Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JUNt 1977. 5 r .... ..— Hitavaitan afímeiri en Búrfells- og Sigölduvirkjanir samanlagðar Ekki er víst að allir hafi gert sér grein fyrir þvi að Hitaveita Reykjavíkur gefur af sér meira afl en Búrfellsvirkjun og Sig- ölduvirkjun til samans. Nýting heita vatnsins er nú um 420 MW, en samanlagt er afl fyrr- nefndra stórvirkjana um 400 MW. Nýtihg heita vatnsins hófst í smáúm stíl, en hefur aukizt jafnt og þétt. Jarðhitasvæðunum sem nú eru nýtt fyrir höfuðborgar- svæðið má skipta i tvennt. Annars vegar eru þau innan bæjarmarka Reykjavíkur og Seltjarnarness og hins vegar jarðhitasvæðin í Mosfellssveit. Laugarnessvæðið í Reykjavík var f.vrst notað til húshitunar 1930, en 1943 tók til starfa hita- veita frá Suður-Reykjum í Mos- fellssveit. Gufubor Reykjavíkur og ríkisins, Dofri, var tekinn í notkun 1958 og voru fyrstu djúpu holur hitaveitunnar teknar í notkun 1960. Frá 1970 hefur staðið yfir heildarrannsókn á jarðhita- möguleikum á svæðinu frá Esju og Skálafelli í norðri og Blá- fjöllum og Straumsvik í suðri. Yfirborðsrannsóknir benda lil þess að enn séu stór svæði í nágrenni Reykjavíkur sem vinna megi heitt vatn úr. Stærstu svæðin eru á Alftanesi og í Mósfellssveit á milli Alfs- nessog Korpúlfsstaða Sérfræðingar Orkusstofn- unar telja að heita vatnið á höfuðborgarsvæðinu sé komið ofan af hálendinu og sé úrkoma sem fer niður eftir sprungum og rennur síðan 1 átt til sjávar. Það séu því litlar líkur til þess að ekki verði nægilegt heitt vatn þrátt fyrir aukna notkun. - JII. Hveragerði: r FULLKOMNASTA GRODUR- HÚS Á LANDINU NÝRISIÐ — sjálfvirk hitun, kæling, vökvun o.f I.—tilraunir geröar meö græölinga til útflutnings Nú er að Ijúka byggingu gróðurhúss við Garðyrkjuskóla ríkisins i Hveragerði, sem verður fullkomnasta gróðurhús hérlendis, þegar það verður fullklárað. Meðal tæknilegra atriða í húsinu má nefna að mænir hússins opnast beggja megin til að lofta út eða kæla. Sjálfvirk- ur búnaður sér um að mænir- inn opnist aðeins þeim megin sem undan vindi er, til að fá ekki gust i húsið. Hitastilling er sjálfvirk þannig að þegar ljós- magn eykst vex hitinn í húsinu i réttu hlutfalli við það. Unnt er að hafa vökvunarkerfið þar sjálfvirkt. Það úðar ekki yfir plönturnar, heldur eru nokkurs konar slöngur leiddar ofan á moldinni á milli plantnanna og eru þær úr þannig efni að vatn seitlar í gegn um þær og vökvar moldina. Fleiri tæknileg atriði mætti nefna og er húsið byggt úr áli. Magnús Ágústsson, tilrauna- stjóri, sagði í viðtali við DB að hús þetta ætti fyrst og fremst að notast til hvers kyns ræktunartilrauna og er nú ný- búið að planta þar fimm teg- undum af Chrys Anthemum plöntum. Stendur það í sam- bandi við hugmyndir að yl- ræktarveri í Hveragerði sem framleiða mundi Chrys Anthemum græðlinga til út- flutnings. Sem kunnugt er hefur hollenzkt fyrirtæki lýst áhuga sínum á að taka þátt í slíkri framkvæmd hér og flytja framleiðsluna á markað í Hol- landi. Yrðu þá aðeins fluttir út græðlingar, órótaðir, sem settar yrðu niður þar og fullræktaðir. Magnús, sem fór í fimm mánuði utan á vegum FAO til að kynna sér hagnýtingu lýsingar við ræktun, sagði að nú fyrst væri unnt að gera raunhæfar rannsóknir á þess- ari ræktun hér, hingað til hafi skort aðstöðuna þótt frumrann- sóknir hafi verið gerðar áður. Ekki hefur áður verið könnuð framleiðni plantnanna Rafkerfi hússins er hið