Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 10
10
DAdBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNt 1977
MMjBIAÐIÐ
Útgofandi DagblaAiö hf.
Framkwmdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjansson.
Fréttaatjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannas Reykdal. íþróttir: Hallur Simonaraon. AAstoAarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Saevar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
BlaAamann: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
SigurAason. Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín
Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Liósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, HerAur Vilhjálmsson, Sveinn ÞormóAsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M.
Ritstjóm SiAumúla 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
AAelsími blaAsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuAi innanlands. ( lausasölu 70 kr.
eintakiA. I
Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Ármúla 5.
Myndaog plötugerA: Hilmir hf. SiAumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Hún velur verðbólgu
Þegar ríkisstjórnin bauðst í vor
til að taka þátt í afgreiðslu kjara-
samninganna, var boðið bundið
því skilyrði, að launahækkanir
yrðu innan tiltölulega þröngra
marka. Niðurstöðutölur samning-
anna eru langt fyrir ofan þessi
mörk, enda voru þau allt of þröng. Þetta hefur
ríkisstjórnin nú viðurkennt með því að efna
loforð sitt, þótt skilyrðið hafi ekki verið
uppfyllt.
Pátttaka ríkisstjórnannnar í lausn kjara-
samninganna kostar ríkissjóð þrjá til fjóra mill-
jarða króna í tekjumissi og útgjaldaauka.
Óneitanlega væri forvitnilegt að heyra, hvernig
ríkisstjórnin hyggst leysa þann vanda. Það er
nefnilega ekki sama, hvernig hann er leystur.
Otrúiegt er, að ríkisstjórnin muni spara við
sig í fjárfestingum eða rekstri hins opinbera.
Hún hefur hingað til ekki verið aðhaldssöm á
þeim svióum. Líklegast er, aó hún láti Seðla-
bankann slá fyrir þessum kostnaði. Lántökur
hafa frá upphafi verið alfa og ómega þessarar
ríkisstjórnar.
Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar vegna kjara-
samninganna eru flestar til bóta, sér í lagi
lækkun tekjuskattsins. Hún felur í sér allt að
62.000 króna skattalækkun hjóna og 42.500
króna skattalækkun einstaklinga. Það munar
um þessar upphæðir, ef ríkisstjórnin neitar
sér um að ná þeim aftur með skattheimtu á
öðrum sviðum.
Öðru máli gegnir um hækkun niðurgreiðslna
á landbúnaðarafurðum um einn milljarð króna.
Þann milljarð hefði betur mátt nota til að auka
fjölskyldu- og barnaafslátt af skatti.
Niðurgreiðslur eru þegar orðnar svo miklar
hér á landi, að þær hafa kollsteypt verðkerfinu
í landinu. Þær halda uppi óeðlilega mikilli
neyzlu á gífurlega dýrum landbúnaðarafurð-
um, enda er leikurinn raunar til þess gerður.
Hækkun niðurgreiðslna bendir ekki til þess,
aö ríkisstjórnin muni hafa kjark til aó ráðast
með virkum aðgerðum gegn verðbólgunni, sem
óhjákvæmilega fylgir í kjölfar kjarasamning-
anna. Að óbreyttu getur verðbólgan orðið um
75% á næsta einu og hálfu ári og það er
greinilega of mikið.
Ekki er beinlínis unnt að kenna kjara-
samningunum um þessa verðbólgu. Óhjá-
kvæmilegt var að auka kaupmátt laégstu launa
um 25% og almennra láglauna um 14%, eins og
samningarnir gera ráð fyrir. Kaupmáttar-
aukningin þyrfti ekki að kosta svona mikla
verðbólgu, ef ríkisstjórnin þyrði að halda rétt á
spilunum.
Ríkisstjórnin gæti framkvæmt tillögur Dag-
blaðsins um afnám opinberra afskipta af land-
búnaði og um skráningu gengis, er taki tillit til
framleiðni sjávarútvegsins. Hún gæti fram-
kvæmt tillögur Kristjáns Friörikssonar um
auðlindaskatt og iðnaðarlán. Og hún gæti fram-
kvæmt tillögur Arons Guðbrandssonar í
varnarmálum.
Ef hún geröi eitthvað af þessu, hefði hún nóg
fé til að semja við samtök launþega um, að
veruleg lækkun skatta kæmi í sárabætur fyrir
lækkun gengis. En því miöur eru engin teikn á
lofti um, að hún geri neitt af þessu. Þess vegna
er hætt við, að 75% verðbólgan verði henni
þung í skauti.
Þegar eiginkonan hjálpar manni sínum:
Árangur af
ferð frú
Carter er talinn
ótvíræður
Mörgum manninum þótti for-
setafrú Bandaríkjanna, Rosa-
lynn Carter, ætla að færast
mikið í fang er hún tilkynnti
fyrirhugaða opinbera heimsókn
sína til sjö landa við Karíbahaf
og i Suður-Ameríku. Ekkert var
því óeðlilegt við spurningu
bandarísks sjónvarpsfrétta-
manns hvort frúin teldi sig
réttu manneskjuna til -að ræða
stjórnmál og önnur alvarleg
málefni við þjóðhöfðingja.
Frú Carter svaraði: „Ég tel
mig vera þá manneskju sem
stendur næst forseta Banda-
rikjanna. Ef ég get gert eitt-
hvað til að auka þekkingu hans
á þjóðum heimsins þá geri ég
það. — Sjónarvottar segja að
augu Rosalynn Carter hafi
leiftrað af reiði er hún svaraði
spurningunni.
Eerð frú Carter og fylgdar-
liðs hennar tók þrettán daga.
