Dagblaðið - 02.07.1977, Side 11

Dagblaðið - 02.07.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JULl 1977. >11 sinnar að Watergatemálinu. Einn þeirra var dómsmálaráð- herra landsins, John Mitchell. Hann var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar og byrjaði að afplána dóm sinn þann 23. júní sl. Golfvöllurinn notaður óspart Fangelsið þar sem fyrrver- andi dómsmálaráðherra, John Mitcfiell, afplánar sinn dóm er á bakka Alabamaárinnar. Þar renna fangarnir oft fyrir fisk og sóla sig á árbökkunum þegar ekki er of heitt. Á hinum bakka árinnar er stór golfvöllur sem er 54 holur. Hann tilheyrir að vísu flughernum en það er að- eins á pappírnum vegna þess að fangarnir fá að leika golf þar að vild sinni. Fangelsið er kallað ríkisfang- elsi Alabama og þar mun John Mitchell eyða næstu tveim og hálfu ári, ef að líkum lætur. Ekki er búizt við að hann verði þar lengur þó að dómur hans hafi hljóðað upp á allt að átta ára fangelsi. Mitchell er ekki sá fyrsti sem afplánar dóm sinn á þessum stað sem er að vísu ekk- ert líkur neinu fangelsi. Tveir aðrir háttsettir menn, sem voru viðriðnir Watergate-málið, þeir Charles Colson og Frederick Larue. afplánuðu sinn dóm í þessu sama fangelsi. Þeir léku golf á velli flughersins og höfðu það gott eins og Mitchell ætlar sér að gera næstu árin. Fangelsið er af þeirri tegund þar sem gæzla fanganna er eins lítil og mögulegí er. Þar eru engir rimlar fyrir gluggum og húsið líkist frekar hóteli með stórum og fallegum garði þar sem alls konar ávextir eru ræktaðir. Umhverfis þennan fallega garð er girðing til þess að þeir sem fram hjá fara traðki ekki út garðinn. Eins er girðingin höfð umhverfis húsið til þess að hestamenn stytti sér ekki leið'í gegnum hann. Það er sem sagt garðurinn sem verið er að verja en enginn er hrædd- ur um að þeir, sem eru innan veggja hússins, reyni að strjúka, því þarf enga girðingu til að koma í veg fyrir að menh strjúki. Loftkœldir klefar Alls eru 290 fangar í fangels- þær leiðir séu, enda allir sam- mála um innst inni að þær leið- ir sem notaðar eru við gerð kjarasamninga hér séu þær einu réttu í slíku þjóðfélagi sem við lýði er hér á landi. Til marks um þann blekk- ingarvef sem umlykur þessar árvissu borgarstyrjaldir og nauðsynina á að heyja þær, eru þau pólitísku ummæli allra aðila sem styrjöldinni stjórna að aðilar vinnumarkaðarins, launþegar og vinnuveitendur. skuli einir útkljá styrjöldina. En þessi ummæli eru einungis viðhöfð „milli stríða“. Þegar styrjöldin er hafin eru þó báðir aðilar sammála um að ríkisvaldið skuli vera sá aðilinn sem úrslitaáhrif hafi I samning- um og friður verði ekki saminn, fyrr en „pakkasending" sé mót- tekin frá rikisstjórninni, eins konar „rauða-kross-pakki", með smyrslum og deyfilyfjum, sem dreift er til allra þátttakenda, og ef fyrsti „pakkinn“ inniheld- ur ekki það magn sem talið er nægilegt til að deyfa huga þeirra sem þjáðst hafa i borg- arastyrjöldinni, er þess krafizt að annar pakki sé sendur og svo koll af kolli, þar til verkalýðs- forystunni þykir sýnt að nægi- lega langt sé gengið til þess að ríkið taki jafnmikið af hinum alineuna iaunþega i striðs- inu. Um 18% þeirra eru þar vegna þess að þeir hafa gerzt brotlegir við lög varðandi með- ferð á eiturlyfjum. Meðalaldur fanganna er um 28 ár en nokkr- ir eru miklu eldri, eins og t.d. Mitchell sem er 63 ára gamall. Forstöðumaður fangelsisins heitir Robert Grumska. Hann er 53 ára og hefur verið yfir- maður ýmissa fangelsa í um 20 ár en siðustu fimm árin hefur hann verið forstöðumaður Max- well-fangelsisins þar sem fyrr- verandi ráðamenn bandarísku þjóðarinnar koma og heim- sækja hann einn af öðrum. Mitchell