Dagblaðið - 02.08.1977, Side 9

Dagblaðið - 02.08.1977, Side 9
l)A(iHIiAl)H). I»KH).IUI)ACIIH 2. ACUS'I' 1977. 9 500 MARKA SEÐLAR í BUXNASTRENGNUM —viðtal við piitana tvo sem komu upp um 58 milljóna ræningjann þýzka, Ludwig Lugmeier Piltarnir tveir sem komu upp um stórglæpamanninn, þeir þora ekki að segja til nafns af ótta við hefndaraðgerðir bófans. DB-mynd Ragnar Th. Sig. „Ameríkaninn var hreinlega í vandræöum með seðlana og var á víxl að troða þeim í buxna- strenginn eða buxnavasana þeg- ar hann gaf sig á tal við okkur fyrir utan Glæsibæ. Við sáum strax að þetta hlaut að vera stórfé, enda allt vestur- þýzk mörk. Við ræddum lítið við hann en spurðum hvort hann væri að koma úr einhverri vel borgaðri vinnu. Hann sagðist hafa unnið við kennslustörf í Þýzkalandi. Hann var þéttingsfullur og talaði ensku en skildi eitthvað í íslenzku.“ Þetta sögðu tveir ungir Reyk- víkingar sem urðu til þess að þýzkur milljónaþjófur var hand- samaður í borginni sl. föstudags- kvöld. Þeir vilja ekki láta nafna sinna getið af ótta við hugsanleg- ar hefndaraðgerðir félaga þjófsins. „Okkur fannst ekki vit í öðru en að láta lögregluna vita og fórum niður á aðalstöð við Hverfisgötu," sögðu piltarnir enn- fremur. „Þar sögðum við frá þess- um manni og peningafúlgunni sem hann var með. Fyrst í stað virtist okkur lög- reglan tæplega trúa því að þetta gæti verið alvarlegt en svo fóru lögreglumenn með okkur upp að Glæsibæ. Þar sáum við Ameríkanann á horni Álfheima og Gnoðarvogs. Rétt í því renndi þar að hvít Volkswagen-bifreið sem nam stað- ar og Ameríkaninn steig inn. Þar var Þjóðverjinn þá við stýrið. Þar sem ekki þótti rétt að við sæjumst var kallað á aðra lögreglubifreið sem kom strax og fylgdi Volks- wagenbifreiðinni eftir inn Gnoðarvog og 6k síðan fram fyrir hana og stöðvaði. Einn lögreglumannanna gekk að bílnum bílstjóramegin. En það skipti þá engum togum að Þjóð- verjinn sló lögreglumanninn um- svifalaust í magann og hljóp af stað í burtu. Þeir náðu honum þó fljótlega en áttu fullt í fangi með hann þrír, enda barðist maðurinn um á hæl og hnakka og virtist ekkert á því að láta handtaka sig. Að lok- um var hann þó yf'rbugaður og handjárnaður. Á meðan á þessu stóð sat Ameríkaninn í Volkswagen- bifreiðinni og hafðist ekkert að. Einnig var ung, íslenzk stúlka í bílnum. Þeirra gætti lögreglu- maður. Við vorum síðan alla nóttina í yfirheyrslum og komumst ekki út úr bænum fyrr en liðið var á laugardag en vorum satt segja lagðir af stað á föstudagskvöldið. Við komum aðeins við fyrir utan Glæsibæ í leiðinni," sögðu ungu Reykvíkingarnir tveir að lokum. Sannarlega óvænt innskot I úti- leguna um verzlunarmanna- helgina. Um tengsl hins bandaríska manns og Þjóðverjans, sem var með írskt vegabréf, er ekki vitað. Sá bandaríski hefur verið búsett- ur hérlendis í um 17 ár og er 55 ára gamall. -ÓG. Hvaða reglur gilda um framsal afbrotamanna? —enginn samningur milli íslands og V-Þýzkalands um f ramsal brotamanna Enginn samningur er á milli Islands og V-Þýzkalands um framsal sakamanna. Það úti- lokar engan veginn framsal á Ludwig Lugmeier til v-þýzkra yfirvalda samkvæmt islenzkum hegningarlögum. Erlendan ríkisborgara má aðeins framselja til þess ríkis sem hann hefur drýgt afbrot i eða þangað sem hann á ríkis- borgararétt, segir í 1. kafla al- mennra hegningarlaga. k’ramsal er byggt á dómsúr- skurði. Ríkissaksóknari er eðli- legur aðili til þess að gera kröfu um framsal þegar og ef þess er krafizt. Jafnan má setja það skilyrði fyrir framsali að ríkið, sem tekur við sakamanni, heiti þvi að hinum framselda manni verði ekki refsað fyrir aðra glæpi, drýgða fyrir framsalið, en þá sem hann er framseldur fyrir og ekki frekar en íslenzk lög mæla fyrir um þyngsta refs- ingu fyrir það brot. Engin skylda er að setja slík skilyrði fyrir framsali. Ilins vegar getur verið eðlilegt að setja þau þegar á það er litið að ekki má framselja erlendan ríkisborgara til refsingar fyrir verknað sem er ekki refsi- verður eftir íslenzkum lögum. Island heíur verið aðili að Interpol í um það bil 6 ár. Hafði það verið í athugun um nokkurt skeið. Meðal annars vegna vax- andi hraða