Dagblaðið - 02.08.1977, Síða 7

Dagblaðið - 02.08.1977, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDACUR 2. AfiUST 1977. 7 Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgoty 49 — Simi 15105 Nýkomnir j4r tjakkarfyrír fólks-og vörubíla frá 1 -20 tonna Mjöghagstætt verð Bflavörubúðin Fjöðrin h.f. iller Taunts Cops Vfíth 'Clues' Moí wmtr wrfíföfme m f sÁnU' síi €u, m wíu, iou pT'ne njrr Tc&. 'R. smu> i sm yoii wíu w HAN&íviúctr /vf'ine Nffi íðfi? MS. W0Rí7». 'fhMK lov. imm ewoo 'SH'S c9£KTM\ji HfrPjQO hMh EDMONDS Duke of Death Disciples of Foui* -The Wicked Hell” and Morðingi gengur laus —hefurskotið á þrettán manns á einu ári Maður sem hefur skotið á ell- efu manns í New York á síðasta ári gerði slika árás á ný á sunnu- dag. Fimm af fórnarlömbum hans hafa látizt en hin sex hafa særzt mikið. Hann skaut fjórum skotum á ungt par, á sunnudag, er þau voru í bíl sínum. Bæði stúlkan og pilturinn særðust mjög mikið en talið er að þau lifi. Arásarmaðurinn, sem kallar sig „Son of Sam“, eða son Sams, hefur skrifað lögreglunni bréf og einnig blaðamanni að nafni Jimmy Breslin. Hann skrifaði honum fyrir tveim mánuðum og spurði í bréfinu hvað blaðamaður- inn ætlaði að skrifa um þann 29. júlí en þann dag fyrir ári skaut byssumaðurinn í fyrsta skipti á fólk. Byssumaðurinn hefur skotið á fórnarlömb sín í Bronx og Queens borgarhlutunum í New York. Fórnarlömbin hafa flest verið stúlkur með sítt dökkt hár. fyrir fólk eftir þeim lýsingum sem hún hefur fengið. Einnig hafa bréf mannsins til lögregl- unnar og blaðamannsins verið birt. Þann 29. júli var mikið lög- reglulið kallað út og sett á vakt í Bronx og Queens. Mjög strangt eftirlit var haft í hverfun- um í tvo daga en allt kom fyrir ekki, það hafðist ekki upp á morðingjanum. Hann gengur því enn laus í New York og enginn veit hvenær hann Iætur til skarar skríða á ný. Ymsir segjast hafa séð mann- inn og hafa lýst honum sem hvítum manni með brúnt hár. Lögreglan hefur reynt að teikna af honum mynd til glöggvunar Frakkland: Þúsundir mótmæla kjarnorkuveri —átök urðu millilögreglu og umhverfís- verndarmanna Innanríkisráðherra Frakk- lands, Christian Bonnett, hefur kennt erlendum stjórnleysingj- um um þau átök sem urðu milli lögreglu og fólks sem var að mótmæla byggingu kjarnorku- vers í Frakklandi. Einn þeirra sem tók þátt í mótmælagöng- unni lézt í átökunum og um eitt hundrað manns slösuðust. Til átaka kom þegar um eitt hundr- að göngumenn, sem voru m.a. frá Þýzkalandi, Sviss, Belgíu og Frakklandi, hentu bensín- sprengjum að lögreglunni. Fimm þúsund manna lögreglu- lið hafði verið kallað út vegna þess að gangan hafði verið farin þrátt fyrir bann yfirvalda í Frakklandi. Bonnett innanríkisráðherra Frakklands, sagði í sjónvarps- ávarpi að göngumennirnir væru stjórnléysingjar sem störfuðu víða um lönd. Lögregl- an hefur athugað skilríki manna sem hafa yfirgefið Frakkland. Gangan sem farin var til að mótmæla byggingu kjarnorku- vers í Frakklandi var skipulögð af umhverfisverndarmönnum og vinstrisinnum sem hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem kjarnorkustöð kann að hafa á umhverfið. Þeir sem skipulögðu gönguna sögðu að um 60 þúsund manns hefðu tekið þátt í henni en Bonnett innanríkisráðherra sagði í sjónvarpsávarpi sínu að peir hefðu ekki verið fleiri en 20 þúsund. Samkvæmt frásögnum þeirra sem fylgdust með göngunni munu átök hafa hafizt þegar lögreglan kastaði táragas- sprengjum að hópi göngu- manna Frakklandsforseti, Valery Giscard d’Estaing, hefur látið hafa eftir sér að hann ætli að halda fast við þá stefnu í kjarn- orkumálum sem framfylgt hefur verið. Hann segir að það sé nauðsynlegt til þess að Frakkar þurfi ekki að eyða eins miklum fjárhæðum til olíu- kaupa og raun hefur orðið á undanfarin ár. New York: Shetlands- olían fundin Staðan ó alþjóðaskókmótinu í Bienne eftir elleftu umferð: 1. Miles Bretlandi 8'A. 2. -3. Kavelek USA og Andersson Svíþjóð 7. 4.-5. Hernandes Kúbu og Torre Filippseyjum 6'A. 6.-7. Hug Sviss og Vukic Júgóslavíu 6. 8. Panno Argentínu 5'A. 9. -10. Partos Sviss og Wirthensohn Sviss 5 'A. 11.-12. Kagan ísrael og Robatsch Austurríki 5. 13. Flesch Ungverjalandi 3‘A. 14. Lombard Sviss 3'A. 15. -16. Huss Sviss og Kestler V.-Þýzkalandi 2'A. Brezka olíufélagið British Petroleum tilkynnti í gær að fundizt hefði olía í hafinu vestur af Shetlandseyjum. Talið hafði verið víst að olía fyndist ekki á þessu svæði samkvæmt þeim rannsóknum sem vísindamenn höfðu gert. Brezka olíufélagið og tvö önnur olíufélög, sem hafa unnið að rann-i sóknum á þessu svæði, fundu olíuna. Hún mun vera um 45 mílur vestur af Shetlandseyjum. Bora verður mjög djúpt á þessu svæði til þess að hægt verði að vinna olíuna. Ekki hefur heldur verið fullkannað hve mikið er hægt að vinna á þessu svæði. Oliufélagið brezka hefur áætlað að hægt sé að vinna tæplega þrjú þúsund tunnur á þessu svæði á dag.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.