Dagblaðið - 15.08.1977, Síða 2

Dagblaðið - 15.08.1977, Síða 2
| DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. AGOST 1977. Páll ávíttur fyrir rógskrif Brófritara þykir holdur ómaklega hafa vorið réðizt á Þórarin Sigþórsson tannlsakni, sem myndin er af. Sveinbjörn Erlingsson skrifar: „Undirritaður las af tilviljun furðulega ritsmíð í Dagblaðinu 5. ágúst. Grein þessi, Sportveiði og fiskirí, sem í sjálfu sér fjall- ar um frekar merkilegt málefni er, því miður, að miklu leyti persónulegt nið um mætan mann, Þórarin Sigþórsson tannlækni. Ekki þekki ég neitt til höfundarins, Páls Finnboga- sonar, en mér kemur helzt í hug að hann hljóti að vera haldinn sjúklegri öfund I garð Þórarins sem hann uppnefnir „Tóta tönn“. Þetta er þeim mun lúa- legra þar sem Þórarinn er nú í fjarlægu landi að spila I lands- keppni fyrir íslendinga og hefur því ekki möguleika á að svara fyrir sig, hafi hann geð í sér til að anza þessum rógburði. Þó að Páll verði að viður- kenna að Þórarinn sé snillingur á mörgum sviðum þá reynir hann að koma því að að ekki muni nú vera allt í sómanum með tannlæknastarfið. Sérstak- lega fer í taugarnar á honum að Þórarinn skuli hafa tvo stóla í stofu sinni. Ég man þegar hann var að koma upp tannlækna- stofunni og minnir mig að hug- mynd hans hafi verið að þarna störfuðu tveir tannlæknar. Orðrétt segir Páll í svigum: „Ekki vildi höf. vera í öðrum þeim stóli ef læknirinn yrði annars hugar um stund og hug- urinn hvarflaði á fengsælan veiðistað á síðasta sumri og hann kominn í vígahug með stöngina í hendinni og laxarnir út um allt — síðustu geiflurnar úr skolti þess er í stólnum situr.“ Ég get ekki betur séð en að þarna sé í f'ölmiðli verið að vara menn vi~ að setjast í stól- inn hjá Þórarni og hlýtur þetta að flokkast undir atvinnuróg. Það mætti ætla að greinar- höfundur áliti laxastofninn ís- lenzka í hættu vegna ofveiði og sé Þórarinn aðal ógnvaldurinn. Sem betur fer er þetta ekki rétt því sennilega er laxinn einn af þeim fáu fiskstofnum sem ekki er í þessari hættu. Eigendur ánna ráða sjálfir hvaða fiskafjöldi er í þeim hverju sinni, 8—10% líkur eru á endurheimt gönguseiða er þeir setja í árnar. Aldrei hefur fallið minnsti grunur á Þórarin um að hann hafi stundað ólöglega veiði, þótt þetta sé meira en sagt verður um ýmsa aðra, þvi það liggur rökstuddur grunur um að hún sé stunduð í nokkrum mæli hér. Ekki sér Páll ástæðu til að taka þá menn fyrir sem það gera, því sfður að uppræta þá. Synd Þórarins liggur f því að honum hefur á undanförnum árum næstum tekizt að fiska lax upp f kostnað. Rétt er það að laxveiði á Is- landi er nú ekki fyrir aðra en afburða veiðimenn eða auðkýf- inga en ekki er það sök Þórar- ins og lítt mundi breytast þó hann hætti með öllu laxveiði. Það er þvf miður mörgu sem er ábótavant í þjóðfélagi okkar og fyllilega er ég' sammála því að þeir sem standa gegn þvf að laxveiði geti orðið holl tóm- stundaiðja almennings megi hafa skömm fyrir. Því miður er svo komið að almenningur bæjanna á ekkert föðurland nema malbikið sem hann stendur á því einkaaðilar eiga orðið árnar, hitaorkuna í iðrum jarðar og jafnvel afrétt- irnar. En Páll Finnbogason bætir ekkert þetta slæma ástand þótt hann ausi auri hinn ágæta mann, Þórarin Sigþórs- son.“ BORGARNES: Girnilegur garðagróður Kálræktandi í Borgarnesi hringdi: Nú er sá tfmi sumarsins kominn er kindur taka að streyma f garða okkar Borg- nesinga, í þeim tilgangi einum að éta blóm, brumknappa og gómsæta frjóanga. Þessar heimsóknir eru árvissar, enda þrífst féð vel. Líkur benda og til þess að fjárbændur í nágrenninu treysti mjög á þessa síðsumarbeit. Jafnvel þó að við garðeig- endur vildum láta krók koma á móti bragði og næla okkur í gómsætt læri eða hrygg, þá er málið ekki svo einfalt því sem kunnugt er má ekki slátra nema f löggiltum sláturhúsum, sem sótthreinsuð e'ru sérstak- lega fyrir Ameríkumarkað. Mun það full kostnaðarsamt að V ræsa út heilt sláturhús fyrir þá aðgerð. En ef tækifæri gefst þegar hausta tekur og slátur- hús fara i gang, væri ekki úr vegi að nota tækifærið og fá nokkrar bætur fyrir kálát kind- anna. Islenzka er til að tala Kunnugur hringdi til að deila á málnotkun hjá Styrkt- arfélagi vangefinna. Inni f Vogum rekur félagið það sem nefnt hefur verið PENSJÓNAT og finnst kunnugum það fáránlegt nafn. Þarna er um að ræða gistiheimili fyrir ungar hana stúlkur og finnst kunnugum að GISTIHEIMILI væri mun betra nafn. Utlenda orðið finnst honum bæði óþarft og ljótt og nóg er til af isl. orðum er í pess stað gætu komið. Það er ekkert annað en fíflagangur að vera með útlent nafn á íslenzkri stofnun. Ný— vönduð — falleg Leðurstígvél Svartleður Verðkr. 11.550.- Hálf er hún nú skömmustuleg þessi. Skyldi hún vera nýkomin úr einhverjum kálgarðinum?

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.