í eiturlyfja- og ffkni- efnasölu þótti sjálfsagt að Island gerðist aðili að þessari alþjóðalögreglu. Interpol sendir aðildar- ríkjum sínum tilkynningar uni eftirlýsta menn, sé þess óskað. Ludwig Lugmeier var á skrá Interpol yfir eftirlýsta menn BS Höf um fyrirliggjandi hina viðurkenndu Lydex hljóðkúta í eftirtaldar bif reiðir Audi 100S-LS ........................hljóðkútar fr. og aftan Austin Mini ..........................hljóðkútar og púströr Bedford vörubíla...............................hljóðkútar og púströr Bronco 6 og 8 cyl..............................hljóðkútar og púströr Chevrolet fólksbíla og vörubíla......hljóðkútar og púströr Datsun dísil — 100A — 120A — 1200 — 1600 — 140 — 180 .................. hljóðkútar og púströr Chrysler franskur..............................hljóðkútar og púströr Citrocn GS ...........................hljóðkútar og púströr Dodge fólksbíla ......................hljóðkútar og púströr D. K. W. fólksbíla ...................hljóðkútar og púströr Fiat 1100 — 1500 — 124 — 125 — 128 — 132 — 127 — 131 ..............hljóðkútar og púströr Ford, ameríska fólksbíla ............hljóðkútar og púströr Ford Concul Cortina 1300—1600 .......hljóðkútar og púströr Ford Escort..................................hljóðkútar og púströr Ford Taunus 12M — 15M — 17M — 20MhIjóðkútar og púströr Hillman og Commer fólksb. og sendib ....hljóðkútar og púströr Austin Gipsy jeppi ...................hljóðkútar og púströr International Scout jeppi.....................hljóðkútar og púströr Rússajeppi GAZ 69.............................hljóðkútar og púströr Willys jeppi og Wagoneer.............hljóðkútar og púströr Jcepster V6....................................hljóðkútar og púströr Range Rover ...............hljóðkútar fr. og aftan og púströr Lada ................................hljóðkútar Landrover bensín og disil ...........hljóðkútar og púströr Mazda 616....................i........hljóðkútar og púströr Mazda 818....................................hljóðkútar og púströr Mazda 1300 .........................hljóðkútar fr. og aftan Mazda 929 ...........................hljóðkútar fr. og aftan Mercedes Benz fólksbíla 180 — 190 200 — 220 — 250 — 280 ................hljóðkútar og púströr Mercedes Benz vörubíla.......................hljóðkútar og púströr Moskwitch 403 — 408 — 412 ............hljóðkútar og púströr Morris Marina 1,3 og 1,8......................hljóðkútar og púströr Opel Rekord og Caravan........................hljóðkútar og púströr Opel Kadett og Kapitan ...............hljóðkútar og púströr Passat.............................hljóðkútar frm. og aftan Peugeot 204 — 404 — 504...............hljóðkútar og púströr Rambler American og Classic..........hljóðkútar og púströr Renault R4 — R6 — R8 — R10 — R12 — R16 .....................hljóðkútar og púströr Saab 96 og 99 ........................hljóðkútar og púströr Scania Vabis L80 — L85 — LB85 — L110 — LB110 — LB140 .................hljóðkútar Simca fólksbila ......................hljóðkútar og púströr Skoda fólksbíla og station ...........hljóðkútar og púströr Sunbeam 1250 — 1500 — 1600.....................hljóðkútar og púströr Taunus Transit bensín og dísil .......hljóðkútar og púströr Toyota fólksbíla og station....................hljóðkútar og púströr Vauxhall fólksbíla............................hljóðkútar og púströr Volga fólksbila................................hljóðkútar og púströr Volkswagen 1200 — K70 — 1300 — 1500 og sendibíla....................hljóðkútar og púströr Volvo fólksbíla..............................hljóðkútar og púströr Volvo vörubíla F84 — 85TD — N88 — F88 — N86 — F86 — N88TD — F86TD og F89TD................hljóðkútar Púströraupphengjusett í flestar gerðir bifreiða. Pústbarkar flestar stærðir Púströr í beinum lengdum l‘/í" til 'i'A". Setjum pústkerfi undir bíla, sími 83466. Sendum í póstkröfu um land allt. Bifreiðaeigendur, athugið að þetta er allt ó mjög hagstœðu verði og sumt á mjög gömlu verði. Gerið verðsamanburð óður en þið festið kaup annars staðar. Bflavörubúðin Fjöðrin h.f,

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.