Dagblaðið - 02.08.1977, Side 3

Dagblaðið - 02.08.1977, Side 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. AGUST 1977. Dyraverðir íÓðali beita hrottaskap — að sögn bréfritara varmjögilla fariðmeð hann Sigurður Þráinsson skrifar: Fimmtudaginn 21. júlí sl. var ég undirritaður að verzla við barinn á skemmtistaðnum Öðali. Maðurinn fyrir aftan mig fer að troðast og gerir gfófar tilraunir til að koma mér frá barnum þó ég segi honum að verið sé að afgreiða mig. Um leið ýti ég við honum til, að halda mínu plássi við barinn. Þegar ég var á förum með glas í annarri hendi tek ég í jakkalaf mannsins og segi það sem mér finnst við eiga um slíka hegðun. Þá veit ég ekk; fyrr til en stór og mikill dyravörður þrífur til mín og skipar mér að koma niður. Eg spyr hvort hinn aðilinn eigi ekki að koma líka. Dyravörðurinn neitaði þvi og byrjaði að tosa mig í átt til dyra. Ég var ekki alveg á því að láta henda mér út, að mér fannst að ósekju og án þess að dyra- vörðurinn kynnti sér málið. Auk þess var hinn aðilinn upphafsmaðurinn að deilu okkar sem var ekki neitt nálægt því að kallast slagsmál. Ég vil taka það fram að ég er algjörlega andvígur slags- málum en ég var þarna orðinn hinn reiðasti og streittist á móti. Eftir nokkrar stympingar komu svo tveir dyraverðir til viðbótar og var ég gripinn háls- taki sem virðist vera orðið mjög vinsælt meðal dyravarða á veitingahúsum borgarinnar svo sem Klúbbnum (sbr. Dagblaðið 23. þ.m.) og einnig hef ég það eftir dyraverði í Sesar að starfs- bræður hans hafi beitt þessu hættulega taki. Þarna átti sem sagt að láta líða yfir mig svo hægt væri að drösla mér niður og henda mér út. Ég man óljóst eftir því að hinir fjöldamörgu áhorfendur tóku að öskra hvort þeir ætluðu að drepa mig. Ég var víst orðinn eldrauður og þrútinn og gat ekki andað. Það næsta sem ég vissi var að ég lá á maganum á gólfinu og þeir voru að binda hendur mínar og fætur fyrir aftan bak. Bundnum á höndum og fótum var mér dröslað niður í fatahengi, hent niður á gólf og síðan settist á mig stór og þungur dyravörður. Þarna var ég síðan hafður sem sæti (fyrir dyraverði, þeir vinna jú svo lýjandi starf) þar til lögreglan kom og bjargaði mér úr klóm þeirra. Sunnudaginn 24. júlí gerði ég mér ferð niður í Óðal til þess að ná í gleraugun mín sem höfðu hrokkið á gólfið í öllum látun- um og orðið eftir inni er ég fór út. Þá hitti ég einn þessara „vingjarnlegu" dyravarða. Hann sagðist hafa verið á gangi um húsið ásamt öðnim dyra- verði þegar þeir sáu okkur stympast (mig og 1. dyravörð) þá ruku þeir strax til og hjálp- uðu starfsbróður sínum, án þess að vita út af hverju deilan stóð. Einnig tjáði hann mér að á föstudaginn hefði stúlka er vinnur á barnum sagt sér að ég hefði ekki verið upphafsmaður- inn að þessu heldur hinn. Þarna var hann búinn að fá Staðfestingu á sakleysi mínu en ékki sá hann ástæðu til að biðjast afsökunnar. Tilgangur minn með því að skrifa þessar línur er sá að varpa ljósi á vinnubrög'ð vissra dyravarða og hversu algengt þetta hættulega hálstak er orðið, almenningi til upp- lýsingar og viðvörunar. Ekki liðu nema fimm dagar frá því að einn ungur maður var næst- um drepinn með þessu taki í Klúbbnum þar til þetta kom fyrir mig. Nú fjórum dögum seinna hef ég ekki jafnað mig enn, er aumur í hálsi auk annarra líkamsáverka sem gert hafa það að verhum að ég hef ekki fyllilega getað stundað mína vinnu. Með ósk um að dyraverðir hreinsi til í sinni stétt og ef þeir gera það ekki þá láti aðrir málið til sín taka. Sögualdarbærinn stendur á mjög fögrum stað en það er ekki nóg ef illa er um gengið. Pissað á Þjóðveldisbæinn Ferðakona hringdi: Eg fór um helgina ásamt fjöl- skyldu minni að skoða sögu- aldarbæinn — eða