Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 1
f
4
4
4
4
A
3. ARG. -MANUDAGUR 15. AGtlST 1977 — 175. TBL,- RITSTJÓRN -SÍÐUIVlCLA 12. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — [AÐALSÍMI 27022
Hótelverkfall á sólarströndum Spánar:
„Engin áhrif
áokkur”
—segja
íslendingar
þarsyðra
„Þetta verkfall hefur ekki
haft nein óþægindi í för meö
sér fyrir okkur, í það minnsta
ekki ennþá,“ sagði Sveinn Gúst-
afsson einn islenzku ferða-
mannanna á sólarströndum
Spánar í símtali við DB í morg-
un.
Þar stendur yfir verkfall um
það bil 16000 starfsmanna á
veitingastöðum, hótelum og
vínstúkum. Krefjast þeir 8.000
peseta launahækkunar á mán-
uði en hefur verið boðin 4.000
peseta bein kauphækkun og
2000 peseta hækkun í formi
einhvers konar almannatrygg-
ingabóta, samkvæmt upplýsing-
um örnólfs Árnasonar aðalfar-
arstjóra Ferðaskrifstofunnar
Ctsýnar.
Á hóteli því sem Sveinn
Gústafsson dvelur á, Playa Mar,
búa um 3600 manns og þar
hlupu eigendur í skarðið og
reyndu að halda uppi lágmarks-
þjónustu. Gestir búa allir f
íbúðum með eldhúsi, svo þó
veitingasölum hafi verið lokað
eiga þeir auðvelt með að bjarga
sér með fæði.
„Ég rölti niður í borgina í'
gærdag og þar vo.ru allir úti-
veitingastaðir harðlokaðir,"
sagði Sveinn Gústafsson.
Sagði hann að tilkynning
hefði verið hengd upp í lyftur
þar sem hóteleigendur báðu
fólk afsökunar á óþægindunum
vegna verkfallsins, sem þeir
töldu ólöglegt. Fólk var beðið
að fara með rusl út í tunnur
fyrir utan hótelið og bent'á að
ná sjálft í gaskúta og sængurföt
á afgreiðslu hótelsins ef þörf
væri á.
„Þeir eru óvanir verkfallsað-
gerðum hér á Spáni og virðist
ekki alveg ljóst hvernig málin
þróast," sagði örnólfur Árna-
son í gær.
„Samninganefnd verkfalls-
manna var búin að samþykkja
tilboð um 6000 peseta hækkun
en það var síðan fellt á allsherj-
arfundi.
Annars hefur þetta ekki mik-
il áhrif á okkar fólk því af um
500 manns, sem dveljast hér á
okkar vegum eru aðeins fimm
sem ekki búa í íbúðum með
eldhúsi," sagði örnólfur.
Erlendir ferðamenn á sólar-
ströndum Spánar munu vera
um hálf milljón og núna stend-
ur yfir háannatíminn. Allt gisti-
rými mun vera upptekið og
annríki mikið.
Ferðamannaiðnaður Spán-
verja hefur rétt við aftur í sum-
ar eftir tveggja ára öldudal, að
sögn örnólfs Árnasonar. Sagði
hann að í dag væri almennur
frídagur í Malaga og því meiri
mannfjöldi á baðströndum en
ella. Er dagurinn helgaður
verndardýrlingi borgarinnar.
Lægstu laun starfsfólks í
ferðamannaiðnaði á Spáni eru
15.000 pesetar og er krafizt
8000 peseta hækkunar fyrir það
fólk en nokkru minna fyrir
hærra launaða.
Hjá mörgu starfsfólki í grein-
inni er þjórfé stór hluti tekn-
anna.
Ekki virtust horfur á samn-
ingum í dag samkvæmt erlend-
um fréttaskeytum I morgun þó
ekki beri mikið á milli. Ekkert
benti til að stjórnvöld ætluðu
að skipta sér af málum, þó
hóteleigendur hafi lýst verk-
fallið ólöglegt.
-ÓG.
Dýrin höfðu ámóta
aðdráttarafl og
landsliðsmennimir
Brjóstið út og magann inn, — alveg sjálfsagt segir Dolly níu mánaða
gömul tík, sem er púðla að hálfu og chihuahua að hálfu. Doliý var
meðal margra dýra sem sýndu sig og sáu trpðfullt hús á dýrasýningu
í Laugardalshöll í gær. Sjá myndir og frásögn á bls. 8 og 9. DB-mynd
K.Th. Sig.
Húnfylgistmeð
ökumönnunum
ímiðborginni
— baksíða
Norski
njósnarinn
Gunvor
Haavik
lézt í
fangelsi
—sjá erl.fréttir
ábls.6-7
ENGIR K0MMAR
Á ÍTALÍU
—eftir 10 ár, segir Willy Brandt
—sjá eri. f réttir á bls. 6-7
1