Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JUNl 1977. 7 Vantar þungavinnuvélar Vegna líflegrar eftirspurnar undan- farna daga vantar okkur allar gerðir vinnuvéla og vörubíla á söluskrá. Markaðstorgið Einholti 8, sími 28590 og 74575 helgarsími. sig frá erii starfs síns Idi Amin er lífi og hvílir Idi Amin er á lífi og við ágætis heilsu. Þessa dagana hvílir hann sig frá erli starfs síns og ekki síður sviðsljósinu Mustafa Idrisi hershöfðingi og varaforseti Uganda kom fram í útvarpi í gær og tilkynnti að forsetinn væri svo sannarlega á lífi og við góða heilsu. Enn hefur þó ekkert vitnazt hvar stórmennið hefur haldið sig síðastliðna viku. Banda- riskur blaðamaður, sem dvelst í Uganda, heldur því fram, að Amin sé á síðbúnu brúðkaups- ferðalagi með Söru, fjórðu eiginkonu sinni, sem hann kvæntist f.vrir ári síðan. Sé þao rétt er dvalarstaður Amins það ríkisleyndarmál sem hvað bezt ergeymt. Vafi þykir nú leika á um fréttir fjölmiðla í Kenya um að Amin hafi særzt eða látizt er honum var sýnt morðtilræði síðast laugardag. Annars ætti sá vafi að verða að vissu eða öfugt, er forsetinn kemur næst fram opinberlega. Ýmsar fréttir hafa borizt um það síðustu daga að Amin hafi átt fundi með háttsettum undir- mönnum sínum. Ugandaút- varpið sagði til dæmis frá því að hann hafi tekið á móti fjár- málaráðherra sínum, Moses Ali, sem er nýkominn úr heimsókn til Egyptalands og hafði meðferðis skilaboð frá Sadat forseta. Adrisi varaforseti gagnrýndi brezka fjölmiðla í ræðu sinni í gær fyrir að telja umheiminum trú um að Amin væri horfinn. Hann kvað mun meiri líkur fyrir því að Elisabet drottning eða ' James Callaghan væru horfin og Bretar væru að leita aðstoðar hjá Ugar.damönnum til að finna þau. — Fyndinn maður, Adrisi varaforseti. Þessi mynd er reyndar héðan frá íslandi og maðurinn sem er á henni kemur hvergi nærri því að útsetja lög. En tölvur eru eins hér og í Bretlandi. Sjónvarpsspil kr. 29.430.- 2x15 vött sínus við 4 OHM kr. 36.597 með FM viðtœki kr. 57.410.- 2x37 vött sínus við 4 OHM kr. 44.150.- Með FM viðtœki kr. 66.463.- JOSTY SAMEIND HF. Grettisgata 46. Sími 21366. ÖPÍÖ 17-IS--19 lunourHuir') Q_1‘> AKRANES AKRANES Höfum á söluskrá m.a. 2ja iierb. íbúðir við: Vesturg. Höfðabr. m/bílskúr. 4ra lierb. íbúðir við: Háhoit, Háholt m/bílskúr. Jaðarsbr. m/bílskúr. Króka- tún, Mánabr. m/bílskúr. Sandabr. m/bílskúr. Vesturg. Einbýli við: Brekkubr. m/bílskúr. Furugr. m/bílskúr. Mánabr. (parhús) m/bílskúr, Stekkjarh. m/bíl- skúr. Stiilholt. m/bílskúr. Skagabr. Vesturg. Vesturg. m/bilskúr. Vogabr. (raðhús) m/bíiskúr. Grunnar við: Grenigr. Be.vnigr. 3ja berb. íbúðir við: Bárug. Garðabr. m/bílskúr. Krókatún Kirkjubr. m/bílskúr. Sóleyjarg. Suðurg. 5 berb. íbúðir við: Höfðabr. Höfðabr. m/bílskúr. Hjarðarhoit m/bílskúr. Kirkjubr. (170 fm) Vallholt. Vesturg. Vesturg. m/bilskúr. FASTEIGNASALAN HÚSOGEIGNIR S:93-1940. Deildartún 3. Akranes Haligrímur Hailgrímsson. Löggiltur fasteignasali. Ge.vmið auglýsinguna. SAMEIND Magnarar frá Jostykit Tveir æðstu menn Uganda. Sá óæðri, Mustafa Adrisi varaforseti, fullyrðir nú að Amin sé sko aldeilis ekki dauður eða týndur, heldur sé hann bara að hvíla sig frá skyldustörfum sínum. NOTUÐU TÖLVU TIL AÐ ÚTSETJA LÖG Tveir menn hafa verið dæmdir í Bandaríkjunum fyrir að stela tölvu og nota tíma hennar til að útselja lög sem þeir voru að \ inna að í eigin þágu. Hver mínúta er dýr þegar um tölvu er að ræða og er áætlað að sá tími sem þeir notuðu tölvuna muni kosta um 28 milljónir íslenzkar krónur. Menn- irnir eru báðir starfsmenn fyrir- tækis sem vinnur mikið með tölv- um, svo þeir kunnu vel að nota tækin. Það voru sérstaklega þjálfaðir menn innan leyniþjónustunnar, sem eru sérhæfðir í tölvuglæpum, sem komu upp um kumpánana. Þeir létu sér ekki nægja að nota tölvu til útsetninga, heldur voru farnir að nota hana til að halda bókhald yfir starfsemi sína. Eins létu þeir tölvuna skrifa út alla reikninga sem þeir sendu við- skiptavinum sínum sem þeir §eldu tíma á tölvunni, sem þeir stálu og notuðu í eigin þágu. Staltug- milljónum frá skjól- stæðingum sinum Lögfræðingi nokkrum í Bretlandi var stungið í svartholið og verður að dúsa þær næstu sex árin, vegna þess að hann stal af skjólstæðingum sínum rúm- um 83 millj. króna. Þessari upphæð hafði hann önglað saman í tvö ár og lifði þann tíma eins og kóngur í ríki sínu. Lögfræðingur sá sem fór með mál kollega síns, sem situr nú í fangelsi, sagði að hann hefði verið búinn að missa allt raunveruleika- skyn og hefði lifað í ímynd- uðum heimi, þar sem hann gæti ausið yfir sig heimsins gæðum. REUTER Erlendar f réttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.