þjóðveldis- bæinn eða hvað hann nú heitir — í Þjórsárdal og hafði mjög gaman af. Aftur á móti brá mér illilega í brún þegar mér var gengið bakatil við bæinn og sá þar að veggirnir á honum hafa verið notaðir fyrir klósett. Torfvegg- irnir, svona prýðilega skornir og hlaðnir, voru orðnir hland- grænir og mosavaxnir, eins og það verður sem stöðugterpissað á. Þetta gerist þrátt fyrir að klósett sé þarna rétt hjá. Sóða- skapur íslendinga ríður ekki við einteyming! Símsvarinn bilaði yfir helgi — og þvísvaraði ekki ígamla Flugfélagsmímerinu Helga Ingólfsdóttir hjá Kynn- ingardeild Flugleiða hringdi: Mig langar að biðja Óla, sem kvartaði yfir símaþjónustu inn- anlandsflugs Flugleiða i þriðju- dagsblaðinu, afsökunar. Hann segir að símsvara vanti i gamla síma Flugfélags Is- lands, 16600. Það sem gerðist var að símsvarinn, sem vissu- lega hefur verið fyrir hendi, bilaði á föstudaginn og var bil- aður um he'.gina. Þetta er nú komið í lag og rækilega fylgzt með þvi. Ef Öli hefði litið neðar á síð- una hefði hann séð þar stóra auglýsingu um nýja símanúm- erið, 26622, sem tekið var í notkun 1 febrúar, þegar orðið var of seint að leiðrétta það í símaskránni. GMHHLAND nýr og hcíllandl áfangastaðui Dagflug á þriðjudögum. Nýr og heillandi sumar- leyfisstaður íslendinga. f fyrsta sinn beint flug frá fslandi til Grikklands á rúmum 5 klst. Óvið- jafnanleg náttúrufegurð og sögustaðir sem heilla. Góðar baðstrendur í fögru umhverfi í baðstranda- borgum 15-25 km frá Aþcnu. Fjölbreytt skemmt- analíf. Ný glæsileg hótel og íbúðir. Einnig er hægt að dvelja á eynni Krít. Reyndir islenskir fararstjórar Sunnu. Grikklandsferð er heillandi ævintýri er enginn gleymir. Siglingar milli grísku eyjanna og ótelj- andi skemmti-og skoðunarferðir um undurfagurt landslag heillandi borga og sögufrægra staða, svo sem Akropolis, Delfi, Olympía, Spörtu og Mara- þonsvalla. Tækifæri til að upplifa cinstæða Hsta-, viðburði í hinum fornfrægu útileikhúsum grikkja, þar sem í sumar koma fram margir heimsfrægir snillingar, svo sem Bolshoí- ballettinn frá Moskvu, tónleikar og óperur undir stjórn Karajans að ógleymdum hinum klassísku Ieiksýningum frá gullaldartímum forngrikkja. Grikkland sameinar á snilldarlegan hátt heill- andi náttúrufegurð, sögulega staði og möguleika til sólbaðs og sunds í heitum sjó, hvíldarlíf við sundlaugar og baðstrendur. SVNNA Lftkjargötn 2 simar 16400 12070 2S060 266» M ALL0RCA dagflug alla sunnudaga C0STA DEL S0L dagflug alla föstudaga C0STA BRAVA flogið alla sunnudaga KANARÍEYi AR flogið allan ársins hring GRIKKLAND dagflug alla þriðjudaga Eingöngu beztu hótel og íbúðir sem til eru SUNNA Reykjavík: Lækjargötu 2, símar 16400 - 12070 Akureyri: Hafnarstræti 94, sími 21835 3 Borðar þú mikið af úvöxtum? Óskar Guðmundsson fiskstarfs- kraftur: Já, það held ég að mér sé óhætt að segja. Helst borða ég banana og appelsínur. Eg tel þetta ekki dýra fæðu. Marteinn Jónsson verkamaður: Ég geri mjög litið af þvi að borða ávexti. Ég hef ekki efni á því að kaupa þá. Agúst Oddur Kjartansson vöru- bílstjóri: Ekki get ég nú sagt það. Þeir eru nefnilega frekar dýrir. r*» Helgi Asgeirsson sjómaður: Já, ég borða töluvert af ávöxtum. Mest borða ég af appelsínum, það er svo mikið C-vítamíni í þeim. Mér finnst ávextir hreint ekki dýrari en annað. Friðgeir Gíslason bilstjóri hjá BtJR: Ég, — alltaf eitt epli a uag. Eplin eru alveg prýðileg fæða þegar þau eru góð. Að vísu eru þau dálítið dýr en það er líka allt annað. Sigriður Oddsteinsdóttir kaffi- kona hjá Skagfjörð: Já. ég borða töluvert af appelsínum en yfir- leitt ekki aðra ávexti. Mér finnst þær það góðar að það er þess virði að borga hátt verð fyrir.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.