Dagblaðið - 23.06.1977, Síða 8

Dagblaðið - 23.06.1977, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JUNl 1977. Sjóðir Sjóvá jukust um rúma mill j. á dag —alla daga ársins ífyrra Heildar iðgjaldatekjur Sjová- tryggingafélags íslands á sl. ári náinu 1865 milljónum króna og höfðu aukizt frá árinu á undan um 576 milljónir króna eða um 45%. Heildartjón á árinu námu 1563 milljónum, svo 302 millj- ónir voru eftir af iðgjaldatekj- um þegar öll tjón höfðu verið greidd. Frá þessu segir i fréttatil- kynningu frá 58. aðalfundi félagsins. Afkoman varð góð í öllum frumtryggingargreinum en verulegt tap var á erlendum endurtryggingum. Hagnaður var á heildar- rekstri félagsins sem nam 16,2 inilliónum króna. Tryggingasjóður félagsins nam í árslok 1146 milljónum króna og hafði aukizt um 384 milljónir á árinu. Sé litið öðrum augum á þá tölu má sjá að aukning sjóðsins nemur meira en milljón á dag, alla daga ársins. Fastráðnir starfsmenn SJÓVÁ eru 62. Stjórnarfor- maður er Sveinn Benediktsson og framkvæmdastjóri félagsins er Sigurður Jónsson. - ASt. FRIÐRIK ÓLAFSSON GEFUR KOST A SÉR TIL FIDE Friðrik Olafsson stórmeistari í skák hefur nú afráðið að gefa kost á sér í forsetakjöri Alþjóða skák- sambandsins (FIDE) sem fram fer i Hollandi seint á næsta ári. Samkvæmt lögutn FIDE skulu aðalstöðvar FIDE vera í heima- landi forseta þess, svo ef Friðrik nær kjöri munu aðalstöðvar skák- íþróttarinnar í heiminum flytjast til íslands. FIDE hefur ekki mörguin starfsmönnum á að skipa, aðeins ólaunuðum forseta, aðalritara sem gegnir störfum framkvæmdastjóra og tveimur öðrum starfsmönnum. Auk Friðriks er væntaniegt framboð tveggja manna, þeirra Glicoric frá Júgóslavíu og Mendez frá Puerto Rico. Til að verða kjörinn þarf svonefndan aukinn meirihluta, þ.e. kjósa þarf aðra umferð ef enginn frambjóðenda fær hreinan meirihluta í fyrstu umferð. Ef Friðrik nær kjöri þýðir það ekki að hann þurfi að hætta allri kynna. (DB-mynd Sv.Þ.) taflmennsku; hann myndi mótum sem ekki eru á vegum hugsanlega halda áfram að tefla á FIDE. Helmingur fjölbýlishússins kominn undir þak. Níu íbúðir verða í hvorum stigagangi. DB-mynd: G.S. Þorlákshöfn: FYRSTA FJÖLBYLISHUSIÐ AÐ RÍSA — 50 hús á byggingarstigi Nú er langt komin pygging stækkun grunnskólans sem bygging smærri iðnaðarhúsa, svo fyrsta fjölbýlishússins í Þorláks- verður fokheldur í haust og upp- eitthvað sé nefnt. - G.S. höfn og byggir það bygginga- meistarinn Hannes Gunnarsson. Verða íbúðirnar seldar á frjálsum markaði, en sveitarfélagið er einnig að hefja framkvæmdir við byggingu leiguíbúða skv. sérstök- um löguin, að því er Þorsteinn Garðarsson, sveitarstjóri tjáði blaðinu. Ennfremur eru 50 hús á bygg- ingarstigi í Þorlákshöfn, mislangt komin, en þrátt fyrir allt er hús- næðisekla á staðnum, að sögn sveitarstjóra. Fleira er byggt i Þorlákshöfn en íbúðarhús og má þar nefna Hanastél! Nei,takk Það er fátítt að Islendingar afþakki brennivin. Slíkt gerðist þó á dögunum. Sendiherra Islands í Stokkhólmi bauð islenzkum náms- mönnum til hanastélsdrykkju á 17. júní en þeir afþökkuðu. For- sendan var sú að á meðan á tslandi væri afneitað jafnrétti til náms og þjóðinni væri skipt í tvær stéttir þar sem önnur hefði ekki lifvænleg laun fyrir átta stunda vinnudag á ineðan hin lifði í vellystingum praktuglega treystu námsmennirnir sér ekki til að sitja til hanastélsdrykkju með fulltrúum ríkisvaldsins. Þetta er inntakið í fréttatilkynningu sem blaðinu barst um þennan einstæða atburð. — DS Bolungarvík: Hið nýlega ráðhús Bolvfkinga sem jafnframt hýsir sparisjóðinn. (DB-myndir BH) „Menningarreisur' farnar íbæinn „Nei, ég treysti mér ekki til að bera Bolvíkinga saman við annað fólk,“ sagði Gunnar Guð- mundsson skólastjóri á Bolungarvík er blm. DB bað hann að segja frá sérkennum þeirra Bolvíkinga. „Ætli þeir séu ekki bara eins og fólk er flest, ekki frábrugðnir öðrum íbúum þessa lands.