildi um umsóknir ðm vist á
stúdontagörðum og heimavistum
erlendra skóla. SlNE hvetur því
alla, sem hyggja á nám erlendis.
að draga ekki lengur þær ráðstaf-
anir sem þarf að gera.
„SÍNE mun eins og undanfarin
ár v-era nýliðum, sem hyggja á
nám erlendis, til aðstoðar, sé eftir
þvi leitað," segir einnig i frétt
stjórnar sambandsins. „Hafa má
samband við skrifstofu SlNE,
Félagsheimili stúdenta við Hring-
braut. s. 25315, kl. 13—15 mánu-
daga — fiinmtudaga. Einnig má
leita til einstakra stjórnarmanna
SÍNE en þeir eru Heimir (F)
Sigurðsson, s. 13449, Guðmundur
Sæmundsson, s. 34357, og Hreinn
Hjartarson, s. 85458. Loks eru
allir' þeir. sem hyggja á nám er-
lendis, velkomnir á vikuleg „opin
hús“ SlNE i suinar á mánudögum
kl. 20 i Félagsheimili stúdenta,”
segir i l'rétt stjórnar SlNE. . ÓV.