Dagblaðið - 02.08.1977, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGUST 1977,
Styður ÞU
á réttu hnappana?
,,Með DTS 100 styður þú á réttu hnappana"
l \ DTS 100 sýnir heildarsöluverð fjögurra vöruflokka
y samtímis.
. DTS veit nákvæmlega hvaða upphæð á að vera
í skúffunni. — (Meira að segja þegar vörum
er skilað og greitt er úr kassa.)
/ x \ DTS 100 hefur sjálfvirkan margfaldara.
DTS 100 er greiðslureiknir.
DTS 100 sýnir sjálfvirkt (með því að styðja
á réttan hnapp) hve mikið gefa skal til baka.
Skrifstofutækni hf.
Tryggvagötu — Reykjavík
Box 454 - Sími 28511
,,Með DTS 100 styður þú á réttu hnappana”
Alþjóða
Lions-mót
veröur í Brighton á Englandi
íseptember. Þeir Lions-félagar
sem vilja taka þátt íhópferö,
vinsamlega hafi samband
viöskrifstofuna
£rV/IIV VEGABRE F
ÖKUSKIRT. I
ÉfopiÐÍ, K R,= 12 8 0
Samvinnuferöir
Austurstræti 12 Rvk. simi 27077
TILBUNAR
A 3 HÍN.!
PASSAIViYNDIR
Verkamenn
Vanir verkamenn óskast strax.
Uppl. ísíma 50877.
L0FT0RKA SF.
Soveto iSuður-Afríku:
ÁTÖK HARÐNA
lögreglan beitir skotvopnum gegn unglingum
Hörkulegar aðgerðir lög-
reglunnar I Soweto, útborg
Jóhannesarborgar í Suður-
Afríku, hafa leitt til þess að þar
er nú mjög mikil spenna.
Talsmaður lögreglunnar
sagði að í nótt hefði einn ung-
ur blökkumaður beðið bana
þegar lögreglan hóf skothríð af
stuttu færi á hóp unglinga, sem
fóru með grjótkasti.
Undanfarið hefur ástandiö
verið mjög slæmt og átök milli
lögreglu og blökkumanna tíð.
Þeir byggja þennan borgar-
hluta Jóhannesarborgar að
mestu.
Hundruð skólabarna og at-
vinnulausra unglinga hópuðust
út á götur borgarinnar í gær.
Þeir réðust á bíla með grjót-
kasti og rændu búðir. Þetta
gerðu unglingarnir til að mót-
mæla lélegum aðbúnaði í skól-
um og lélegri menntun.
Lögreglan réðst gegn
unglingunum með táragasi og
skotvopnum. Éinnig sleppti
lögreglan hundum, sem réðust
á unglingana.
Talið er víst að til tíðinda
muni draga vegna morðsins á
blökkumanninum, sem lögregl-
an skaut. Blökkumenn krefjast
jafnréttis á við hvíta í menntun
en yfirvöld í Suður-Afríku
neita því að um misrétti sé að
ræða.
Bandaríkin:
Njósnaflugmaðurínn
— sem var skotinn niðuryfir Sovétrikjunum árið 1960 lézt íþyrluslysi
Francis ■ Gary Powers, njósn-
arinn, sem slapp lifandi þegar
flugvél hans var skotin niður
yfir Sovétríkjunum árið 1960, lézt
í gær þegar þyrla sem hann var i
hrapaði. Fólk sem horfði á
þyrluna hrapa sagði að stélskrúfa
vélarinnar hefði dottið af.
Powers var skotinn niður í vél
sinni af U-2 gerð þegar hann var á
flugi yfir Sovétríkjunum á leið
frá Pakistan til Noregs. Þegar
Eisenhower forseti frétti um at-
burðinn lét hann frá sér fara
opinbera tilkynningu um að U-2
hefði ekki verið á neinu njósna-
flugi. Hann var sannfærður um
að vélin hefði eyðilagzt, eins og
gert hafði verið ráð fyrir í svona
tilfellum, en Nikita Krusjev
svaraði því til að Sovétmenn
hefðu bæði flugmanninn og flug-
vélina. Þetta varð til þess, að
fresta varð toppfundi í París, þar
sem þjóðirnar ætluðu að ræða um
friðarhorfur.
Eftir mikil réttarhöld í Sovét-
ríkjunum var Powers dæmdur 1
10 ára fangelsi en látinn laus árið
1962 í skiptum fyrir sovézka
njósnarann Rudolf Abel.
Svíþjóð:
Okupróf fyrir alla sem
endumýja skírteinin?
um 3,8 milljónir manna
hafa ökuprófí Svíþjóð
Yfirmenn umferðarmála í
Svíþjóð hafa lagt til að hver sá
sem fær ökuskírteinið sitt
endurnýjað þar í landi verði að
gangast að nýju undir bilpróf.
Nú hafa um 3,8 milljónir
manna ökuskírteini í Svíþjóð.
Það verður að endurnýja á 10
ára fresti. Þeir sem ekki gerast
mikið brotlegir halda skírtein-
inu þar til þeir geta ekki ekið
lengur vegna aldurs eða ein-
hverra annarra ástæðna.
Talsmaður umferðaröryggis-
málanefndar í Svíþjóð, Gösta
Werne, sagði að hann vonaðist
til að þetta fyrirkomulag yrði
komið á fyrir 1980. Hugmyndin
væri sú að þeir sem endurnýj-
uðu skírteini sín gengju undir
bæði bóklegt og verklegt próf.
Werne sagði að umferðar-
öryggisnefndin teldi að aðeins
helmingur þeirra sem hafa nú
ökupróf myndu standast fræði-
lega hlutann. Meira að segja
þeir sem hafa nýlega lokið öku-
prófi hafa gleymt öllum reglum
um leið og þeir hafa fengið
skírteinið.
Það verður mjög mikið verk
að láta alla þá sem hafa öku-
skírteini taka próf að nýju en
það myndu verða eins og fyrr
segir um 3,8 milljónir manna.
Werne sagði að hann vonaðist
til að hægt yrði að byrja að
skipuleggja ökuprófin fyrir þá
sem þurfa að endurnýja sklr-
teinin sín í haust.
Srí Lanka:
—segirnýstjórn
landsins
Nýja stjórnin í Sri Lanka
hefur boðað að nú eigi að takast á
við spillingu í landinu. Skipa á
nýja fylkisstjóra í hinum 22 fylkj-
um að sögn talsmanns stjórnar-
innar.
Þetta var ákveðið á stjórnar-
fundi sem var haldinn í fyrsta
sinn utan höfuðborgarinnar
Colombo. Forsætisráðherra lands-
ins, Junius Jayewardena fór í
ferð til lítils búddamusteris sem
er í borginni þar sem þingað var.
Þegar forsætisráðherrann fór
til musterisins fylgdu honum þús-
undir stuðningsmanna.
Stjórnvöld sögðust einnig ætla
að draga úr áhrifum stjórnmála-
manna á hinum lægri stigum
stjórnkerfisins. Þegar Bandara-
naike, fyrrverandi forsætisráð-
herra landsins, setti lög um
neyðarástand í landinu fóru
þessir menn langt út fyrir verk-
svið sitt, að mati núverandi
stjórnar. Það var ákveðið að fram
skyldu fara kosningar, innan
þriggja mánaða, til að kjósa full-
trúa á lægri stig stjórnkerfisins.
Junius Jayewardene, hinn nýi forsætisráðherra Srl Lanka.