Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.06.1977, Qupperneq 10

Dagblaðið - 30.06.1977, Qupperneq 10
10 DACBLAÐIÐ. FIMMTUDACUK 30. JÚNt 1977. Irjálsi, úháð dagblað Utgaffandi Oagblaðiö hff. Framkvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstoffustjórí rítstjómar: Jóhannes Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarffróttastjóri: Atli Steinarsson. Saffn: Jón Sasvar Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Bfhðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissui Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Páisdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, HÓrÖur Vilhjálmsson, Svoinn Þormóösson. Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. HaBdórsson. Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir. auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr. aintakið. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerö: Hilmir hff. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Hin værukæru meðalmenni íslendingar hafa utn langt skeið gert fremur litlar kröfur til stjórnmálamanna sinna. Menn gera sig ánægða með að hafa á þingi og í ríkisstjórn vingjarnlega og skemmtilega karla, sem líkjast hver öðrum í værukærri meðal- mennsku. Á undanförnum árum hefur verið að bresta grunnurinn undir einu stóriðju íslendinga, þorskveiðunum.Leiðtogarnir hafa engar örugg- ar ráðstafanir gert til að stöðva ofveiðina og bjarga stofninum. Það hefur meira að segja hvað eftir annað þurft að kaghýða ríkisstjórn- ina í fjölmiðlum til að hindra hana í að afhenda Bretum afganginn af þorskinum. Ár eftir ár hafa ráðherrar og þingmenn allra flokka belgt út fjárlög ríkisins á kostnað annarra þátta þjóðlífsins. Þetta hefur meira en nokkuð annað stuðlað að því að gera launakjör hér á landi helmingi síðri en í nágrannalöndun- um. Og þetta hefur meira en nokkuð annað stuðlað að óðaverðbólgunni, til dæmis þeirri, sem nú er búizt við eftir kjarasamningana. Þessir menn létu ekki endurnýja fiskiskipin, þegar aflahorfur voru góðar. Þegar stofnunum fór að hnigna, gengu þeir hins vegar berserks- gang í að kaupa 60 skuttogara til að flýta fyrir útrýmingu stofnanna. Jafnframt sóa þeir ár- lega milljörðum í stefnu hömlulausrar fram- leiðsluaukningar í landbúnaði. Enn eitt dæmið um hóflega meðalgreind þessara manna er, hversu sannfærðir þeir eru um, að þeir sjálfir séu manna bezt hæfir til að ákveða, hvað gert sé í atvinnulífinu. í skjóli þessarar sannfæringar hafa þeir sölsað undir sig verulegan hluta fjármagns í landinu til þess að deila því aftur til atvinnuveganna úr skömmtunarsjóðum af ýmsu tagi. Ýmsar slíkar ráðstafanir hafa mjög grafið undan stjórnmálalegu og fjármálalegu siðferði í landinu. Enda bendir margt til þess, að stjórn- málam^nn okkar tróni ekki efst á palli í siðferðinu fremur en í greindinni. Einn verður forsætisráðherra án þess að sleppa umtalsverðum ítökum sínum í nokkrum af voldugustu fyrirtækjum landsins. Annar ráðherra kaupir hús með hagkvæmum kjörum af stærsta viðskiptaaðila ríkisins. Sá þriðji aflar sér margfaldrar bankafyrirgreiðslu á við það, sem annars tíðkast í þjóðfélaginu. Hinn fjórði aflar sér og einum helzta oddvita stjórnarand- stöðunnar undanþágna til skipakaupa. Aðrir þingmenn sitja svo í ráðum banka og stjórnum sjóða og síðast en ekki sízt í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins og rækta með því spillinguna í landinu. íslenzkir stjórnmálamenn hafa sér ekki til afsökunar lengur, að þeir viti ekki betur. í tvö ár hefur í fjölmiðlum verið flett ofan af marg- víslegu siðleysi þeirra og raktar ítarlegar til- lögur um breytta og bætta stjórn efnahags- og fjármála. Dagblaðið hefur verið umfangsmesti vettvangur þessara upplýsinga. En stjórnmálamennirnir hafa hingað til látið þetta sem vind um eyru þjóta. Ef til vill telja þeir, að kjósendur séu að meðaltali á svipuðu stigi greindar og siðferðis og muni því áfram láta þetta gott heita. / Miklar of> heitar umræður hafa farið fram hér á landi um það hvort við eigum að leyfa bjór eða ekki. Þar eru menn auðvitað á öndverðum meiði og sumir telja það algjört glapneði að leyfa íslendingum, þessum fyllibyttum, að b;eta við drykkj- una á sterkum vínum bjór. Aðrir vilja að við förum l.d. að dæmi Svía og fáum að drekka