Dagblaðið - 02.08.1977, Blaðsíða 16
Eyjamenn áfram í
svaðinu í Eyjum
— ÍBVíundanúrslit bikarkeppni KSÍ eftir 3-2 sigur
Eyjamenn tryggðu sér sæti í
undanúrslitum bikarkeppni KSl
er þeir sigruðu Keflavík 3-2 i
Eyjum i skemmtilegum en oft
hörðum leik. Hinrik Lárusson,
dómari leiksins, þurfti að stöðva
ieikinn er harkan keyrði úr hófi
og þannig léku leikmenn ÍBK
aðeins 10 síðustu 7 mínútur
leiksins.
Eyjamenn réðu mestu um gang
leiksins en ÍBK átti hættulegar
skyndisóknir og átti fyrsta hættu-
lega marktækifærið er bjargað
var í horn eftir skot Öskars
Færseth. Ölafur Júlíusson
skoraði fyrsta mark leiksins úr
viti á 30. mínútu eftir að Kári
Gunnlaugsson hafði verið felldur.
Skömmu siðar átti ÍBV sitt fyrsta
hættulega marktækifæri er Val*
gegn IBK
þór Sigþórsson átti gott skot en
Þorsteinn Bjarnason varði vel.
Valþór var enn á ferðinni á 35.
mínútu og jafnaði fyrir iBV. En
skömmu fyrir leikhlé skoraði
Ölafur Júlíusson eftir hroðaleg
mistök varnarmanna, 1-2.
Eyjamenn léku undan vindi I
siðari hálfieik — og sóttu stíft. A
21. mínútu tókst fBV að ná
forustu — að rjúfa sterkan
varnarmúr ÍBK. Tómas Pálsson,
var þá að verki — og á 35. minútu
skoraði Karl Sveinsson útherji
IBV laglegt mark — 3-2.
IBV hefur því tryggt sér sæti ii
undanúrslitum — ásamt Islands-
og bikarmeisturum Vals, FH og
Reykjavíkurmeisturum Fram.
fóv.
íþróttir
Egyptar tryggðu jaf ntef li
Baráttan i Afriku um að
komast i úrslit heimsmeistara-
keppninnar i knattspyrnu i
Argentínu á næsta ári er hörð og
óvægin. Gífurlegur áhugi er á
knattspyrnu i Afríku — og um
helgina kepptu i Lusaka i Zambíu
Egyptaland og Zambía um það
hvort liðið kemst áfram í úrslit
Afrikuriðilsins.
Leikurinn i Lusaka var annar
leikur þjóðanna — fyrri ieikinn
hafði Eygptaland unnið 2-0.
Fimmtiu þúsund manns fylgdust
með leiknum í Lusaka — og þrátt
fyrir stöðuga sókn Zambiumanna
allan leikinn tókst þeim ekki að
rjúfa vörn Egypta — jafntefli,
0-0. Egyptaland kemst því i úrslit
Afríkuriðilsins — en aðeins einn
fulltrúi Afriku kemst til Argen-
tínu ’78.
Kðngur stígur af stalli
Einn mesti hnefaieikari allra
tíma, Carlos Monzon, steig niður
af stalli sinum sem heims-
meistari í millivigt eftir sigur
gegn Kolumbiumanninum
Rodrigo Valdes. Monzon, sem er
35 ára, lýsti því yfir eftir sigur
sinn að nú væri hann hættur —
en hann hefur ekki tapað keppni
síðan 1964.
Hann varð heimsmeistari 1970
— og hefur varið titilinn 15 sinn-
um siðan — ávallt borið hærri
hlut. Monzon átti í erfiðleikum
með Valdes en keppnin fór fram
Monacó. Hann féll á annað hnéð'
þegar í annarri lotu — en þegar
yfir lauk eftir 15 lotur varð að
flytja Valdes á sjúkrahús til að
sauma 10 spor yfir öðru auganu.
Monzon sigraði á stigum — og
dómararnir voru sammáia í úr-
skurði sínum.
Monzon steig þvi niður af stalli
sinum, sem ósigraður meistari.
Aðframan:
Ford Bronco
Benz309
Datsun 220
Benz
Chevrolet
Buick
Opel Rekord
Plymouth
Moskvitch
Volga
Lada
Cortina
Dodge
Range Rover
Volvo F 86
Scania LD 110
Oldsmobile
og fleiri
3
Aðaftan:
Ford Bronco
Bens 309
Benz
Opel Rékord
Moskvitch
Volga
Lada
Falcon
Ford Comet
Taunus
Rambler Classic
Ambassador
Matador
Fiat 124
Escort
Oldsmobile
Range Rover
og fleiri.
