Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 11
DACBLAÐIt). K()STl'l)Ai;UK 24, .IUNI l!)77.
\rabar eru orðnir mjog áberandi i millahverfunum 1 London
góðar hirzlur. Lögregluþjónn i
Kensington lét í ljósi undrun
sína á því hve háar fjárfúlgur
Arabarnir létu liggja á glám-
bekk. Hann sagði að þeir sökn-
uðu allt að þremur milljónum
króna t.d. í reiðufé sem þeir
höfðu haft sem vasapeninga.
Scotland Yard telur það al-
veg víst að mörg innbrot séu
ekki tilkynnt. Samt sem áður er
það á skýrslum hjá lögreglunni
að um tvö þúsund innbrot hafi
verið framin hjá Aröbum frá
því í janúar.
Koma um hábjartandag
Innbrotsþjófarnir eru að
verki um hábjartan daginn ef
þeim sýnist svo. Þeir einfald-
lega ryðjast inn á fólkið og
heimta verðmæti. Það verður
svo skelkað að það lætur af
hendi það sem innbrotsþjófur-
inn vill fá. Hann velur sér hús,
eftir því hvað eigandinn á
mikið af peningum og hversu
margar konur hann á. Þeir láta
svo greipar sópa og hirða skart-
gripi kvennanna. Þeir vilja
ekki sjá rafmagnstæki eins og
plötuspilara og útvörp, sem
þeir stelja svo gjarnan hjá Eng-
lendingum. Þarna er það ekki
ómaksins vert að fara með svo-
leiðis hlutu út úr húsi Arab-
anna.
Ef hlutur, sem Arabi telur að
hafi verið stolið frá sér, finnst,
þá er svar kaupmannsins, að
hann hafi keypt hlutinn af
mjög virðulegum borgara, sem
hann svo nefnir á nafn. Sá
kannast hins vegar ekki við að
hafa selt hlutinn.
Krefjast betri verndar
í London
Vegna þessara tíðu innbrota
hafa Arabar leitað til stjórn-
valda í Bretlandi og krefjast
þess að þeir fái betri vernd
gegn þessum ræningjalýð.
Sendiráðin í London hafa milli-
göngu með þessi klögumál.
Reynt hefur verið að leysa
málið með því að fá menn til að
dulbúast sem hippar eða ferða-
menn og ráfa um hverfi Arab-
anna, eða látast vera að vinna
að einhverjum störfum. Ekki
hefur fólk samt trú á því að
þessar aðgerðir beri tilætlaðan
árangur, vegna þess hve mörg
innbrotin eru vel skipulögð.
Þær koma hins vegar í veg fyrir
að ætt sé inn á fólk um há-
bjartan daginn og heimtaðir af
því peningar. 1 þau fáu skipti
sem innbrot upplýsist þá hafa
þjófarnir verið gripnir glóð-
volgir við iðju sína eða þá að
innbrotið er mjög illa skipulagt
og þjófarnir skilja bókstaflega
eftir sig slóð.
Arabar í London taka þessi
innbrot ekkert mjög nærri sér
og alltaf heldur straumurinn
áfram að vaxa þangað. Þeir eru
orðnir mjög áberandi í götulíf-
inu á verzlunargötum London
og verzlunareigendur vita að
þeir borga vel fyrir þær vörur
sem þeir girnast og ekkert er
auðveldara en að skipta um
verðmiða, svona rétt á meðan
þeir standa við í búðinni.
11
300.000 tonn eða 600.000 tonn
af álsýringi.
Niðurstaða álitsgerðarinnar
er að tæknileg skilyrði séu til
uppsetningar álsýringsvinnslu
á Islandi, þótt aðeins yrðiunnt
að taka til vinnslu báxít af
gibbsite-gerð. t löndum við
Karíbahaf, í Afríku og í
Ástralíu er slíkt báxít numið og
það þyrfti að taka upp viðræður
um þau til að tryggja aðdrætti
báxítsins.