mun fá herbergi í einni útbyggingunni. Þessar byggingar eru allar loftkældar og mjög snyrtilegar. Þær eru ekki líkar neinu fangelsi held- ur minnir umhverfi og allur búnaður á hótel og það ekki af verri endanum. Eftir því sem fangarnir eru lengur þeim mun vistlegri eru íverustaðir þeir sem þeir fá til umráða fyrir sig. Þeir sem gista þetta fangelsi eru svokallaðir hvítflibba af- brotamenn. Meðal þeirra eru læknar og lögfræðingar sem hafa svikið undan skatti. Morgunmatur að eigin vali Dagurinn byrjar á því að fangarnir eru vaktir um klukk- an sex á morgnana. Því næst er haldið í fallegan borðsal þar sern fangarnir borða fjórir sam- an við hvert borð. Þeir fá að velja morgunverð sinn og það er ekki aðeins um tvennt að velja heldur fjóra til fimm rétti. Þess er gætt að hafa eins mikið úrval og hægt er til að hver og einn fái að velja eftir sínum smekk. Vinnudagurinn byrjar klukk- an hálfátta. Næstum helmingur fanganna vinnur að andlegum störfum en Mitchell hefur ekki enn fengið neitt ákveðið að gera. En eitt er víst, hann verð- ur ekki sendur ut í garð með sláKuvélina eða eitthvað álíka. Hann fær að njóta margra stunda á golfvellinum og einnig getur hann rennt fyrir fisk í ánni. Fangar fá að njóta margra frístunda og þeir ráða því alveg hvernig þeir eyða þeim. I fang- elsinu eru alls konar tæki sem fangarnir geta fengið að nota, t.d. borðtennisborð af beztu gerð, þar er líka lessalur og fleira. Gestir heimsækja fanga á sunnudögum. Þá geta fangar farið með þeim út í garðinn og notið góða veðursins undir stór- um trjám. Á sunnudögum er oft gaman að skoða hvers konar bílar það eru sem standa á stæðunum. Það er víst að það eru ekki bílar af ódýrustu gerð. Þar er saman kominn bílafloti sem sýnir hve glæsiiega og dýra bíla Banda- ríkjamenn framleiða. -KP. skaðabætur og það lét af hendi, til þess að samningar gætu tek- izt. Samkomulag tekst sem sé um það að hækka laun um ákveðna upphæð, en ríkið skuli taka jafnháa upphæð af þeim í formi hækkaðra gjalda fyrir veitta þjónustu eða aðstoð við at- vinnuvegina. En til þess að blekkja al- menning er látið að því liggja að strax og samkomulag hefur tekizt í kjaradeilu fari öll hjól atvinnulífsins i gang og verð- bólguhjólið vinsæla fari að snúast að nýju. Og einmitt nú er þessu haldið fram, að venju. Og verðbólgan lætur ekki standa á sér. Reiknað hefur verið út að á næstu átján mán- uðum geti verðbólgan orðið 75%, ef vel er haldið á spöðun- um. og fáir gráta það. Hins vegar er nú svo komið að hjól atvinnulífsins virðist ekki eins liðugt á ásnum eins pg spáð hafði verið. Þær hækk- anir sem lagðar hafa verið á atvinnuvegina ætla nú að vera þeim ofviða og viðbúið er að til nýrpa ráða verði að grípa til að mæta þeim launahækkunum sem um hefur verið samið og til þess að mæta þeim skattalækk- unum sem ríkisstjórnin sendi í „pakkanum", til þess að unnt Förunautar: Daudagildrur og Sólskríkjusjóður Eg held því fram að við mennirnir getum lært margt af fuglum og dýrum ef við hefðum aðstöðu til og notfærðum okkur hana. Ég þekki vel til snjó- tittlinga, þeir hafa heimsótt okkur á vetrum í áratugi. Þegar snjóar mikið og þeir ná ekki til jarðar, heyrist í fugli úti fyrir glugga, þetta er oft sami fugiinn ár eftir ár. Konan mín fer út og dreifir fuglakorni þar sem kettir komast ekki nærri óséðir. Fuglinn situr á hús- mæni eða rafmagnslínum og horfir á, stuttu eftir að konan er komin flýgur hann á brott og eftir stuttan tíma, 5-10 mínútur, kemur hann aftur með mikinn hóp fugla með sér, kannski 40- 100 eða fleiri, og fara nú allir að tína. Það er eftirtektarvert að ef 4-6 sjá, þegar kornið er gefið, flýgur einn í burtu og hinir