Dagblaðið - 15.08.1977, Qupperneq 4
4
DAGBLAÐIU. MÁNUDAÍJUK 15. ÁGÚST 1977.
Sprengingar
vísindamanna
íFnjóská:
ÍSLENDINGAR SPRENGJA -
SEIÐIN DRÁPUST ÚR KULDA
„Bændur h£r í Ljósavatns-
hreppi töldu þetta gagnlegt og
leyfðu því sprengingarnar og
ég veit ekki til þess að nokkur
urgur sé í mönnum hér vegna
þeirra," sagði Bjarni Péturs-
son, oddviti, í samtali við Dag-
blaðið. „Þeir eða talsmaður
þeirra, Stefán Sigmundsson frá
Orkustofnun, leituðu alltaf til
bændanna um leyfi til
sprenginganna og fóru því ekki
hér um í leyfisleysi."
Allmikil umræða hefur orðið
um sprengingar hóps
svissneskra, rússneskra og
þýzkra vísindamanna í vísinda-
tilgangi í Skjálfandafljóti,
Djúpá og Fnjóská nú að undan-
förnu. Eru vísindamennirnir
taldir hafa orðið valdir að mikl-
um seiðadauða með sprenging-
um sinum í Fnjóská og einnig
mun rúða hafa brotnað í verzl-
uninni á Fosshóli.
„Við gáfum samþykki okkar
fyrir því að þeir sprengdu í
Skjálfandafljóti en þegar þeir
höfðu gert það í eitt skipti þótti
okkur nóg um, enda varð
sprengingin öflugri en við höfð-
um átt von á,“ sagði Bjarni enn-
fremur. „Kvörtuðum við yfir
því við Stefán og fluttu þeir sig
umsvifalaust yfir í Djúpá með
okkar samþykki."
„Þetta er allt um garð
gengið," sagði Olgeir Lúthers-
son, hjá veiðifélaginu við
Fnjóská. „Veiðifélagið sem
slíkt var ekki látið vita af þess-
um sprengingum og það er það
sem okkur svíður mest. Stefán
kom. hins vegar hingað og
viðurkenndi að þeim kynnu að
hafa orðið á einhver mistök
enda ekki talið að neinn fiskur
væri í ánni. Þeir höfðu fengið
leyfi eins aðila, er á land að
ánni, til þessara sprenginga, en
við hjá veiðifélaginu höfum
hins vegar allt yfir ánni sjálfri
að segja.“
Sagði Olgeir að þeir hjá
félaginu hefðu sennilega ekki
neitað vísindamönnunum um
aðstöðu til þessara vísinda-
iðkana, „en okkur þykir verst,
að ekki var rætt við okkur fyrr
en eftir á.
Satt að segja reikna ég ekki
með því að tjón hafi orðið við
sprengingarnar hér í ánni,“
sagði Olgeir. „Þeir sprengdu
alltaf á sama staðnum nokkrum
sinnum og hefur því myndazt
þar hylur. Varðandi seiðin, sem
drápust, var ég rétt búinn að
sleppa seiðum í ána áður en til
tilraunanna kom og stuttu síðar
kólnaði í veðri, auk þess sem
töluvert óx i ánni. Það er því
allt eins líklegt að seiðin hafi
drepizt vegna þess.“
Forstöðumenn Veiðifélagsins
Flúða á Akureyri hafa látið
hafa eftir sér í blöðum að þeir
muni krefjast skaðabóta vegna
sprenginganna í Fnjóská.
„Ætli það sé þá ekki einna
helzt Orkustofnun sem yrði
gerð skaðabótaskyld," sagði
Gunnar Björn Jónsson hjá
Rannsóknaráði ríkisins í viðtali
við Dagblaðið. „Ég veit ekki
betur en íslenzkur sprengisér-
fræðingur framkvæmi þessar
sprengingar fyrir Orkustofnun
i samráði við vísindamennina.
Þær eru liðtir í heildarkönnun
sovézkra vísindamanna á jarð-
fræði Islands með tilliti til
könnunar þeirra á gliðnun
jarðskorpunnar í Atlantshafs-
hryggnum og hafa þeir unnið
að þeim rannsóknum nokkur
undanfarin ár.
Við Islendingar njótum svo
góðs af þvi þetta eru gífurlega
kostnaðarsamar vísinda-
tilraunir," sagði Gunnar Björn
að lokum.
Ekki reyndist unnt að hafa
samband við Stefán Sigmunds-
son frá Orkustofnun varðandi
þetta mál, þar eð hann er inni í
óbyggðum með vísinda-
mönnunum.
-HP.
Dagblað
án ríkisstyrks
— loðnuleit hefst aftur íbyrjun september
„Þörfin fyrir skipulega
loðnuleit í sem mestum mæli
hefur verið ljós nú um langa hríð.