Þegar ákvörðuð var
(viðmiðunar-) stærð álsýrings-
vinnslunnar, var fyrst tekið
tillit tjl þess, að sjá þarf hinni
innlendu bræðslu ISAL fyrir
álsýringi, allt að 240.000
tonnum á ári , eftir að hún
hefur verið stækkuð, eins og
fyrirhugað er, og síðan nýjum
verksmiðjum, sem vinna kynnu
corrundum og álsölt, fyrir
umframframleiðslunni. Af
þeim sökum hefur verið við
miðað, að fyrsti áfangi
álsýringsvinnslunnar svaraði
til 300.000 tonna árlegrar fram-
leiðslu, en sú stærð er að
jafnaði talin minnsta hagkvæm
stærð álvinnslna. — Kostnaður
af uppsetningu slíkrar
álsyringsvinnslu hefur verið
áætlaður $ 113.000.000,
(tæplega 22 milljarðar kr.), að
undanskildum kostnaði af
höfn, þjónustuliðum
(infrastructure) og vegi, og $
120.000 að meðtöldum öllum
kostnaðarliðum, sem að
álsýringsvinnslunni lytu.
í því skyni að athuga áhrif af
stækkun álsýringsvinnslunnar
og af útflutningi umfram-
vinnslu álsýrings til annarra
landa, hefur einnig verið tekin
saman sundurliðuð kostnaðará-
ætlun af uppsetningu tvöfalt
stærri álsýringsvinnslu.
Kostnaður af uppsetningu ál-
sýringsvinnslu með 600.000
t afköstum á ári hefur verið
áætlaður, miðað við útþenslu-
stöðulinn 0,75, — $ 193.000.000
og $ 200.000.000 fyrir ofantalda
liði (í ofantalinni röð). Ef ál-
sýringsvinnslan ynni 300.000
tonn á ári, yrði árlegur rekstar-
afgangur $ 8.450.000 eða $ 28,20
á tonn (5572 krónur á tonnið)
Ef álsýringsvinnslan ynni hins
vegar 600.000 tonn á ári og
flytti út 50% vinnslu sinnar,
yrði árlegur rekstrarafgangur $
12.200.000 eða $ 20,50 á tonn,
þ.e. 3977 krónur á tonn.
Ofangreindar niðurstöður
benda til, að um rekstrar-
kostnað yrði islensk álsýrings-'
vinnsla (með 300.000 tonna ár-
legum afköstum) samkeppnis-
fær við erlendar álsýrings-
vinnslur. Ef vinnslugeta henn-
ar yrði hins vegar tvöfölduð,
mundi hún „skila minni"
rekstrarafgangi á hvert tonn
álsýrings, þótt enn væri hún
samkeppnisfær. — Lausleg at-
hugun bendir til.aðum rekstr-
arkostnað yrði innlend
álsýringsvinnsla með 300.000
tonna árleg afköst samkeppnis-
fær við erlendar álsýrings-
vinnslur, sem ynnu allt að
1.200.000 tonnum á ári.
Engar markaðskannanir hafa
verið gerðar í sambandi við
athugun þessa. Álitlegt virðist
að selja mikinn hluta álsýrings-
ins til Isal-bræðslunnar og að
vinna corrundum og álsölt úr
dálitlum hluta álsýringsins og
selja þann álsýring, sem
umfram væri, til landa í
Evrópu með ódýra raforku frá
vatnsfallsvirkjunum eða selja
það annarri álvinnslu á íslandi,
eins og til mála kæmi á síðari
stigi athugunarinnar. — Hvað
orku viðvíkur, benda fáanlegar
upplýsingar til þess, að næg
jarðgufa og raforka séu til
álsýringsvinnslu.
Það er skoðun sérfræðings
þessa, að athuga beri sér-
staklega framleiðslu vítissóda
og taka hana til nánari
athugunar, án tillits til ál-
sýringsvinnslu."
3. í niðurstöðum sínum víkur
dr. György Sigmond ekki að
einu atriði sem máli kann að
skipta: Stærstu álfyrirtækin,
meðal þeirra Swiss Aluminium
Ltd., eru hluthafar í báxít-
námum og álsýrings-vinnslum.
