Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977. Sjónvarp íkvöld kl. 20,55: Matur er mannsins megin Er allur matur hættulegur heilsunni? hin fæðutegundin sé óholl og geti stytt líf manna um svo eða svo mörg ár. Svo langt er komið að fólk er farið að segja sem svo: það er óhollt að borða allt og einnig óhollt að svelta sig. Já, það er vandlifað f þessum heimi. Sjónvarpið hefur sýnt heilsurækt og þar með töldu mataræði talsverðan áhuga. I kvöld verður á dagskrá þess þáttur sem fengið hefur nafnið Matur er mannsins megin og verður Sigrún Stefánsdóttir stjórnandi hans. Við ræddum stuttlega við Sigrúnu um þáttinn. „Þetta er fyrst og fremst fræðsluþáttur sem ætlað er að kynna fólki hvernig æskilegast er að haga slnum matarvenjum. Þetta er byggt upp á viðtölum við fólk, bæði neytendur og framleiðendur til dæmis Stgrún Stefánsdóttir Matarvenjur fólks hafa sfðustu ár og mánuði verið ákaft ræddar. Á hverjum degi eða því sem næst koma fram upplýsingar um að þessi eða Grænmeti hefur ekki enn sem komið er hlotið stimpilinn fræga OHOLLT. búnaðarmálastjóra og bakafá einn. í sjónvarpssal verða svo sérfræðingar f þessum málum, þau Jón Óttar Ragnarsson mat- vælafræðingur, Ársæll Jónsson læknir og Eyrún Birgisdóttir matarfræðingur. Þau ætla að segja okkur hvað sé bezt, að borða til þess að verða gamall, það er að segja eftir því sem nú er bezt vitað. Þar er meðal annars komið inn á það hvort allt sé ekki óhollt og hverju á að trúa,“ sagði Sigrún: DS. Útvarp íkvöld kl. 22,40: Áfangar Hammill hefur gefið út sex sólóplötur —sem leikið verður af í þættinum „Það hafa heilmargir haft samband við okkur út af þættinum okkar um daginn um Peter Hammill og var fólk mjög ánægt með þáttinn," sagði Guðni Rúnar Agnarssón annar umsjónarmanna þáttarins Áfanga sem er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 22.40. Ásmundur Jóns- son er hinn umsjónarmaðurinn. Fyrir hálfum mánuði sögðu þeir félagar frá Peter Hammill í þætti sínum og léku plötur með hljómsveit hans, Van der Graaf Generator. Þá sögðum við í dag- skrárkynningu frá því að þessi brezka hljómsveit ætti fáa en dygga aðdáendur bæði hér á landi og einnig erlendis. í kvöld ætla þeir félagar að halda áfram kynningu á Peter Hammill, en nú kynna þeir sólóplötur hans. Byrja þeir á fyrstu sólóplötunni, sem hann gaf út í árslok 1971 og hét „Fools Mate“. Þeir munu leika eitthvað af flestum sólóplötunum hans sem eru sex talsins. Peter Hammill er mjög 'jölhæfur listamaður. Hann bæði leikur á píanó og gítar, auk þess sem hann syngur sjálfur ljóðin, sem hann semur sjálfur. „Það hafa verið skiptar skoðanir um hvernig eigi að túlka þessi ljóð hans,“ sagði Guðni Rúnar. „Peter heldur því fram að hver og einn eigi að túlka Ijóðin persónu- lega fyrir sig, þótt hann hafi að sjálfsögðu sínar skoðanir á því hvernig eigi að túlka þessi ljóð hans“, sagði Guðni Rúnar. -A.BJ. r§ Útvarp Föstudagur 24. júní 14.30 Miftdegi*»ag«n: ..Elenóra drottning" eftir Noru Loft* Kolbrún Friðþjófs- döttir les þýðinsu sína. (8).. 15.00 Miftdegiatónleikar. Jör« Demus leikur á pianó Partítu. nr. 2 í c-moll eftir Bach. John Williams, Alan Loveday. Cecil Aronowitz og Amaryllis Fleming leika Kvartett í E-dúr fyrir gítar. fiðlu. lágfiðlu og selló op. 2 nr. 2 cítir Havdn. Hans- Martin Linde og Kammersveit Emils Seilers leika Konsert i c-dur fyrir piccoloflautu og hljómsveit eftir Vivaldi; Wolfgang Hofman stjórnar. 15.45 Leain dagakré nnatu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Rimur af Svoldarbardaga eftir Sigurft Breiftfjörft — II. þáttur. Hallfreður örn Eiríksson kynnir. C.uðmundur Ólafs- son kveður. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Byrgjum brunninn. Rúna (íísladóttir og Guörún Ásgrfmsdóttir fjalla um uppeldisgildi leikja og leikfanga; — síðari þátlur. 20.00 íslenrk tónlist. 