Hún hringdi reglulega i mann
sinn og skýrði honum frá gangi
mála. Carter sjálfur kvaðst vera
mjög stoltur af konu sinni og
því hvernig henni færist verk
sitt úr hendi. Þegar henni þóttu
samræður fara stirt af stað
notaði hún tækifærið og talaði
spænsku. Þá var öllum hömlum
rutt úr vegi.
Eréttamenn, sem voru með í
förinni, segja forsetafrúna hafa
átt létt með að fitja upp á um-
ræðuefnum, svo sem um sam-
skipti Bandarikjanna og Kúbu,
efnahagsstefnu viðkomandi og
hernaðaraðstoð. Háttsettur ráð-
gjafi í Hvíta húsinu sagði um
ferðina:
„Jiinmy vill sýna þessum
löndum að hann viti af þeim og
hafi áhuga á erfiðleikum
þeirra. Niðurstaða hans er sú
að sýna þennan áhuga með því
að senda hluta af sjálfum sér,
— konuna sína, — til að kynna
sér málin."
Eyrsti viðkomustaður Rosa-
lynn og fylgdarliðs hennar var
Jamaica. Þar tók Miehael
Manley forsætisráðherra á móti
henni. Manley er gallharður
sósíalisti og hefur þar að auki
fregnað að ætlunin sé að steypa
honum af stóli með hjálp frá
ákveðnum aðilum í Bandarikj-
unum. Ekkert slíkt skyggði þó á
móttökurnar. Manley fagnaði
frú Carter innilega og lýsti yfir
ánægju sinni með stuðning
Bandaríkjaforseta við mann-
réttindamálefni.
Erú Carter og Manley
ræddust við í sjö klukkustund-
ir. Ráðherrann er ákafur aðdá-
andi Eidels Castro og hún lagði
þunga áherzlu á að stefnubreyt-
ing væri í nánd í samskiptum
landanna. Það re.vndist rétt þvi
að fjórum döguin seinna kom
tilkynning þess efnis að tak-
mörkuð stjórnmálasamskipti
yrðu tekin upp fyrst í stað. Þau
ættu síðar að leiða til fullra og
eðlilegra samskipta landanna.
Erú Carter sýndi mikinn
áhuga á vandamálum Jamaiea.
llún heimsótti fátækrahverfi i
Kingston, höfuðborg landsins,
og er hún gekk um þröngar
göturnar safnaðist manngrúi að
til að horfa á.
Næsti áfangastaður var Costa
Rica og þaðan var haldið frá
einu landinu til annars. 1 Quito.
höfuðborg Ecuador, kom ber-
legast í ljós að forsetafrúin var
nokkuð farin að þreytast. Þar
þurfti hún tvivegis að fá súr-
efnisskammt vegna hins þunna
lofts sem þar er vegna hæðar
borgarinnar yfir sjávarmáli.
Rosalynn og þrír æðstu menn
herforingjastjórnarinnar í
Ecuador ræddust við góða
stund. Þar sagði hún ofur
rólega að Bandaríkjamenn
hefðu ekki í hyggju að aflétta
af Iandinu viðskiptabanni þvi
sem komið var á eftir að olíu-
verð ríkisins hækkaði með
verði annarra OPEC-ríkja.
Stjórn Ecuador svíður sárast
að hafa með því misst af
kaupum á Kfir þotum sem
smíðaðar eru i ísrael og knúðar
með General Electric mótorum.
Eorsetafrúin skýrði henni frá
því að bandaríska stjórnin teldi
ekki óhætt að senda slík vopn
til þessa heimshluta. Ecuador-
menn svöruðu því til að Perú-
menn — fornir fjendur þeirra
— hefðu þegar fengið í hend-
urnar vopn sem svöruðu til
Kfir-þotnanna.
Síðar, meðan á viðræðunum
stóð, mátti heyra hróp frá
100—150 námsmönnum um
heimsvaldastefnu Kanadjöfl-
anna og að Rosalynn Carter
væri heimsvaldasinni.
Nokkrum bensínsprengjum var
kastað og lögreglan sprengdi
táragas. Hins vegar komst mót-
ntælendafólkið aldrei nær frú
Carter en svo að henni var eng-
in hætta búin.
Perú var næsti viðkomu-
staðurinn. Erú Carter og
Eranciseo Morales Bermúdez.
forseti landsins, ræddust eins-
lega við í nær þrjár klukku-
stundir. Hún reyndi með lagni
að fá forsetann til að hætta
vigbúnaðarkapphlaupinu við
Ecuadormenn til að varðveita
frið milli landanna tveggja.
Arangurinn af ferð frú Rosa-
lynn Carter til Mið- og Suður-
Amerikuríkja er ótvíræður.
Sjálf hefur hún sýnt og sannað
að hún er greind kona, sterk og
skilningsrík. Eréttaskýrendur
telja þó að eigi árangurinn að
vera meira en til bráðabirgða
verði heimsókn manns hennar,
Carters Bandaríkjaforseta, að
fylgja i kjölfarið og það fyrr en
seinna.
Börnin á Jamaica höfðu
áreiðanlega aldrei séð jafnhátt-
setta manneskju og frú Carter.
Hér gerir hún að gamni sínu
við litia Jamaicastelpu.
Kosalynn t:arter geroi sér sér-
staka ferð i fátækrahverfi
Kingstonborgar á Jamaica. Hér
heilsar hún upp á kynsystur
sínar.
A flestum stoðunum var fru
Carter beðin um að skila því til
manns sins að hans vavri vavnzt
fljótlega. Slík skiiaboð hefði
mátt túlka sem svp:
„Herra forseti. Við hrifumst
af konu vðar. Hún hefur komið
málunuin á hreyfingu en nú er
kominn timi til að ræðast við í
alvöru."