Og það eignahald þeirra mun
ekki síður ráða um aðdráttar-
leiðir álvinnslna þeirra en
hnattstaða þeirra. Hins vegar
víkur hann að þVi í greinargerð’
sinni að nokkur baxítnámu-
lönd, Jamaica, Surinam,
Guyana, Guines, Júgóslavía,
Sierra Leone og Ástralía hafa
með s.ér alþjóðleg báxítsölusam-
tök, International Bauxite
Association. Lönd þessi kbma
sér saman um allháan toll á
útfluttu báxíti og taka þau
hann til endurskoðunar öðru
hverju.
Haraldur Jóhannsson
hagfræðingur.
leika. Við skulum því reyna að
bæta úr því og fara saman i smá
leikfimi með hugann.
Gerum ráð fyrir að við
stöndum frammi fyrir þvi einn
daginn að olían hafi tífaldast í
verði og þorskstofninn hafi
hrunið til grunna.
Bensínverðið gæti þá urðið
milli 5-600 kr. lítrinn og verð á
olíu til húskyndingar um 250
kr. litrinn. Er þá miðað við að
ríkið gefi eitthvað eftir í skatt-
lagningunni á bensíni og olium
miðað við núverandi ástand.
Með þessu móti myndi einn
skottúr austur fyrir fjall til
Hveragerðis á Blazer eða álíka
kagga kosta 15 þús. kr„ bara
bensínið. Bensínið í samskonar
skottúr til Akureyrar fram og
til baka mundi kosta 130 þús.
kr.
Meðalfjölskylda sem ætti
lítinn evrópskan bíl, sem eyddi
10 lítrum á hundraðið og keyrði
20 þús. km á ári mundi fara
með 85 þús. kr. í bensin á
mánuði.
Það ætti að vera augljóst af
þessum tölum, að einkabíllinn
mundi leggjast niður í því
formi sem hann er riotaður nú,
ef olían tífaldaðist i verði.
Bílar yrðu eftir þetta
væntanlega ekki notaðir nema
til flutninga í stórum stíl,
þ.e.a.s. vöruflutninga og i
áætlanaferðir.
Strætisvagnar ættu að hafa
möguleika á að blómstra á ný,
þvi það yrði beinlínis fjárhags-
lega ókleift hverjum venju-
legum launamanni að ferðast
Kjallarinn
Reynir Hugason
milli staða á eigin spýtur, þ.e. í
eigin farartæki.
Minni skuttogararnir hafa
fram til þessa verið taldir bera
sig einna skást af öllum tegund-
um veiðiskipa I íslenska flotan-
um.
Árið 1977 er áætlað að um
18% heildargjalda skut-
togaranna verði f.vrir olíur. Ef
olían tífaldast í verði er auðséð
að það borgar sig ekki að gera
út skuttogara á fiskveiðar
miðað við núverandi verðlag á
fiski.
Væntanlega myndi fyrsta af-
leiðing oliuverðhækkunarinnar
á sjávarútveuinn yerða sú uð
fiskverð margfaldaðist. Hvaða
áhrif það hefði á söluna á fiski
á erlendum mörkuðum er ekki
auðvelt að sjá fyrir, en væntan-
lega mundi draga mjög veru-
lega úr henni. Fiskverðið
mundi væntanlega ná jafnvægi
þannig að það rétt borgaði sig
að gera vel rekin skip á
alþjóðlegan mælikvarða út á
fiskveiðar.
Annar möguleiki til lausnai
þessum vanda er sá að breyta
vélabúnaði skipanna, þannig að
nota megi kol i stað oliu, eins og
gert var á nýsköpunartogurun-
um hérna um árið. Þetta tekur
mun lengri tíma, einkutn vegna
þess að kolavinnsla í þessum
tilgangi hefur að mestu lagst
niður og tekur mörg ár, að
minnsta kosti 10 ár, að byggja
hana upp að nýju.