20.30 Jónameaauvaka bœnda. Agnar Guðnason blaðafulltrúi bændasamtak- anna tók saman dagskrána og sótti efnið að mestu til Borgfirðinga. Kætt er við Jón (Ilslason nemanda á Hvann- eyri. Hannes Ólafsson á Hvltárvöllum. Einar Jóhannesson á Jarðlangs- stöðum. (luðmund Bjarnason frá Hæli. Þórunni Eirlksdóttur á Kaðal- stöðum, Sigrlði Sigurjónsdóttur á Hurðarbaki, Guðrúnu Guðmunds- dóttur og Aðalstein Pétursson I Borgarnesi. Nemendakór Hvanneyrar syngur fimm lög. Söngstjóri; Ólafur Guðmundsson. Gísli Þorsteinsson á Hvassafelli syngur þrjú lög við undir- leik Sverris Guðmundssonar I Hvammi. Upphafsorð eru eftir Guðmund Jósafatsson frá Brandsstöð- um en lokaorð flytur Ásgeir Bjarna- son alþm. í Ásgarði, formaður Búnaðarfélags íslands. 21.35 Útvarpssegan: „Undir Ijésins egg" eftir Guftmund Halldórsson. Halla Guðmundsdóttir leikkona les sögulok 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Örlítift meira um Baska. Spjallað um Baska, sögu þeirra og tónlist. Umsjón; Páll Heiðar Jónsson. Lesari meðhonum: Þorbjörn Sigurðsson. 22.40 Áfangar Tónlistarþáttur sem Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Kréttir. Dauskrarlok. t ^ Sjónvarp i Föstudagur 24. júní 20.00 Fróttir og veftur 20.25. Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Pniftu leikararnir (L) t þessum þætti fá leikbrúðurnar látbragðsleik- flokkinn The Mummenschanz I heim- sókn. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Matur er mannsins megin. Fræðslu- og umræðuþáttur um hollar matar- venjur. Sigrún Stefánsdóttir ræðirvið dr. Jón Óttar Ragnarsson matvæla- verkfr&’ðing og Ársæl Jónsion lækni, og Eyrúnu Birgisdóttur malar- fræðing. I þættinum er liigð áhersla á að kynna almenningi helstu undir- Útvarp íkvöld kl. 20,30: Jónsmessuvaka bænda Borgarfjörður heimsóttur Agnar Guðnason „Efnið er eingöngu tekið upp I Borgarfirði. Ég var þarna á ferð um hvítasunnuna að koma úr bændaferð um Norðurlönd. Ég ræði við nokkuð marga menn I Borgarfirði um vorið, sumarið og Jðnsmessuna," sagði Agnar Guðnason ráðu- nautur og blaðafulltrúi bænda- samtakanna. Hann sér f kvöld um þáttinn Jónsmessuvaka bænda í útvarpinu. „Eg ræddi þarna meðaJ annars við Hannes Ólafsson á Hvítárvöllum um laxveiði og hann sagði mér sögu af met- veiði á Jónsmessunótt fyrir einum 35 árum síðan. Ég ræddi við Einar Jóhannesson á Jarðlangsstöðum um nokkuð andstæð sjðnarmið, það er að segja laxarækt í Langá. Ég heimsótti einnig Elliheimilið í Borgarnesi Guðrúnu Guðmundsdóttur sem orðin er 98 ára. Það er vitleysa sem kemur fram í þættinum að hún sé aðeins 96. Við ræðum um gamla timann. Þættirnir eru allir stuttir nema viðtalið við Guðrúnu og eru þeir tengdir saman með hugljúfri tónlist. Þar á meðal syngur nemendakórinn á Hvanneyri sem er nú bland- aður kór. Þetta er f fyrsta sinn sem stúlkur syngja í kórnum. Einnig syngur Gísli Þorsteins- son á Hvassafelli nokkur lög og Sverrir Guðmundsson leikur undir,“ sagði Agnar. DS stöðufæðutegundir og mikilvægi þess að borða réttan mat. 21.45 Vítahringur. (Vicious Circle) Bresk bíómynd frá árinu 1957. Handrit Francis Durbridge. Aðalhlutverk John Mills, Derek Farr og Noelle Middleton. Howard Latimer er læknir I Lundúnum. Vinur hans hringir til hans og biður hann að taka á móti þýskri kvikmyndaleikkonu á Lundúnaflugvelli. Blaðamaóur. sem Latimer þekkir ekki. er hjá honum. þegar hringt er. og ekur honum til flugvallarins. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 23.05 Dagskrérlok Fjölsviðsmælar Amper-tangir MVbúðin Suðurlandsbraut 12 Sími85052 Akranes Vegna sumarleyfa sér Amalía Pálsdóttir Presthúsabraut 35 fyrst um sinn um afgreiðslu blaðsins. Sími2261 á daginn og2290 á kvöldin. MEBIABIÐ BIAÐIÐ i SANDGERÐI vantar BLAÐBURÐARBÖRN Upplýsingar gefur Guðrdn Guðnadóttir Sandgerði — Sími 7662

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.