Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JÚJL,Ll8?7s I Útvarp 23 Sjónvarp Útvarp laugardag kl. 21,30: Svavar skreppur til Akureyrar Svavar Gests brá sér til Akur- eyrar í vikunni og aflaði þar efnis í þátt sinn Laugardag til lukku, sem að vanda verður á dagskrá útvarpsins kl. 13.30 í dag. Verð- ur Akureyri tekin „í bak og fyrir“ eins og Svavar orðaði það, rætt við Akureyringa og eingöngu spiluð tónlist frá Akureyri. Er þá rétt að hafa i huga að tónlistarlíf á Akureyri byggist upp á fleiru en Ingimar Eydal og félögum, því höfuðstaður Norðurlands er mik- ill menningarbær, jafnt á tónlist- arsviðinu sem öðrum sviðum. Inn í þáttinn koma síðan hinar ýmsu fréttir, íþróttafréttir, veður- fregnir og almennar fréttir kl. 16.00. Létt og skemmtileg hljómskálamúsík „Þetta er tilbúin dagákrá sem við fáum beint frá' útyarpinu í Köln,“ sagði Guðmutidur Gils- son i samtali við DB, en hann hefur nú í nokkuð lángan tíma, allt frá því í vetur, kynnt á laugardagskvöldum það sem hann nefnir Hljómskálamúsík frá útvarpinu í Köln. Eru þarna leikin létt óperu- og söngleikja- lög spiluð af ýmsum þýzkum hljómsveitum. Aðallega eru það hljómsveitir þýzkra út- varpsstöðva, s.s. frá útvarpinu í Stuttgart, Berlín og víðar. Hljómskálamúsík er senni- lega óskilgreint hugtak á íslenzku, en það er þýðing á „promenademusik", orði sem fjöldi þjóða notar. Er þá helzt átt við hljómskála, stærri en þá sem við íslendingar þekkjum, stóra og opna með aðstöðu fyrir stóra hljómsveit. Þættir þessir eru sendir til Islands i skiptum sem fram fara milli evrópskra utvarps- stöðya innan vébanda European Broadcast Union (EBU), sem eru sarntök evrópskra útvarpsstöðva. -BH. „Ég ætla að spjalla við hlust- endur um æskustöðvar mínar við Bakkafjörð,“ sagði - Kristján frá Djúpalæk, en hann verður með þáttinn Mér datt það í hug í út- varpinu kl. 16.25 á sunnudag. Fyrir þá sem ekki vita er Bakkafjörður, þar sem Kristján fæddist og ólst upp, austan við Langanes. „Eg ætla að tala um lifandi fólk og dautt, samband mannsins við náttúruna, kriuna og fleiri fugla.“ Hyggst hann koma víða við eins og heyra má á þessari upptalningu, einnig ætlar hann að tala við okkur „um þetta líf og það næsta“ eins og hann orðaði það. Kristján er nýkominn úr ferð til Bakkafjarðar og ætlar hann í spjallinu einnig að hvetja okkur Islendinga til að ferðast meira um eigið land heldur en að vera að þvælast þetta til útlanda, allt of fáir hafa uppgötvað alla þá möguleika sem ísland hefur upp á að bjóða. Kristján frá Djúpalæk hætti að reykja um slðustu páska. „Ég ræddi málið við sjálfan mig og ákvað síðan að hætta reykingum. Það þarf fyrst og fremst að undir- búa sjálfan sig og þá er þetta A þessari mynd sést Kristján frá Djúpalæk reykjandi pípu, en nú er hann hættur að reykja og ekki hægt að ná mynd sem þessari af honum. enginn vandi að hætta reykingum," sagði Kristján. Hann hætti reykingum eftir að hafa reykt í 36 ár. -BH. Þetla er sennilega eini hljúmskáli nkkar íslendinga, Hljómskálinn, í samnefndum garði. En sú músik sem leikin verður i útvarpinu í kvöld er vist frá stærri hljómskálum en þessum. (DB-m.vnd Sv. Þ.). 21.30 Hljómskálatónlist frá útvarpinu í Köln. Guðmundur Gilsson kynnir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 2. júlí 7.00 IMorgunútvarp. MorguntMsn kl. 7.50 Tilkynningar kl. 9.00. Lett lög milli atriða Óskalög sjuklinga kl. 9.15 Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir íz.