Dagblaðið - 02.08.1977, Side 5
5
l)A(5»I,A»in. hRIÐJllI)A(iUR 2. Aí'.UST 1977.
Syngjandi, sæll og glaður á siglingu...
... en siglingarlagið þdtti
grunsamlega skrykkjótt
ölvaður vélstjóri fékk óvið-
ráðanlega löngun til að halda í
höfuðborgina þar sem hann sat
eínn um borð í vélbátnum Seifi,
22 tonna, sem lá við bryggju í
Sandgerðishöfn, aðfaranótt
laugardags. Ræsti hann aflvélina
og sigldi syngjandi, sæll og glaður
á fullri ferð út á Faxaflóa, alls-
ráðandi um borð, líkt og sægarpur
einn af Suðurnesjum fyrir nokkr-
um áratugum er eitt okkar beztu
skálda gerði ódauðlegan í snjöllu
kvæði.
Sjóferð vélstjórans endaði þó á
annan veg en gamla sægarpsins.
Árla laugardagsmorguns komu
skipverjar á lóðsbátnum auga á
Seif þar sem hann nálgaðist fyrir
heitna landið óðfluga — höfuð-
borgina. Eftir siglingarlaginu að
dæma virtist sá sem um stjórnvöl-
inn hélt eiga í erfiðleikum með að
halda ,,strikið“ og stefndi
Sjómenn náðu 30% hækkun:
10 tíma verkfalli
kokka lauk með
samningum
Hásetar á kaupskipum
sömdu á sunnudagskvöld, rétt
áður en til verkfalls átti að
koma.
Bein kauphækkun er sam-
kvæmt nýjum samriingum um
30%. Auk þess er samið um
meiri frítima. Framvegis
verður aðeins eftirvinnutaxti
og greitt eftir ákvæðistaxta við
sum störf sem áður voru í tíma-
vinnu.
Á móti þessum kjarabótum
létu hásetar að nokkrar breyt-
ingar voru gerðar á mönnunar-
regtum um borð í kaupskipun-
um.
Matsveinar og þernur sömdu
við útgerðarmenn á sunnudags-
morgun og hafði þá staðið yfir
verkfall matsveina frá
miðnætti.
Matsveinar sömdu um fastan
vinnuramma og aukavinnu
fyrir vinnu á laugardögum og
sunnudögum. Miðað er við 40
stunda vinnuviku.
Samningar háseta, matsveina
og þerna gilda til 1. apríl. 1979
en almennir kjarasamningar ná
til 1. desember 1978. ÖG
stundum beint á lóðsbátinn.
Talstöðvarsamband var þá reynt
en heldur voru svörin óblíð. Öhjá-
kvæmilegt var því annað en biðja
lögregluna um að annast mót-
tökuathöfnina þegar vélstjórinn,
sem sigrað hafði Faxaflóa, stigí
frá borði.
Við yfirheyrslu gaf vélstjórinn
þá skýringu á hátterni sínu að
auralaus hefði hann átt einskis
annars úrkosti til að komast til
höfuðborgarinnar en að sigla á
bátnum. Fjárreiðumaður út-
gerðarinnar segist hins vegar
hafa greitt honum 40 þús. krónur
daginn áður, fyrir bankalokun,
svo ekki hafi piltinn skort skot-
silfur.
Þegar eigandi bátsins kom til
að sækja fley sitt var vélstjórinn
kominn aftur um borð, frjáls og
frír, eins og ekkert hefði í skorizt,
þótt hann sé reyndar einn af
„kunningjum" lögreglunnar. Af
öryggisástæðum þótti vissara að
biðja lögregluna að taka vélstjór-
ann aftur í sína vörzlu a.m.k.
meðan lagt var frá bryggju.
Báturinn reyndist óskemmdur,
nema snúnir höfðu verið báðir
stillihnapparnir af útvarpstæk-
inu. Eigandi bátsins sagðist
sjálfur hafa róið á honum en farið
í sumarfrí og fengið mann fyrir
sig, — skipstjóra sem kom með
nýja skipshöfn, — þar á meðal
vélstjórann sem eigandinn þekHti
hvorki haus né sporð á. -emm
Vélbáturinn Seifur á siglingu — en í þessari för var ekkert athugavert við siglingarlagið. DB-mynd emm.
300.000.
viöskiptavinurinn
Nií á næstunni eigum við von á þrjiíhundruð þiísundasta viöskipt
Hann mun fá gjöf frá okkur, BANG & OLUFSEN litsjönvarpstæki
frá Radíöbúðinni að verðmæti 360.000,- kr.
Þangaðtil mun þúsundasti hver viðskiptavinur fá Hanimex Ijösn
\feröu r þaö ]
Tækiöertil sýnis
íglugganum okkar
íHafnarstræti
Suðurlandsbraut 20 — Hafnarstræti 17 —
vininum.
ndavél
myndiðjan
ESÁSTÞÓRf
ík — sími 82733