flókn- asta og bendir Magnús þarna á aðal stjórnkerfið. yfir sumartímann auk þess sem hingað til hefur aðeins verið reynt eitt afbrigði plöntunnar, en nú eru fimrtl reynd. Mikla lýsingu þarf við þessa ræktun og eftir fyrstu tilraunirnar sýndist ljóst að stórauka mætti framleiðni með aukinni lýsingu. Var hún þá aukin verulega en framleiðnin jókst hins vegar ekki eins mikið og búizt var við, að sögn Magnúsar. Sagði hann Vatni er hle.vpt á þessar pippirskenndu leiðslur sem hleypa þvi svo i gegn um sig alls staðar í ha'filegu magni. Sjáifvirkur hitastiilir vakir dag og nótt yfir velferð plantnanna. það benda til að öðrum þáttum væri ábótavant og á nú m.a. að reýna koldíoxiðgjöf samfara meiri lýsingunni. Bjóst hann við að einhverjar raunhæfar niðurstöður lægju fyrir næsta vor. Sagði hann al- veg Ijóst að ræktun þess væri vel framkvæmanleg hér, en svo væri annarra að reikna út hvort hún væri arðbær til útflutnings. - G.S. Litlir rafmótorar opna mæni hússins öðru hvoru megin eða báðum megin eftir atvikum. Sjálfvirkur búnaður stjórnar þeim. l)B-myndir: G.S. DB tapar meiðyrða máli gegn Guð- jóni Styrkárssyni Nýlega var kveðinn upp dómur i meiðyrðamáli sem Jónas Krist- jánsson ritstjóri höfðaði fyrir hönd Dagblaðsins gegn Guðjóni Styrkárssyni hrl. vegna ummæla sem höfð voru orðrétt eftir Guð- jóni i Morgunblaðinu 9. október 1976. Var Guðjón sýknaður af kröfum stefnanda. Má rekja sýkn- una, sem byggðist á 15. grein höfundarlaga, til þess að ábyrgðarmönnum Morgun- blaðsins var ekki stefnt. Dóminn kvað upp Bjarni K. Bjarnason, borgardómari. Dómsorð var svo- hljóðandi: „Stefndi Guðjón Styrkársson skal vera sýkn af kröfum stefn- anda Jónasar Kristjánssonar fyrir hönd Dagblaðsins í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.“ Meðal lögmanna er sá skiln- ingur lagður i þann hluta dóms- orðsins að málskostnaður falli niður, að dómari hafi ekki talið, málshöfðunina ástæðulausa. Af hálfu Dagblaðsins hefur verið ákveðið að taka málið ekki upp á nýtt og stefna ritstjórum Morgunblaðsins, enda telja Dag- blaðsmenn óeðlilegt að stefna fjölmiðlum fyrir að birta orð ann- arra manna. . ÓV SAMTÖK KVENNA MEÐ BRJÓST- KRABBAMEIN KYNNT í ráði er að svoma hér á landi samtök þeirra sjúklinga sem gengið hafa undir alvarlegar læknisaðgerðir eða fengið krabbamein eins og skýrt hefur verið frá í DB. Erlendis hafa slík samtök verið stofnuð og gefið góða raun. Nú er væntan- leg hingað til lands frú Else Lunde frá Osló, en hún hefur starfað í heimalandi sinu meðal kvenna sem fengið hafa krabbamein í brjóst. Kynnir hún norsku samtökin í Nor- ræna húsinu næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20.30. Allir sem áhuga hafa á málinu ei boðið að þiggja ókeypis veiting- ar í kaffiteríunni. Frú Lunde mun einnig flytja erindi um sama efni á þingi norrænna röntgentækna og röntgenhjúkrunarfræðinga sein stendur hér á landi um mánaðamótin. - A.Bj. Hlutaveltur krakk anna halda áfram Þessar hressu stelpur komu við hjá okkur á ritstjórn DB um daginn. Þær voru að koma frá því að afhenda fé sem þær söfnuðu með þvi að halda hlutaveltu. Peningana, sem voru á sjöunda þúsund kr., gáfu þær til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Stelpurnar. heita Erla Baldursdóttir 10 ára, systir hennar Hrönn, 9 ára, Karfa- vogi 11. og Klara Guðmundsdóttir Ljósheimum 20. DB-mynd Sveinn Þormóðsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.