Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚNl 1973a Kraninn sem Matthías smíðaði einu sinni þegar landa þurfti úr skipi og ekki neinir aðrir kranar til á staðnum. Nú brýtur hann járn í málmsteypuna með krananum. (DB-myndir BH) | Þingeyri: D Vidskiptin við „Tjallann” lögð af Matthías Guðmundsson vél- smiður er fæddur og uppalinn á Þingeyri. Þar hefur hann unað sér lengst af, fyrir utan námsár sín i Danmörku þar sem lærði tæknifræði. En það var nú f.vrir seinna stríð. Matthías hefur alla tíð unnið í vélsmiðju, fyrst föður síns, síðan sinni eigin, að margvíslegum verkefnum. M.a. hefur hann framleitt „dráttarkalla" á línu- báta sem hann hefur selt ailt til Singapúr og Filipse.vja. Rekur hann á Þingeyri eina af fáum járnsteypum sem enn er starf- ræktar hér á landi, en verkefnin fyrir hana fara minnkandi. Allt er nú orðið flutt inn tilbúið, frekar en að smiða nýjan hlut i járn- ste.vpunni. Auk þess síðan okkur íslendingum tókst að losna við „Tjallann" a£ íslandsmiðum hafa stórlega minnkað allar viðgerðir og viðhald á togurum sem áður f.vrr sóttu mikið inn til Þinge.vrar. Ein af fáum járnbrœðslum Engu að síður, þrátt fyrir að minna sé að gera, heldur Matthias áfram að reka járnbræðslu sína. Til notkunar við mótagerðina er notaður kvarz-sandur sem flytja þarf inn sérstaklega í heilum tunnum. Inni i málmbræðslunni er mikill og stór ofn, þar sem pottinum með járninu er bræða skal er rennt inn i. Er inni i ofninum mikilt logi sem hringar sig upp eftir pottinum og nær allt að 1400 gráðu hita á Celsíus. Matthías Guðmundsson framkvæmdastjóri og vélsmiður: orðið að eera fyrir málmbræðslur." „Ekkert Dugar þessi hiti til að hægt sé að bræða járnið, bæði gamalt járn sem hann brýtur niður og bræðir síðan, auk klumpa af nýju járni sem hann kaupir. Þegar siðan nægum hita er náð i bræðslupottinum og allt er orðið fljótandi er potturinn tekinn út úr ofninum og hengdur upp í braut, fasta í loftinu. Þannig er hægt að aka pottinum um allt húsið og hella fljótandi járninu i mótaðan kvarz-sandinn. Við þennan gífurlega hita duga stein- arnir í járnbræðsluofninum ekki lengi og þarf því að endurnýja múrsteinana i honum reglulega. Fullnýting sjávaraflans Enn sem fyrr segir hafa umsvif járnsteypunnar farið stórlega minnkandi og minnka enn. Aður fyrr þurfti Matthías að birgja sig vel upp f.vrir hverja vertíð, eiga alla hugsaniega öxla og járn, svo smíða mætti hvað er vera skyldi í bilaðan togara sem kæmi inn til Þingeyra. En fiskaflinn hefur minnkað, togararnir eru margir farnir að sækja annað og ekki eru eins miklir erfiðleikar á að fá vara- hluti ,,að sunnan" eða utanlands frá. Þrátt fyrir færri togarakomur er stöðug vinna i frystihúsinu og nú sem fyrr fiskvinnslan aðal- uppistaða atvinnulífsins. Frysti- húsið er búið að gera afar full- komið, með björtum og við- kunnanlegum vinnusölum. Fram- tíðin býr í fiskinum, jafnt á Þing- eyri sem og tslandi öllu, betri og verðmætari nýtingu fisksins, svo selja megi hann nógu dýrt til útlanda. BH Gunnará Þingeyri: FÓR AÐ UÓSMYNDA1923 0G MÁLA1970 „Þegar hann hætti að sjá til að taka mynd- ir fór hann að mála þær,“ sagði cinn kunn- ur Þingeyringur um Gunnar Guðmundsson þúsund- þjalasmið og fyrrum bónda Gunnar og kona hans,_ Guð- munda Ogmundsdóttir, byrjuðu að mála myndir 1970 og ekki bara að mála, heldur hafa þau þann sérstæða hátt á Sigtúni 3 Chevrolet Vega '73, ekinn 73 þ. km, rauður. Mercedes Benz 220 ’69. Datsun 1200 árg. '73 Buick Le Sobre '68. Datsun 2200 dísil '71. Ford Cortina ’68. Saab 96 árg. '73. Plymouth Furv II ’69 '. Oskum eftir bílum til sölu og sýnis. Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4 KJÖRBÍLLINN Sigtúni 3 — Sími 14411 Gunnar Guðmundsson með málverk sitt af Elisabetu Taylor (sumir segja Guðrúnu A. Símonar), augun málaði Gunnar þannig að Elísabet horfir alltaf beint á mann. (DB-mynd BH) að gera myndir að þau mylja niður grjót, eingöngu islenzkt berg, og líma það siðan á mynd- ir sem þau hafa teiknað. Með þessari aðferð hafa þau náð 140 litum úr m.uldu bergi, eða skyidi einhver hafa vitað að til væru svo' mörg iitabrigði i islenzku grjóti? Gunnar, sem er 79 ára, er einn af þeim sem tekið hafa ljósmyndir lengst af á íslandi eða allt frá 1923 og byr.jaði það vio metr en lítið fornfálegar aðstæður, engin framköllunar- box fyrir filmur, heldur þær framkallaðar i skálum. Þetta þættu víst ekki fín tæki nú til dags. Systir Gunnars er lika einn af frumherjum ljósmynd- arinnar hér á landi, Herdis Guðmundsdóttir ljósmyndari í Hafnarfirði, setn b.vrjaði að taka m.vndir 1916 og er enn að. Siðan Ciunnar sneri sér að málaralistinni hætti hann svo gott sem að taka myndir sem fyrr segir, þó tekur hann myndir enn lítillega og þá aðal- lega litmyndir af málverkum sínum og berglímimyndum. Gunnar og kona hans, Guð- munda, -sem hafði brugðið sér suður þegar blm. kom b heimsókn. héldu nýlega sýningu i Eden í Hveragerði við góðar viðtökur gesta og seldu talsvert af tnvndum. -BH.i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.