Eftir verðhækkunina ættu
litlir bátar, handfærabátar og
opnir bátar af ýmsum gerðum
með litlar vélar að hafa tiltölu-
lega góða yfirburði i rekstrar-
hagkvæmni yfir stóru eyðslu-
freku bátana og skipin sem nú
eru á miðunum.
I landbúnaði myndi
traktorinn ennþá vera helsta
hjálparhellan. Tiföldun á verði
á olíu nægir ekki til þess að
gera traktorinn óhagkvæman.
Reynslan sýnir einnig að bú-
vöruverðið má hækka sem nem-
ur kostnaðaraukningu við
framleiðsluna, en hætt er við að
búvöruverð hækki allnokkuð,
einkum í hlutfalli við laun hins
almenna verkamanns.
Búast má við að alinenningur
verði nægjusamari i inataræði
en nú þekkist almennt. Ef
íslendingar ne.vttu ekki meira
af dýrapróteini en þeir þyrftu á
að halda, má búast við að
minnsta kosti helmings-
minnkun í sölu á búvörum.
Otflutningur á landbúnaðar-
vörum mundi að sjálfsögðu
leggjast niður, þar sem ekki
væru til neinir sjóðir til þess
að styrkja útflutninginn.
Þannig mætti búast við að land-
búnaður dragist saman og þá
einkum sauðfjárbúskapur allt
að þremur fjórðu.
Samdráttur í sauðfjárbúskap
að þremur fjórðu mundi hins
vegar hafa í för með sér að stór
landsvæði á norður- og norð-
austurlandi myndu leggjast í
auðn.
Hugarleikfimi —
fyrir aðframkomna.
Eftir olíuverðhækkunina
yrði ómögulegt að k.vnda
íbúðarhús með olíu. það gæti
kostað allt að 200 þús. kr. á
mánuði yfir veturinn. Þeir sem
ekki hafa aðgang að jarðhita
yrðu annaðhvort að berja sér til
hita eða b.vrja að k.vnda með mó
og sauðataði. Vinnsla á surtar-
brandi gæti hafist hér á landi
og orðið arðbær.
Sjávarplássin út um land
yrðu algjörir draugabæir. eink-
um þau sem b.vggja svo lil alla
sina afkomu á fiskveiðum og
fiskiðnaði.
Þótt gert yrði út á trillur og
búast megi við að fljótlega
fengist þó nokkur afli á hand-
færi siikum sjálfkrafa friðunar
fiskstofnanna, þá mun sú veiði
þessara smábáta væntanlega
ekki nægja til að halda uppi
atvinnu í stórum sjávar-
plássum.
Ödýr orka, einkum olía. er
undirstaða framleiðslu á flest-
um okkar neysluvörum. Því
mundu næstum allar vörur sem
við flytjum til landsins einnig
margfaldast í verði.
Svigrúm væri hins vegar ekk-
ert hér innan lands vegna
hruns þorskstofnsins til þess að
hækka laun að sama marki og
hinar innfluttu vörur, en miðað
við reynslu fyrri ára mundu
verkalýðsfélögin samt krefjast
launahækkana, sem hefði i för
með sér óðaverðbólgu er gæti
numið 200-300% á ári, eða jafn-
vel meira.
Kostnaðurinn við að byggja
virkjanir, línur og dreifikerfi
fyrir raforku vex að sama skapi
og olíuverðið. Þetta hefur í för
með sér að þótt við eigum mikil
vatnsföll, sem hægt væri að
virkja, myndi orkan frá þeim
ekkert verða ódýrari en orkan
frá olíunni fyrr en virkiunin
væri afskrifuð, að mestu eða
öllu leyti.
Hrun fiskstofnanna og veruleg
verðhækkun á oliu myndi þeg-
ar á heildina er litið hafa þau
áhrif að við myndum læra með
illu. þar sem ekki vill befur, að
fara betur með bæði endur-
nýjanlegar og óendurnýjanleg-
ar auðlindir náttúrunnar.
Reynir Hugason
verkfrieðingur