Dagblaðið - 02.08.1977, Síða 14
14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. AGUST 1977.
Iþróttir
Borgfirðingar
sigruðu á
Eiðum í
3. deild
Borgfirðingar urðu hinir
öruggu sigurvegarar í 3. deiid
FRI í frjálsum íþróttum. Keppn-
in fór fram á Eiðum á Fljótsdals-
héraði um helgina — og hlutu
Borgfirðingar 91 stig.
Ungmennasamband Austur-
lands hlaut 65 stig og hafnaði í
öðru sæti. Síðan kom KA frá
Akureyri í þriðja sæti með 47 stig,
A-Húnvetningar hlutu 40 stig og
höfnuðu í fjórða sæti en V-
Skaftfellingar ráku lestina með
38 stig á Eiðum á laugardag.
Og sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni — Einar Vilhjálmsson,
Einarssonar silfurhafa í þrístökki
á ólympíuleikunum í Melbourne,
sigraði í öllum kastgreinum á
Eiðum.
Fimmti sigur
Walkeráviku
Nýsjálendingurinn John
Walker vann sinn fimmta sigur á
einni viku er hann sigraði í mílu-
hlaupi á alþjóðlegu móti í Gates-
head í N-Englandi á miklu frjáls-
íþróttamóti um helgina. Tími
Walker var 3:56.6 — en annar
varð Thomas Wessinghage frá V-
Þýzkalandi á 3:57.2. Geoff Capes
— lögreglumaðurinn sterki frá
Peterborough sigraði í kúluvarp-
inu er hann varpaði 20.57 — en
tveir Bandaríkjamenn, Pete
Schmoek, 20.04, og A1 Feuerbach,
18.52, tóku tvö næstu sæti.
Það var mikil keppni og
skemmtilegt hlaup í 5000 metra
hlaupinu — mikið einvígi milli
Bretanna David Black og Steve
Ovett annars vegar og Eþíópíu-
mannsins Mirtus Yifter — brons-
hafans frá Munchen '72 í 10000.
David Black hafði forustu lengst
af í hlaupinu — en þegar um 300
metrar voru eftir tóku þeir Yifter
og Ovett mikinn endasprett. Þrátt
fyrir að Bretinn sé kunnur fyrir
góðan endasprett, kunnur 1500
metra hlaupari, hafði hann ekk-
ert í hendurnar á Eþíópíumannin-
um að gera og Yifter sigraði á
13:20.6. Ovett fékk tíman 13:25.0
og Black kom skömmu á eftir,
13:25.8.
Clancy Edwards sigraði tvöfalt
í 100 og 200 metra hlaupunum —
hljóp 100 metrana á 10.4 en þar
varð Charli Wells annar á 10.7.
Clancy Edwards fékk tímann 20.9
í 200 — þar varð Einsley Bennett
annar á 21.3.
Norska stúlkan Treta Waitz
sigraði í míluhlaupi kvenna á
4:38.1 — og Bandaríkjamaðurinn
Rory Kotinek sigraði í hástökki,
stökk 2.23 og Daninn Jesper Törr-
ing varð annar, 2.10.
íþröttir íþróttir fþróttir íþróttii
Elías Sveinsson — skýlir sér gegn regninu í Laugardal en hann sigraði
i Höfn.
Celtic sigraði Rauðu
stjömuna í Ástralíu
— og Jóhannes Eðvaldsson skoraði síðara markiðí 2-0 sigri
Celtic. Arsenal tapaði enn — nú fyrir landsliði Ástralíu
Celtic sigraði Ráuðu stjörnuná
frá Belgrad í Júgóslavíu í úrslit-
um fjögurra liða keppni í Mel-
bourne í Astralíu á sunnudag.
Celtic sigraði 2-0 — og skoraði
Jóhannes Eðvaldsson síðara mark
Celtic eftir að Roddy McDonald
hafði náð forustu fyrir Celtic.
Rúmlega 20 þúsund manns
fylgdust með leik meistaranna —
Celtic, núverandi Skotlandsmeist-
ari, og Rauða stjarnan, Júgó-
slavíumeistari. Rauða stjarnan
hafði undirtökin í leiknum í
byrjun — en Celtic kom síðan
meir inn í myndina. Mínútu fyrir
hálfleik tók Alie Conn horn-
spyrnu, knötturinn small í stöng
og féll þar .fyrir fætur Roddy
McDonald sem skoraði af stuttu
færi, 1-0.
Síðara markið kom um miðjan
síðari hálfleik — Paul Wilson átti
þá mjög góða sendingu á
Jóhannes Eðvaldsson, sem bók-
staflega tvístraði vörn Rauðu
stjörnunnar og sendi knöttinn í
netið.