bíða þar til hópurinn kemur, þá samlagast þeir honum og fara að tína. Sami fuglinn hefur komið fyrst nú í þrjá vetur. Við þekkjum hana, fiún er lítil og fábreytin að lit. Við sáum hana aðeins einu sinni í vetur. Þá hafði snjóað dálltið og dag- inn eftir flaug hún fyrir glugg- ann og tísti. Var gefið korn út og hún sótti nokkra fugla en þeir snertu ekki kornið og er á daginn leið fóru þeir að baða sig í svolitlum polli á lóðinni og renna sér á rassinum niður smábrekku. Þóttu okkur þetta góðir gestir en kornið var lengi þar sem það var látið. Síðan höfum við ekki séð þá, en hlökkum til þegar þeir koma næsta vetur. Hvað er félags- hyggja, hvað er tillit til náungans, ef þetta atferli þess- ara blessuðu förunauta er það ekki? Af hverju bíða stundum nokkrir svangir fuglar eftir að félögum þeirra sé smalað saman til að borða, en snerta ekki kornið fyrr en hinir eru komnir? Þótt enginn væri svangur í þetta skipti, eru þeir það samt í hörkugaddi og stór- hríð, samt er aðferðin sú sama. Hvað getum við mennirnir lært af að gefa þessum fuglum og hversu værum við þroskaðir ef okkur tækist að tileinka okkur það hugarfar er þeim er í brjósti borið? Mjög margir gefa þessum fuglum korn er fæst í búðum eða leyfa börnum og unglingum að gera það. Sólskríkjusjóðurinn Flestir menn kannast við Kjallarinn w Ásgeir Guðmundsson kvæðið Sólskríkjan eftir Þor- stein Erlingsson skáld. Hann orti um fuglalífið bæði í blíðu og stríðu. Sólskríkja nefnist þessi indæli fugl í sumarskrúða sínum er skáldið orti svo Ijúf- lega um en líkt og rjúpan hafa þær annan búning á vetrum og nefnast þá snjótittlingar. Margir kunna eflaust þetta dásamlega kvæði og vita hver orti það. Hitt vita kannski færri að kona Þorsteins skáld, frú Guðrún J. Erlings, stofnaði svo- nefndan Sólskríkjusjóð til mjnningar um mann sinn lát- inn og er hún féll frá hélt sonur þeirra, Erlingur læknir, merkinu uppi og hefur hann annazt Sólskríkjusjóðinn síðan. Fyrir tilstilli hans getum við nú fengið korn i búðum og það má geta þess að sendir hafa verið kornpókar, eigi allfáir, til skóla- stjóra úti um land, en þar hafa víða verið jarðbönn og margir svangir snjótittlingar leitað á náðir manna. Hafa borizt þakkir fyrir þetta til Erlings og þar með að þetta væri álitið mikið uppeldisatriði fyrir börn að gefa þessum saklausu smælingjum eitthvað til að seðja hungur sitt. Mættum við öll hér í þéttbýli og dreifbýli minnast þessarar ágætu fjölskyldu með hlýhug, er við kaupum korn handa þess- um förunautum okkar, og væri vel ef við styrktum þennan sjóð með smávegis fjárframlögum, keyptum mjög listræn kort, teiknuð af Eggerti Guðmunds- syni listmálara. Sömuleiðis eru til nælur með sólskríkju á til að festa í barm sér, eru þær silfur- húðaðar. Dýravinurinn Marteinn S. Skaftfells kennari hefur góðfúslega leyft að fólk eða félagasamtök, er vildu styrkja sjóðinn með fjárfram- lögum, korta- eða merkjakaup- um, hafi samband við sig. Þá er auðvitað Erlingur læknir sem þrátt fyrir mikið annríki reynir að leysa hvers manns vanda. Handhægast held ég að væri ef fólk tæki sig saman eða félaga- samtök um kornkaup. Stórir pokar fást hjá heildverzluninni •Kötlu og eru það ódýrari kaup en smápokar, sem fást hjá kaupmönnum. Sama er um merki, kort eða fjárframlög sem til þessa mjög svo ágæta Sólskríkjusjóðs renna. Snjótittlingar í douðagildrum Víða er nú komin jarðhita- eða rafmagnsupphitun. Standa þá reykháfar eftir og upp um þá stígur hlýtt loft. I vondum veðrum setjast snjótittlingar oft á innri brún reykháfa og falla þá niður til botns og ná ekki flugi upp aftur. Þeir reyna að gogga í rifur með nefjum sínum en þeirra bíður ömur- legu dauðdagi af