ÓO Dagskrain. íonleikar. Tiikynn ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku. Svavar Gests sér um síðdegisþátt f tali og tónum. (Inn í hann falla íþróttafréttir, al- mennar fréttir kl. 16.00 og veður- fregnir kl. 16.15). 17.00 Látt tónlist. 17.30 Rímur af Svoldarbardaga oftir Sigurð Breiöfjörö; — V. þáttur. Hallfreður örn Eirfksson cand. mag. kynnir. Guð- mundur ólafsson og Pétur ólafsson kveða. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fráttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Ailt í grasnum sjó. Stolið, stælt Og skrumskælt af Hrafni Pálssyni og Jörundi Guðmundssyni. 19.55 Píanósónata í es-moll eftir Paul Dukas. Francoise Thinat leikur. 20.40 Skáld óös og innssais. Kristján Árnason talar um Hermann Hesse á aldarafmæli hans. Lesið verð- ur úr ritum skáldsins f bundnu og óbundnu máli, þ.á m. ..Draumljóð“. smásaga í nýrri þýðingu eftir Hrefnu Backmann. Sunnudagur 3. júlí 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Otdráttur úr forustugr. dagbl. 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Vinsalustu popplögin. Vignir Sveinsson kvnnir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. Píanókonsert i a- moll op. 16 eftir Edvard Grieg. Géza Anda og Fílharmoníusveitin í Berlfn leika; llafael Kubelik stj. 11.00 Messa í Egilsstaöakirkju (hljóðr. á þriðjud. var í tengslum við presta- stefnu). Séra Eric H. Sigmar predikar. Séra Kristján Valur Ingólfs- son. séra Bjarni Guðjónsson og séra Vigfús Ingvar Ingvarsson þjóna f.vrir altari. Organleikari: Jón ólafur Sigurðsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.15 Veðurfregnir og fréttir. Tilkvnn- ingar. Tónleikar. 13.30 I liöinni viku. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 15.00 Sónata fyrír pianó eftir Alberto Ginastera. Ronald Turini leikur. 15.15 Islandsmótiö i knattspymu: Útvarp frá Akranesi. Hermann Gunnarsson lýsir keppni Iþróttabandalags Akra- ness og Vals. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Mór datt þaö í hug. Kristján skáld frá Djúpalæk spjallar við hlustendur. 16.45 íslenzk einsöngslög. Erlingur Vigfússon svngur lög eftir Emil Thor- oddsen. Þórarin Jónsson og Karl O. Runólfsson. Fritz Weisshappel ieikur á píanó. 17.00 Staldrað viö í Stykkishólmi. Jónas Jónasson spjallar við fólk þar; — fjórði þáttur. 17.50 Stundarkorn meö Rawicz og Landauer, sem leika þekkta sigilda dansa á pianó. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.25 Líffiö fyrir austan; —fjóröi og síöasti þáttur. Birgir Stefánsson kennari segirfrá. 20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í útvarpssal. Christvne Tryk og Sin- fóniuhljómsveit Islands leika Konsert nr. 2 i D-dúr f.vrir horn og hljómsveit eftir Joseph Ha.vdn; Páll P. Pálsson stj. 20.20 Sjálfstestt fólk í Jökuldalsheiöi og grennd. örlftill samanburður á „Sjálf- stæðu fólki" eftir Halldór Laxness og samtímaheimildum. Fyrsti þáttur: Jörðin og fólkið. GunnarValdimarsson tók saman efnið. Lesarar með honum: Hjörtur Pálsson Klemenz Jónsson og Guðrún Birna Hannesdóttir. 21.15 Sinfónía i C-dúr eftir Georges Bizet. Hljómsveit franska rfkisútvarpsins leikur; Sir Thomas Beecham stj. 21.45 „Bröltí myrkrí", smásaga eftir Mark Twain. óli Hermannsson þýddi. Gísli Alfreðsson leikari les. 22.00 Fréttir. * 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson danskennari velur lögin og kvnnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Útvarp sunnudag kl. 16,25: Kristján frá Djúpa læk spjallar við hlustendur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.