Dagblaðið - 02.08.1977, Side 23

Dagblaðið - 02.08.1977, Side 23
\t>it> i>im>.iunA(;i'K •>. acust h>77. 23 Dom Tregallionheimsækir i, V()na < einn af föngum sínum.. f jr? ^ CArt I Atvinna óskast i 23 ára gamall maöur óskar eftir stöðugri atvinnu, flest kemur til greina. Hefur bílpróf. Uppl. í síma 13741 eftir kl. 19. Iðnlærður maður óskar eftir atvinnu í Reykjavík. Vinsamlega i'.ringið í síma 82526. Tapað-fundið Veiðitaska sem í voru fjölmargir spúnar og Ambassador veiðihjól varð eftir við enda vegarins að Baulárvalla- vatni (nærri Stykkishólmi). Finnandi vinsamlegast hringi í síma 75173. Sunnudaginn 24. júií tapaðist Conica Automatic myndavél, nálægt Brekkugerði 6. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 35463 eða 13362 gegn fundarlaunum. Grænn páfagaukur tapaðist frá Kaplaskjólsvegi sl. föstudagskvöld. Finnandi vinsam- lega hringi í sima 28205. Svartur plastpoki með rauðu belti i, tapaðist á Hlemmi í síðustu viku. Finnandi vinsamlegast hringið í síma 76413. Barnagæzla i Tek ungbörn í gæzlu frá 1. september. Hef leyfi frá Félagsmálastofnun Reykjavikur, margra ára starfsreynsla og gott húsnæði. Vinsamlega leggið nafn, heimilisfang og símanúmer ásamt upplýsingum um aldur barnsins og gæzlutíma, inn á afgreiðslu Dagblaðsins, fyrir 15. ágúst, merkt „Vesturbær — 53836“. Öll- um verður svarað. Vill einhver unglingur, 12—13 ára, gæta 3ja drengja í 3 vikur í sveit. Uppl. í síma 85556 eftir kl. 18. Hreingerningar Hreingerningastöðin hefur vant og vandvirkt fólk til hreingerninga, teppa- og húsgagnahreinsunar. Þvoum hansagluggatjöld. Sækjum, send- um. Pantið í síma 19017. Tek að mér gluggaþvott , utanhúss, allt að fimm hæðum. Góð tæki, vönduð vinna. Sími 51076. Hólmbræður. Hreingerningar—teppahreinsun. Gerum hreinar íbúðir, stiga- ganga, stofnanir og fl. Margra ára reynsla. Hólmbræður, sími 36075. Hreingerningaþjónusta Stefáns Péturssonar. Tökum að okkur hreingerningar á einkahús- næði og stofnunum. Vanir og vandvirkir menn. Sími 25551. Telexþjónusta fyrir alla. I undirbúningi er stofnun telex- þjónustu fyrir kaupsýslumenn og almenning. Einnig verður boðin aðstoð við gerð skeyta og erlendra og innlendra verzlunarbréfa, ásamt annarri skyldri þjónustu. Hægt er að gerast stofnfélagar gegn greiðslu lágmarkskostnaðar. Kjörið fyrir smærri fyrirtæki, jafnt í Reykjavík sem utan, sem vilja ná skjótum viðskiptasam- böndum um allan heim. Uppl. í Einholti 8 sími 28590 og kvöld- sími 74575. ■ Spái í bolia og spil. Uppl. í síma 73186. Túnþökur tii sölu. Höfum til sölu góðar, véiskornar túnþökur. Uppl. í síma 30766, 73947 og 30730 eftir kl. 17. Múrviðgerðir, steypum upp tröppur, rennur. gerum við sprungur og margt fl. Uppl. í síma 71712 eftir kl. 8 á kvöldin. Silkiprentun Skólavörðustíg 33. Prentum á plast, tau, gler, tré, járn, pappír, (plaköt). Hugmyndir og tilboð yður að kostnaðarlausu. Opið kl. 1-7 e.h. Steypuvinna. Steypum innkeyrslur og bíla- stæði, helluleggjum og girðum lóðir og fleira. Simi 74775 og 74832.__________________________ Garðaþjónusta. Sláum garðinn og snyrtum, trjá- klipping, útvegum gróðurmold og áburð. Uppl. í síma 66419 á kvöld- in. Húsaviðgerðir. Geri við hvers konar sprungur án þess að skemma útlit hússins„geri við steyptar rennur og legg í tröppur o.fl. Margra ára reynsla., vinn einungis með heimsþekkt gæðaefni. Uppl. í síma 30972 eftir kl. 19. Hurðásköfun. Sköfum upp hurðir og annan útivið. Gamla hurðin verður sem ný. Vönduð vinna, vanir menn. Föst verðtilboð og verklýsing, yður að kostnaðarlausu. Uppl. í síma 75259. Hús-, garðeigendur og : verktakar ath: Tek að mér að standsetja lóðir, helluleggja og ýmsar lagfæringar. Tímavinna og föst tilboð. Uppl. í síma 26149 milli kl. 21 og 22 á kvöldin. 