Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 4
w “ Sími 40299 O&B INNRÉTTINGAR 3 nýjar gerðir af eldhúsinnréttingum, fura, hnota og eik. Uppstilltar á staðnum. — 1-2 mán. afgreiðslufrestur. ni Eftir 14 ára reynslu á Is- landi hefur runtal-OFNINN sannað yfir- burði sína yfir aðra ofna sem mm^m^mm^mmm framleiddir og seldir eru á fslandi. Engan forhitara þarf að nota við runtal-OFNINN og eykur það um 30% hitaafköst runtal-OFNSINS. Það er allstaðarrúm fyrir runtal, runtal-OFNINN er framleiddur úr svissnesku gæðastáli. Runtal-OFNINN er hægt að staðsetja allstaðar. Stuttur afgreiðslutími er á runtal-OFNINUM. VARIZT EFTIRLÍKINGAR. VARIZT EFTIRLfKINGAR. rurxtal ofnar hf. Síðumúla 27. Ofnasmiðja Suðurnesja hf. Ketlavík. MODELSMÍÐI SÉRSMÍÐI Hringur - armban,d - hálsmen og lokkar, allt í stíl og jafnvel eftir yðar eigin hugmynd. Komið með teikningu og við munum reyna að gera okkar besta. Höfum einnig fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af gjafavörum úr gulli og silfri. Komið og skoðið. Fjölgum fögrum gripum - gefið góða gjöf. FRAKKASTÍG 7, REYKJAVÍK SÍMI 28519 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚNt 1977. Ingimar í spýtuhúsinu er viðurnefnið sem Ingimar Finnbjörnssyni útgerðarmanni í Hnífsdal hefur verið gefið. Þegar hann er inntur eftir því hverju þetta sætir, segir hann sig hafa verið staddan í Reykja- vík íyrir mörgum árum og þá hafi togaraskipstjóri vinur sinn verið að sýna sér nýtt og glæsilegt einbýlishús sitt. Varð þá Ingimar að orði: „Okkur líður báðum jafnvel, þú í þínu dýra húsi og ég í tíu króna spýtuhúsinu.“ Eftir þetta festist viðurnefnið við Ingimar og hefur hann gengið undir því nafni síðan. „Ég er ánægður með kjallara- greinarnar ykkar þarna í Dag- blaðinu, þær eru margar hverjar góðar. Auðvitað er það núna stærsta mál þjóðarinnar, verndun fiskistofnanna við landið," segir Ingimar. „Það var fyrir mörgum árum sem við mynduðum frystihúsið hér sem er núna sennilega eitt glæsileg- asta frystihús á landinu. Við reistum líka beinamjölsverk- smiðju þar sem við nýtum úr- ganginn og framleiðum mjöl úr beinum. Frystihúsið og togararnir, þetta skapar grund- völlinn undir blómlegt atvinnu- líf þjóðarinnar, en kröíurnar sem fólkið gerir til lífsins nú til dags hafa gengið úr hófi fram.“ En Ingimar er bjartsýnn á framtíð fólksins í landinu og afkomu íslendinga. Grundar- tangaverksmiðjunni er hann ekki hrifinn af, „ég sagði nú við hann Matthías okkar hvort ekki væri nær að hann notaði raf- magnið úr raforkuverunum til að hita upp húsin í landinu þar sem ekki er kostur á hitaveitu, ekki er hún það ódýr innflutta olían.“ Að viðræðunum og kaffi- drykkju lokinni kveður blm. Ingimar og Sigríði konu hans, athafnafólk frá Hnífsdal sem að afloknu brauðstriti ævinnar hefur nú setzt í helgan stein. -BH. Ingimar íHnífsdal: Verndun fiskistofnanna stærsta mál þjóðarinnar Sigríður Guðmundsdóttir og Ingimar Finnbjörnsson. (DB-mynd BH) Gagnkvæmar heimsóknir —á vegum Þjóðræknisfélagsins ísumar Hópferðir á vegum Þjóðræknis- félags íslendinga, að vestan og vestur, eru á dagskrá í sumar, en hafa erfiðleikum verið bundnar vegna undarlegrar tegðu kana- dískra flugyfirvalda við að veita gagnkvæm lendingar og farþega- leyfi. Nú hefur nokkuð rætzt úr þvi og til tslands koma tveir hópar frá Winnipeg. Sá fyrri kom 14. júni en hinn síðari kemur um miðjan júlí. I samvinnu Svið Samvinnuferðir gangast Þjóðræknisfélögin fyrir einni hópferð til Wirinipeg og verður flogið vestur 15. júlí og heim aftur 4. ágúst. Einnig verður skipulögð hópferð bænda í þess- ari ferð. Gagnkvæmar heimsóknir ýmissa framámanna og lista- manna eru og á dagskrá, og má geta þess að dr. Valdimar Eylands kemur hingað í sumar og verður gerður að heiðursdoktor við Háskóla Islands. Einnig eru á dagskrá heimsóknir ungmerina- hópa: Útgáfa blaðsins Lögbergs- Heimskringlu hefur verið áskrifenda, sem munu nú vera rækilega studd, með beinum töluvert á annað þúsund _á fjárframlögum og söfnun nýrra' tslandi. JH Kvennakðr Suðurnesja fer i söngferð til Kanada og syngur t.d. á Islendingadeginum. Hingað kemur svo síðar í sumar kór Manitobahá- skóia, sem Þjóðræknisféiagið og Kvennakórinn sjá um mðttöku á. Nyr yfirlæknir skurð- deildar Borgarspítalans Nýr yfirlæknir skurðdeildar Borgnrspitalans hefur verið ráðinn frá 1. júlí næstkomandi. Er það Gunnar H. Gunnlaugs- son sérfræðingur í brjósthols- skurlækningum sem tekur 'við af dr. med. Friðrik Einarssvni sem verið hefur yfirlæknir deildarinnar frá upphafi. Gunnar H. Gunnlaugsson lauk læknaprófi frá Háskóla íslands árið 1962. Hlaut hann sérfræðiréttindi í almennum skurðlækningum 1969 og sér- fræðingsréttindi á Mayo stofn- uninni í Bandarikjunum árið 1970. Hann var skipaður dósent i handlæknisfræði við lækna- deild Háskólans 1974. Hann hefttr starfað við Borgar- spítalann frá árinu 1970. Gunnar er kvæntur Arnhildi Guðmundsdóttur og eiga þau fjögur börn. -A.Bj. Gunnar II. Gunnlaugsson, hinn nýi yfirlæknir. Prestastefna íslands Prestastefna Islands 1977 verður haldin á Egilsstöðum og hefst hún með messu í Egilsstaðakirkju þriðjudag- inn 28. júní kl. 10.30. Kl. 14 setur biskup prestastefnuna í Egilsstaðakirkju og flytur yfirlitsræðu. Prestastefnan stendur til fimmtudagsins' 30. júni. Aðalfundur Presta- félags Islands verður haldinn í Egilsstaðakirkju kl. 14 30. júni. Að honum loknum verður altarisganga og synódusslit. Aðalfundur Prestskvennafélags tslands. verður haldinn að Eiðum þann 29. júní kl. 14. Tvö s.vnoduserindi verða flutt í útvarpi og flytj’a þau sr. Björn Jónsson og Sr. Þor- valdur Karl Helgason. JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.