bjórinn, eins og við í okkur getum látið. Eins og kunnugt er hættá Svíar framleiðslu á milliöli svo- kölluðu, bjór sem er ca 3,6% áfengur, þann 1. júlí. Þá verður framvegis aðeins hægt að fá sterkan bjór sem er 4,5% áfengur og léttan sem er tæp- lega tvö prósent. En Svíar vilja ekki sætta sig við það að frá þeim sé tekið milliölið. Þeir mæta í löngum röðum í búðirnar og fá sér næg- ar birgðir. Þeir geta líka fengið það á góðu verði vegna þess að nú er útsala á milliölinu um allt land. Seljendur vilja losna við ölið sem fyrst, vegna þess að framleiðslu er nú hætt. Mikill lager í búðunum Vegna þess að framleiðsla á milliölinu er stöðug, vill engin verzlun eiga birgðir af því. Það hefur valdið því að nú er milli- ölið alls staðar til á útsölu. Heill kassi af milliöli selst nú með 15 krónum sænskum í afslátt. Verzlanir auglýsa mjög þessi verð á milliölinu og það er ekki lítið pláss sem þær nota í blöðunum. Þetta veldur svo aftur því að fleira fólk streymir á þessa óvenjulegu útsölu á bjór. Fyllirí ó unglingum Þegar hefur lögreglan látið frá sér fara að drykkjuskapur unglinga hafi farið mjög vax- andi vegna þessarar miklu út- sölu á bjór. Það þarf að auka löggæzlu út í íbúðarhverfum, vegna þess að þar er mikill órói og læti í unglingum, sem hafa fengið sér einum of mikið neðan í því af ódýra ölinu. Sér- staklega var mikið að gera hjá lögreglunni helgina eftir að út- salan hófst. Þá viðuðu allir eins miklum bjór að sér og þeir gátu, í kassavís og það var auðvitað allt i lagi að drekka eins mikið og hver gat í sig látið af þessum ódýra miði. Það er greinilegt að það er útsalan á bjórnum sem hefur þessi áhrif á hversu drykkjuskapur hefur aukizt meðal unglinganna. Þingmaður frá Jönköbing hefur látið hafa það eftir sér, að það sé fáránleg fégræðgi brugg- húsanna, sem hafi komið þess- ari miklu útsölu í gang. Það sé þeim að kenna hversu farið hafi. Þau vilji ekki tapa eyri, heldur sjái þau sér leik á borði og græði á öllu saman. Þing- maðurinn sagði einnig að það væri skammarlegt að gróðafíkn brugghúsanna þyrfti að koma niður á unglingunum. Þessi þingmaður frá Jönköbing var einn af þeim sem börðust með því að hætt yrði að framleiða milliölið. Fólk ó miðjum aldri hamstrar mest Þegar verzlunareigendur eru spurðir hv.erjir það séu sem hamstri mestan bjór, er svarið að það sé fólk á miðjum aldri. Það eru ekki unglingarnír, segja þeir. Fólk sem á nóga peninga, efnaðar fjölskyldur, koma og kaupa upp næstum allar birgðir, sem til eru í verzlununum. Unglingarnir hafa ekki efni á þvi að kaupa marga kassa. Þeir kaupa nokkra kassa, sem eru svo drukknir l.d. um helgi. Þeir hafa ekki efni á því að kaupa eins og eldra fólkið gerir. Það ncumut : Unglingarnir ruku upp til handa og fóta og keyptu sér ódýrt öl og fóru svo á fylli'rí. Svíþjóð: MILLIÖUÐ ÁÚTSÖLU —fólk á miðjum aldri hamstrar einsogþaðgetur — unglingar á blindfylliríi sagt að nota tækifærið og kaupa ódýrt milliöl þegar það sést brátt ekki á markaði lengur. Allirrjúkaút og kaupa milliölið í síðasta sinn. ekki bara eina flösku eða dós, heldur marga kassa. Með milliölinu hverfur ýmis- legt. Það er trú manna að það hafi leitt meira illt af sér en hið gagnstæða. Þess vegna haf í Sviar hætt að framleiða það. Það tekur þvi með ser ýmsa óæskilega hluti í gröfina, að mati margra Svo eru það auðvitað hinir, sem segja að svo sé ekki og vilja velja sjálfir bjórinn sem þeir drekka, hvorl Tiann er tvö, þrjú. eða fjögur prósent áfengur. Þeir hafa væntanlega fengið sér nægar birgðir af milliölinu og geta valið dálítinn tíma í viðbót. þó allir verði að s;etta sig við bað að lokum að það eru ekki til nema tv;or styrkleikategundir af bjór i Svíþjóð. Þá, sem inni- heldur minna áfengismagn er hægt að kaupa í matvöru- verzlunum, en sterkan bjór er aðeins h;egt að kaupa í „rikinu". kaupir sér birgðir til margra mánaða í senn. Ef til vill til árs. Því meira magn sem keypt er þvi meiri afsláttur fæst á ölinu. Milliölið tekur með sér ýmjslegt í gröfina Þó að fólk æði í búðir og kaupi upp bjórinn, sem nú er hætt að framleiða, þá þýðir það ef til vill ekki að það taki hann fram yfir þann sem eftir verður. Það er þetta afsláttar- verð sein hefur sitt að sega. Það er þegar allt kom til alls sjálf-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.