Dagblaðið - 02.08.1977, Blaðsíða 4
DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. AGUST 1977.
Frá Ingvari Ásmundssynir fréttamanni DB á Norðurlandamótinu:
Guðlaug vann
með yfirburðum
— Lftið þekktur Svfi varð skákmeistari Norðurlanda
— ión vann í unglingaf lokknum
Guðlaug Þorsteinsdóttir
varð, með yfirburðum, Norður-
landameistari kvenna í skák.
Svíinn Petterson varð skák-
meistari Norðurlanda og Jón L.
Árnason Norðurlandameistari
unglinga.
Örslitastundin rann upp. Á
laugardaginn vann Svíinn
Schussler Finnann Raaste, sem
hafði verið í forystu, í maraþon-
skák sem lauk um miðnættið.
Raaste hafði þá teflt því nær
sleitulaust frá því klukkan 10
Jón L. Arnason, Norðurlanda-
meistari unglinga í skák.
um morguninn. Ekki er að
furða þótt það hvarfli að mönn-
um að stytta umhugsunartím-
ann og minnka þetta álag.
Þegar síðasta umferð hófst
var Finninn Pourtiainen efstur
með 8 vinninga. Næstir voru
Svíinn Petterson og Finninn
Raaste með 7'A. Aðrir gátu þá
ekki blandað sér í baráttuna
um titilinn. Fyrir síðustu um-
ferð í unglingaflokki var Jón L.
Árnason efstur með 7 vinninga.
Næstur var Kramling, Svíþjóð,
með 6'A. Hann er bróðir stúlk-
unnar sem hafði barizt við
Guðlaugu í kvennaflokknum.
Aðrir gátu þá ekki blandað sér í
baráttuna um unglinga-
meistaratitilinn.
Guðlaugu og Jóni
nœgði jafntefli
Guðlaug var efst í kvenna-
flokki með 7'A vinning af 8
mögulegum. Næst var Kram-
ling, Svíþjóð. Aðrar gátu þá
ekki orðið Norðurlandameistar-
ar kvenna.
Séu einhverjir tveir eða
fleiri efstir og jafnir eru reikn-
uð stig. Þannig fær keppandi
samanlagðan vinningafjölda
þeirra sem hann hefur teflt við
en þó eru tveir þeir lökustu
sem hann hefur teflt við ekki
taldir með í þessum útreikningi
á stigum hans. í kvennaflokki
fær keppandi stig sem sam-
svara vinningafjölda þeirra
sem hann hefur unnið og helm-
ingi af vinningum þeirra sem
hann hefur gert jafntefli við.
Jóninægði því jafntefli í síðustu
umferðinni til að vinna titilinn
og Guðlaugu nægði einnig jafn-'
tefli.
Bœði 16 óra
menntaskólanemar
Mótinu lauk á sunnudaginn.
íslendingar vörðu tvo Norður-
landameistaratitla. Guðlaug
Þorsteinsdóttir vann yfirburða-
sigur í kvennaflokki. Jón L.
Arnason varði í unglingaflokki
Norðurlandameistaratitil
Helga Ölafssonar sem var
orðinn of gamall til að verja
hann sjálfur. Jón er 16 ára
nemandi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð og skákmeistari Is-
lands. Guðlaug er 16 ára nem-
andi í Menntaskólanum í
Reykjavík og hefur verið
fremst kvenna í skákíþróttinni
á Norðurlöndum í mörg ár. Þau
Guðlaug og Jón ættu að hafa
góða möguleika á að verja titla
sína á næsta Norðurlandamóti í
Sundvall í Svíþjóð að tveimur
árum liðnum.
Skókmeistari
Norðurlanda
lítið þekktur Svíi
Að heita má óþekktur Svíi,
Lars Petterson, varð skák-
meistari Norðurlanda með 8'A
vinning. 2. Schussler, Svíþjóð,
einnig með 8'/í. 3.—5. Finnarnir
Pourtiainen, Ristoja og Pyhálá
8 vinninga. 6.—13. Helgi
Ölafsson, Jón L. Árnason, Bin-
ham Finnlandi, Rosenlund
Danmörku, Kramling Svíþjóð,
Raaste Finnlandi, Hurme Firin-
Guðlaug Þorsteinsdóttir, Norðurlandameistari kvenna í skák,
með yfirburðum.
landi og Piuva Finnlandi með
7 'A.
I unglingaflokki varð Jón
efstur með 7 'A og næstur
honum og jafn að vinningum
Kramling, í 3.-4. sæti voru
Ásgeir Árnason og Daninn
Andersen með 7.
I kvennaflokki hlaut Guð-
laug 8'A af 9 mögulegum. 2.
varð Bengtson, Svíþjóð, með 7'A
og 3. Kramling, Svíþjóð, með 7.
I karlaflokknum hlaut
Gunnar Finnlaugsson 6'A vinn-
ing. Jónas B. Erlingsson fékk 6.
Áskell Kárason 5'A, Haraldur
Haraldsson 5. Erlingur Þor-
steinsson 4 og Egill Þórðarson
3 'A.
Nýi Norðurlandameistarinn,
Petterson, er 23ja ára og var
aðeins númer 23 í styrkleika-
röðinni fyrir mótið. Hann
kveðst kaupa svo til öll skák-
tímarit í heimi og ekki hafa
fengizt við annað en skák síðan
í maí í vor. Hann segist fyrst og
fremst þjálfa sig með lestri
skákblaða og -bóka.
- HH
Nýsending: Baðföt frá Abegita.
Stuttbuxur og toppar. Enskir
bómuiiarbolir, hálf- ogheilerma.
Glæsibæ — $ími 83210
Verziunih , Póstsendum
Wlodwn
iYT
Nýjar kvikmyndatökuvélar
fyrir tal og ton.
1. Sérlega léttar og hljóð-
lótar.
2. Linsur með Ijósopi f.2
og Zoom upp í 6 sinnum.
3. Þrjú skemmtileg módel,
MINOLTA XL-225, XL-440
og XL-660.
Komið og skoðið. Fullkom-
in þjónusta. Leiðbeinum og
veitum sýnikennslu i með-
ferð véla. Höfum jafnframt
ó lager allar
Minolta vörur
W1I ■ ■ ■ ■ HT
FILMUR OG VÉLAR S.F.
Skólavörðustíg 41. Sími 20235.
ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR
OG ÞJÓflU/Tfl
/iVallteitthvaó
gott í matinn
Brúður sem gróta
þegar snuðið
er tekið frá þeim.
Fást aðeins hjá okkur.
Dönsku brúðurnar
í öiium stærðum
ennfremur
90 cm brúður
tilvaiið leikfang eða
útstillingargína
Sendum í póstkröfu.
Leikfangaver
Kiapparstig 40
Simi 12631
LaaríA
akyndihjálp!
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Týndur
r
I
viku
Lýst er eftir 21 árs göml-
um manni, Arinbirni Þór
Pálmasyni, sem hvarf frá
Kleppsspítala sl. mánudag.
Hefur ekkert til hans spurzt
síðan.
Arinbjörn er ljósskol-
hærður með hrokkið hár og
grannvaxinn, um það bil 185
cm á hæð. Þegar hann hvarf
var hann klæddur í mosa-
græna nælonúlpu, bláar
gallabuxur, blámynztraða
skyrtu og gula strigaskó.
Þeir sem kynnu að hafa
séð til ferða Arinbjarnar
síðan á ntánudag eru vin-
samlegast beðnir að láta lög-
regluna vita.