blóðmissi og sulti. Ég skrifaði greinarkorn I Morgunblaðið um þetta og veit ég um marga sem opnuðu sót- lúguna, sem er neðst í reykháf- num, og fundu þar lifandi fugla en því miður marga sem voru dánir. Þess vegna bið ég ykkur að loka reykháfum ykkar I sumar, steypa fyrir þá, en hafa mjótt rör upp úr. Það fer betur með húsið að loftræsting sé ein- hver. Þá má setja tréfieka I botn reykháfsins með smá- rifum á milli borða, net geta verið varasöm ef fuglar festa fætur sina í þeim. Þeir sem ekki geta komið þessu við ættu að hafa sótlúgu opna og kannski korn og vatnsskál í herberginu en það þarf að vitja um, hvort nokkur dettur niður. Það myndi vel við hæfi þroskaðra barna að hafa það starf. Ég hef nú skrifað langt mál um litla fugla sem ég þekki mest allra fugla. Ég vil biðja lesendur vel- virðingar á misritun í síðustu grein minni. Þar átti að standa Katalónia en ekki Kalifornía Katalónía er eystri hluti Spánar. ^sgeir Guðmundsson iðnskólakennari. yrði að stöðva borgarastyrjöla- ina. Og allir sem vilja sjá geta séð að átján þúsund króna launa- hækkun gerir ekki það krafta- verk að hjól viðskiptalífsins fari að snúast. Það verður eng- in hátíð í fasteignaviðskiptum vegna átján þúsund króna, það hleypur engin gróska i b.vgg- ingastarfsemi vegna átján þús- und króna aukningar í buddu hins almenna launþega og held- ur verður ekki framleiðslu- aukning eða aukin fjölbreytni i framleiðslu hjá atvinnufyrir- tæki við það að greiða hverjum launþega átján þúsund krónum meira á mánuði. Sú einfalda staðreynd blasir nú við að þótt verðbólguhjólinu hafi verið komið á fulla ferð er greiðsluþoli almennings ofgert, og hinar átján þúsund krónur og hinn átján mánaða griða- samningur gegnir engu hlut- verki, þanþolið er brostið og kyrrstaðan tekur við. Menn geta sett hvaða verð á hús sín og ibúðir sem þá lystir, en félagar þeirra í síðustu borg- arastyrjöld hafa einfaldlega ekki handbært fé og lánastofn- anir eru líka uppiskroppa með fé. Og hvað er þá til ráða? Á Seðlabankinn að slá lán á al- þjóðlegum peningamarkaði fyr- Kjallarinn Geir R. Andersen ir daglegri framfærslu þjóðar- innar? Éða eigum við að not- færa okkur áfram þau einstak- lega velviljuðu kjör sem Rússar veita okkur í sölu sjávarafurða okkar til þeirra gegn skilyrtum ákvæðum um að við kaupum af þeim allar olíuvörur eða nálega allar, þannig að viðskiptajöfn- uður okkar er þannig að við erum ávallt í milljarða króna skuld við þetta risaveldi og sem hefur nú slík tök á okkur að það á innangengt í rikisrekna fjöl- miðla jafnt og flokksbundna og frjálsa til áróðurs fyrir ágæti hins austræna einræðisskipu- lags? Það má öllum lióst vera að hinir nýgerðu kjarasamnmgar byggjast á því, og því eingöngu, að áfram verði um batnandi viðskiptakjör að ræða, ekki við Rússa eða aðrar ’ Austur- Evrópuþjóðir, heldur við Bandaríkin eingöngu. Ef breyttar aðstæður I Bandaríkiunum vrðu til þess að viðskiptakjör fyrir. fiskafurðir okkar þar versnuðu, þótt ekki væri nema i litlum mæli, myndi sú kyrrstaða, sem nú hefur skapazt i atvinnu- og efnahags- lífi tslendinga breytast i öng- þveitisástand á skömmum tíma. Og samkvæmt þeim teiknum sem nú eru á lofti hérlendis myndu hinir ólíklegustu hlíta ráðum þeirra sem fremstir stóðu til undirbúnings launa- dansleiksins, og vita að eitt stórveldi í austri er ávallt til- búið að greiða „stríðsskaðabæt- ur“, einkanlega til þjóðar sem það á allskostar við vegna skulda sem aldrei verða greidd- ar. nema með siálfstæðinn eða áframhaldandi „borgarast.vrj- öldum" og launadansi, þar til yfir lýkur. Og staðreynd er að tilgangurinn helgar ávallt með- alið.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.