Völlurlnn í Eyjum er ákaflega illa farinn eftir miklar rlgningar — nánast svað. Þarna hefur skapazt
mikil hætta við mark ÍBK — Þorsteinn Bjarnason liggur eftir — en hættunni var bægt frá. DB-mynd RS.
Nicki Lauda sigraði
í þýzka Grand-Prix
hefur örugga forustu íkeppninni um heimsmeistaratitilinn
- sigraði f Þýzkalandi ári eftir að hafa riæstum látið Iff ið þar
Austurrikismaðurinn Nicki
Lauda færði sig nær sigri í
Ileimsmeistarakeppninni í kapp-
akstri með sigri í v-þýzka Grand
Pric kappakstrinum á sunnudag.
Mikiivægur sigur fyrir hinn
austurríska kappakstursmann,
sér i lagi ef iitið er á það að það
var einmitt í sama kappakstri í
fyrra að Lauda slasaðist svo illa,
var nær dauða en lífi eftir að
kviknað hafði i bíl hans.
Nicki Lauda ber ennþá ör
slyssins frá í fyrra — og hann
sigraði örugglega. Sér í lagi eftir
að heimsmeistarinn James Hunt
og Irinn John Watson höfðu orðið
að hætta keppni vegna vélarbil-
ana. I öðru sæti í Hockenheim
varð Suður-Afríkubúinn Jody
Schekter. Hinir 125 'þúsund
áhorfendur höfðu ástæðu til að
fagna er V-Þjóðverjinn Hans Joa-
chim Stuck hafnaði í þriðja sæti,
— og bíli hans rann í mark eftir
aó vélin hafði drepið á sér á
síðusíu beygju.
Nicki Lauda er nú í efsta sæti í
keppniiini um heiinsmeistaratit-
McPherson
fram-
höggdeyfar:
Cortina
Escort
Capri
og fleiri
Stýris-
höggdeyfar:
Land Rover
Volvo F88
Scania
og fleiri
Eigum von á höggdeyfum í
ýmsa fleiri bíla, þar á meðai
Benz fólksbíiana.
33
L0A D-A-JUSTERS:
höggdeyfar sem
erumeðutaná
liggjandi gormum,
Auka burðarþol
bílsinsán þessað
gera hann hastan:
Dodge Coronet
Ma/.da 929
Plymouth Fury
Volvo 144
Volvo 244
og fleiri
Úlvegum Koni höggdeyfa
i alla bíla og einnig flest
mötorhjól.
Póstsendum um allt land.
ilinn — hefur hlotið 48 stig. Jody
Schekter er i öðru sæti með 38
stig — þá kemur Bandaríkja-
maðurinn Mano Andretti með 32
stig. Calos Reutemmann hefur
hlotið 31 stig — og loks i fimmta
sæti kemur heimsmeistarinn nú-
verandi, James Hunt, með 22 stig.
Nicki Lauda varð fyrir hörmulegu slysi einmitt í þýzka Grand Prix
fyrir um ár’ — var lengf milli heims og helju. Nú, ári eftir slysið, korn
hann, sá og sigraði.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. AGÚST 1977.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Fram ruddi
KR úr vegi
— Fram sigruðu KR 2-0 í Laugardal
Fram tryggði sér rétt í undan-
úrslit bikarkeppni KSt er Reykja-
víkurmeistararnir sigruðu KR —
þegar á leið i 2. deild — 2-0 á
Laugardalsleikvanginum á föstu-
dagskvöld.
Eftir mikla baráttuleiki i,
Bikarnum — þar sem úrslit voru
ekki ráðin fyrr en á síðustu
minútum — olli leikur Fram og
KR áhorfendum vonbrigðum,
ákaflega slakur.
Fram verður að teljast heppið
að hljóta sigur — KR sótti stíft í
síðari hálfleik og hefði I raun átt
að ná að jafna. En að þvi er ekki
spurt — Pétur Ormslev innsiglaði
sigur Fram á lokamínútunni með
heldur ódýru marki. Gunnar'
Guðmundsson hafðj náð forustu'
fyrir Fram í fyrri hálfleik — eftir
varnarmistök KR. Ekki að sökum
að spyrja — eins og svo oft áður í
sumar féll KR á varnarmistökum.
Gísli Gíslason markvörður KR var
illa staðsettur I marki KR er
Gunnar skaut — og i netinu hafn-
aði knötturinn.
HOGGDEYFAR
fyririiggjandi
meðal annars í eftirtalda bíla: