Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 19
DACBLAÐIÐ. K1MMTUDAC.UK 211. JUNI lí)77. l.i'ikfólau Uúsavikur sýnir i kviild og annað kvöld li'ikritiö i doifílunni eftir Arthúr Millor i IOnó. Okkur lók nokkur forvitni á aó vita hvað veldur þvi að leikfélag i 2500 irtanna bæ tekur þá áhættu fjárhafís- lesa að fara suður til Reykja- vikur með svo stórt st.vkki sem Deielan er og um leið hvernif; leiklistarstarfsemi úti á landi eetur vfirleitt farið frarn. Við litum því inn á -æfinKU hjá leikfélaginu þegar við vorum stödd á Norðurlandinu. Efingarnar, sem þá fóru fram, voru aðeins til að hressa upp á minnið því leikurinn var færður upp fyrir norðan í vetur. Við hitturn að máli þá Kristján Elis Jónasson formann leikfélagsins og Einar Njálsson sem einnis er í stjórn þess. — Eruð þið bjartsýnir á suðurferðina? „Við verðum að vera það. Ef við héldum ekki að ferðin stæði undir fjárhagslegum kostnaði værum við vitaskuld ekki að fara. Þetta kemur til með að kosta okkur um það bil 400 þúsund krónur eða tvöfalt framlagið sem við fáum frá Húsavíkurkaupstað á ári. Við vonumst auðvitað til þess að brottfluttir Húsvíkingar komi á sýningarnar. svo og þeir sem tengdir eru Húsavik eða Hús- víkingum.” — Hvernig hefur aðsóknin verið hérna? „Við höfum nú oft fengið betri aðsókn. Við höfðum 10 sýningar á Deiglunni en oftast höfum við getað haft um það bil 16 sýningar á.leikritum. Við kennum því um að þetta er þ.vngra verk þannig að for- eldrar hafa líklega hikað við að senda börn sín á sýningar. Oft hefur það verið þannig með verk sem við höfum fært upp að heilu skólarnir hafa komið." — Nú fjallar þetta leikrit um ofsóknir sem fólk verður f.vrir vegna gruns um galdur. Þykir ykkur þetta eiga beint erindi til fólks nú á dögum? „Tvímælalaust. Ofsóknir végna skoðana manna eru enn við lýði. Bezta dæmið um það eru Sovétrikin. Miller samdi þetta leikrit sem dæmisögu og ádeilu á annan tima, tíma McCarthyismans. Við teljum þessa dæmisögu enn í fullu gildi.” Á leiðinni út hittum við Sigurð Hallmarsson skólastjóra og þann sem margir telja „primus motor“ leikfélagsins. Við báðum hann um viðtal. Sú ósk var veitt þó Sigurður tæki það fram að venjulega ræddi hann ekki við blaðamenn. — Hvernig gengur leiklistar- starfsemin hérna á Húsavík yfirleitt? „Við höfum átt því láni að fagna að eiga áhugasama áhorf- endur. Þar er sveitafólkið engir eftirbátar annarra. í Þingeyjar- sýslu er fólk sem hefur mikinn áhuga á leiklist og við höfum setl upp dýrar sýningar í trausti þess að fólkið kæmi að sjá þær og það hefur ekki brugðizt trausti okkar." — Hvernig er fjárhagurinn? „Við fáum núna 200 þúsund krónur frá bænum en þyrftum vitaskuld að fá mun meira. Við þyrftum að fá það mikið að fjárhagsleg sjónarmið ráði ekki verkefnavali . Hjá leikfélögum úti um land er það víða þannig að fjárhagurinn ræður því hvaða verk eru sett upp og hvaða menn eru fengnir utan að, til dæmis til að stjórna. Þetta ber þó alls ekki svo að skilja að við höfum látið fjár- hagsmálin stjórna okkar vali á verkefnum, svo er áhuga- sömum áhorfendum fyrir að þakka. Leikfélögin úti á landi þurfa að hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að koma sér upp að- stöðu til að smíða sviðsmyndir og geyma þær. Það er aðstöðu- leýsið sem þjakar leikfélögin úti á landi mest. Senusmíði er mjög tímafrek og erfið og það má ekki minna vera en að þeir sem við hana vinna fái viðun- andi aðstöðu til þess. ÞvTmiður hef ég komið i fá félagsheimili á landinu þar sem aðstaða er fullnægjandi til leiksýninga. Það hefur ekki verið hugsað nógu vel fyrir leiksviðum i félagsheimilum almennt. Iæik- sviðið er yfirleitt svo lítið að Leikfélögin úti á landi eru grundvöllur atvinnuleikhúss: 19 % Húsvíkingar koma með Deiglu Millers suður (Jr uppfærslunni á Deiglunni á Húsavík í vetur. Talið frá vinstri: Kristján Elís Jónasson, Hjörtur Sigurðsson, Herdís Birgisdóttir, Þorsteinn Jónsson, Ingimundur Jónsson og Sigurður Hailmarsson. Myndina tók ljósmyndastofa Péturs á Húsavik. það veldur þeim sem sér um leiktjöld miklum erfiðleikum. Það sem þjakar okkur núna er að við höfum alltaf verið á hrakhólum með geymslu fvrir leiktjöld. Við höfum aldrei haft fjárhagslegt boímagn til að b.vggja eða kaupa húsnæði fyrir þau. Það verður því sífellt að vera að flytja tjöldin á iiiilli. Það gle.vmist allt of oft að leik- sýning er ekki bara leikararnir sem standa á sviðinu, leik- m.vndin er þar stór hluti." — Nú eru leikarar frá Þjóð- leikhúsinu farnir að starfa með leikfélögum úti um land við uppsetningar leiksýninga. Er ekki að þessu mikil lyftistöng? „Vitaskuld. Þetta er áreiðan- lega það sem koma skal. Enda er þá fyrst um þjóðleikhús að ræða. Það má ekki gle.vmast að alvinnuleikhúsin grundvallast á áhugaleikhúsum. Leikhús í hverri sveit gera það mögulegt að reka atvinnuleikhús. Með öðrum orðum, atvinnuleikhús grundvallast á því að áhugi á leiklist sé fyrir hendi. Áhuga- leikhúsin skapa og viðhalda þeim áhuga. Þetta er svipað og að segja að ef ekki hefði verið hagyrðingur í hverri sveit hefði heldur ekki verið til Jónas Hall- grímsson. Ljóðlistin var þá eðli- legur hluti af lífinu eins og ,leiklistin á að vera.“ — Finnst þér Deiglan eiga erindi til nútímafólks? „Já. Boðskapur hennar er ennþá í fullu gildi. Það er sko engin tilviljun að þetta verk hefur aldrei verið kvikmyndað. Það snertir ennþá vissa strengi í fólki, strengi sem mega ekki vera snertir." DS Á æfingu, frá vinstri: Kristján Elis, Ingimundur, Herdis, Anna Jeppesen og Arnína Dúadóttir. Myndina tók Baldur, Húsavik

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.