8 Ökukennsla i Ökukennsla—Æfingatímar. Lærið að aka Mazda 323, árg. ’77. ökuskóli og prófgögn. Nýir nem- endur geta byrjað strax. Sími 14464 og 74974. Lúðvík Eiðsson. ökukennsla — æfingatímar — bifhjólapróf: Kenni á Vauxhall Chevette, ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Egill Bjarnason, sfmi 51696 og 43033. ökukennsla — Æfingatímar — Bifhjóiapróf Kenni á Mercedes Benz. Öll próf- gögn og ökuskóli ef óskað er. Magnús Helgason, sími 66660. Ökukennsla—Æfingatímar. Viljirðu læra á bíl fljótt og vel þá hringdu f sima 19893, 33847 eða 85475. ökukennsla ÞSH. Meiri kennsla, minna gjaid. Þér getið valið um 3 gerðir af bilum, Mözdu 929, Morris Marinu og Cortinu. Kennum alla daga og öll kvöld. ökuskólinn Orion, simi 29440 milli kl. 17 og 19, mánud.- fimmtud. ökukennsla — Æfingatímar. Kenni á Mazda 323 árg. ’77, öku- rfekóli og öll prófgögn ásamt lit- mynd í ökuskírteinið ef þess er óskað. Hallfríður Stefánsdóttir, gimi 81349. Ökukennsla — æfingatímar. Lærið að aka á skjótan Qg örngg- an hátt. Peugeot 504. Sigurður Þormar ökukennari, símar 40769 og 72214. „NU ER TIL EINHVERS AÐ VINNA” — sagði nýbakaður íslandsmeistari í svifdrekaflugi, þegar hann tók við Dagblaðsbikarnum „Já, nú er sko til einhvers að vinna, strákar,” sagði fyrsti Islandsmeistarinn í svifdreka- flugi, Hálfdán Ingólfsson frá Isafirði, er hann hampaði kampakátur Dagblaðsbikarn- um að afstaðinni fyrstu keppni í þessari íþrótt í gær. Upphaflega átti keppni þessi að fara fram á Rauðhettuhátíð- inni að Ulfljótsvatni en veður- guðirnir sáu til þess að ókleift reyndist að halda hana þar. Atti að halda keppnina klukkan tólf á sunnudaginn en vindáttin var óhagstæð og einnig var full- vætusamt til að skilyrði væru til kepp’nishalds, en þó sýndu þeir listir sínar yfir mótssvæðinu. Varð það þvf úr að keppnin var flutt í Hveradali og þar fór hún síðan fram síðdegis í gær. Var flogið af hlíðarbrúninni fyrir norðan Skíðaskálann og lent í dalbotninum. Átti hver keppandi að leysa ákveðnar þrautir en þær voru í því fólgnar að renna á sem stytztum tíma að hraundranga innst í dalverpinu og taka þar beygju og koma síðan inn til marklendingar á sem lengstum tíma. Fyrst fóru drekarnir til- raunaflug til að kanna að- stæður en síðan var lagt upp aftur og einn af öðrum renndu þeir sér síðan keppnis- ferðina. Urslit urðu þau að eins og fyrr sagði varð Hálfdán Ingólfsson frá Isafirði í fyrsta sæti, hlaut 6,066 stig. Annar varð Ingimundur Sigurðsson frá Ólafsfirði með 5,17 stig. Þriðji varð Öfeigur Björnsson frá Reykjavík með 4.942 stig. Fjórði varð bróðir Hálfdánar, Ragnar Ingólfsson frá Isafirði, með 4.556 stig. Fimmti varð Albert Högnason, Isafirði, með 4.4048 stig og sjötti Konráð Gislason, ísafirði, 1.3592 stig. Sjöundi og eiginlega aukakepp- andi varð Baldvin Einarsson, Reykjavík, með 1.09 stig. Baldvin flaug bara í æfinga- ferðinni en félagi hans, Öfeigur, í sjálfri keppninni og þrátt fyrir að hann hefði ekki áður flogið við aðstæður sem þessar, aðeins bein renniflug, náði hann þeim frábæra árangri að lenda beint á markinu. Engar konur voru meðal keppenda að þessu sinni en hver veit nema það verði breytt þegar keppt verður um Dag- blaðsbikarinn að ári, því strax í gærkvöldi ætlaði eiginkona Ofeigs að reyna sitt fyrsta flug. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu gaf DB farandbikar til keppninnar og verður hann veittur sigur- vegara í Islandsmóti I svif-. drekaflugi næstu fjögur ár til viðbótar, en eftir þann tíma verður bikarinn varðveittur á skrifstofum Dagblaðsins. JR ...og ég skal lofa ykkur þvi að það verður erfitt að ná honum af mér aftur,” sagði sigúrvegarinn, Ilálfdán, þegar hann hafði tekið við verðlaunabikarnum. Hálfdán er lengst til ha-gri. Þá koma Ingimundur Sigurðsson, Öfeigur Björnsson, Kagnar Ingólfsson, Albert Högnason, Konráð Gíslason og Baldvin Einarsson. I)B-myndir JR. ...og hér svífur hann yfir. DB-mvnd Ragnar Th. Hálfdán leggur upp f æflnga flugið. DB-myndJR

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.