Asamt Celtic og Rauðu stjörn-
unni tóku þátt í mótinu Arsenal
og landslið Ástralíu.
Ástralíumenn eru í sjöunda
himni yfir frammistöðu landsliðs
síns eftir fjögurra liða keppnina í
Ástralíu. Landsliðið hafnaði í
þriðja sæti — sigraði Arsenal 3-1
— athyglisverður sigur.
„Þið hafið mjög gott lið — leitt
Jóhannes Eðvaldsson.
að almenningur í Astralíu skuli
ekki kunna að meta það,“ sagði
Terry Neill framkvæmdastjóri
Arsenal eftir ósigur Arsenal.
. Og Stein, framkvæmdastjóri
Celtic, var einnig hrifinn af lands-
liði Ástralíu. „Góðir leikmenn á
miðjunni og skemmtilegir fram-
herjar eru sterkasta hlið landsliðs
Ástralíu," sagði Jock Stein.
Og framkvæmdastjóri lands-
liðsins var einnig I sjöunda himni
— „ef við höldum áfram að leika
eins og við gerðum í þessari
keppni getur ekkert stöðvað
okkur í að komast í úrslit HM í
Argentínu.
Greinilegt er að knattspyrnan í
Astralíu er á mikilli uppleið — og
landsliðið skoraði sjö mörk gegn
hinum sterku evrópsku liðum:
sigraði Arsenal, tapaði fyrir
Celtic og Rauðu stjörnunni, 2-3.
Island vermdi neðstu sætin i tugþi
Nítjái
hlau
—áEMíHollan
hein
Daley Thompson frá Bretlandi
setti nýtt met ungiinga í tugþraut
Standard tapaði í Hollandi
Standard Liege lék í Toto-
keppninni í Twente í Hollandi
um heigina og tapaði 2-3. Staðan i
leikhléi var 1-1, en ekki er okkur
kunnugt um lokaúrslit í riðlin-
um. Ósigurinn í Twente gefur
Duisburg möguieika.
Það urðu ýmis athyglisverð úr-
slit í Toto-keppninni um helgina
og greinilegt er að sænsk lið eru
mjög sterk. Sænsku meistararnir
Halmstad sigruðu hið sterka
júgóslavneska lið Vojvodina 3-1 í
Svíþjóð. Landskrona sigraði
Young Boys frá Bern í Sviss 2-1.
östers lék í Áláborg við Aab og
sigraði Östers 3-1. Malmö lék hins
vegar ekki — en sænska liðið'
Malmö, sem nú er efst á Alsvensk-
an, hefur forustu í sínum riðli.
KB frá Kaupmannahöfn fékk
skell í Graz í Austurríki — tapaði
5-1 en Frem frá Kaupmannahöfn
náð jöfnu í pólsku námaborginni
Chorzow, 1-1.
Hins vegar gengur lítið hjá
Lilleström, liðinu hans Joe
Hooley, fyrrum þjálfara Kefla-
víkur. Lilleström hefur verið
ósigrandi í Noregi — og haft ótrú-
lega yfirburði í norsku deildinni.
Hins vegar hefur Lilleström mátt
þola stór töp í Toto-keppninni —
hefur aðeins náð tveimur stigum.
Lilleström lék í Tékkóslóvakíu
við Jenota Trencin og tapaði enn
stórt, nú 5-1.
Elías i fyn
Ingunn sjl
í EM í tugþraut og f immtarþraut. I
íþriðja sæti. ífimmtarþri
Elías Sveinsson varð stiga-
hæstur keppenda frá
Norðurlöndum í Evrópumetstara-
mótinu í tugþraut — undanúrslit-
um. Elias Sveinsson hlaut 7.228
stig — bezti árangur Islendings
tekinn á rafmagnsklukku.
Islendingar höfnuðu hins vegar i.
þriðja og neðsta sæti keppninnar
— hlutu 19.882 stig. Norðmenn
sigruðu í keppninni sem fór fram
í Kaupmannahöfn, hlutu 20.555
stig — Danir hlutu 20.397. Tékkar
kepptu sem gestir og þeir voru
hinir öruggu sigurvegarar, hlutu
22.714 stig. Urslitakeppnin fer
fram í Lille í Frakklandi 17.-18.
september.
í heild var árangur íslendinga í
Kaupmannahöfn eins og við var
að búast. Jón Þór Sævarsson
hafnaði í 10. sæti, hlaut 6.346 stig,
Þráinn Hafsteinsson hlaut 6.248^
stig og hafnaði í 11. sæti og Björn
Blöndal hafnaði I siðasta sæti í
Khöfn, hlaut 6.172 stig, en bætti
árangur sinn í stangarstökki og
kúlu, greinilega að ná betri
tökum á tugþrautinni.