“ I grunn- skólanum á Bolungarvík eru hjá Gunnari um 250 nemendur og átta kennarar. Hafa þeir ný- lega fengið sundlaug við skóla- húsið, sem jafnframt er al- menningssundlaug og er fyrir- hugað að byggja þar við einnig íþróttahús. Að sjálfsögðu er það sonur íþróttafulltrúa ríkis- ins sem er arkitekt að nýju sundlauginni. Auk nýju sundlaugarinnar komu Bolvíkingar sér upp nýju. ráðhúsi fyrir nokkrum árum og er það hin glæsilegasta bygging svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Auk þess sem skrifstof- ur bæjarins eru í húsinu starfar þar einnig sparisjóður- inn,sá er lánar hvað mest til húsbygginga af öllum sparisjóð- um landsins. Er síðast var tekið manntal á Bolungarvík bjuggu þar 1119 manns og fer fjölga’ndi. Var veturinn í vetur þar mildur eins og víðast hvar annars staðar á landinu og því yfirleitt AF „PREST- LEGUM” PRESTUM Athugasemd Norðf jarðarprests viðfrétt frá Eskifirði Vegna fréttar frá fréttaritara DB á Eskifirði þess efnis að sr. Svavar Stefánsson, prestur á Norðfirði, hafi flutt messu á Eski- firði þann 17. júní sl. hafði hann samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „I DB 21. júni sl. er frásögn af hátiðarhöldum í tilefni 17. júní á Eskifirði. Þar kemur m.a. fram persónulegt álit fréttaritara á háttum undirritaðs i starfi. Umræddur fréttaritari vermdi ekki bekki kirkjunnar þann dag og byggir hún því- álit sitt á frá- sögn annarra. Vil ég taka það fram að ég var staddur í Reykja- vik þennan dag, 17. júní, en ekki við þjónustu í kirkju Eskfirð- inga." Vegna þessarar missagnar í frétt Regínu hafði hún samband við blaðið og hafði eftirfarandi að segja: Sr. Svavar Stefánsson prestur í Neskaupstað hringdi til min í morgun með þó talsverðum þjósti og spurði mig eftir þvi hvað þýddi „hirin prestlegi maður". Eg sagði strax að ég teldi það prestlega presta sein næðu til fólksins með sinum ræðum og ynnu sín verk af alúð eins og hann hefði leyst af hendi i Eskifjarðarkirkju sl. vikur. Eg harma það að sr. Svavar. háskólagenginn maður, skuli ekki skilja orðið „prestlegur". Það orð hef ég heyrt frá þvi ég var barn um presta sem hafa fallega en samt frjálsa framkomu og vinna öll sín prestverk af alúð og vand- virkni í hvívetna. Eg bið séra Svavar afsökunar á því að sagt hafi verið að hann hefði messað, þvi það vgr mis- skilningur. Það var Egilsstaða- presturinn sem messaði. Regina Th. Breiðholtskirkja: Arkitektinn rangfeðraöur Ranghermt var i biaðmu í gær föðurnafn annars arki- tektsins sem vann samkeppn- ina um teikningu að nýrri Breiðholtskirkju. Heitir arki- tektinn Guðmundur Kr. Krist- insson en ekki Guðmundsson. Auk hans unnu til verðlaun- anna samstarfsmenn hans, Ferdinand Alfreðsson arkitekt og Hörðtir Björnsson tækni- fra'ðingur. BH góð færð og auðvelt að komast milli staða frá Bolungarvík. Að vetri til er það ótal margt sem fólk gerir sér til skemmtunar, og er ekki óalgengt að áhafnir af bátunum bregði sér saman til Reykjavíkur í „menningar- reisur“. Er þá haldið suður á föstudegi, farið í leikhús, borðað úti og farið á ball. Þá er ekki óalgengt að farið sé í róður og allur peningur sem inn kemur fyrir þann róður lagður i „menningarreisusjóð". - BH Gunnar Guðmundsson stjóri á Bolungarvík.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.