Vegna þess var gerð áætlun í vor
um hvernig henni yrði hagað í
sumar og fram í desember næst-
komandi," sagði Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðingur í
viðtali við Dagblaðið í gær.
Hjálmar var um borð í
rannsóknaskipinu Arna Friðriks-
syni út af Vestfjörðum.
Skipstjórar á loðnuskipum sem
nú eru við veiðar norður af land-
inu, kvarta yfir að þar sé
ekki leitarskip og geri það
veiðarnar erfiðari og árangurs-
minni en ella.
Sigla með vináttuboðskap og
lífbát til íslands:
Tólf óreynd brezk
ungmenni veltast
yfir hafið í seglbát
Samkvæmt áætlun Haf-
rannsóknastofnunar áttu
rannsóknaskipin Arni Friðriks-
son eða Bjarni Sæmundsson að.
vera stöðugt við loðnuleit frá því í
júlí fram í desember. Agúst-
mánuður var þó undanskilinn.
Var það vegna kerfisbundinna
seiðarannsókna sem bæði skipin
stunda núna og lýkur því verk-
efni um næstu mánaðamót.
Verður Bjarni Sæmundsson þá
sendur til loðnuleitar.
„Annars er þetta líka spurning
um nægilegt fjármagn,“ sagði
Hjálmar Vilhjálmsson.
„Til greina kemur að taka á
leigu skip til loðnuleitarinnar. Ef
gagn ætti að vera að pví þyrfti það
að vera með fullan útbúnað til
loðnuveiða og mundi verða nokk-
uð dýrt,“ sagði Hjálmar ennfrem-
ur.
Einnig sagðist hann ekki vera
viss um að auðvelt væri að fá
heppilegt skip til leitarinnar.
! Seiðarannsóknirnar, sem
rannsóknaskipin eru upptekin við
núna, munu meðal annars gefa til
kynna hvernig til hefur tekizt
með klak helztu fisktegunda
okkar.
Að sögn Hjálmars verður farið í
kringum landið og einnig til
Austur-Grænlands.
Ekki sagði hann að neinar
ályktarnir væri hægt að draga af
þeim rannsóknum sem gerðar
hafa verið að þessu sinni.
Væntanlega munu þær liggja
fyrir í byrjun næsta mánaðar. -öG.
stefnan er sett á Jsland. Er
áætlað að báturinn komi hingað
um næstu helgi. Mun áhöfnin
hafa hér viðdvöl til 3. september.
Hér afhendir hópurinn boðskap
til íslenzkra ungmenna og af-
hendir ósökkvandi gúmmibát til
björgunarstarfsemi við tsland.
Brezku ungmennin 12 hafa
aldrei í langa sjóferð farið og
þetta er þvi mesta sjóferð óreynds
fólks sem farin hefur verið frá
Skotlandi til Islands að því er
segir í tilkynningu um förina. Það
er British Ocean Youth Club sem
að förinni stendur. Unglingarnir,
sem nteð bátnun koma, völdu
þessa för fram yfir margar stvttri
og auðveldári sem þeir áttu völ á.
Skipstjóri á Sir Francis Drake
er Jack Sharples, vanur maður og
reyndur og með honum er þaul-
vanur signlingamaður. Sennilega
mun hópurinn bjóða íslenzkum
ungmennum til dvalar hjá sér á
Englandi.
-ASt.
Tólf brezk ungmenni áttu í gær
að leysa landfestar 22 metra segl-
skútu sem ber heitir Sir Francis
Drake. Landfestarnar átti að
leysa í Oban í Skotlandi en
Til sölu Mercedes Itenz 200 '70. búinn ymsiiin auka
þa'ginduni, ekinn aðeins 19.000 km crlcndis. Verður til
sýnis við Leifsstyttuna næstu daga. l'ppl. í sinia 12970
milli kl. 1 og (>.
Óskum að ráða
starfsfólk í
eftirfarandi
stöður við þjónustu
Alfa Romeo og Skoda bifreiða
1. Bifreiðasmið.
2. 4—5 bifvélavirkja.
3. Aðstoðarmann við standsetningu nýrra
bifreiða.
4. Verkstjóra í ryðvörn.
5. Starfsmann í ryðvarnarstöð.
6. Starfsmann ó skrifstofu þjónustudeildar.
Vélritunar- og enskukunnótta nauðsynleg,
tœkniþekking œskileg.
Góðir tekjumöguleikar, góð vinnuað-
staða.
Umsækjendur hafi samband við þjón-
ustustjóra, Sigurjón Harðarson. Uppl.
ekki veittar í síma.
JÖFUR HF.
Tékkneska bifreióaumboóió á Islandi
AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600
Seiðarannsóknir:
RANNSÓKNASKIPIN í
SEIÐARANNSÓKNUM